Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 9
8 - ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 ÞRIDJUDAGUR 11. APRÍL 2000 - 9 FRÉTTA SKÝRING Tfe^uf- SIGURD0R SIGURDORS- SON SKRIFAR Halldór Ásgrímsson utanríldsráðherra hef- ur lagt fram mjög ítar- lega skýrslu sem hann kaQar Stöðu íslands í Evrópusamstarfi. Þar koma fram kostir og gaUar þess fyrir ís- lendinga að standa utanvið eða ganga í Evrópusamhandið. Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra hefur um árabil gert AI- þingi, með reglulegu millibili, grein fyrir stöðu alþjóðamála, lagt fram skýrslur þar að lútandi og efnt til umræðu. Nú hefur utan- ríkisráðherra látið framkvæma úttekt á stöðu íslands í Evrópu- samstarfi og birt í skýrsluformi. Margir halda því fram að EES samningurinn sé að byrja að tros- na og muni veikjast enn ef og þegar aðildarríkjum íjölgar í Evr- ópusambandinu. Ekki sfst í Ijósi þessa er þessi skýrsla athyglis- verð. Þrennt virðist mikilvægast fyrir Islendinga þegar staða ís- lands í Evrópusamstarfi er skoð- uð. f fyrsta Iagi er það hinn mikli kostnaður sem væri því samfara að íslands gengi í Evrópusam- bandið. Síðan er það að sjálf- sögðu staða höfuð atvinnugreina okkar, sjávarútvegs og landbún- aðar ef af inngöngu yrði. Lítum fyrst á fjárlög Evrópu- sambandsins og kostnað íslands við að ganga í sambandið. Kostar 7-8 milljarðar í skýrslunni segir: „ísland er vel stætt ríki miðað við flest aðildarríki Evrópusam- bandsins og þjóðarframleiðsla á mann er mjög mikil. Af þessari ástæðu cinni er ljóst að framlag íslands, sem aðildarríkis að ESB, yrði mun hærra en sú fjárhæð sem kæmi aftur inn í íslenskt efnahagslíf úr sjóðum sambands- ins. Ef miðað er við tilteknar for- sendur kaflans gæti árlegt fram- lag íslands umfram það sem nú er greitt vegna EES-samningsins orðið á bilinu 7 til 8 milljarðar. Til baka gætu samkvæmt tiltekn- um forsendum í kaflanum runnið um fimm milljarðar úr sameigin- legum sjóðum en það yrði háð samningum og aðstæðum. Með stækkun ESB eru líkur á að fram- lag íslands hækkaði og endur- greiðslur úr sjóðum sambandsins Iækkuðu, allavega þar til efna- hagur hinna nýju aðildarríkja batnar.“ Útgjöld - niðurstaða Síðar í kaflanum um fjárlög ESB segir: „Evrópusambandið er samstarf þjóða Evrópu sem hefur margvfs- leg markmið. Mestu fjármagni er varið í að tryggja fjölbreytt hlut- verk landbúnaðar og fæðuöryggi í álfunni, og að stuðla að jöfnum lífsskilyrðum fyrir þegna hennar, jafnt í dreifbýli sem stórborgum. Aðildarríkin hafa komið sér sam- an um að þær ljárhæðir sem Evr- ópusamstarfið velti megi ekki vera hærri, en sem nemur 1,27% af samanlagðri þjóðarframleiðslu þeirra allra. Arið 1999 var hlut- fallið 1,1%. Um er að ræða sam- tryggingarkerfi margra þjóða á takmörkuðum sviðum. Stærstu útgjaldaliðir hins opinbera í að- ildarríkjum ESB eru að mestu fyrir utan þetta samstarf, þ.e. lið- ir eins og heilhrigðisþjónusta, varnarmál, menntun og félagsleg aðstoð. Ef við íslendingar gætum reiknað það út með einhverjum hætti að hærri fjárhæð kæmi til baka úr sjóðum ESB en sú fjár- hæð sem ríkissjóður greiddi þar inn, væri það einungis vísbending um slaka stöðu íslensks samfé- lags í samanburði við aðrar Evr- ópuþjóðir. Það getur ekki verið markmiðið. Spurningin er hvort íslenska þjóðin þurfi og vilji kaupa sér þá tryggingu að með samstarfi við Evrópuþjóðir verði ávallt reynt að stuðla að því að lífsgæði á íslandi verði í samræmi við lífsgæði annars staðar í Evr- ópu. Önnur mikilvæg spurning hlýtur að vakna, þ.e. hvort þjóðin fallist á réttmæti markmiða sam- starfsins um að stjórnvöld eigi að stuðla að jöfnuði í svo miklum mæli og verja til þess svo miklu fé.“ Skaðsemi sjávarútvegs- styrkja Og áfram segir í skýrslunni: „Efnahagsleg lífsgæði eru meiri hér á landi en þau eru að meðal- tali innan ESB. Það eitt veldur því að framlag Islands yrði hærra en sú fjárhæð sem kæmi aftur inn í íslenskt efnahagslíf úr sjóðum ESB. Ef gengið er út frá þeim for- sendum, sem gefnar eru hér á undan, gæti framlagið orðið á bil- inu 7 til 8 milljarðar og hugsan- lega gætu fimm milljarðar ratað til baka í formi styrkja til land- búnaðar, sjávarútvegs og byggða- mála. Ólíklegt væri þó að Islend- ingar mundu sækjast eftir styrkj- um til sjávarútvegs þannig að hugsanlegar endurgreiðslur yrðu sem því næmi Iægri en þeir fimm milljarðar sem áður nefndi. í því sambandi þarf að haf'a í huga skaðsemi styrkja í sjávarútvegi sem íslendingar verða að forðast. Hugsanlegar endurgreiðslur gætu því lækkað sem því nemur. „Nokkuð öruggt er að matvælaiðnaðuriim myudi eiunig eiga undir högg að sækja gagnvart frjálsum innflutningi og hænd- ur hér á landi gætu þar með lent í vand- ræðum með afsetn- ingu afurða sinna.“ Stækki ESB til austurs er ljóst að staða efnaðra aðildarríkja ESB mundi versna þar sem þau ríki sem sótt hafa um aðild standa flest ekki vel efnahagslega, eða þar til þau hafa rétt úr kútnum. Aðild íslands að ESB hefði alltaf einhver áhrif á stöðu ríkis- iwtlil Tjjl | fffiF » k gf ! „Undanþága sú sem fékkst í EES-samningi frá fjárfestingafrelsi ísjávarútvegiyrði torsótt svo ekki sé meira sagt,“ segir m.a. ískýrslunni sem utanríkisráðherra lagði fram ígær. sjóðs. Ljóst er að réttur ríkissjóðs til að ráðstafa 8 milljörðum króna af þeim tekjum sem hann hefur til nú, yrði færður í hendur stofn- ana ESB. Hluta af þeirri Ijárhæð yrði varið til landbúnaðar, sjávar- útvegs og byggðamála á íslandi, sem hlyti að Ieiða af sér að núver- andi framlag ríkissjóðs til þessara mála lækkaði. Það kæmi í hlut ís- lenskra stjórnvalda að ákveða með hvaða hætti íslenskur land- húnaður og dreifð byggð Iandsins yrði aðlöguð nýjum aðstæðum og réðu þær ákvarðanir miklu um hvaða áhrif aðild hefði á afkomu ríkissjóðs. Breytingar á toll- skránni og áhrif þeirra á vöruvið- skipti hefði líklega áhrif á afkomu ríkissjóðs, en erfitt er að meta með einhverri vissu hversu víð- tæk þau yrðu.“ ESB-aðild og íslenskur land- búnaður Helstu niðurstöður skýrslunnar varðandi áhrif aðildar Islands að ESB á íslenskan landbúnað eru þessar: „Ljóst er að ESB-aðiId myndi hafa veruleg áhrif á starfsum- hverfi íslensks landbúnaðar. Það er hins vegar erfitt að spá fyrir um það með fullri nákvæmni hvað aðlögun að hinni sameigin- legu landbúnaðarstefnu ESB myndi þýða fyrir afkomu Iand- búnaðar hér á landi. Gera má þó ráð fyrir að sauðfjárbúskap, mjólkurframleiðslu og jafnvel nautgriparækt myndi geta vegnað þokkalega og betur en öðrum bú- greinum - fyrst og fremst vegna fremur greiðs aðgangs að stuðn- ingi frá ESB. Sérstaklega myndi ýmis umhverfis- og harðbýlis- stuðningur, sem tengist flatar- máli ræktaðs lands, nýtast þess- um búgreinum. Hins vegar er svo til enginn stuðningur til svína- kjöts-, kjúklinga- og eggjafram- leiðslu fjármagnaður af ESB. Nokkuð öruggt er að matvælaiðn- aðurinn myndi einnig eiga undir högg að sækja gagnvart frjálsum innflutningi og bændur hér á Iandi gætu þar með lent f vand- ræðum með afsetningu afurða sinna. Hugsanlegar undanþágur frá reglum sambandsins um frjáls viðskipti með landbúnaðarafurðir milli aðildarríkjanna gætu byggst á sérstöðu íslands hvað varðar sjúkdómahættu. Ef slíkar undan- þágur fengjust gætu þær tak- markað innflutning lifandi dýra auk ýmissa afurða úr hráu kjöti og ógerilsneyddri mjólk frá viss- um löndum innan ESB. Ekki er unnt að áætla með full- ri nákvæmni hvaða fjárhæðir ís- lenskur landbúnaður fengi frá ESB. Stuðningur ESB til íslensks landbúnaðar og mótframlög ís- lenskra stjórnvalda gætu numið samtals meira en 5 milljörðum kr., að því gefnu að skilgreiningar á harðbýli og stuðningsbærri framleiðslu væru svipaðar og ger- ist í norðurhluta S\iþjóðar og Finnlands. Möguleikar eru einnig fyrir hendi á að veita innlenda viðbótarstyrki, bæði tímabundna og viðvarandi, svipað og gert hef- ur verið í Svíþjóð og Finnlandi. Astæða er til að taka áætlun sem þessari með vissum fj'rirvara, sér- staklega sökum óvissu um þróun landbúnaðarstefnu ESB í náinni framtíð. Sj ávarútvegsmál Um kosti og galla aðildar olvkar að ESB varðandi sjávarútveginn segir f skýrslunni: „EES-samningurinn tryggði betri kjör á evrópskum markaði fyrir íslenskar sjávarafurðir og samræmingu heilbrigðiseftirlits. Fullt tollfrelsi fékkst hins vegar ekki. Sjávarútvegsstefna ESB er utan samnings. Þó markmið hennar séu svipuð og íslenskra stjórnvalda hefur framkvæmd verið gjörólík á mörgum sviðum. Sjávarútvegur á Islandi er grund- völlur atvinnulífs f Iandinu. Sjáv- arútvegur flestra aðildarríkja Evr- ópusambandsins er í gjörólíkri stöðu og treystir að verulegu leyti á byggðastyrki. Ef Island yrði að- ili að ESB ílyttist ákvarðanataka í mikilvægum málum til stofnana Evrópusambandsins, s.s. ákvörð- un leyfilegs heildarafla og stjórn- un veiða úr flökkustofnum á borð við úthafskarfa, kolmunna og norsk-íslenska síld. Undanþága sú sem féldíst í EES-samningi frá fjárfestingafrelsi í sjávarútvegi yrði torsótt svo ekki sé meira sagt. 1 ljósi deiina innan ESB um svokallað kvótahopp og í ljósi málsmeðferðar fyrir dómstólnum „Af þessari ástæðu einni er ljóst að fram- lag íslands, sem að- ildarríMs að ESB, yrði iniiu hærra en sú fjárhæð sem kæmi aftur iiui í íslenskt efnahagslíf úr sjóðum sambandsins.“ er erfitt að sjá hvernig áfram yrði unnt að takmarka eignarhald á sjávarútvegsfyrirtækjum við ts- lendinga ef Island gerðist með- limur í ESB.“ Varðandi umdeilt styrkjakerfi ESB í sjávarútvegi segir m.a. að ekki sé auðvelt að ná yfirsýn yfir þá möguleika sem felast í styrkja- kerfinu enda um flókið samspil að ræða milli sjóða sambandsins og styrkjakerfa einstakra rfkja. Enn fremur segir að í fyrra hafi verið samþykktar nýjar reglur um stuðning til mála er varða upp- byggingu í sjávarútvegi fyrir árin 2000-2006. Megin markmiðið styrkjakerfis Evrópusambandsins varðandi sjávarútveg séu að stuðla að jafnvægi milli sóknar og afrakstursgetu fiskistofnanna. Að efla samkeppnishæfni í sjávarút- vegs í Evrópu og þróa hann til að verða efnahagslega sjálfstæða at- vinnugrein. Að auka framboð á mörkuðum og auka virðisauka við framleiðslu. Og loks að aðstoða við enduruppbyggingu svæða sem eru háð veiðum og eldi. Skattar og gjöld Varðandi skatta og gjöld segir m.a. í skýrslunni: „ESB hefur takmarkaðar heim- ildir til þess að setja reglur á skattasviðinu og setning slíkra reglna þarfnast samhljóða sam- þykkis enda hefur samræmingin á þessu sviði verið mjög takmörk- uð. Samræmingin hefur náð lengst á sviði virðisaukaskatts enda rennur hluti af stofni til virðisauksatts til ESB í formi að- ildargjalds. Settar hafa verið reglur um lág- marksskatthlutföll, hvaða vöru og þjónustu á að skattleggja, skatt- verðið, hverjir eru skattskyldir, hvar á að greiða skattinn, undan- þágur, uppgjörstímabil, skrán- ingu, innheimtu og eftirlit. Meg- inreglan er sú að þjónusta er skattlögð þar sem seljandinn býr en um vöruviðskipti milli ESB- rfkja gildir að varan er skattlögð í ríki kaupanda. Þá hafa verið sett- ar reglur um vörugjöld á tóbak, áfengi og olíu en með þeim er sett ákvæði um lágmarksskatt- hlutföll og útreikning skattsins. Samræming gengur miklu skemmra en á sviði virðisauka- skatts og reglurnar hafa ekki áhrif á rétt aðildarríkjanna til að leggja vörugjöld á aðrar vörur, svo sem bfla og rafmagnsvörur. Lögð hef- ur verið fram tillaga um skatt- lagningu orku en hún hefur ekki náð fram að ganga. Lítið hefur verið um samræm- ingu á sviði beinna skatta." Aðildarríkin hafa „samþykkt rammareglur um fyrirtækjaskatt- lagningu. Reglurnar eru þó ekki bindandi heldur felst fremur í þeim pólitísk yfirlýsing aðildar- ríkjanna um að þau muni ekki viðhalda eða taka upp skattalegar ráðstafanir sem teljast skaðlegar en sérstakur hópur á vegum ESB hefur verið að skoða slíkar ráð- stafanir í aðildarríkjunum.11 Tollabandalagið Itarlegur kafli í skýrslunni er um tollamál enda er ESB tollabanda- lag. Kjarni málsins um tolla- bandalagið f skýrslunni er þessi: „ESB er tollabandalag. í því felst að engir tollar eru f viðskipt- um milli aðildarríkjanna, vöru- flæði milli þeirra er frjálst og toll- gæsla á sér ekki stað á innri landamærum þó svo alltaf getið átt sér stað annað slagið eftirlit vegna t.d. fíkniefnaleitar. Ytri tollar allra aðildarríkjanna eru þeir sömu og eru byggðir á sam- eiginlegri tollskrá og viðskipta- stefna gagnvart þriðju ríkjum er sameiginleg. Samningar við þau eru á forræði ESB og sama gildir um allar ákvarðanir um aðgerðir í viðskiptum, svo sem beitingu undirboðs- og jöfnunartolla og annarra viðskiptaþvingana. Um tollabandalagið er fjallað bæði í Rómarsamningnum sjálf- um og í ítarlegri afleiddri löggjöf. Tollskrá ESB kemur út árlega. Hún byggist á samræmdu vöru- heitaskránni, eins og íslenska tollskráin, og þar er að finna upp- lýsingar um gildandi tolltaxta. Samanburður á þeim og tolltöxt- um fyrir iðnaðarvörur í íslensku tollskránni leiðir í ljós að tollur á bílum og hráefni til álvinnslu er hærri í ESB en á íslandi en í flestum öðrum vöruflokkum er munurinn óverulegur. ToIItekj- urnar renna til ESB en aðildar- ríkin halda eftir 10% vegna inn- heimtukostnaðar en samþykkt hefur verið að hækka það hlutfall í 25%. Margt í tollalöggjöf ESB er svipað og f þeirri íslensku. Þetta á t.d. við um ákvörðun tollverðs, niðurfellingarheimildir, uppruna- reglur og reglur um umflutning vöru. Annað er ólíkt, innan ESB er t.d. í gildi umfangsinikið toll- kvóta- og fríðindakerfi þar sem aðildarríkjum GATT, tiiteknum rfkjum eða ríkjahópum er heimil- að að flytja vörur inn tollfrjálst til ESB eða á lægri tollum. Hérlendis eru aðeins í gildi GATT-toIlkvótar fýr- ir landbúnaðarvör- ur og jafnframt hef- ur ekki tíðkast að beita undirboðs- og jöfnunartollum hér- Iendis en þeir eru algengt úrræði inn- an ESB. Við aðild að ESB myndi Island þurfa að taka upp tollskrá ESB og hin sameig- inlcga viðskipta- stefna myndi gilda fvrir það. Allir tollar myndu falla niður milli Islands og ann- arra ESB-ríkja, ekki aðeins af iðnaðarvörum eins og nú er heldur einnig á landbúnað- arvörum og sjávarafurðum. Ekki þyrfti lengur að tollafgreiða vörur sem kæmu frá ESB-ríkjum og sömuleiðis þyrfti ekki að tollaf- greiða vörur sem héðan færu inn til ESB en þetta gæti haft í för með sér hagræði fyrir inn- og út- flytjendur og sparnað fyrir tollyf- irvöld en jafnframt má gera ráð fyrir að viðskipti milli ESB og fs- lands myndu aukast." Myntbandalagið Ekki er nema rúmt ár síðan myndbandalag Evrópu EMU var tekið upp. Það er því takmörkuð reynsla komin á kerfið. I skýrsl- unni segir svo í samantekt um myntbandalagið: „Á því rúmlega eina ári sem lið- ið er frá stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu hafa markmið þess um stöðugleika, lága vexti og hóflega verðbólgu staðist í meginatriðum. Innan fárra ára kann sú staða að vera komin upp að flest aðildarríki ESB verði orðin aðilar að Mynt- bandalaginu og samstarfsríki okkar í EFTA, eitt eða fleiri, stefni jafnframt að aðild að bandalaginu. Margt bendir hins vegar til að mörg ár líði þar til Bretland, stærsti markaður Is- lendinga, verði aðili að mynt- bandalaginu. Þá er ljóst að ekki er pólitískur vilji til þess innan aðildarríkja ESB að þróa EES-samninginn þannig að hann nái til efnahags- og peningastefnu ESB og þar með aðildar að EMU. Ef stjórn- völd taka ákvörðun um að standa utan ESB og EMU um ókomna tíð verður helsti vandi atvinnu- h'fsins gengisáhætta og vaxta- munur. Þess vegna þarf að at- huga vandlega möguleika þess að tengjast gjaldmiðilssamstarfinu þegar fram í sækir. í því sam- bandi er skynsamlegt að haga stjórn efnahagsmála þannig að hagrænir þættir hindri ekki slfka tengingu í fyllingu tímans. Is- lensk stjórnvöld þurfa því að vera viðbúin breyttum aðstæðum og miða stefnu sína í efnahags- og peningamálum við það að unnt verði að aðlagast Myntbandalag- inu með einum eða öðrum hætti.“ Uppbyggingarsj óðimir 1 skýrslunni segir að eitt af meg- inmarkmiðum Evrópusambands- ins sé að stuðla að efnahagsleg- um og félagslegum jöfnuði. Til þess að jafna aðstöðu innan ESB hafa ver- ið settir upp uppbyggingar- og fram- kvæmdasjóðir, sem ráðherra ráðið setur reglur um. Um þessa nppbvgginga- sjóði segir m.a.: „Ef miðað er við tiltekn- ar forsendur gætu heildar- framlög til Is- lands úr upp- byggingar- og frumkvæðis- sjóðum Evr- ópusam- bandsins árlega numið um 1.500 til 2.000 milljónum kr. en slík framlög kalla á 2.200 til 2.700 milljónir kr. sem mótframlag frá íslandi. Þannig gæti heildarum- fangið af uppbyggingar- og frum- kvæðissjóðum Evrópusambands- ins numið á bilinu 3.700 til 4.700 millj. kr. á ári. Þátttaka ís- lands í uppbyggingar- og frum- kvæðissjóðum ESB myndi kalla á talsverða uppstokkun ríkisút- gjalda og breytingar á þeirri byggðastefnu sem rekin hefur verið hér á landi. Hér er um mjög grófar áætlanir að ræða enda byggjast þær á nokkrum breytum sem ekki er auðvelt að spá fyrir um, s.s. niðurstöðum samningaviðræðna, markmiðum og skipulagi áætlana 0.11.“ „Viðaðildað ESB myudi ísland þurfa að taka upp tollskrá ESB og Mu sameigiu- lega viðsMptastefna myudi gilda fyrir það. Allir toHar myndu faUa uiður milli ís- lands og annarra ESB-ríkja, eMd að- eins af iðnaðarvörum eins og nú er heldur einnig á landbúnaðar- vörum og sjávarafurð- um.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.