Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 - 11 D^ir FRÉTTIR I árekstri viö gæsír á fLugi Fámennt var í miö- borginni aðfaranótt laugardags samkvæmt dagbók lögreglunuar, enda veður litt faQið til útiveru. IVlinniháttar afskipti voru af ein- staklingum, einn handtekinn eft- ir að ætluð fíknielni fundust. Mjög lítið var um ungmenni á svæðinu í andstöðu við útivistar- ákvæði sem er jákvæð þróun. Sömu sögu er að segja frá laugar- dagskvöldinu sem einnig var ró- Iegt og tíðindalítið fyrir lögreglu- nienn í miðbænum. Enn á ný sönnuðu eftirlitsmyndavélar gildi sitt þegar þær urði til þess að maður sem sparkaði I höfuð annars manns náðist. mynd:hilli Gæsír flugu á bíl Okumaður sem ók bifreið sinni á Skothúsvegi á laugardagskvöldið varð fyrir því óhappi að gæsahóp- ur flaug á bifreið hans. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni og varð lögreglan að aflífa tvær gæs- ir. Sextíu stútar við stýri Um helgina voru 16 ökumenn kærðir vegna hraðaksturs og 60 vegna gruns um ölvun við akstur. Einn ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 126 km hraða í Artúns- brekku á laugardagskvöldið og annar á 125 km hraða á Vestur- landsvegi í Lögbergsbrekku. Síð- degis á föstudag var bifreið bakk- að á mann þar sem hann stóð við bilaða bifrerð sína. Maðurinn klemmdist á milli ökutækjanna en slasaðist ekki alvarlega. Um- ferðarslys varð á Kringlumýrar- braut við Miklubraut skömmu eftir miðnætti á laugardag. Ann- ar ökumaður fékk minniháttar áverka í andliti. Brotist inn í veitingahús Tilraun var gerð til að brjótast inní veitingahús við Tryggvagötu aðfaranótt föstudags. Klippt hafði verið gat á bárujárnsklæðn- ingu. Viðvörunarkerfi hússins fór af stað. Enginn hefur verið hand- tekinn vegna málsins. Þrir 18 ára piltar voru handteknir vegna skemmdarverka á Hverfisgötu. Spark myndað Karlmaður var handtekinn eftir að hafa sparkað í höfuð manns sem lá í Hafnarstræti. Atvikið kom fram í eftirlitsmyndavélum lögreglu. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild með áverka í andliti. Handtekinn vega fíkniefna- brots Við leit í bifreið sem stöðvuð var á Njálsgötu aðfaranótt Iaugar- dags fundust ætluð fíkniefni. Að morgni laugardags var bifreið stöðvuð í austurborginni. Við leit í bifreiðinni fundust ætluð fíkni- efni og tæki til slíkrar neyslu auk tækja til að ná eldsneyti af öku- tækjum. Einn maður var hand- tekinn og fluttur á stöð. Ungmennum vísað heim Lögreglan hefur að undanförnu sinnt eins og kostur er útivistar- málum barna. Samkomulag er milli lögreglu og samtaka for- eldra vegna inngripa þegar úti- vistarákvæðum er ekki fylgt. I Mosfellsbæ var 9 ungmennum vísað heim á föstudagskvöld. I Arbæ var fimm ungmennum vís- að heim af sömu ástæðum Ölvaðlr á almannafæri Nokkuð hefur borið á því undan- farna daga að áberandi ölvaðir einstaklingar eru á ferli í mið- bæjarsvæðinu að degi til. Í flest- um tilvikum hafa viðkomandi einstaklingar átt við langvarandi neysluvandamál að stríða og hafa verið á meðferðarstöðvum með- an kaldara er í veðri. Lögreglan ásamt fleirum vinna að því að koma viðkomandi til aðstoðar eftir því sem hægt er hverju sinni. Bókhaldslegt tap - ekki raimverulegt Meint tap á bílatrygg- ingum er bókhalds- legt en ekki raunveru- legt segja NS - sem spyrja hvaða trygging- ar beri annars kostn- aðinn af tapinu. Meint tap á lögboðnum öku- tækjatryggingum er bókhalds- legt, en ekki raunverulegt, segja Neytendasamtökin, sem mót- mæla hækkunaráformun vá- tryggingafélaganna á þessum tryggingum, sem séu líka órök- studd. Enda hafi tryggingafélög- in hagnast á lögboðnum öku- tækjatryggingum á undanförnum árum, en ekki tapað. Þó vátrygg- ingafélögin hafi lengi haldið því fram að lögboðnar ökutækja- tryggingar séu gerðar upp með tapi þá sýni ársreikningar þeirra aftur á móti verulegan hagnað af tryggingastarfseminni á hverju ári. Svo sé það satt og rétt að fé- lögin tapi á bílatryggingunum þá hljóti þau að taka allt of hátt ið- gjald fyrir aðra vátryggingastarf- semi. „Spurningin er þá, hvaða vátryggingar bera uppi kostnað af meintu tapi á lögboðnum öku- tækjatryggingum?" segja Neyt- endasamtökin. Ofáætluð tjón Neytendasamtökin minna á að þau hafi í athugasemdum til Fjármálaeftirlitsins bent á að ið- gjöld hafi verið mun hærri en bókfærð tjón á síðustu 5 árum. Sú afstaða Fjármálaeftirlitsins liggi líka fyrir, að hægt sé að ráð- stafa 2 milljörðum króna vegna ofáætlaðra tjóna áranna 1991- 1996. Neytendasamtökin skora á Fjármálaeftirlitið að standa dyggilegan vörð um hagsmuni neytenda gcgn þarflausum og órökstuddum hækkunum trygg- ingafélaganna og beita sér fyrir heildarúttekt á kostnaði við lög- boðnar ökutækjatryggingar. Muxiar 38 þús. kr. á hvern bíl í landinu Jafnframt benda Neytendasam- tökin á að sex milljarða munur hafi verið á bókfærðu og áætluðu tjóni á 5 ára tímabili 1994-1998, sem samsvarar um 38.000 krón- um á hvern einasta skráðan bíl í landinu. Þótt eftir sé að greiða einhver tjón vegna þessara ára, geti tryggingafélögin hávaxtað fjármunina í bótasjóðnum, en þeir sem eiga inni bótagreiðslur fái mjög lága vexti. Avöxtun fjár- muna sem lagðir eru til hliðar á bótasjóð eru hluti tryggingastarf- semi og á að taka með við upp- gjör á lögboðnum ökutækjatrygg- ingum. Og á ríkisvaldinu, sem skyldar landsmenn til að taka þessar tryggingar, hvílir sérstök skylda til að standa vörð um eðli- lega verðlagningu, að mati Neyt- endasamtakanna. - HEI Spurt uin ýmislegt Að jafnaði eru lagðar fram fjölmargar fy;rirspurnir á Alþingi og svo er einnig þessa dagana. Isólfur Gylfi Pálmason spyr umhverfisráðherra hvað líði rann- sóknum á umhverfi Hagavatns á afrétti Biskups- tungna. Katrín Fjeldsted spyr samgönguráðherra um símakostnað og sfmanotkun Iandsmanna. Kolbrún Halldórsdóttir spyr umhverfisráðherra um erfðar- breyttar afurðir. Pétur Bjarnason spyr menntamála- ráðherra um svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins. Guð- mundur Hallvarsson spyr um fjölmargt tengt smíði I Iríseyjarferju og útboð á ferjusiglingum. ísó/fur Gylfi Pálmason. Spurt uui fleira Ásta Möller spyr utanríkisráðherra um alþjóðasamn- inga á sviði mannréttinda. Ogmundur Jónasson spyr félagsmálaráðherra um lagalega stöðu byggðasam- laga. Guðmundur Hallvarðsson spyr samgönguráð- herra um úrbætur í öryggismálum sjómanna. Krist- ján Pálsson spvr umhverfisráðherra um verndun Þjórsárvera við Hofsjökul. Isólfur Gylfi Pálmason /\S{a fyjöl/er. spyr umhvefisráðherra um heftingu sandfoks og ár- --- angurinn af hækkun Sandvatns á Haukadalsheiði í heftingu sandfoks. Háskólanám á Austurlandi Þuríður Backman fer fyrir hópi þingmanna sem hafa lagt fram þingsályktunartillögu um háskólanám á Austurlandi og á Vestfjörðum verði komið á árið 2001 undir stjórn Háskólans á Akureryi. Rannsóknir á ferjuaðstöðu Nokkrir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um rannsóknir á ferjuaðstöðu við Bakkaljöru undan Vestmannaeyjum. Þuríður Backman. Draga úr mengun Ólafur Örn Haraldsson og Kristján Pálsson hafa bor- ið fram þingsályktunartillögu um að draga úr losun mengandi lofttegunda með því að vinna og nýta metangas frá öllum stærri sorphaugum og urðunar- stöðum landsins. Líka að mótuð verði framtíðar- stefna um sorpurðun. - S.DÓR Ólafur Örn Haraldsson. Rekstrartap Búlandstinds 410 miHjónir króna Á síðasta rekstrarári, sem Iauk í september 1999, var Búlandstindur á Djúpavogi rekinn með 410 milljóna króna tapi. Rekstrarár Bú- Iandstinds er hið sama og fiskveiðiárið. Á fyrri sex mánuðum rekstr- arársins nam tapið 362 milljónum króna, en reksturinn var í járnum síðari hluta ársins. I desember 1998 festi útgerðarfyrirtækið Vísir í Sandgerði kaup á 51% hlut í Búlandstindi og hófst þegar handa við að stokka upp reksturinn en áhrifa fór að gæta á síðari hluta rekstrarársins. I milli- uppgjöri var afkoma Búlandstinds fyrir fjármagnskostnað og afskrift- ir neikvæð um 116 milljónir króna en var í lok árs neikvæð um 97 milljónir króna. Á síðari sex mánuðum rekstrarársins batnaði afkom- an fyrir fjármagnskostnað um tæpar 20 milljónir króna. Vísir hefur aukið hlut sinn í fyrirtækinu og á nú rúmlega 90%. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um sameiningu fyrirtækjanna. - GG 900 króniir á hvem Viðeyjargest Viðey fékk tæplega 25 þúsund gesti á síðasta ári, fleiri en nokkru sinni fyrr, að sögn staðarhaldara. Kostnað Reykjavíkurborgar af starf- inu í Viðey segir hann 203 krónur á hver borgarbúa, sem þýðir þá 22,3 milljónir króna. Samkvæmt því hefur borgin greitt um 900 krónur að meðaltali með hverjum gesti sem heimsótti eyna á árinu. 1 Viðeyjarkirkju voru níu almennar messur á árinu og 43 helgi- stundir aðrar og auk þess 14 hjónavígslur, fjórar skírnir og ein útför. Kirkjugestir töldust nær 1.800 á árinu. Staðarhaldari segir hátt í 1.200 manns hafa komið bæði í gönguferðir og staðarskoðun. Og um 3.500 manns hafi hlýtt á frásagnir af sögu Viðeyjar áður en þeir gengu til veislu í Viðeyjarstofu. Utkoma kannana um viðhorf gesta til þess scm þeir nutu í eynni varð sú, að 90% til 100% gesta gáfu ein- kunnina vel og mjög vel, að sögn staðarhaldara. - HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.