Alþýðublaðið - 18.02.1967, Qupperneq 4
igNnfimiiflrangMmi)
Ritstjórar: Gylfi Gföndal (áb.) og Ber.edikt Gröndal. — RitstjórnarfulK.
trúi: EiCur Guðnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906,
ASsetur AlþýðuhúsiS við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
.blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið,
Útgefandi Alþýðuflokkurinn.
Barlómur og traust
STÚDENTAR gengust nýlega fyrir umræðufundi
itm sjávarútvegsmál. Meðal ræðumanna á fundinum
var Jón Ármann Héðinsson, sem nú skipar annað
sæti á framboðslista Aljþýðuflokksins í Reykjanes-
kjördæmi. Hafði Jón fram að færa í erindi sínu marg
ar athyglisverðar upplýsingar um útgerðarmál, sem
sjaldan heyrist minnzt á. Má nefna það dæmi, að
umboðsmenn fyrir erlendar skipasmíðastöðvar fái
2,5 til 5% af brúttóverði nýrra báta og hafi skatt-
lagt bátaútveginn um tugi milljóna á fáum árum.
í upphafi máls síns ávarpaði Jón Ármann stúdent-
iana sérstaklega, og sagði: „Mjög mikið er talað um
afla og tekjur þeirra, er veiða, oft á tíðum. En svo
koma útgerðarmenn saman, og þá kveður við annan
tón, nær undantekningalaust neikvæðan, og að allt
sé að fara í strand. Svona tal ár eftir ár hefur að
minni hyggju ill áhrif á unga menn, og þið stúdent-
ar góðir, sem fyrr eða síðar eigið eftir að koma út
í atvinnulífið, kunnið að hafa þá hugmynd um út-
vegsmenn og reksturinn á fiskvinnslustöðvum, að
þar sé allt í kaldakoli og ekki fýsilegt að leita sér
sérþekkingar fyrir starfsgreinar sjávarútvegsins. Eg
nefni þetta til að forða frá þessum misskilningi og
"vildi mega hvetja sem flesta til að athuga um at-
vinnuhorfur í sávarútvegi okkar. Sannarlega vantar
okkur hæfa menn til starfa í þessari atvinnugrein. I
öllum þáttum hennar er þörf fyrir dugnaðarfólk."
Þessi orð Jóns Ármánns voru þörf hugvekja. Það
er nauðsynlegt að halda fast hagsmunamálum sinnar
starfsgreinar, en sífelldur barlómur ár eftir ár getur
gert alvaríegt tjón. Þess vegna ættu forystumenn út-
vegs og fiskiðnaðar að íhuga þessi aðvörunarorð Jóns
Ármanns ekki síður en stúdentarnir, sem hann á-
varpaði.
Stólar og stríð
NOKKURT UMTAL er um varnarmál íslands og
dvöl varnarliðsins í iandinu um þessar mundir. Hefur
málið verið rætt á almennum fundum og á Alþingi,
og er ekkert nema gott um það að segja.
Ungir framsóknarmenn hafa gengið fram fyrir
skjöldu hinna eldri flokksbræðra sinna í þessu máli,
og háðu þeir umræðufund við ungkommúnista. Gerð
ist það helzt tíðinda á fundinum, að framsóknar-
mönnum tókst að fá Ragnar Arnalds til að játa, að
hann mundi geta stutt ríkisstjórn, þótt hún hefði
brottför varnarliðsins ekki á stefnuskrá sinni. Það
vita menn af reynslu vinstri stjórnarinnar að alþýðu-
bandalagsmenn sátu þar hinir ánægðustu án þess að
minnast á brottför hersins fyrr en undir stjórnarlok.
Hitt er athyglisvert, að yngsti og ákafasti þingmaður
þeirra. sérstaklega í varnarmálum, skuli lýsa yfir fyr
irfram, að hann mundi breyta eins.
KONUDAGURINN
er á sunnudaginn. Munið blómin fyrir eiginkonuna og unnustuna á
Konudaginn.
Blómaframleiðendur.
Bílar til sölu og leigu
BfLAKAUP
Böar vtó allra hæfl.
KJör vlð allra hæfL
OplÖ UI kl. 9 á hverjn kvöUL
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 vlð Sanöari
Siml 15812.
Hverfisgötu 103.
Sími eftir Iokun 31160.
foiíasoiloi
Bergþórugötu 3.
Símar 10032 og 20070.
á krossgötum
★ ISLENZKIR
viðskiptahættir.
Kunningi okkar kom reiður og
rasandi inn á ritstjórnina fyrir nokkrum dögum
og lét svo ummælt, að seint virtust íslenzkir
kaupsýslumenn ætla að læra almennilega við-
skiptahætti.
Hann hafði nokkru áður farið
inn í raftækjaverzlun og keypt þar lítinn borð-
lampa fyrir hálft annað þúsund króna. Var þetta
fallegur lampi á fæti úr íslenzku hraunkeramik.
Lampinn var greiddur og honum síðan pakkað
vandlega inn í verzluninni. Kunningi okkar fór
síðan heim með lampann, því um kvöldið átti
að gefa liann í afmælisgjöf.
Jú, jú. Hann fór með lampann
og sá sem hann var gefinn tók upp pakkann og
leizt ljómandi vel á gripinn, en svo þegar átti
að fara að kveikja á gripnum kom í ljós, að
engin var í honum peran!
Þetta var íslenzkum kaupsýslu-
mönnum líkt, sagði þessi kunningi okkar, þeir
kunna að smyrja á vöruna, en að þeim detti í
hug jafn .sjálfsagt og einfalt atriði og að láta peru
fylgja dýrum lampa, það er af og frá. — Við
getum eiginlega ekki annað en verið þessum
kunningja okkar sammála,
beint til fyrirmyndar.
svonalagað er ekkl
★ SJÓNVARP.
-
I
Sjónvarpsnotandi skrifar: ..Ég
horfði með athygli á kvikmyndina um Bandaríkin
í sjónvarpinu, ekki sízt eftir myndina um Sovétrík
in, er Þjóðviljinn kvartaði sáran undan. Verð ég
að segja, að ekki dró hinn brezki höfundur fram
það bezta í fari Ameríkumanna og þungir voru
áfellisdómar hans um marga forustumenn lands-
ins og mikið gert úr öfgakenndum tízkufyrir-
brigðum. Hins vegar fór minna fyrir því jákvæða,
eins og hinni voldugu framleiðslu og tækni eða
þeim mikla meirihluta þjóðarinnar, [sem jiffr
friðsamlegu og kristilegu lífi, stundar sína at-
vinnu og heldur ríkinu gangandi,
Það er sennilega ekkert hlutlaust
mat til, þegar um slík efni sem þetta er að
ræða. Þess vegna var, þrátt fyrir allt, mjög fróð-
legt að sjá þessar brezku myndir, sem hinn rófc-
tæki og grimmi penni, Malcolm Muggerridge,
ritstýrði. Við munum án efa fá að sjá nóg af
myndum frá ýmsum löndum, sem sýna þau í ljósl
viðkomandi valdhafa, þótt svona efni fái að
fljótá með.”
mmmmá
18. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ