Dagur - 29.02.2000, Blaðsíða 9
8- ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
Xfc^ttT
ÞRIDJUDAGU R 29. FEBRÚAR 2000 - 9
FRÉTTASKÝRING
FRÉTTIR
Engin þrengsli í þeim gomlu
Slæmt skyggni olli vonbrigðum hjá mörgum sem hugdust sjá Heklugos og fengu sumir „lítið fyrir peninginn" eins og einhver orðaði það.
Þessi mynd er tekin úr snjóbíl í Mjóaskarði. - myndir: teitur
Hekla eins og vel
siiiurð vél, íarin að
gjósa á um tíu ára
fresti. Jarðvísiuda-
menu ánægðir með
forspána. Engin frétt í
gosinu sjálfu, allt
mjög svipað og áður.
Það merkilegasta við
Heklugosið nú er ef til
viU þjóðvegahátíðin í
Þrengslunum.
Ólíkindatólið Hekla hóf að gjósa
um klukkan 18.17 laugardaginn
26. febrúar en innan við klukku-
tíma áður urðu vísindamenn var-
ir við fyrstu merki um að gos væri
í nánd. Þar með er komin enn ein
staðfestingin á því að hundrað
ára regla Heklu er að falla úr gildi
og áratugsreglan að taka við. Þó
skyldu menn fara varlega í að
festa I leklu í einhverja reglu því
jafnskjótt getur hún brugðið út af
og afsannað regluna - sýnt hve
langt er frá því að maðurinn sé
herra yfir náttúrunni, þótt vissu-
lega aukist þekking dag frá degi
scm auðveldar vísindamönnum
að spá um það við hverju megi
búast. Aukin þekking, meðal ann-
ars með betri mælingum, skilaði
því þó nú að sagt var til um að gos
væri að hefjast með örlitlum fyr-
irvara. Gosið nú er það Ijórða
sem telja má til undantekninga
frá fyrri reglu um Heldu. Gos
urðu í Heklu 1970, 1980, 1991
og svo núna en að auki smágos
1981, sem segja má að sé hluti af
gosinu 1980.
Allt var með kyrrum kjörum við
Heklu í gær - ef þannig má til
orða taka um eldgos. „Þetta rénar
heldur og er orðið mjög átakalít-
ið,“ sagði Steinunn Jakobsdóttir
jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu
Islands eftir hádegi í gær þegar
leitað var frétta af gosinu. „Það er
óskaplega lítið að frétta, það
dregur rólega úr gosinu, jafnt og
þétt.“ Mesti krafturinn virðist
hafa verið úr Heklu eftir fyrstu
sex klukkustundirnar, mesti óró-
inn var fram að miðnætti á laug-
ardagskvöld og áfram var einhver
órói fram á sunnudagsmorgun en
sfðan hefur sú gamla verið frem-
ur róleg.
Dæmigert Heklugos
Gosið nú er í öllum megin drátt-
um mjög svipað gosunum 1980
og 1991. „Þetta lítur mjög út eins
og dæmigert Heklugos," sagði
Steinunn. „Við höfum ekki séð
neina hluti ennþá sem koma neitt
virkilega á óvart, hvað sem kemur
í Ijós þegar menn fara að efna-
greina hraunið og skoða. Þeim
mælingum sem við sjáum svipar
mjög til þess sem maður hefur
verið að horfa á í öðrum gosum.
Eg myndi segja að ennþá sé ekk-
ert sérstakt sem kæmi manni á
óvart."
Tilkynning urn að gos væri í
nánd virðist það sem teljast verð-
ur helsta fréttin varðandi gosið
núna í samanburði við fyrri gos í
Heklu en að öðru leyti er gosið
mjög líkt þeim fýrri. Þar fyrir
utan má telja Þrengslavandræðin
helstu frétt Heklugoss - enn sem
komið er. Nú er ekki lengur
þrengslunum fyrir að fara í Heklu
sjálfri, því goskvika virðist eiga
greiða leið upp á yfirborðið á um
tíu ára fresti um vel smurðar gos-
rásir, eins og hefur sýnt sig með
hinum tíðu og reglulegu gosum
unanfarna áratugi. Þar er helsta
breytingin á Heklu, í stað aldar-
hvíldar áður tekur hún sér hlé í
um áratug og gýs í „rólegheitum'1.
Þrengslin urðu hins vegar af völd-
um forvitinna ferðalanga sem
létu aðdráttarafl Heklu yfirbuga
skynsemi sína og hugsuðu hvorki
um veðurútlit né útbúnað bif-
reiða sinna.
Vegagerðin ruddi akstursleiðir
um Þjórsársdal, Landveg, veginn
að Gunnarsholti og Keldum á
sunnudag. Mikil umferð var um
Suðurlandið á sunnudag þótt í
raun fengi fólk „ekki mikið fyrir
peninginn", eins og einhver orð-
aði það. Lögreglan á Hvolsvelli
lagði áherslu á það á sunnudag að
beina umferðinni á nokkrar aðal-
leiðir og gekk það að mestu Ieyti
eftir að sögn lögreglu.
Bætt eftirlitskerfi
Það sem jarðvísindamenn eru
hvað ánægðastir með varðandi
gosið núna er að þeim tókst að
segja til um það með örlitlum fyr-
irvara að gos væri að hefjast. „Það
er mjög ánægjulegt að það skyldi
vera hægt að sjá þetta fyrir núna,“
sagði Steinunn Jakobsdóttir. Yfir-
leitt hafa jarðvísindamenn orðið
varir við gos rétt í sömu andrá og
það hefst. Þróun eftirlitskerfis
hefur hins vegar fært menn skref
framávið og í raun má segja að
það sé tilviljun að til taks eru nú
mikið af gögnum og mælingum
frá gosinu 1991 til samanburðar
við gosið núna, því uppsetning
mæla stóð yfir skömmu fyrir gos-
ið 1991 og ef þá hefði til dæmis
gosið hálfum mánuði fyrr hefði
verið til mun minna af gögnum
en raunin varð að sögn Steinunn-
ar. „Kerfið var nákvæmlega kom-
ið á þann punkt að við gátum náð
gögnum sem meðal annars hjálpa
okkur við samanburð núna,“
sagði Steinunn. Onnur tilviljun
er síðan sú að Páll Einarsson
jarðeðlisfræðingur á Raunvís-
indastofnun Háskólans var að
„skipta á Heklu“, það er hann var
að skipta um pappír í mælitækj-
unum á Raunvísindastofnun, um
fimmleytið á laugardag og sá þá
að eitthvað var að gerast.
Það voru síðan þenslu- og jarð-
skjálftamælar á Vcðurstofunni
sem staðfestu að eitthvað væri
komið í gang. Sjálfvirkir jarð-
skjálftamælar skrá mælingar inn
á tölvu þannig að jarðvísinda-
menn hafa merki á stafrænu
formi sem gerir þeim auðveldara
um vik að vinna IJjótt mun meiri
upplýsingar úr mælingunum, að
sögn Steinunnar.
Óvíst iini framhaldið
Hvað með ályktanir um aðrar cld-
stöðvar út frá gosinu í Heklu nú?
Er hægt að draga einhverjar
ályktanir út frá þessu gosi um
meiri eða minni líkur á gosi í öðr-
um eldstöðvum eða eitthvað í þá
áttina?
„Það þarf ekki að vera neitt
samhengi á milli,“ sagði Stein-
unn. „Auðvitað getur eitthvað
komið í ljós þegar maður fer að
skoða gögnin en í raun getur
maður ekkert sagt um hvort þetta
eykur eða dregur úr líkum á öðr-
um gosum. Maður veltir því fyrir
sér og reynir að skilja þetta betur
og hetur. I kjölfar svona goss má
alveg búast við einhverri skjálfta-
virkni í kringum, á meðan þetta
er að jafna sig. Það verða ein-
hverjar þenslubreytingar sem síð-
an þurfa að jafna sig út á stærra
svæði, þannig að það er viðbúið
að það verði einhver skjálfta-
virkni. En við getum ekki sagt til
um það með nákvæmni núna.“
Steinunn sagðist hinsvegar
ekki vilja spá fyrir um lengd goss-
ins. Ut frá reynslunni geli hvort
heldur orðið um nokkurra daga
gos að ræða, eins og 1980, eða
nokkurra vikna, eins og 1991.
„Það virðist vera orðið ansi rólegt
núna en hvort einhver gígur tek-
ur upp á því að malla í lengri
tíma, er eiginlega ómögulegt að
segja til um núna,“ sagði Stein-
unn Jakohsdóttir.
ÖskufaH viða
I fréttatilkynningu Almannavarna
klukkan ellefu á laugardagskvöld
kemur fram að öskufalls hefði
orðið vart á Hveravöllum, í Eyja-
firði og Skagafirði. Tilkynningar
hafa horist til Veðurstofu víða að
þar sem fólk telur sig hafa orðið
vart við öskufall. Má þar nefna
staði eins og Sauðárkrók, Olafs-
Ijörð, Húnaver, Þykkvabæjar-
klaustur, Reykhóla, Skaga,
Bliinduós, Sandgerði, Hafnar-
fjörð og Mýrdalinn.
Afleiðingar gossins fóru heldur
ekki framhjá starfsmönnum
sundlaugar Dalvíkur. Loka þurfti
sundlauginni vegna öskufalls á
laugardagskvöld og var unnið að
hreinsun hennar í gær. Að sögn
starfsmanna varö hotn Iaugarinn-
ar nánast svartur nema rétt í
kringum vantsinnstreymi og var
unnið að því í dag að hreinsa
laugina. Mjög greinilega varð vart
öskufalls á Dalvík, meðal annars
á hílum og þeir sem voru úti við
fundu fyrir ösku bæði á vörum og
í augum, án þess að nokkur hafi
þó borið skaða af.
I tengslum við öskufall er eink-
um hætta á skaða fyrir búfénað,
því öskunni fylgir flúormengun
sem getur komist í yfirborðsvatn
og drepið húfénað sem er útivið.
Atburðarásin
Upp úr klukkan 16.50 á laugar-
dag mældist titringur á mæli
Raunvísindastofnunar Háskólans
á Litlu Heklu, sem er í norðvest-
urhlíðum fjallsins. Þá hafði Páll
Einarsson jarðeðlisfræðingur ver-
ið að „skipta á Heklu“ og Iét vita
um grunsamlegar hreyfingar sem
ættu upptök í eða við fjallið.
Skjálftar eða smátitringur mæld-
ust síðan á mælum Veðurstofunn-
ar í Haukadal klukkan 17.07.
Skjálftar mældust áfram klukkan
17.20, 17.30, 17.45, 18.17 og
18.26. Þeir voru staðsettir um
einn til tvo kílómetra norður eða
norðvestur af Heklutoppi á dýpi
innan við einn kílómetra.
Kl. 17.24 barst tilkynning til Al-
mannavarna rfkisins frá Raunvís-
indastofnun Háskólans þess efnis
að mikill órói væri hafinn á jarð-
skjálftamæli við Litlu Heklu. Um
svipað leyti barst tilkynning frá
jarðeðlisdeild Veðurstofu þess
efnis að breyting væri komin fram
á þenslumælum á Suðurlandi og
væru allar líkur á að gos væri að
hefjast í Heklu. Flugmálastjórn
var aðvöruð vegna þess að líkur
voru taldar á gosi og gerðar voru
ráðstafanir á Veðurstofu til að
gefa út öskufallsspá. Lögreglu og
almannavarnanefnd í Rangár-
vallasýslu var tilkynnt um at-
burðarásina.
Kl. 18.24 staðfesti Fokker Ilug-
vél á leið frá Reykjavík til Egils-
staða að gos væri hafið í Heklu og
að gosmökkurinn næði í 25-30
þúsund feta hæð, það er um tíu til
ellefu kílómetra. Oskufall lagði þá
undan mjög hægum vindi til
norðnorðausturs.
Gosið hófst um klukkan 18.17
á laugardag og skeikar aðeins um
einni mínútu til eða frá að því er
fram kemur í upplýsingum Veður-
stofunnar. Tímasetningin hyggist
á því hvenær þrýstilétting mælist í
gosrás Heklu á þenslumæli sem
staðsettur er í borholu nálægt
Búrfellsstöð í um fimmtán kiló-
metra fjarlægð frá Heklutoppi.
Tilkynningar sjónarvotta tóku síð-
an að berast á næstu mínútum.
Samkvæmt radarmynd klukkan
18.25 var gosmökkurinn kominn
upp í að minnsta kosti ellefu kíló-
metra hæð.
Samkvæmt þenslumælingum
jarðeðlissviðs Veðurstofunnar eru
skilgreindir jjrír fasar í gosinu á
fyrsta sólarhringnum. Frá því
klukkan 17.45 til klukkan 18.17
var kvika að brjóta sér leið til yfir-
borðs. Gosrásin hélt síðan áfram
að víkka eftir að gos hófst og fram
til klukkan 19.20 en þó mun hæg-
ar. Síðan eftir að gosrás er að
fullu mynduð verður rúmmáls
aukning við alla mæla þegar
hraun streymir úr kvikuhólfi und-
ir fjallinu.
Strax á fyrsta klukkutíma goss-
ins fóru jarðvísindamenn í könn-
unarflug yfir Heklu og mættu síð-
an til fundar við almannavarna-
ráð. Þar kom strax fram að eldgos-
ið er á sprungu sem liggur frá
norðaustri til suðvesturs, þvert
yfir Hcklu og rennur hraun frá
sprungunni til suðurs. Ekki var
talin sérstök hætta á ferðum sani-
fara gosinu en þó var og er fólki
ráðlagt að sýna ítrustu aðgát í
nánd við eldstöðina og forðast
djúpar lautir, þar sem gas getur
safnast saman, einkuni í hæg-
viðri. Þá er fólki eindrcgið ráðið
frá því að fara inn á svæði þar sem
öskufall er viðvarandi því fíngerö
aska getur sest í lofthreinsara og
drepið á vélum bíla og vélsleða.
Hraunjaðarinn sjálfur er líka
varasamur, því stykki gcta fallið
skyndlega úr honum.
Samkvæmt síðustu lréttum í
gær, áður en biaðið fór í prentun,
var allt mcð kyrrum kjörum. Þá
hafði dregið mjög úr gosóróa, en
hann var mestur fram undir mið-
nættið á laugardagskvöld, þá dró
verulega úr honum og enn frekar
þegar leið á sunnudagsmorgun.
Frá því þá hefur Hekla mallað í
rólegheitum - ef þannig má kom-
ast að orði um eldgos.
Hraunjaðarinn dró að sér allmarga áhugasama á sunnudaginn, en hraunið
getur verið varasamt þar sem snögglega getur hrunið úr.. Askan getur líka
verið hættuleg vélum bila og vélsleða. Flúormengun sem fylgir öskunni
getur Ifka verið hættulegt búpeningi.
Þessar áhugasömu sænsku stúlkur kiktu á hraunjaðarinn, en þær eru
skiptinemendur í jarðfræði við Háskóla íslands. Ef til vill er helsta fréttin við
þetta gos að jarðvísindamönnum tókst að segja til um gos með örlitlum
fyrirvara, sem ekki tekst svona alla ja fna fyrir Heklugos.
Víða festu bílar sig í sköflum þegar þeir voru að reyna að komast út á
stofnbrautir sem búið var að skafa.
Matarsendingar
lögðust niður
Starfsfólk dvalarheimilisins
Hlíðar á Akureyri, Fjórðungs-
sjúkrahússins, og fleiri heil-
brigðisstofnana á Akureyri áttu í
erfiðleikum með að komast í
vinnuna í gærmorgun vegna
ófærðar og mikils fannfergis og
var lögreglan með aðstoð hjörg-
unarsveitarinnar Súlna að flytja
fólkið til vinna fram eftir öllum
morgni. Einhver örtröð myndað-
ist á vaktaskiptum síðdegis, þó
mun minni. Engin stórútköll eða
slys voru á þeim tíma þegar
mesta ófærðin var. Ekki var hægt
að koma matarskömmtun til
eldri horgara frá Hlíð eins og
venjulega, en það verk annast 3
til 4 leigubílar á hverjum degi,
en þegar mest er gera geta mat-
arbakkarnir orðið allt að 40 tals-
ins. Þegar ljóst var að ekki var
hægt að aka matarbökkunum út
vegna ófærðar var hringt var í
alla sem venjulega fá matar-
hakka, og voru flestir sjálfum sér
nógir í gær, þ.e. áttu eitthvað að
borða, en nokkrir þáðu þó að-
stoð, t.d. við það að fara í versl-
un og kaupa inn hrýnustu nauð-
synjar eftir helgina.
Starfsfólk Heimahlynningar
sinnti sínum störfum í gær eins
og aðra virka daga, flestir fót-
gangandi í sköflunum, og voru
þess jafnvel dæmi að lyfja-
skammtur var réttur inn um
glugga þar sem fennt hafði fyrir
útidyrnar. Skólahald lagðist allt
niður, en þó þurfti ekki að af-
boða kennslu í Verkmenntaskól-
anum á Akureyri þar sem í gær
var frí vegna dags Þórunnar
hyrnu Iandsnámskonu í Eyjafirði
og í Glerárskóla var að byrja
þriggja daga vetrarfrí, en árshá-
tíð skólans var fyrir helgina.
Hætt er við að sumir nemenda
VMA og Glerárskóla séu svolítið
„súrir“ yl’ir því að fá ekki þetta
„vonskuveðursfrí". Nemendum
MA tókst heldur ekki að kría út
frí í dag, hlaupsársdag, eins og
þeir fyrirhuguðu að reyna, með
því að syngja fyrir skólameistar-
ann, Tryggva Gíslason. — GG
Skaflarnir eru víða háir þar sem snjóruðningstækin hafa stungið
sér í gegn.
Viövönm frá SL
Samvinnuferðir-Landsýn sendu
í gær frá sér afkomuviðvörun
vegna lakari afkomu síðasta árs
en áætlanir reiknuðu með.
Astæður eru tvenns konar. Ann-
ars vegar stóð regluleg starfsemi
félagsins ekki undir væntingum
stjórnenda og hins vcgar þarf
fvrirtækið að gjaldfæra á árinu
áður ofmetnar eignir. Unnið cr
að endanlegu uppgjöri félagsins
f\'rír síðasta ár og munu tölur
um afkomu verða birtar í lok
mars.