Alþýðublaðið - 18.02.1967, Page 10
Minningarorð:
1 Freysteinn Sigurðsson
í dag verður gerð frá Akur-
eyrarkirkju útför Freysteins Sig-
urðssonar, en hann andaðist að-
faranótt 14. febrúar sl.
Freysteinn Sigurðsson fæddist
hinn 16. ágúst 1886 að Staðar-
tungu í Hörgárdal, en ungur flutt
ist hann í Öxnadal með foreldr-
um sínum, Kristbjörgu Jónsdótt-
ur og Sigurði Sigurðssyni.
Æskuár Freysteins voru með
líku sniði og annarra unglinga í
þá daga, þar sem meginuppistað-
an var vinna og aftur vinna og
tómstundirnar því fáar til leikja
eða skemmtana, enda þær af
skornum skammti.
Freysteinn hvarf aðeins 16 ára
gamall úr föðurgarði til að vinna
fyrir sér. Fór hann í vinnu-
mennsku sem var þá m.a. annars
eitt helzta atvinnuathvarfið. En
þrátt fyrir mikla vinnu og oft
erilsöm störf og langan vinnudag,
lifði alltaf með hinum unga pilti,
neistinn til náms og iærdóms. En
við þær aðstæður, sem hann átti
við að búa, svo sem flestir hans
jafnaldrar, mátti ljóst vefa, að fá
uppfylling slíkra óska væri meira
en litlum vandkvæðum bundin.
En þrátt fyrir allt tókst Frey-
steini, sem mörgum öðrum ungl-
ingum þeirra tíma, að sigrast á
erfiðleikunum og skapa sér, með
þrotlausum dugnaði og áhuga,
Áiöguleika til að fá svalað lær-
áómsþrá sinni að nokkru, er hann
Íl árs að aldri settist í Hóla-
j
$kóla og lauk þaðan námi í land-
búnaðarstörfum. Mun litill vafi
?, að dvölin á Hólum hafði mikil
óg varanleg áhrif á hinn unga
ínann og opnaði honum, áður ó-
þekktav- útsýni, til margvíslegra
menningarviðhorfa. Árin eftir
fíóla-dvölina stundaði Freysteinn
svo landbúnaðarstörf á sumrum
én farkennslu á'vetrum. Var því
mjög viðbrugðið hve vel honum
jét kennslan og hversu mjög
nann lagði sig í framkróka um,
hð vekja áhuga nemenda sinna fyr
Ir lærdómi og menningu.
! Eftir rúmlega þriggja ára störf
ivið ,,ræktun lýðs og lands" jarða-
"bótavinnu og farkennslu, kvænt-
ist Freysteinn, fékk hann konu
ættaða af Barðaströnd sem Guð-
laug hét Pétursdóttir. Mæt kona
og mikilhæf. Þau settust að í Gler
árþorpi og hófu þar smá-býlabú-
skap. Á þeim árum vildu flestir
búa, en sæmilegar jarðir lágu
ekki á lausu. Er nú „öld snúin“
í þeim efnum, þar sem hvert stór-
býlið eftir annað leggst í auðn.
Jafnframt búskapnum stunduðu
þeir Glerárþorpsmenn ýmiss konar
vinnu, meðal annars við Ullar-
verksmiðjuna Gefjun, hið þjóð-
kunna fyrirtæki, sem SÍS yfirtók
síðar. Á þessum stað má segja
að meginstarf' Freysteins væri,
en hjá Gefjun starfaði hann um
áratugi. Trúr og traustur í störf-
um, öruggur og einlægur í öllum
samskiptum, hvort heldur var við
yfirmenn eða undirgefna. Sam-
starfsmönnum hans öllum ber
saman um það, að Freysteinn liafi,
sem félagi verið einkar vinsæll
enda hinn drengilegasti maður í
öllum greinum, velviljaður og
samvinnuþýður. Einn þeirra, sem
hvers manns vandræði vildi
leysa, væri hann þess umkomin.
Sem ungur maður hafði Frey-
steinn mikinn áhuga á íþróttum,
og tók þátt í ungmennafélags-
hreyfingunni. Hann lagði stund á
glímu og varð allvel leikinn í
þeirri þjóðlegu íþrótt. En jafnan
Framhald á 15. síðu.
Arídtektar
Framhald af 6. síðu.
eitt ár og ganga á námskeið í
byggingarlögum og reglum lands-
ins. Einniig yrðu fluttir fyrirlestr-
ar af færustu mönnum, um sér-
kenni islenzkrar veðráttu, bygg-
ingahætti landsmanna nú og til
forna o.s.frv. Yrði síðan að lokn-
um þessum tíma próf, er veitti
mönnum full starfsréttindi.
Telur félagið að námskeið, sem
þetta og kynningar- og reynslu-
tími myndi enn frekar tryggja
hæfni þeirra, er bera arkitektheit-
ið, til að leysa hvers kyns verk-
efni innan starfssviðs þeirra hér
á landi, og vekja traust á st\.t-
inni.
Félagið hefur um nokkur ár rek
ið byggingaþjónustu í húsakynn-
um sínum að Laugavegi 26. Sýna
þar ýmis framleiðslu- og innflutn-
ingsfyrirtæki byggingavörur og
heimilistæki.
Starfsmaður félagsins, Ólafur
Jensson, sér einnig um rekstur
bygginlgaþjónustunnar og gefur
hann upplýsingar um byggingar-
efni, leiðbeinir fólki í vali og leit-
ar tilboða fyrir arkitekta.
Geta þeir, sem eru í byggingar-
hugleiðingum og þeir, sem í byg'g-
iiigarframkvæmdum standa, séð
þarna á einum stað mikið úrval
byggingarefna og heimilistækja,
og aflað sér um leið ýmissa upp-
lýsinga. Er það von félagsins að
bæði fyrirtæki og almenningur
mæti þessu starfi með skilningi,
og noti sér þessa þjónustu til fulln
ustu.
Gunnlaugur Halldórsson hefur
verið formaður byggingaþjónúst-
VERSTÖÐIN REYKJAVÍK
Ekki batnar veðráttan til sjó-
sóknar hér sunnanlands. Ás-
þór vitjaði um net sín eftir
vikuna og kom með 26 tonn.
Háfþór hefur fengið samtals
14 tonn á 10 dögum. Þá land-
aði Magnús IV., sem er á línu
4 tonnum á fimmtudagskvöld.
Víkingur hefur verið með ýsu-
net undanfarið og gengið
sæmilega, en nú orðið tregt
og mun hætta á næstunni. —
Hinir Reykjavíkurbátarnir eru
að steina niður og draga út.
Fyrsta loðnan barst til
Reykjavíkur aðfaranótt föstu-
dags. Þorsteinn RE kom með
830 tunnur, sem hann fékk
undan Hafnabergi. Einnig var
hann með 2,5 tonn af- stór-
þorski. Vitað var um fleiri
báta á sömu slóðum, en ekki
frétti ég af afla fleiri. í fyrra
var fyrstu loðnunni landað í
Reykjavík 8. febrúar. Bátarnir
komast ekki austur á við til að
leita loðnunnar vegna stöðugs
óveðurs.
Ingólfur Arnarson seldi í
Englandi í vikunni 145 tonn
fyrir 9 800 stpd. Einnig Egill
Skailagrimsson 100 tonn fyrir
7 713 stpd. og Surprize 100
tonn fyrir 8 088 stpd. í næstu
viku selur í Englandi Þormóð-
ur goði, sem er með um 160
tonn, en í Þýzkalandi þeir Jón
Þorláksson, sem er með um
12 tonn (þar af 35 — 40 tonn
af grálúðu) og Maí, sem er
með um 250 tonn, mest karfa.
Eitthvað af togurunum er á
veiðum við Austur-Grænland,
a.m.k. Þorkell máni, Víkingur
og Sigurður.
Ekki er úr vegi að minna
Reykvíkinga á fundinn, sem
verkalýðsfélögin í Hafnarfirði
héldu nú úm daginn. Þar voru
menn mjög eihhuga á móti
þeirri tillögu meirihluta bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar um að
drepa Bæjarútgerðina, og sam-
þykkti fundurinn áskorun um
að fára að reka hana eins og
mönnum sæmir og kaupa báta
til hráefnisöflunar.
Mér finnst að Reykvíkingar
geti tekið alþýðu Hafnarfjarð-
ar til fyrirmyndar á þessu
sviði, þ. e. að halda fund einu
sinni á ári um atvinnumál
bæjarins.og horfur í þeim efn-
um. Hvernig væri til dæmis að
verkalýðsfélögin í Reykjavík
héldu almennan fund um þann
rekstursgrundvöll sem Bæjar-
útgerð Reýkjavíkur er búin og
atvinnurhál í bænum og horf-
ur í þeim efnum? .
Áreiðanlega væri óhætt að
halda þann fund í Háskólabíói.
Pétur Axel Jónsson.
■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■
□ □ □ □ D □
Hvar
eru
SAGAN um feitu kýrnar og
mögru kýrnar er í tízku hjá'stjórn-
arandstæðingum um þessar mund-
ir. Þeir telja þjóðinni trú um, að
ríkisstjórnin hafi stjórnað svo illa
í góðæri, að engar birgðir séu til
magurra ára, sem nú séu fram-
undan.
Ágúst Þorvaldsson skrifaði
nýlega skyldugrein í Tímann og
spurði þar: „Hvar eru birgðirnar,
sem islenzka ríkisstjórnin hefur
látið safna á s.l. 7 góðærum? Það
mun fara lítið fyrir þeim.”
Það gegnir furðu, að jafn
greindur og góðviljaður maður og
Ágíist skuli skrifa svo fávíslega.
Eða hefur það gersamlega farið
fram hjá honurn, að íslenzka þjóð-
in á tæplega 2.000 milljóna gjald-
eyrissjóð, sem hún getur stuðzt
við, ef á móti blses? Getur það
verið, að alþingismaðurinn hafi
aldrei heyrt um þennan sjóð get-
ið?
Hefur Ágúst ekki orðið var við
?
neinar framkvæmdir í landinu
undanfarin sjö ár? Hefur 2.100
milljóna fjárfesting í alls konar
iðnaði farið fram hjá honum?
Hefur hanii ekki tekið eftir nýjum
vegum og briim, stórauknum bif-
reiðaflota, nýjum jlugvélum? Hef
ur hann ekki heyrt neitt um inn-
flutning á vélum og tækjum fyrir
mörg hundruð milljónir á ári?
Hefur hann ekki séð íbúðábygg-
ingar og verzlunarhús eða stór-
felldar raforkuframkvæmdir?
Allt eru þetta „birgðir” á sinn
hátt — tæki, sem tryggja fram-
leiðslu og atvinnu, enda þótt nátt-
úran sé ekki eins hliðholl eitt ár
og annað. Nii á dögum hefur það
takmarkaða ' þýðingu að safna
forða af korni í hlöðu. Það eru
raunar meiri birgðir af alls kon-
ar vörum í landinu en nokkru^
sinni fyrr, en mikilvægara er að
hafa gjaldeyri til kaupa og skip
til að flytja vörur heim. Hvort
tveggja er til.
irnan
Mikilsverðast af öllu er að öðl-
ast ný tæki til að tryggja fram-
leiðsliina, svo að ekki þurfi að
tala um árferði með því að ininna
á feitar kýr og magrar. Það hefur
til dæmis verið gert með hirium
glæsilega nýja bátaflota, se?n þjóð-
in hefur eignazt.
Það er fásinna að tala um
gæfulaust stjórnarfar, þvert á
móti hefur verið góð stjórn með
þeim afleiðingum, að þjóðin er
nú betur undir það búin en nokkru
sinni fyrr að taka á sig áföll eins
og verðlækkun fiskjar. Þjóðin hef-
ur styrkt svo efnahag sinn, að allt
tal um feitar kýr og magrar er
ýkjur.
Það er merkilegt, að Ágúst
skuli ekki sjá „birgðirnar”, sem
þjóðin hejur safnað undanfarin ár
— og þó er hann talinn vera „ó-
bilaður”, eins og Halldór á Kirkju-
bóli sagði um Sigurvin.
unnar frá upphafi og var aðal
hvatamaður að stofnun hennar.
Með honum í stjórn eru Gunn-
laugur Pálsson og Skúli H. Norð-
dahl.
Arkitektum hefur fjölgað mjög
nú síðustu ár og eru félagar í A.
í. nú 48, en voru aðeins 25 árið
1957.
Félagið varð 30 ára á sl. ári og
er nú mikill hugur í félagsmönn-
um að koma upþ eigin húsnæði, á
hentugum stað, yfir bygginga-
þjónustuna og áðra starfsemi fé-
lagsins. Treýstum við nú á börg-
aryfirvöldin um aðstoð við útveg-
un lóðar á góðum stað, fyrir slíka 1
starfsemi.
Stjórnarkjör fór fram á aðaV
fundi félagsins, eins og áður get-
ur. Manfreð Vilhjálmsson formað
ur félagsins og Þorvaldur S. Þor-
valdsson ritari höfðu ’ starfað í
stjóm félagsins í tvö ár og gengu
því úr stjórn, en gjaldkerinn, Vil-
hjálmur Hjálmarsson var kjörinn
á síðasta ári til 2 ára.
í stjórn Arkitektafélags íslands
sitja nú: Guðmundur Þór Pálsson
formaður, Ólafur Sigurðssdn rit-
ari, Vilhjálmur Hjálmarsson gjald
keri, og sjálfkjörinn sem meðstj.
1 fráfarandi formaður Manfreð Vil-
hjálmsson.
Eins og komið hefur fram í
fréttum hefur ríkið keypt Viðeyj-
arstofú og nánasta umhverfi af
landi Viðeyjar og er ráðgert að
bjarga þessum menningarverð-
mætum snai-lega.
Fagna arkitektar þessu fram-
taki og óska allri þjóðinni til ham
ingju með að hafa eignazt aftur
eitthvert merkásta hús, sem nú
stendur hér á landi. bæði vegna
aldurs sitís og arkitektónískra
verðmæta.
Þ.S.Þ.
40 18' febrúar 1967 * ALÞÝÐUBLA0IÐ