Alþýðublaðið - 18.02.1967, Blaðsíða 7
BREYTING til batnaðar virð-
ist nú eiga sér stað í sambúð
ríkis og' kirkju í Póllandi. Sér-
legur sendimaður Páls páfa, Ag
ostino Casaroli, dvelst um bessar
mundir í Varsjá og ræðif við
trúarleiðtoga og fulltrúa stjórnar
ínnar og kömmúnistaflokksins um
möguleika á því að endi verði
bundinn á deiluna, sem á sér
langa sögu. Casaroli fór tvívegis
til Póllands í fyrra í sömu erinda
gerðum, og tvirðast heimsóknirn
ar hafa stuðlað að bættn sam-
búð kaþólsku kirkjunnar og
pólska rilcisins.
Snemma í þessum mánuði fór
pólskur preláti, Boslaw Komi-
nek erkibiskup í heimsókn til
Páfagarös og gekk á fund páfa
Ferðalag hans þótti tíðindum
sæta þar sem hann er fyrsti
pólski kirkjuhöfðinginn sem feng
ið hefur að ferðast úr landi
síðan deilur kaþólsku kirkjunn-
af og pólska ríkisins hófust.
Ýmislegt fleira hefur bent til
þess að sambúð ríkis og kirkju
í Póllandi fari nú batnandi. Fyrr
í þessum mánuði hermdu fréttir,
sem að vísu eru óstaðfestar, að
forseti Póllands, Edward Oehab,
hefði þekkzt boð um að heim-
sækja Pál páfa í Vatíkaninu. í
þessu sambandi er heimsókn Nik
olai Podgornys, forseta Sovét-
ríkjanna, til páfa á dögunum
mjög mikilvæg. Þá er greinilegt
að áhrif Pófagarðs í alþjóðamál-
um hafa vaxið mjög að undan-
förnu.
Heimsókn Podgornys var sögu
legur viðburður, því að það hefur
aldrei áður gerzt að þjóðhöfð-
ingi kommúnistaríkis hafi gengið
á fund páfa. Forsetinn ræddi
við páfa um stöðu kaþólsku kirkj
unnar í Sovétríkjunum. F.kki er
talið ólíklegt, að Agostino Casa
roli haldi til Sovétríkjanna að af-
lokinni heimsókn sinni til Pól-
lands og ræði við sovézk yfir-
völd í framhaldi a£ viðræðum
páfa og Podgornys forseta.
★ KLÖGUMÁL GANGA
Á VÍXL.
Deila kirkju og ríkis í Póllandi
liófst fyrir alvöru 1965, þegar
Wladyslaw Gomulka var skipað.
ur forsætisráðherra og aðalritari
pólska kommúnistaflokksins og
Stefáni kardinála Wyszynski var
sleppt úr fangelsi, þar sem hann
hafði setið í haldi á Stalínstím
anum.
Hámarki náði deilan þegar þess
var minnzt í fyrrasumar, að 1000
ár voru liðin frá því að kristni
var innleidd í Póllandi og pólska
ríkið stofnsett. Þá rituðu 36
pólskir biskupar bréf til þýzkra
biskupa með samþykki kardínála
Og hvöttu til þess að Þjóðverjar
og Pólverjar sættust heilum sátt
um. Jafnframt lögðu þeir áherzlu
á, að „kirkjan ætti að vera varn
armúr gegn austri."
Stjórnin hóf gífurlegá áróðurs
herferð gegn kirkjunni. Wyszyh-
slci kardináli var borinn þeim
sökum, að hann væri „borgari
Vatikansins, en ekki pólskur borg
ari“, og auk þess var hann sak-
aður um að nota kirkjuna sem
tæki í pólitískri valdabaráttu.
Kardinálinn svaraði árásunum
í nokkrum prédikunum, þar sem
hann fordæmdi hið kommúnistíska
stjórnarfar og stefnu kommún-
ista. Hann hélt fram sjálfstæði
kirkjunnar, gagnrýndi iagabreyt-
ingar, sem leitt hafa til þess að
fóstureyðingar eru leyfðar í Pól-
landi, og fordæmdi bann það,
sem sett liefur verið við trúar-
bragðakennslu í skólum.
í desember hótaði stjórn
kommúnista að loka sex presta-
skólum, þar sem kirkjan vildi
ekki samþykkja að fulltrúar rík-
isins hefðu eftirlit með kennsl-
unni. Þessi tilraun fór út um
i þúfur, en síðan hafa deiluaðilar
Wyszynsky kardínáli. Myndin er tekin í Róm fyrir tveim árum.
Páll páfi og Boslaw Kominek, fyrsti pólski kirkjuhöfðinginn sem
leyft hefur verið að fara úr landi síðan deilur pólska ríkisins og
kaþólsku kirkjunnar hófust.
reynt að komast að varanlegu
samkomulági.
★ STERKUR PERSÓNULEIKI
Vegna þess að Wyszynski kar-
dináli er mjög sterkur persónu-
leiki, hefur deila rikis og kirkju
í Póllandi verið miklum mun
harðari en í Sovétríkjunum. 85
af hundraði pólsku þjóðarinnar
eru ennþá sannfærðir kaþólikkar,
og kirkjan hefur ótrúlega sterk
tök á þjóðinni. Sérstaklega eru
áhrif hennar mikil í sveitaþorp-
um, þar sem morgunmessan á
sunnudögum er ennþá aðalvið-
bui'ður vikunnar og áhrif prest-
anna eru gífurlega sterk.
,,Það ríkir strangur agi í
en hann er
ekkert samanborið við aga þann,
sem ríkir í kirkjunni. Hann er
eins strangur og aginn j prúss
neska hernum á sínum tíma.“
Þetta sagði einn af embættis-
mönnum kommúnistastjórnarinn-
ar fyrir skömmu.
Hann bætti því Við, að því færi
fjarri að allir prestar fylgdu
Wyszynskio að málum, en agans
vegna neyddust þeir til að lesa
hirðisbréf þau, . gem hann sendi
þeim reglulega fyrir söfnuðina í
ldrkjunum. í hirðisbréfunum er
alla jafnan sveigt óbeinlínis að
stjórninni og „hver getur efazt
um, að þau hafi ekki áhrif á fólk,
sem í aldaraðir hefur skoðað
kirkjuna sem eina stöðuga yfir-
vald sitt og dettur ekki í hug
að véfengja það, sem prestar
hennar boða,“ sagði embættismað
★ A KROSSGOTUM
í stærri bæjum og höfuðborg-
inni, Varsjá, er afstaða fólks til
kirkjunnar smám saman að
breytast Þótt Pólverjar séu
enn mjög trúhneigðir, líta marg
ir svo á, að biskuparnir hafi
blandað sér í stjórnmál, þegar
þeir sendu þýzku biskupunum
sáttabréfið og að á þetf.a hafi
ekki verið hægt að fallast. Aðr
ir sjá ekkert athugavert við það,
þótt kirkjuhöfðingjar reyni að
stuðla að sáttum þjóða á milli
og friði í heiminum. En pólska
stjórnin cr mjög fjandsamleg Vest
ur-Þjóðverjum, þótt önnur Austur
Evrópuríki efli nú samskiptí sín
við þá og Bonnstjórnina sé öll af
vilja gerð að bæta sambúðina
við Austur-Evrópu, ekki sízt síð
an jafnaðarmenn komust í ríkis-
stjórn. Hér er því um viðkvæmt
mál að ræða.
Nú er aftur á móti vilji til
þess að komast að samkomulagi,
bæði af hálfu kirkjunnar og rík
isins, og eru viðræður pólskra
yfirvalda og Páfagarðs liður í
þessari viðleitni
Hins vegar er ailt á huldu i|n
það, hvaða skilyrði Wyszynski og
Gomulka setja fyrir samkomul|gi.
Takist ekki samkomulag, eykst
spennan að öllum líkindum á ný.
Koparpípur og
Rennilokar.
Fittings.
Ofnkranar,
Tengikranar,
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
byggingavöruverzlun|
Réttarholtsvegi 3.
Sími 3 88 40.
18. febráar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐI0 J