Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUD AGU R 11. APRÍL 2 0 00 ÞJÓÐMÁL 1Jamtr Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöluverð: íso kr. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augi@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVlK)563-i6i5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1 642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) HLutverk Hæstaréttar í fyrsta lagi Þrískipting valdsins er ein af meginforsendum íslenska stjórn- kerfisins. Það þýðir meðal annars að dómskerfið á að vera sjálfstætt, þótt það sé reyndar fjármagnað af Alþingi, löggjaf- arvaldinu, og dómararnir hljóti embætti sín frá ráðherra, fram- kvæmdavaldinu. Oft hefur verið um það deilt hvort dómsvald- ið, og þá sérstaklega Hæstiréttur, hafi sýnt nægilegt sjálfstæði gagnvart kerfinu - það er hinu ofursterka framkvæmdavaldi. I tímans rás hefur margt verið ritað í þá veru að Hæstiréttur hafi ekki sýnt nægilegt sjálfstæði. Sú umræða hefur vaknað á ný í kjölfar Vatneyrardómsins. í öðru lagi Almenningur lítur eðlilega til dómskerfisins sem síðustu varnar sinnar gegn ofríki, þar á meðal gegn ofríki hins opin- bera. Fjölmörg dæmi eru um það að opinbert stjórnvald hafi gengið á rétt einstaklinga. Gegn slíkum yfirgangi á einstakling- urinn engin önnur úrræði en að leit til dómstóla eða umboðs- manns Alþingis í von um Ieiðréttingu sinna mála. Misjafnt er hins vegar hvort það skilar árangri. Enda virðast niðurstöður dómstóla stundum snúast um þrönga túlkun lagatexta sem í vissum tilvikum kann að leiða til dóma sem eru lagalega rétt- ur en misbjóða réttlætiskennd almennings. í þriðjalagi Það segir mikið um hvernig Hæstiréttur lítur á hlutverk sitt, að merkar réttarbætur sem dómstólar hafa knúið fram al- menningi til hagsbóta, eiga ekki rætur að rekja til Hæstaréttar Islands heldur til erlendra dómstóla. Það var til dæmis ekki Hæstiréttur sem taldi það óeðlilegt að sami maður væri að rannsaka sakamál og dæma í því; þessu kerfi var einungis breytt eftir erlendan dóm. Hæstiréttur taldi líka sjálfsagt að dæma rithöfund sekan fyrir hvöss ummæli um Iögregluna; það þurfti erlendan dómstól til að tryggja honum og þar með öðr- um Islendingum tjáningarfrelsi um opinbera starfsmenn. Er virkilega eðlilegt að slíkar réttarbætur þurfi alltaf að koma að utan? Elías Snæland Jónsson Tóm leiðindi Hegarviðtal Dags við Finn lngólfsson vakti athygli Garra fyrir ýmissa hluta sakir. Sér- staklega þó fyrir það liversu opinskár Finnur er um þá miklu kvöl sem það er fyrir stjórnmálamenn að vera í stjórnmálum. Finnur varpar í þessu viðtali óvæntu Ijósi á þann kross leiðinda, sem þekktir stjórnmálamenn hafa orðið að bera og enginn vissi að væri þeim jafn þungur og raun ber vitni. I viðtalinu er komið inn á ástæður þess að Finnur hætti pólitískum af- skiptum í vetur. Á sínum tíma var talið að Finnur hafi orðið fyrir miklu per- sónulegu áreiti og ónæði frá fólki sem ekki kunni að gera greinarmun á Finni sem stjórnmálamanni og Finni sem einka- manni með fjölskyldu og prívatlíf. Vissulega virðist rétt að áreitið var nokkuð, en það segir Finnur hins vegar ekki hafa verið aðalástæðu þess að hann hætti. Hún var önnur. Enn meiri leiöindi? Finnur segir m.a. um þetta: „Eg hefði getað setið eitt kjör- tímabil enn og svo hugsan- lega orðið formaður Flokksins í fjögur til fimm ár. (Sem raunar bendir til að Halldór ætli bara að vera eitt kjör- tímabil enn! innskot Garri) Þá væri ég orðinn hálf sextug- ur og hvað tæki þá við? Senni- lega enn meiri leiðindi og jafnvel orðinn fangi eigin ákvarðana. Þá hefði kannski einhver komið og séð hversu aumur ég var orðinn og aumkað sig yfir mig og boðið mér sendiherrastarf. Þreyttur V. og leiður sendiherra er starf sem heillar mig ekki.“ í þess- um orðum Finns felast merki- Icg tíðindi. Fyrir utan að Finnur upplýsir um það hvenær Halldór Ásgrímsson ætlar að hætta þá er að finna í þessu óvenjulega innsýn inn í það hvernig stjórnmálamenn sjálfir sjá Ivrir sér utanríkis- þjónustuna. Þreyttir og leiöir Utanríkisþjónustan er fyrir þreytta og umfram allt leiða stjórnmálamenn. Ekki er hægt að skilja Finn öðruvísi en að því fylgi mikil leiðindi að vera í forustu fyrir Framsóknarflokknum, jafnvel þó það tækju „sennilega enn meiri leiðindi" við þegar því forustutímabili væri lokið. Garra hefur raunar stundum grun- að að þessu væri svona farið þegar hann fylgist með foringjum fram- sóknar. Samkvæmt kenningu Finns er það ekkert sérstak- lega áhugavert fyrir pólitíkusa að veðra sendiherrar þegar þeir hætta. Þeir eru eðli málsins samkvæmt „Ieiðir og þreyttir sendiherrar" sem ein- hver hefur aumkað sig yfir. I því Ijósi ber því væntanlega að skoða þá Jón Baldvin og Svav- ar Gests, Þorstein Pálsson, Kjartan Jóhanns, Eið Guðna, og fleiri og fleiri. Allir þessir menn hafa verið orðnir ótrú- Iega Ieiðir og búa nú við jafn- vel enn meiri leiðindi sem sendiherrar! I þessum leið- indum öllum er gott til þess að vita að hinn skemmtilegi Seðlabanki er til staðar, til að bjarga a.m.k. einhverjum pólitíkusum frá eilífum leið- indum! GARRI Finnur Ingólfsson. JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar í Degi á dögunum var verið að fjalla um hugmyndir sem uppi eru um að árangurstengja laun kennara. Árangurstenging launa er mikið tískufyrirbæri þessa dagana eftir að FBA snáðar fóru í taumlausri sjálfumgleði að borga sér og sínum milljónatugi í bónusa fyrir vel unnin störf og stólpagróða. En árangurstenging launa var ekki fundin upp í Fjár- festingabankanum og fisk- vinnslufólk til dæmis kannast vel við afkastahvetjandi Iaunakerfi, sem reyndar skilaði aldrei jafn miklu í Iaunaumslög „slordón- anna“ eins og snyrtipinnanna í FBA. Það er hinsvegar tiltölulega auðvelt að mæla árangur í banka og fiskvinnslu. Þar er einfald- lega spurt annarsvegar um gróða og hinsvegar um afköst. Það verður aftur á móti mun erfiðara að mæla gróða, afköst og raun- verulegan árangur í skólum landsins. Er framtíðin afturvirk árangurstenging? Allir góðir Enda eru viðbrögð talsmanna kennara við þessum hugmynd- um heldur neikvæð, meðal ann- ars á þeim forsendum að erfitt sé að meta starf kennara og ástæð- ur fyrir slökum árangri nemenda geti verið margvíslegar en ekki aðeins kennslan. Formaður Fé- lags grunnskólakenn- ara segir einnig að „það sé mat félagins að allir kennarar séu góðir kennarar og eigi þvt að fá góð laun“. Ef þetta er rétt þá eru grunnskólakenn- arar eina stétt lands- ins þar sem ekki er misjafn sauður í mörgu fé. Hingað til hefur nefni- Iega verið talið að það væru til lé- legir iðnaðarmenn, foreldrar, verkamenn, læknar, prestar, já og jafnvel lélegir stjórnmála- menn. En það eru sem sé ein- göngu til góðir kennarar. Með sama rétti og sannfæringarkrafti gætu auðvitað fulltrúar íslenskra grunnskólanemenda lýst því yfir að allir nemendur væru góðir nemendur og ættu því að fá góð- ar einkunnir, en látum það liggja á milli hluta. Hýrudráttur við dauðsfalll? Umræðan um árang- urstengingu launa á fleiri sviðum en í bönkum, fiskvinnslu og skólum á eftir að aukast. Eru þing- menn til dæmis til- búnir til að gangast undir slíkt launa- kerfi? Og hvernig og hverjir eiga að meta árangur þeirra? Á að leggja skoð- anakannanir um vinsæidir til grundvallar? Eða árangur í kosn- ingum? Ræðutíma á Alþingi? Og hvað um lækna? Þurl’a sjúklingar að gefa læknum ein- kunn fyrir frammistöðuna? Eða á að hýrudraga þá íyrir alla sjúk- linga sem forfallast endanlega í höndunum á þeim? Og blaða- menn, hvernig á að meta árang- ur þeirra? Á að meta störf þeirra út frá fréttagildi og stíl eða fjölda greiðandi áskrifenda? Og er hugsanlegt að kennari sem lækkaði í launum af því að hann var með óforbetranlegan tossa í bekknum sem dró meðal- einkunn langt niður, muni 30 árum síðar eiga heimtingu á endurgreiðslu á grundvelli síð- búins árangurs, þegar tossinn er orðinn ráðherra eða stjórnarfor- maður stærsta fyrirtækis á land- inu? Það er aliavega pottþétt að friður á vinnumarkaði verður ekki verulegur þegar árang- urstengingu launa hefur verið komið á vfða 1' samfélaginu. Og það verður örugglega nóg að gera hjá lögfræðinguin og kjaradóm- stólum. Eru þingmenn tilbúnir til að gangast undir slíkt launakerfi? Uíufur spuríbi svaraö Erþað rétt stefna að árangurstengja laun kennara? Hafsteiim Karlsson slwlastjóri Selásskóla í Reykjavík. „Eg sé hugmynd- ina ekki ganga upp í fram- kvæmd. Spurning er hver viðmiðin eigi að vera í mælingu á ár- angri - til dæmis eru starfandi mjög góðir kennarar sem eru að ná miklum árangri með nemend- ur, þó einkunir þeirra séu ekki háar. Þetta fyrirkomulag gæti einnig stuðlað að því að nemend- ur með sérþarfir yrðu hreinlega fyrirstaða og viðhorf gagnvarl þeim neikvæð, þannig að kennar- ar með árangurstengd Iaun vildu ekki kenna þeim. Og viljum við búa til þannig samfélag?" Jóuína Bjartmarz alþingism. ogfomt. Heimils og slwla. „Kappsmál hlýtur ævinlega að vera að tryggja sem mestan og bestan árangur af starfi kennara - og þá samstarfi þeirra og nemenda. Hugsanlega er ein- hverskonar árangurstenging launa ein leið að því markmiði, en við hljótum líka að spyrja að því að hvaða árangri sé stefnt, því ekki getum við miðað við eink- unnir eingöngu. Auk þess má gjarnan deila um hver eigi skilið lof eða last þegar einkunnir eiga í hlut, kennarinn eða nemandinn." VUhjámur Þ. VHhjálmsson form. Sambands ísl. sveitaiféiaga. „Það er bæði eðli- legt og sjálfsagt að aðilar ræði möguleika þess að árangurstengja Iaun kennara, en í viðræðum sveit- arfélaganna við kennarasamtökin í fyrravor um nýjan vinnutíma- samning var örlítið bryddað á ár- angurstengingu launa sem þó var ekki einstaklingstengd. Á hinn bóginn er vandinn við að árang- urstengja laun kennara sá að finna rétt og skynsamleg viðmið, sem aðilar geta verið sammála um. Engar formlegar viðræður um þetta atriði hafa þó átt sér stað enn, utan þess sem rætt var í tengslum við vinnutímasamn- inginn.“ Flosi Eiriksson bæjaifulltníi Kópavogslistans. „Eg held að ágætt að menn velti því fyrir sér að tengja laun kennara við árangur í skóla- starfi. Það felur vitaskuld í sér að líta ekki bara á einkunnir, heldur líka á þá fjölmörgu þætti í skóla- starfinu sem einnig skipta máli; svo sem foreldrasamstarf og það almenna uppeldisstarf sem skól- arnir sinna til að gera börnin sem best tiibúnin fyrir Iífið sjálft. Eg held og að þetta myndi hækka laun hjá nánast öllum kennurum landsins, sem hingað til hafa ver- ið illa Iaunuð stétt.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.