Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 1
Hætt við hótel vegna fj ár skorts Júlíus Hafstein: Fékk 340.000 kr. relkning en vill borga 100.000 kr. Lítil arðsemi hótela. Fjárfestar halda að sér höndiun. 100 her- bergja Fosshótel sleg- ið af. Óvíst með stækkun á Grand hót- eli. Opinherir sjóðir styðja landshyggð. Vegna fjárskorts verður ekkert af því að nýtt 100 herbergja Foss- hótel verði tekið í notkun í sum- ar að Suðurlandsbraut 12 eins og gert var ráð fyrir. Þá hefur gengið erfiðlega að fá fjármagn í fyrirhugaða stækkun á Grand hótel um 100 ný herbergi og sömuleiðis við endurbætur á Hótel Mar við Brautarholt. Astæðan fyrir þessu bakslagi er tregða fjárfesta við að leggja fé í hótelbyggingar vegna lítillar arðsemi þeirra. Að öllu óbreyttu er viðbúið að enn frekari hót- elskortur verði í höfuðborginni en verið hefur sé tekið mið af sí- vaxandi fjölda er- lendra ferðamanna hingað til lands, eða um 10% á ári. Lítil arðsemi Aætlaður kostnað- ur við Suðurlands- braut 12 var um 650 miljónir króna og talið er að stækkun á Grand hóteli kosti 800 - 900 miljónir króna. Þess í stað er ætlunin að brey- ta Suðurlandsbraut 12 í skrif- stofu- og verslunarhúsnæði. Þessi breyting hefur valdið Foss- hótelum nokkrum vandræðum og fjárútlátum því þegar var byrj- að að bóka og auglýsa hótelið fyrir sumarið. Arðsemi hótel- bygginga er talin vera um 9% en þyrfti að vera 15 - 20%. Þorleifur Jónsson hagfræðingur hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar segir að ástæðan fyrir Iítilli arðsemi sé m.a. vegna þess að verð á hótelgist- ingu sé í alþjóð- legri samkeppni og því ekki unnt að hafa þau mikið hærri en gengur og gerist á alþjóða markaði. Á sama tíma sé allur rekstrarkostnaður hár, Iitlar einingar og dýrt fjármagn. Verulegt áhyggjuefni Olafur H. Magnússon fram- kvæmdastjóri Fosshótela segir að sl. haust hefðu þeir gert samning við eigendur Suðurlandsbrautar 12 um að leigja væntanlegt hótel til 20 ára. 1 febrúar sl. hefðu komið í ljós erfiðleikar eigenda við að fá fjármagn til að breyta húsnæðinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðan þá hefur ekki tek- ist að fá fjárfesta til að leggja fé í hótelið. Hann segir að það sé verulegt áhyggjuefni fyrir ferða- þjónustuna að ekki skuli vera hægt að fá Ijármagn inní þessa grein sem stafar af slakri arðsemi á undanförnum árum. Hann segir að rótin að þessum vanda sé m.a. sú gengisþróun sem átt hefur sér stað að undanförnu. Sem dæmi bendir hann á að frá því verð var ákveðið fyrir ári síð- an hefur gengið lækkað um 13% sem hefur komið sér mjög illa fyrir afkomu ferðaþjónustunnar. Afþeimsökum vilji menn teng- ja krónuna við evruna. A sama tíma og afkoman er ekki sem skyldi koma um 13% af útflutn- ingstekjum þjóðarinnar úr ferða- þjónustunni, eða 25-30 miljarð- ar króna. Aðeins sjávarútvegur- inn gefur meira af sér. -GRH Aðild yrði mjög dýr I skýrslu sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur látið taka saman um stöðu Islands í Evrópu- samstarfi eru vegnir og metnir kostir þess íyrir okkur íslendinga að standa áfram utan Evrópusam- bandsins eða að gerast aðildarríki. Það sem ef til vill kemur mest á óvart er hversu dýrt það yrði fyrir ísland að gerast aðildarríki eða 7- 8 milljarðar króana á ári umfram það sem nú er greitt vegna EES samningsins. I skýrslunni segir m.a. um sjávarútvegsþáttinn: „ Ef ísland yrði aðili að ESB flyttist ákvarðanataka í mikilvægum mál- um til stofnana Evrópusambands- ins, s.s. ákvörðun leyfilegs heildar- afla og stjórnun veiða úr flökku- stofnum á borð við úthafskarfa, kolmunna og norsk-íslenska síld. Undanþága sú sem fékkst í EES- samningi frá fjárfestingafrelsi í sjávarútvegi yrði torsótt svo ekki sé meira sagt.“ Sjá ítarlega umjjöllun á bls. 8-9 Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga og virðist svo sem vor sé víða í lofti. Norðan heiða er því þó spáð að veturinn geri vart við sig á ný. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að krakkarnir hafi tekið fram hjólin og þeg- ar krakkarnir eru farnir að hjóla er vorið alla jafna ekki langt undan. -mynd brink. Listamenní mál viö kristni hátíðamefhd Hilmar Jónsson leikstjóri og Finnur Arnar Arnarsson leikmyndateiknari hafa stefnt kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu til greiðslu á rúm- lega 340 þúsund krónum vegna vinnu sem þeir inntu af hendi við útfærslu hugmyndar um sérstaka „sögugöngu" á kristnihátíðinni. Júlíus Hafstein framkvæmda- stjóri kristnihátíðarnefndar hafnaði hugmynd þeirra að sögugöngu og neitaði að borga uppsettan reikn- ing á þeirri forsendu að hann væri allt of hár. Bauðst hann til að greiða þeim félögum saman 100 þúsund krónur. Málið var tekið íyr- ir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og ekkert útlit með sættir og má því búast við að aðalmeðferð málsins fari fram á næstu vikum og að dómur verði kveðinn upp þegar nær dregur hátíð. Barátta góðs og ills Stefnendur vildu ekkert tjá sig um málið í gær. Júlíus Hafstein segir hins vegar að um sé að ræða ágreining um reikning. „Þeir vilja fá 340-350 þúsund krónur lýrir viðvik sem við báðum um, sem okkur finnst allt of hátt. Við buðum þeirn 100 þúsund krónur“. Júlíus segir að sættir hafi ekki náðst og því sé niðurstaðan sú að þriðji aðili verði að skera úr um málið. „Við báðum þá um að skoða hugmynd okkar urn sögugöngu á kristnihátíðinni, þar sem lýsa skyldi sögu þjóðarinnar í 1000 ár. Þeir vildu koma með aðra tillögu og við samþykktum að fá frá þeim stutta greinargerð. Þeirra hugmynd var að lýsa baráttu góðs og ills. Okltur leist einfaldlega ekki á hugmynd þeirra og horfið var frá frekara samstarfi. Það er engin vonska í málinu af okkar hálfu, heldur eingöngu ágreiningur um upphæð reikn- ings,“ segir Júlíus. I kristnihátíðarnefnd eiga sæti forseti íslands, forsætisráðherra, biskup íslands og forseti Hæsta- réttar. - FÞG Góð hönnun þarf ekki að kosta meira Glæsilegur sýningarsalur með innréttingum hjá okkur i Lágmúla 8, 3. hæð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.