Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 6
6 - ÞRIDJUn AGU R 29. FEBRÚAR 2000 ÞJÓÐMÁL _ nr Útgáfufélag: oagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG eoo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@daour.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. A mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: boo 7080 Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-i615 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563 -1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Slmbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (REYkjavík) Fyrsta áfanga flýtt í fyrsta lagi Ákvörðun umhverfisráðherra um að fella úr gildi úrskurð skipulagsstjóra um 480 þúsund tonna álver í Reyðarfírði og ógilda um leið alla málsmeðferðina virðist hafa komið ýmsum á óvart. Þau fyrstu viðbrögð margra, að með þessari niður- stöðu ráðherra væri verið að fresta framkvæmdinni verulega, hljóta hins vegar að vera á misskilningi byggð. Ef ráðherra hefði fallist á úrskurð skipulagsstjóra ríkisins í málinu hefði þurft verulegar framhaldsrannsóknir, en hann gerði kröfu um slíkt í þrettán liðum. Það hefði tekið mildu lengri tíma en það ferli sem framundan er vegna ákvörðunar ráðherra. í öðru lagi Það er kjarni málsins í niðurstöðu umhverfíráðherra, að þar er fallist á þá kröfu að einungis skuli miða umhverfísmat við fyrs- ta áfanga álvers, eða 120 þúsund tonn. I reynd er því verið að búa í haginn fyrir tiltölulega skjóta afgreiðslu á leyfum til að fara út í slíkar framkvæmdir. Það mun ekki taka þá sem að framkvæmdum standa langan tíma að ganga frá skýrslu um slíkt og senda til skipulagsstjóra. Með úrskurði ráðherrans er því í reynd verið að reyna að flýta því að íslensk stjórnvöld geti veitt leyfi til að hefja framkvæmdir við álverið. í þriðja lagi Nú liggur Ijóst fyrir að Norsk Hydro telur að einungis með því að stækka álverið á Reyðarfirði í 480 þúsund tonn muni það skila ásættanlegum hagnaði. Urskurður skipulagsstjóra bar með sér að gera verður umfangsmiklar nýjar rannsóknir á áhrifum slíks álvers. Nú verður augljóslega farið að þeirri kröfu framkvæmdaaðila að þær rannsóknir fari þá fyrst fram þegar fyrsti áfanginn er orðinn að veruleika. Þegar til þess er litið að ætlunin er að íslenskir fjárfestar, þar á meðal lífeyris- sjóðirnir, leggi mikla fjármuni í nýja álverið, mun þrýstingur- inn á að leyfa frekari stækkun eftir nokkur ár, með tilheyrandi nýjum virkjunum, verða gífurlegur. Og niðurstaðan væntan- lega í samræmi við það. Elías Snæland Jónsson Jeppaþjóðin Samspil óveðursins um helg- ina og Heklugossins hefur dregið fram í dagsljósið ein- staklingseðlið í íslendingum. Þjóðin hefur undanfarin misseri verið að kaupa sér jeppa af ölluni stærðum og gerðum, og þeir sem ekki eru komnir á jeppa eru í það minnsta á nýjum og dýrum fjórhjóladrifnum fólksbílum og á leiðinni að kaupa sér jeppa. Menn hafa Iagt stórfé í þessar Ijárfestingar og verið iðnir við að sannfæra sjálfa sig og aðra um réttmæti þess að setja mikla pen- inga í að hafa gott farartæki til að kom- ast á milli staða. Sannfæringarkraftur- inn hefur raunar ver- ið slíkur að þeir eru orðnir fáir efasemd- armennirnir um nauðsyn þess að eiga jeppa. íslendingar eru því orðnir að sannkallaðri jeppaþjóð. í leit að útsýni Það er því nánast óhjákvæmi- legt að þegar spennandi eld- gos verður að þá fer þjóðin út í bílana sína og ekur í áttina að betra útsýni. Það er auðvit- að aukaatriði þótt húið sé að tilkynna í nær ölum Ijölmiðl- um að ckkert útsýni sé til gossins, menn fara upp á von og óvon í þeim efnum. Sama er að segja um ótryggt veður- útlit. Islendingurinn lætur slíka smámuni ekki aftra sér, auk þess sem vond veðurspá gefur bíleigendum tilefni til að fagna framsýni sinni að hafa keypt sér svo góðan og dýran bíl eða jafnvel jeppa. I ljós komi hversu sniðug fjár- festing nýi bíllinn var, því nú gcti menn farið út að aka þrátt fyrir veðrið, af því bíll- V inn er svo góður!! Þúsundum saman flykktist jeppaþjóðin því út á vegina í sama mund og starfsmenn Veðurstofunn- ar urðu hásir af því að hrópa stormviðvaranir! Réttu græjumar Það að Timmtánhundruð manns skuli hafa orðið að hafast við í Þrengslunun í fyrrinótt er hins vegar nokkuð áfall fyrir jeppaþjóðina. I ljós hefur nefnilega komið að það er alls ekki nóg að hafa fjár- fest í fínuni bíl til að komast á milli staða. Það þarf að vera fært og jafn- vel sæmilegt veður- útlit líka. Þetta eru vitanlega mjög óvæntar upplýsingar og kannski ekki von að menn almennt átti sig á þeim. En það gleð- ur þó Garra að sjá að menn hafa verið að koma sér sam- an um skýringu á því hvernig fór. I útvarpinu í gær var farið nokkrum orðuni um þessi mál og niðurstaðan var einróma sú að rekja mætti vandræðin til vanbúinna bíla. Það hafa því trúlega verið á ferðinni menn seni ekki voru á nýjum bílum eða sem ekki höfðu fjárfest f réttu græjunum. Það er mikill léttir að heyra að vandamálið er tæknilegs eðlis, en snertir ekki öku- mennina eða það eðli og nátt- úru jeppaþjóðarinnar sjálfrar að gefa náttúruöflunum langt nef ef svo ber við. Með því að ákveðnir bílaskussar kaupi sér aðeins betri búnað, þá má semsé forða svona vanda, næst þegar eldgos verður og jeppaþjóðin þarf að aka út í niðdimma hríðina í leit að út- sýni. GARRI JÓHANNES { - SIGURJÓNS- SON skrifar v- 1 Umferðarsprengigos Gömul kona á Norðurlandi fy'lgdist eins og fleiri með frétt- um um helgina af eldgosinu í Heklu og af hundruðum kolföst- um bifreiðum á Hellisheiði og í Þrengslum. Hún hristi auðvitað höfuðið yfir öllum þessum ósköpum og sagði: „Óskaplega hlýtur lífið að vera dauflegt og tilbreytingarsnautt þarna í fásinninu á höfuðborgarsvæð- inu, þegar menn eru svo tilbúnir að leggja líf og limi í hættu með því að ana út í óvissuna þegar eitthvað óvenjulegt gerist í grennd við Reykjavík. Mikið hlýtur aumingja fólkinu að leið- ast heima hjá sér.“ Og sjálfsagt fleiri sem undrast þetta undarlega æði sem reglu- lega rennur á borgarbúa og finnst ekki síður sérkennilegt þetta brenglaða ófærðarskyn sem flestir þar syðra virðast búa við. Jafnvel konur komnar á steypirinn láta draga sig út í tví- sýnu í því skyni að berja hugsan- legan reyk úr Heklu augum ef skyggni leyfði sem engar líkur voru raunar til. Gönuhlaupm I þessum árvissu gönuhlaupum borgarbúa er gjarnan talað um að það séu að- eins örfáir öku- menn á litlum og vanbúnum bif- reiðum sem beri ábyrgð á öng- þveitinu sem alla jafnan er fylgi- fiskur þessara furðuferða. En í þetta sinn sátu hinir öflugustu stórjeppaeigendur Iíka fastir í sköllum, fjóra daga að dreyma, eins og segir í textanum. Skýringar á þessum ótrúlega æðibunugangi ökumanna þegar eitthvað er tíðinda í grennd, er varla hægt að rekja eingöngu til einskærrar forvitni. Því í þessu tilfelli vissu auðvitað allir að ef menn vildu sjá eitthvað af gosinu og komast sem næst eldstöðinni, þá var gáfulegast að bíða eftir sjónvarpsfréttun- um. Enda sáu þeir sem heima sátu margfalt meira af eldgos- inu en þeir sem húktu á Hellis- heiði og Þrengsl- um og sáu ekki glóru í hálfan sólarhring. Nei ástæðunn- ar er ugglaust að leita í taum- lausum leiðindum þeirra sem búa í tilbreytingarieysi höfuborg- arinnar með öll sín leikhús og synfóníur og súludansstaði sem öðru fremur ku draga til sín sveitamenn úr fásinninu utan af landi. Eldgos innan frá Hitt er svo annað mál að þessir nýfíknu borgarbúar eru auðvitað himnasending fyrir fjölmiðla og fréttamenn, þegar náttúruham- farir bregðast og reynast til- komuminni en vonir stóðu til í upphafi, eins og reyndar gerðist með Heklu nú. Því þegar mesti ljóniinn var farinn af gosinu, þegar hraunstraumurinn tók að hægja á sér, þá gátu fjölmiðlar snúið sér að því að flytja fréttir af asnastrikum gosfíkla sem sátu fastir hver um annan þveran í Þrengslunum. Staðreyndin er auðvitað sú að stærstu og hættulegustu nátt- úruhamfarirnar koma að innan. Og fyrr verður örugglega hægt að koma í veg lyrir að eldfjöll gjósi en að hamla því að mannskepn- an hagi sér eins og hún er inn- réttuð til. svaorauð Erfólk hættað táka mark á veðurspám? (Mikill fjöldi fólks komst i hann krappan í Þrengslunum í fyrrinótt, því margir fóru austur á Hekluslóð- ir jafovel þó veðurspá væri ekki sem best.) Tómas Jónsson yflrlögregluþjónti á Selfossi. „Það er misjafnt, en mikið virðist þó um að fólk ætli bara að stóla á Guð og lukk- una. I sumum til- vikum virðist einu gilda þó fólk sé að hafa samband við okkur og spyrja hvernig færðin sé og við segjum að Hellisheiðin sé nánast ófær, þá er oftar en ekki svo að fólk Ieggur samt af stað. Þá spyr maður sjálfan sig hví í ósköpun- um fólk sé að hringja.11 Hjörleifur Ólafsson deildastjóri í þjónustudeildar Vegagetóar. „Meginmálið er að fólkið í land- inu er svo mikið komið úr tcngsl- um við náttúru- öflin. Með þeim breytingum seni orðið hafa á at- vinnuháttum þjóðarinnar á und- anförnum áratugum fylgist fólk ekki eins með veðurspám og áður var. Þó tel ég að traust fólks til Veðurstofunnar sé til staðar, enda væri annað ástæðulaust. Spárnar eru sífellt að verða betri og áreiðanlegri." Július Júlíusson talsniaöurVeóurfdúbbsins d Dalvflt. „Greinilega. I dag á fólk minna undir veðri en var og margir hafa misst takt við náttúruna. Nýtt fyrirkomulag vindmælinga hef- ur sín áhrif, nú eru mældir metr- ar á sekúntu en ekki er lengur talað um andvara, golu, kalda, rok og hvassviðri - heldur er þetta allt komið út í tölfræðina. Með nýju fyrirkomulagi minnkar tilfinning fólks fyrir því hvernig viðrar í raun." Einar Sveinbjörnsson veöirrjrædiiigur ogaðstoðarm. umhverflsráðherra. „Eg tel að svo sé ekíd. Hins vegar er það svo að í fjölmiðlun nú- tímans vilja veð- urspár og viðvar- anir fara ofan garðs og neðan. Þá vilja menn blanda óljósum fréttum um veð- urhorfur næstu daga saman við nokkuð öruggar spár fyrir næsta sólarhring. Vegna síendurtek- inna vandræða í samgöngum þarf Veðurstofan að skoða hvern- ig best sé að miðla viðvörunum um versnandi veður og færð - og það verður vart gert nema með samstarfi við Vegagerð. Það er umhugsunarefni að þessar tvær stofnanir skuli hvor í sínu lagi þjónusta vegfarendur á sama tíma, en í sitthvoru lagi.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.