Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 12
rD^tr 12 -ÞRJÐJUDAGUK 11. APRÍL 2 000 ERLENDAR FRÉTTIR Leiðtogafundur haldinn í júni Kórea hefur verið . J—Ji Kim Jong-il, leidtogi Norður-Kóreu, féllst á að eiga leiðtogafund með forseta Suður-Kóreu I júní. IÞROTTIR Úr leik Hauka gegn Aftureldingu. Afturelding jafnaði metni klofin í tvö fjandríki í meira en hálfa öld. Nú á að reyna að sættast. Þeir Kim Dae-jung forseti Suð- ur-Kóreu og Kim Jong II leið- togi Norður-Kóreu ætla að hitt- ast í júní. Frá þessu var skýrt í gær, og verður fundurinn hald- inn dagana 12.-14. júní í Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu. Þetta verður fyrsti leiðtoga- fundur ríkjanna frá því Kórea skiptist í tvö ríki árið 1945, og verður að teljast veruleg tíma- mót í sögu þeirra. Enn hefur þó ekkert verið ákveðið um dag- skrá fundarins, að öðru Ieyti en því að honum er ætlað að stuðla að frekari samskiptum, sáttum og friðsamlegri samein- ingu ríkjanna. Deilumál þeirra eru mörg og sum hver erfið viðureignar. Akveðið hefur ver- ið að halda undirbúningsfundi síðar í þessum mánuði, til þess að fara yfir framkvæmdaratriði. Bæði Kínverjar, sem stutt hafa kommúnistastjórnina í Norður-Kóreu, sem og Japanir og Bandaríkjamenn, sem styðja stjómvöld í Suður-Kóreu, sögð- ust í gær fagna þessum fréttum. Það mun hafa verið Kim Dae- jong, forseti Suður-Kóreu, sem stakk upp á því að leiðtogafund- ur yrði haldinn. Talsmaður for- setans sagði að það hefði komið honum á óvart að norðanmenn féllust svo fljótt á að halda fund. Fulltrúar ríkjanna hafa þó undanfarið átt nokkra leyni- fundi í Kína. Norður- og Suður-Kórea áttu í hatrömmu stríði árin 1950- 53, og nutu Suður-Kóreumenn þar stuðnings bandaríska hers- ins. Endanlegur friðarsamning- ur var aldrei undirritaður, þannig að formlega séð eiga rík- in enn í stríði. Árið 1994 höfðu Norður- og Suður-Kórea reyndar ákveðið að halda leiðtogafund, en hon- um var frestað eftir að Kim II Sung, leiðtogi Norður-Kóreu, lést. Efnahagur Norður-Kóreu hefur verið afar bágur síðustu árin og uppskerubrestur hvað eftir annað valdið hung- ursneyð, sem erfitt hefur verið að fá fréttir af. Suður-Kórea hefur sent Norður-Kóreu mat- væli af þessum sökum, en full- yrt er að megnið af þeim hafi farið til hermanna. Nú síðustu mánuðina hefur Norður-Kóreu þó heldur verið að draga úr einangrunarstefnu sinni og meðal annars tekið upp stjórnmálasamband við Italíu í byrjun þessa árs. Þá hafa Norður-Kóreumenn rætt við fulltrúa frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og fleiri ríkjum um bætt samskipti. Weizman segir af sér Ezer Weizman, forseti Isra- els, skýrði frá því á sunnudag að hann ætli að segja af sér embætti áður en kjörtímabil hans renn- ur út árið 2003. Weizman er orðinn 75 ára, og sagði heilsu- farsástæður vera fyrir þessari ákvörðun. Fláværar kröfur hafa verið um að Weizman segi af sér vegna Ijármálahneykslis, en í desember síðastliðnum komu fram ásakanir um að hann hefði þegið meira en 20 millj- arða króna í gjafir frá frönsk- um milljónamæringi á árun- um 1988-93, en á þeim tíma var Weizman þingmaður og ráðherra. Weizman hélt þess- um greiðslum leyndum og gaf þær ekki upp til skatts. Lögreglunefnd, sem rann- sakaö hefur þessar ásakanir, komst í síðustu viku að þcirri niðurstöðu að réttast væri að Iáta málið niður falla. Ástæða þess var þó eingöngu sú að mikill hluti hinna meintu af- brota er fyrndur samkvæmt fimm ára reglu í ísraelskum lögum. Afturelding tryggði sér í fyrrakvöld odda- leik í 4-liða einvíginu við Hauka í úrvals- deild karla í hand- knattleik, þegar liðiu mættust á heimaveHi Haukanua í Hafnar- firði. Eftir afleitan leik á föstudags- kvöldið í fyrsta leik úrslitaeinvíg- isins við Hauka náðu deildar- meistarar Aftureldingar að vinna Haukana í öðrum leiknum sem fram fór á heimavelli Haukanna í Hafnarfirði í fyrrakvöld og trygg- ja sér þar með oddaleik sem fram fer að Varmá í kvöld. Afturelding vann leikinn þó aðeins með eins marks mun, 23-24 og var nú allt annað að sjá til Iiðsins en í fyrri leiknum í Mosfellsbæ á föstudag- inn. Mestu munaði þar um frá- bæran leik Bergsveins Berg- sveinssonar sem var Haukunum mjög erfiður og einnig var varn- arleikurinn nú mun betri með endurkomu Alexei Trufans, sem var í leikbanni á föstudaginn. Óðagot á Haukum Eftir að Afturelding hafði leitt lengst af og náð mest þriggja marka forskoti þegar leið á seinni hálfleikinn, náðu Haukarnir góð- um leikkafla og þegar um það bil sex mínútur voru til Ieiksloka höfðu þeir minnkað muninn í eitt mark. Afturelding missti þá tvo Iykilmenn, Litháana Gintas og Gintaras útaf með nokkurra sekúndna millihili og útlitið því ekki gott fyrir Islandsmeistarana. En þá greip Haukana eitthvað óðagot og með ótrúlegum hætti tókst þeim að klúðra hverri sókn- inni á fætur annari á meðan Aft- urelding jók muninn aftur í tvö mörk. Afram hélt óðagotið hjá Haukum, sem héldu boltanum þó lengst af síðustu mínúturnar og tókst þeim aðeins að minnka muninn í eitt mark. Óskar í strangri gæslu Hjá Haukum er erfitt að gera upp á milli leikmanna og helst að nefna Magnús Sigmundsson í markinu, sem varði vel á köflum. Þeir Halldór Ingólfsson og Jón Karl Björnsson, sem voru marka- hæstir Haukanna í l'yrri leiknum, voru nú ekki svipur hjá sjón og eins var með Kjetil Ellertsen. Sig- urður Þórðarson átti góða inn- komu í seinni hálfleiknum og gerði þá mikilvæg mörk úr hægra horninu. Oskar Ármannsson var í strangri gæslu allan leikinn, svo strangri að hann gerði ekki eitt einasta mark utan af velli og fékk hann oft að finna fyrir sterkri vörn Aftureldingar, þar sem nokkuð bar á að farið væri gróf- lega í andlitið á kappanum. Markahæstir hjá Haukum voru þeir Aliaksandr Shamkuts, Hall- dór Ingólfsson, Sigurður Þórðar- son og Oskar Ármannsson allir með fjögur mörk. Hjá Aftureldingu var Berg- sveinn langbestur og varði hann alls 22 skot í leiknum. Hann var Haukunum sérstaklega erfiður á lokamínútunum og varði þá oft frábærlega eins og reyndar allan leikinn. Af útileikmönnunum átti Gintaras bestan leik og var hann markahæstur með 8 mörk. Bjarki átti líka góðan leik og varð hann næst markahæstur með 7/3 mörk. Haukarnir láku við hvern sinn fingur I fýrri leiknum sem fram fór að Varmá á föstudaginn, var auðséð að Afturelding saknaði Alexei Trufan, kjölfestunnar í vörninni og má segja að heimaliðið hafi aldrei átt möguleika gegn frísk- um Haukunum, sem náðu þægi- legri forystu strax í upphafi leiks. Haukarnir voru þarna að spila sinn allra besta leik í vetur og átti Afturelding aldrei möguleika nema þá helst f upphafi seinni hálfleiks er þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk. Þegar staðan var 18-20 tóku Haukarnir mikinn kipp og skoruðu þá þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni f 18-23. Þar með opnuðust allar flóðgátt- ir og eftirleikurinn var Haukum auðveldur. Enda léku þeir við hvern sinn fingur og skoruðu mörk í öllum regnbogans litum, með ævintýralegum hætti og varð lokastaðnan 25-31. Halldór Ing- ólfsson fór þar á kostum hjá Haukum og varð markahæstur með 7 mörk auk þess sem hann spilaði féiaga sína oft skemmti- lega uppi. Jón Karl Björnsson skoraði einnig 7/4 mörk og Kjetil Ellertsen kom næstur með 6/1 mörk. Hjá Aftureldingu var Gint- as markahæstur með 7 mörk og Bjarki næstur með 5/3. ÚrsUt í gærkvöld Handbolti, úrslitakeppni karla Fram - KA 29-27 Körfubolti, úrslitakeppni kvenna KB - Keflavík 43-57 England, úrvalsdeild Middlesbro - Man. Utd. 3-4 iÉDÍii'iiiiiiiWI Merkel orðin leiðtogi CDU ÞÝSKALAND - Angela Merkel hlaut 95,9% atkvæða á flokksþingi Kristilega demókrataflokksins (CDU) í Þýskalandi í gær, og er þar með orðin leiðtogi llokksins. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti, sem Helmut Kohl gegndi í aldarfjórðung. Hún er jafn- framt fyrsti Austur-Þjóðverjinn sem verður leiðtogi CDU. Merkel var í síðasta mánuði einróma valin til Ieiðtogaembættisins af forustu flokksins, þannig að hún þótti fyrirfram örugg um kosningu á flokksþinginu í gær. Hún hélt ræðu á þinginu þar sem hún þakkaði Wolfgang Scháuble, forvera sínum í embættinu, sem sagði af sér vegna leynireikninga Helmuts Kohls. Scháuble hafði áður haldið ræðu á þinginu, þar sem hann hvatti flokksfélaga sína til þess að óttast ekki sannleikann í hneykslismálinu, sem íþyngt hefur flokkn- um á síðustu mánuðum ÖnnuT umferð í Peru PERU - Fujimori, forseti Perú, hlaut flest atkvæðin í fyrri umferð forsetakosninganna á sunnudag. Hann náði hins vegar ekki hrein- um meirihluta, hlaut 48% atkvæða, og þess vegna þarf að halda aðra umferð þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja sem flest at- kvæði hlutu. Höfuðandstæðingur hans, Toledo, hlaut 41% atkvæða. Toledo hélt því fram að niðurstöður kosninganna hafi verið falsað- ar og hvatti stuðningsmenn sína til þess að mótmæla hástöfum. Sjevardnadze sigraði í Georgíu GEORGÍA - Edvard Sjevardnadze, forseti Georgíu, hlaut 79,9% at- kvæða í forsetakosningunum sem fóru fram í Georgíu um helgina og sigraði því með miklum yfirburðum. Sá frambjóðandi, sem hlaut næstflest atkvæði, fékk 17,3% atkvæða. Kosningaþátttakan var um 80%. Fílar og hvalir KENÍA - Alþjóðleg ráðstefna um dýrategundir í útrýmingarhættu hófst í Kenía í gær. Alls eru fulltrúar 1 50 ríkja á ráðstefnunni. Ráð- stefna af þessu tagi er haldin á tveggja til þriggja ára fresti, og fylg- ja henni jafnan harðar deilur milli verndarsinna og nýtingarsinna. Eins og oft áður eru deilur um fíla og hvali áberandi, og meðal ann- ars taka Islendingar virkan þátt í deilunni um hvalategundir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.