Alþýðublaðið - 18.02.1967, Síða 16
rja
iimno)
Deild eða ekki deiid?
Einu sinni í hálfum mánuði
Jcoma saman til fundar í glæstum
sal þeir vísu menn, sem við Reyk
víkingar höfum kjörið til að
Stjórna málefnum höfuðborgarinn
ar Er þar eins og gefur að skilja
valinn maður í hverjum stól. Fund
ir þessir hefjast að jafnaði um
íimm leytið og standa oft langt
fram á kvöld og stundum fram
undir morgun, ef mönnum er mik
ið niðri fyrir.
Vegna þess hve líður langt á
jnilli funda er það alls ekki ó-
•algengt í borgarstjórninni, að
inenn flytji þar tillögur um mál
sem eru löngu afgreidd, eða búið
■er að leysa. Þetta eykur bara á
ánægjuna.
Til marks um áhuga Reykvík
tnga á málefnum borgarinnar er
sjálfsagt að geta iþess,' að það
ikemur nær aldrei fyrir að borgar
ar slæðist á áheyrendapalla eru
sæti þar þó mörg og ólíkt þægi-
legra en á pöllum Alþingis. Það
«r í mesta lagi að nokkrir bústn
ír borgarembættismenn velgi stól
ana, sé verið að ræða einhver
mál, sem heyra undir embætti
þeirra.
Það getur margt skemmtilegt
skeð á fundum borgarstjórnarinn
ar í Reykjavík Á síðasta fundi upp
hófst til dæmis bráðskemmtileg
deila um það hvort ákveðin deild
væri til í heilsuverndarstöðinni.
Af hálfu meirihlutans var því hald
ið fram að deildin væri til. En
einhverjir talsmenn minnihlutans
báru brigður á þessa fullyrðingu
og gerðist einn þeirra meira að
segja svo djarfur að spyrja hvað
umrædd deild hefði mikið hús
rými í Heilsuverndarstöðinni og
hversu marga starfsmenn hún
hefði.
Rák þ’á fulltrúa meirihlutans
í rogastanz. Sá sem fyrir svörum
varð kvaðst engu um þetta geta
svarað, en hann hamraði samt á
því að umrædd deild væri víst
til, hvað sem liði öllum ósvífn
um spurningum minnihluta manna
Þá var á það bent á fundin
um að ef þessi deild væri til,
þá hefði algjörlega gleymzt að
A
,N
V
S
>
s
N
S
s
s
V
s
s
s
Björn Jónsson
Þekkist Akureyrar-Björn
einatt hvar sem fer hann,
harður í sókn og seigur í vörn.
Og sultarlegur er hann.
í gríð og erg hann geysist fram
og girnist sízt að hangsa.
Þótt upp hann stundum hefji hramm,
er hjartað gott í bangsa.
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
VS
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
vígja hana í allri vígslugleðinni
í fyrravor. Þar hefur borgarstjóra
og embættismönnum hans aldeil
is orðið á í messunni og er hér
um ófyrirgefanlega frammistöðu
að ræða sé það rétt að þessi deild
starfi óvígð. Slíkt kann ekki góðri
lukku að stýra, en vonandi ber
borgarstjórnarmeirihlutinn í
Reykjavík þó gæfu til að bæta úr
þessum mistökum fyrir næstu
kosningar.
Það er óþarfi að taka það fram
að þetta umræðuefni entist borg
arfulltrúum langa hríð, þ.e. hvort
þessi ágæta deild, sem liafa átti
afskipti af atvinnusjúkdómum
væri til eður ei.
Engin fékkst þó lausn á málinu
síðastliðinn fimmtudag og geta
borgarfulltrúar vafalaust haidið á
fram að ræða þetta mál á að
minnsta kosti tveim næstu fund
um
í lok umræðnanna um þetta at
hyglisverða mál síðastliðinn
fimmtudag var samþykkt enn at-
hyglisverðari tillaga frá meirihluta
borgarstjórnar. Tillagan var að
sjálfsögðu um að efla deildina,
sem enginn virtist raunverulega
vita hvort væri til eða hvar væri.
— Það hafa allir sín plön, þegar þeir byrja að byggja.
— Gætið yðar, þegar þér stigið út, — Það er liált.
60 pólitískir biskupar komu
saman til fundar í Varsjá í
dag og hlýddu á erindi Ag-
cstino Casaroli, sem er sér-
fræðingur Vatikansins í Róma
borg í málefnum Austur-Evr-
ópu.
Ég hef reynt aö fylgjast mcð
trúmáladeilunum sem gengið
hafa yfir undanfarið eftir
beztu getu og er nú svo kom-
ið að ég lief ekki hugmynd
um hvort ég er kristinn eða
hundheiðinn.
Svaka var sniðug fréttin mn
alla háskólaprófessorana sem
ekki náðu barnaskólaprófinu.
Ég hugsa að kennarablókin
okkar nái ekki einu sinni
prófi inn í bamaskóla.
Ég skil vel að karlmenn vilji
kvænast, en ég botna ekkert
í að þeir skuli ganga út.