Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 - S X^ur. FRETTIR Rífandi hagnaður hj á Landsvirkjim Arid í fyrra var það hagstæðasta í rekstri Landsvirkjunar frá stofnun fyrirtækisins. Hagnaður tæpir 2 miUljarðar í fyrra. Besta ár frá upphafi. Sætaskipti hjá borgar- toppum. Kjartan inn sem varamaður. Síðastliðið ár var hagstæðasta rekstrarár Landsvirkjunar frá stofnun fyrirtækisins en hagnaður þess nam tæpum 2 miljörðum króna. A samráðsfundi Landsvirkj- unar sl. föstudag varð sú breyting á aðalmönnum í stjórn að Helgi Hjörvar forseti borgarstjómar kom inn í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir borgarstjóra sem hefur tekið sæti hans sem varamaður í stjórn. Að öðru leyti er stjórn Landsvirkjunar óbreytt frá þvf sem verið hefur með Jóhannes Geir Sigurgeirsson sem stjórnarfor- mann og Arni Grétar Finnsson sem varaformann. Auk borgar- stjóra eru nýir varamenn í stjóm Landsvirkjunar þau Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Vigdís M. Sveinbjömsdóttir bóndi sem koma bæði inn sem fulltrúar ríkisins. Heildaxeign um 100 miUj- arðar Þessi hagnaður fyrirtækisins í fyrra eru mikil umskipti frá árinu þar á undan þegar hagnaðurinn var um 283 milljónir króna. Af einstökum liðum í rekstri fyrir- tækisins munaði mestu um lægri fjármagnskostnað sem lækkaði um tæpa 1,3 milljarð frá árinu þar á undan. Tekjur af rafmagns- sölu til almenningsveitna jukust um 341 milljón króna, eða um 5,7% vegna 3% gjaldskrárhækk- unar 1. júlf í fyrra og aukinnar rafmagnssölu. Þá jukust tekjur af rafmagnssölu til stóriðju um 765 milljónir króna, eða um 25%. Þar munar mest um aukna sölu til Norðuráls. Rekstrartekj- ur Landsvirkjunar í fyrra námu alls rúmum 10 miljörðum króna sem var um eins milljarðs hækk- un frá fyrra ári, eða um 12%. I fyrra nam handbært fé úr rekstri tæpum 4 milljörðum sem er hag- stæðasta útkoma í sjóðstreymi Landsvirkjunar frá upphafi. Fjár- festingar námu tæpum 9 millj- örðum og lántölur umfram af- borganir voru 6,6 milljarðar. Þá hækkaði efnahagsreikningur Landsvirkjunar um tæpa 8,9 milljarða króna á sl. ári. Það skiptist þannig að eigið fé jókst um 2,6 milljarða og skuldir um 6,3 milljarða. Heildareign Landsvirkjunar í árlok í fyrra nam tæpum 100 milljörðum króna. Þá námu skuldir fyrirtæk- isins 65,5 milljörðum og eigið fé um 32,9 milljörðum, eða 33% af heildareign fyrirtækisins. -GRH Fékkþung- andóm Sautján ára unglingspiltur var í Héraðs- dómi Reykjavík- ur f síðustu viku dæmdur í þrigg- ja og hálfs árs fangelsi íyrir að stinga tvítugan mann tvisvar „Hnifstungupilt- með hnífi, fyrir urinn fékk líkamsárás í þungan dóm i Hafnarstræti og Héraðsdómi. fyrir að „skalla" Iögreglumann. Innifalið í dómn- um er upptaka á skilorðsbind- ingu fyrri dóms. Dagur fjallaði ítarlega um mál „hnífsstungupiltsins" í nóvem- ber síðastliðnum, en mál hans hafði lengi velkst um í félags- málakerfinu og í raun hafði ver- ið varað við því að hann væri lík- legur til að grípa til örþrifaráða. Hann var í hópi unglinga sem rændu með ofbeldi tvær sjoppur í Reykjavík, Kvöldúlf og Kjalfell. Hnífsstunguárásin átti sér stað við Nonnabita í Hafnar- stræti í Reykjavík þann 3. nóv- ember sl. og var dæmd sem til- raun til manndráps. Hinn dæmdi vildi meina að hann hafi verið að verjast árás hins mannsins og félaga hans, en þeir hefðu verið undir áhrifum fíkniefna. Hann sagðist ekki hafa stungið manninn viljandi, heldur hefði sá stungni hlaupið á hníf sinn. Því var ekki trúað. Litlu mátti muna að sá sem stunginn var biði bana af. - FÞG Halldór Ásgrímsson og Úlafur Ragnar Grímsson við opnun Ijósmyndasýningarinnar í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Hér afhjúpa þeir nýjan skjöld utanríkisþjónustunnar. Ut andkisþj ónustan orðin sextíu ára Utanríkisþjónusta islands minntist tímamóta í starfi sínu í gær þegar sextíu ár voru liðin frá því að Islendingar tóku fram- kvæmd utanríkismála í eigin hendur. I tilefni afmælisins opnaði Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og Olafur Ragnar Grímsson forseti ljósmyndasýn- ingu í Þjóðarbókhlöðunni sem helguð er 60 ára sögu íslenskrar utanríkisþjónustu. Sainkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðu- neytinu er tilgangur ljósmynda- sýningarinnar sá að vekja athygli á mikilvægum viðburðum er tengjast sögu utanríkisþjónust- unnar og endurspegla margvísleg verkefni starfsmanna hennar í sextíu ár. Við undirbúning sýn- ingarinnar hcfur vcrið lögð áher- sla á að safna saman fjölbreyttu myndefni. Með Ijósmyndasýn- ingunni er lagður grunnur að ljósmyndasafni utanríkisráðu- neytisins og hættri varðveislu myndefnis á sviði utanríkismála. Ljósmyndasýningin í þjóðarbók- hlöðunni stendur frá 10. apríl til 10. maí næstkomandi. Stefnt er aö því að sýningin verði sett upp á fleiri stöðum í kjölfarið. Fundu fíkniefni í sundlaugiuui Starfsmenn Akureyrarlaugar fundu á laugardag tíu grömm af hassi og tvö grömm af amfetanu'ni. Fíkniefnin Iágu uppi á fataskáp í karla- klefa sundlaugarinnar og fundust við lok vinnudags á Iaugardag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru taldar afar litlar Iíkur á að eigandi efnanna finnist. Engar getgátur eru uppi um ástæður þess að fíkniefnin voru falin þarna né heldur hver muni hafa átt þau. Þeim hefur þó að minnsta kosti verið bjargað frá neyslu. - Hl Samnmaáætlun imdirrituð I gær komu bankaráð Is- landsbanka og FBA saman á Kirkjusandi til að undir- rita samrunáætlun bank- anna. Þetta er liður í hinu formlega ferli í sameiningu Islandsbanka og FBA. Samrunaáætlunin verður birt í Lögbirtingarblaðinu í lok vikunnar og jafnframt munu öll gögn vegna sam- runans liggja frammi í bönkunum tveimur frá föstudegi. Þá tilkynnti bandaríska matsfyrirtækið Moody’s In- vestors Service í gær að fyrirtækið hefði tekið mat sitt á lánshæfi Islandsbanka og FBA til endurskoðunar, með hugsanlega hækkun í huga. Tekur endurskoð- unin til lánshæfiseinkunna á langtímaskuldbindingum og skamni- tímaskuldbindingum, sem og fjárhagslegs styrkleika. Endurskoðun á lánshæfismati fyrirtækjanna kemur í kjölfar samn- ings þeirra um samruna. Núverandi lánshæfiseinkunnir íslands- banka og FBA fyrir langtímaskuldhindingar er A3 og fyrir skamm- tímaskuldbindingar Prime-2. Moody’s gefur fjárhagslegum styrkleika FBA einkunnina D, en Islandsbanka einkunnina D+. F.v. Einar Sveinsson, varaformaður banka- ráðs íslandsbanka, Magnús Gunnarsson, formaður stjórnar FBA, Kristján Ragnarsson, bankaráðsformaður íslandsbanka og Eyjólfur Sveinsson, varaformaður stjórnar FBA. Sprengjugabb Upp úr kl. 16:00 í gær var tilkynnt um að sprengju hefði verið kom- ið fyrir í Ráðhúsi Rcykjavíkur, þar sem nú stendur yfir Reykjavíkur- mótið í skák. Lögreglan taldi ekki ástæðu til að rýma húsið en sprengjusérfræðingar og lögreglumenn voru engu að síður sendir á vettvang. Þeir leituðu af sér allan grun á um þremur korterum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.