Alþýðublaðið - 18.02.1967, Qupperneq 9
Siliirra með konu sinni Jo.
Nýju Apollo-geimfararnir
Þeir þrír geimfarar, sem eiga
að taka við Apollo-geimfarinu hafa
verið valdið. Þeir eru Walther
M. Schirra, Walter Cunningham
og Donn F. Eiseele. Ekkert hefur
enn verið látið uppskátt um það,
hvenær þeir fara sína fyrstu geim
ferð. Fréttir frá Kennedyhöfða
segja það verða eftir nokkra.mán-
uði, kannski eftir eitt ár. Schirra
hefur áður farið í geimferðir, en
þeir Cunningham og Eiseele hafa
ekki farið í geimferð á'ður, — og
verður þetta því frumraun þeirra.
Þessir þrír geimfarar taka við af
þeim Grissom, White og Chaffee,
sem nýlega- brunnu inni í Apollo-
geimfari eins og flestir munu
minnast. Stjórnandi geimfarsins
verður Walter M. Schirra, sem er
43 ára gamall. Hann fór sína
fyrstu geimferð árið 1962, og aðra
geimferð fðr þann í fyrra í Gem-
ini 6.
Walter Cunningham er byrj-
andi í geímferðum. Hann var val-
inn fyrir fáum árum í geimfara-
skólann, en var áður majór í flug-
hei'num.
I
Yngstur af þessum þremur er
Don F. Eiseele og hann er líka
byrjandi — og var áður majór
í flughernum.
t>
Gunningiiam með konu sinni Lou-
Ellu o g börnum, Kimberly og
Brian.
Don F. Eiseele með konu sinni.
Endurskoðunin beinist einkum að
eftirfarandi atriðum:
1. Hvort rjúfa skuli tengsl-slökkvi
liðs við sjúkraflutninga.
2. Hvort Reykjavikurborg eigi í
framtíðinni sjálf að sjá um að
nægilega margar sjúkrabifreið-
ir séu ávallt til.
3. Hvort ekki sé hagkvæmt 15
ten'gja þessa starfsemi við Slysa
varðstofu og slysadeild Borgar-
spítala. einkum með tilliti til
þjálfunar starfsliðs.
4. Hvort unnt sé að koma á sam-
vinnu við n'ágrannasveitarfélög
um framkvæmdir.
Fyrir því samþykkir borgar-
stjórn að kjósa 5 manna nefnd
sem hafi það verkefni að endur-
skoða þetta mál í heild og gera
tillögur til borgarstjórnar um
framtíðarskipan þess.
Nefndin sé þannig skipuð: borg
arlæknir, slökkviliðsstjóri, yfir-
læknir Slysavarðstofu Reykjavík-
ur, fuiltrúi frá Reykjavíkurdeild
Rauðá Kross íslands, fulltrúi frá
Læknafélagi Reykjavíkur.
Ég vona að borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins geti fallizt á
þessa breytingartillögu mína,
sem ég tel að taki ákveðnari af-
stöðu og lýsi betur en tillaga
þcirra hvaða meginstefnu ber að
fylgja í þessu máli. Ef tillaga mín
naer ekki frám að ganga mun ég
gera tiilögu um orðalagsbreytingu
á till. b. S. um það að í stað borg-
arlæknis þá standi yfirlæknir
Slysavárðstofu og í stað fulltrúi
R.K.Í. standi fulltrúi Reykjavik-
urdeildar R.K.Í.
SJÓMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR.
Aðalfundur
félagsins verður haldinn sunnudaginn 19.
febrúar kl. 2 e.h. í kaffisal bæjarútgerðarinn
ar.
Fundarefni:
1. Aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Fulltrúaráðsfundur í
Keflavík
Fulltrúaráð Aiþýðuflokksfélagsins í Keflavík
heldur fund mánudaginn 20. febrúar kl. 20,30
í Ungmennafélagshúsinu uppi. Fundarefni
fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar 1967. Félag
ar eru hvattir til að fjölmenna.
STJÓRNIN.
Almennur lífeyris-
sjóður iðnaðarmanna
Umsóknir um lán úr sjóðnum skulu hafa
borizt stjóðstjórninni fyrir 1. marz n.k. Um
sóknareyðublöð og lánareglur má fá á skrif
stofu Landssambands iðnaðarmanna, Iðnaðar
bankahúsinu 4. hæð, skrifstofu Iðnaðarmanna
félagsins í Hafnarfirði, Linnetstíg 9, Hafnar
firði og skrifstofu Iðnaðarmapnafélags Suður
nesja, Hafnargötu 26, Keflavík. .
Stjórn Almenns lífeyrissjóðs
iðnaðarmanna.
Hjúkrunarkonur óskast
Hjúkrunarkonur vantar í taugasjúkdóma-
deild Landspítalans. Allar nánari upplýsingar
/ veitir forstöðukona Landspítalans í síma
24160 og á staðnum.
Reykjavík, 16. febrúar 1967
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Aðstoðarlæknisstaða
Við Barnaspítala Hringsins í Landsspítal
anum eru lausar þrjár aðstoðarlæknisstöður
frá 1. apríl, 1. júní og 1. október 1967. Stöð
urnar veitast til 6 mánaða. Laun samkvæmt
samningum Læknafélags Reykjavíkur og
sjtórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir
með upplýsingum um aldur, námsferil og
fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítal
anna, Klapparstíg 29 fyrir 18. marz 1967.
Reykjavík, 16. febrúar 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
18. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9