Alþýðublaðið - 18.02.1967, Page 8

Alþýðublaðið - 18.02.1967, Page 8
Sjúkraflutningar i aðalstarf slökkvili IÚ G ðsr irðn nan lir na Umræður um sjúkraflutninga í Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur síðastliðið fimmtudagskvöld kom tii umræðu tillaga frá borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um nefndarskipun til að athuga fyrirkomulag við sjúkraflutninga liér í, borginni og gera tl’ögur um breytingar m.a. með hliðsjón af væntanlegum flutningi Slysa- varð'stofunnar í húsnæði í Borgar- spítalanum nýja. Fyrir þessari til- lögu mælti Úlfar Þórðarson og lét hann m.a. svo ummælt, að slys væru algengasta dánarorsökin hér í borg hjá fólki, sem komið væri af bernskuskeiði en ekki orðið fimmtugt. Lagð'i hann áherzlu á nauðsyn þess að’ sjúkraflutningar væru vel skipulagðir. Páll Sigurðsson tryggingayfir- Iæknir, borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins kvaddi sér hljóðs um þessa tillögu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og lagði hann til að í nefndinni, sem kanna ætti málið yrði fjölgað um tvo menn svo þar ættu sæti borgarlæknir, yfirlæknir slysavarðstofunnar, slökkviliðsstjóri, fulltrúi Rauða krossins og fulltrúi frá Læknafé- lagi Reykjavíkur. Var þessi tillaga Páls samþykkt. Ennfremur flutti Páll tillögu um að athugað yrði með fleiru hvort ekki væri tíma- bært að rjúfa tengslin milli sjúkra flutninga og slökkviliðs, því nú væri svo komið að sjúkraflutning- arnir væru orðnir aðalstarf slökkvi liðsmanna, en ekki aukastarf eins og ætlunin hefði þó verið þegar þeir tóku þetta að sér. Var þess- ari tillögu vísað til nefndarinnar. Margt merkilegt kom fram í ræðu Páls og fer hún hér á eftir í heild: Um það er varla deilt, hve nauð synlegt það er að skipuleggja vandlega flutninga sjúkra og slas- aðra til sjúkrahúsa og lækna, til þess að fyrirbyggja svo sem verða má að töf af þessum sökum valdi heilsutjóni eða dauða. Um hitt má hins vegar að sjálfsögðu deila, hvernig þessú á að koma fyrir o'g hver á að sjá um framkvæmdir og skipulagningu. Þegar R.K.Í. var stofnaður 1924 var það strax eitt af aðalstefnu- málum hans að koma betra lagi á sjúkraflutninga í Reykjavík og til Reykjavíkur. Þá var ein sjúkrabif reið í Reykjavík og þurfti hún oftlega að fara ferðir langt út um sveitir. R.K.Í. keypti sína fyrstu sjúkrabifreið 1926 og síðan hafa sjúkra- og slysaflutningar verið einn af meiri þáttum í starfi Rauða krossins, og. síðan Reykja- víkurdeildin var stofnuð hefur hún séð Reykvíkingum fyrir sjúkra- bifrerðum. Frá fyrstu tíð hefur rekstur þessara bíla verið hjá Slökkviliði borgarinnar og slökkviliðsmenn unnið þessi störf sem aukastarf með sínu aðalstarfi. Það hefur brðið gerbreyting á flestum svið- um þjóðlífsins á þeim 40 árum borgarstjórn síðan R.K. fékk sinn fyrsta sjúkra bíl, en á þessum tíma hefur engin breyting orðið á skipulagi sjúkra- flutninga þrátt fyrir gífurlega aukningu starfsins. Sjúkraflutning ar hafa að sjálfsögðu á þessu tíma bili stóraukizt, sjúkrarúmúm lief- ur fjöl'gað, algengt er að senda sjúklinga 'heim af sjúkrahúsum áður en þeir eru ferðafærir sjálf- ir, slysum hefur fjölgað gífurlega einkum slysum í umferð, næstum hver kona fer á fæðingarheimili til að fæða barn sitt, allt þetta hefur skapað slökkviliðinu aukið starf við sjúkraflutninga. Það mun svo komið nú, að sjúkraflutningar sem áttu að vera aukagéta og í- hlaupastarf er orðið fullt starf flestra þeirra slökkviliðsmanna er við það vinna, en það starf sem þeir fá þjálfun til og eru ráðnir til er orðið aukastarf og hverfur í skuggann. Að þessu athuguðu virðist hún fyllilega tímabær tillagan sem hér er til umræðu borin fram af sjálf- stæðisfulltrúum í borgarstjórn. Ég hafði vænzt þess að fá í fram- söguræðu með tillögunni nokkru gleggri hugleiðingar um málið og hugsanlegar lausnir þess, mér finnst það fullmikil hæverska af framsögumanni að gera því ekki 'gleggri skil, og vil því ræða nokk- ur atriði þess nánar. Sjúkraflutningar í Reykjavík og næsta nágrenni eru nú þegar orðið svo umfangsmikið starf að Páll Sigurösson. það er nægilegt verkefni eitt sér fyrir þá sem það annast. Til þess að sjúkraflutningar séu reknir af öryggi og með lágmarks'áhættu fyrir þá sem þessarar þjónustu njóta, þarf starfsþjálfun ekki síð- ur en til flestra annarra starfa í þjóðfélaginu í dag. Það er I tt hvað að flytja sjúkt og slasað fó'/ svo í lagi sé eða flytja vörur og pakka. Þeir sem sjúkra- og slysaflutn- inga annast þurfa að læra að um- gangast sjúka og slasaða, þurfa að kunna fyrstu hjálparmeðferð og vita og kunna hvað gera skal í hinum ýmsu tilvikum sem henda. Mjög víða erlendis fá þeir sem annast sjúkraflutninga svipaða þjálfun til starfa og hin nýja stétt sjúkraliða fær hér, það er verk- lega og bóklega kennslu á sjúkra- húsum, og þá einkum þeim sjúkra húsum sem hafa með að gera bráð sjúkdómstilfelli og slys. Með þessu móti er gert ráð fyrir að sjúkra- flutningamenn verði starfi sínu vaxnir og öðlist þá dómgreind er til þarf að bjarga mannslífi og veita þá meðferð og aðhlynningu er bezt er í hverju tilviki. Með því fyrirkomulagi. sem hér hefur verið á þessum málum hef- ur ekki verið unnt að koma þess- ari þj'álfun við enda eru þeir sem siúkraflutningana 'annast slökkvi- liðsmenn og þjálfun þeirra og val í starf fer að sjálfsögðu eftir þeim kröfum er gerðar eru til þeirra starfa á hverjum tíma. Nú skilii enginn orð mín svo að ég telii að slökkviliðsmenn hafi ekki svnt sjúkraflutningum þfe-nn á- huga er þeir hafa getað. þeir hafa sinnt því starfi af fullri samvizku- semi og notað öll tækifæri sem beim hafa boðizt til þess að taka þátt bæði í námskeiðum er R.K. og læknar slysavarðstofu hafa staðið að um meðferð slasaðrá. en aðalstarf þeirra hefur ekki _ leyft að þeir sinntu sjúkraflutningum nema sem aukastarfi. Víkjum þá að öðru atriði. Félag áhugamanna eins og Rauði kross- inn er ætíð fjárvana. Öflun nýrra og fleiri sjúkratfifreiða hefur æ- tíð verið R.K. ærið vandamál og vaxandi með kröfum um vaxandi fjölda bíla, sem fyl'gt 'hefur í kjöl- far aukins starfs. Það hefur því iðulega dregizt tir hófi að nýir bílar hafi verið keyptir og fjöldi bíla í notkun hefur stundum verið of lítill. Smá skakkaföll eins og það að nýr bíll eyðileggsl bóta- Sjúkraflutningar — 3 laust hefur verið R.K. þungur baggi að axla. Einnig ber á það að minna að vegna fjárskorts hefur R.K. ekki getað fylgt dæmum þeirra sem stefna að breytingu og stækkun sjúkrabíla og er það alkunna að sú stærð sjúkrabifreiða er hér er nú þykir a.m.k. á Norðurlöndum. í sjúkrabílum af okkar stærð er svo lítið pl'áss, að það er nær úti- lokað að gera nokkuð til góða þar þó-brýna nauðsyn beri til með- an sjúklingur er fluttur til lækn- is, eins og t.d. að anda fyrir hann, gefa hjartahnoð eða vatn í æð svo nokkuð sé nefnt. í reglum um æskilega stærð og útbúnað sjúkrabíla er Svíar létu frá sér fara fyrir 2 árum benda þeir á að reynsla liafi sýnt að til þess að hægt sé fyrir sjúkraliða eða lækni að athafna sig hjá sjúk- ling í sjúkrabíl þá þurfi hæð hans að vera þannig að hægt sé að standa uppréttur við höfðalag sjúklings og það sé hægt að kom- ast auðveldlega a.m.k. með ann- arri hlið hans. Sænskir sjúkrabíl- ar eru nú meir að færast í það horf er þessar reglur mæltu með og brezkir bílar mun vera af líkri gerð. Ég tel að þau atriði sem ég hef hér drepið á bendi ótvírætt til þess að gerbreytinga sé þörf á núverandi fyrirkomulagi. í fyrsta lagi með aðskilnaði slökkviliðs og sjúkraflutnin'ga. í öðru lagi með því að borgin taki að sér útvegun s.iúkrabifreiða. þar sem sýnl er að Revkjavíkurdeild Rauða Kross íslands hefur ekki fiárhag.slegt bolmagn til bess með öðru bví starfi er hún vinnur fyrir borgina. ’ í þriðja lagi þurfi að atliugá hvort ekki sé heppilegt að tengja sjúkra- og slysaflutninga við borg arspítalann, slysavarðstofu og slvsadeild einkum með tilliti til þjálfunar starfsliðs. Með tilliti til þessa tel ég að breyta þurfi tillögu þeirri er fyr- ir liggur og legg ég til að hún orðist þannig: Borgarstjórn Reykjavíkur telur tímabært að endurskoða núver- andi fyrirkomulag slysa- o'g sjúkra flutninga í Reykjavík og nágrenni. g 18. febrúar 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.