Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 11.04.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 - 13 ÍÞRÓTTIR Liverpool í airnað sætið Liverpool styrkti uin helgina stöðu sína í slagnum um Meistara- deildarsæti að ári, eft- ir 2-0 sigur á Totten- ham og sendu Leeds sem tapaði 0-1 gegn Aston Villa niður í þriðja sætið. Liverpool komst í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2- 0 sigur á Tottenham á Anfield Road á sunnudaginn, þar sem þeir Patrik Berger og Michael Owen skoruðu mörkin. Berger gerði fyrra markið á 34. mínútu eftir að hafa komist á auðan sjó utarlega í teignum og þrumuskot hans þandi netmöskvana. Þetta var níunda mark hans á leiktíð- inni. Owen gerði það seinna á 61. mínútu eftir sendingu frá Emile Heskey. Liverpool er þar með án taps í síðustu ellefu leikj- um og hefur aðeins tapað tveim- ur af síðustu 24 deildarleikjum. Síðasti tapleikur liðsins var ein- mitt gegn Tottenham á White Hart Kane í janúar. Þeir höfðu því harma að hefna ekki síst vegna þess að Tottenham sló Liverpool út úr deildarbikarnum á Anfield fyrr í vetur. Þetta var annað tap Tottenham í röð, því á mánudaginn töpuðu þeir gegn Middlesbrough á heimavelli. Meistaradraumar úr sögunni Julian Joachim skoraði sigur- mark Aston Villa í 1 -0 sigri liðs- ins gegn Leeds á Villa Park í Birmingham á sunnudaginn. Markið kom á 39. mínútu og gerði endalega út um veika von Leeds um enska meistaratitilinn. Leikmenn Leeds voru ekki sáttir við markið og sögðu að Joachim hefði ýtt við Gary Kelly, varnar- manni Leeds, til að skapa sér pláss í teignum áður en hann skoraði. Mfnútu þögn var fyrir leikinn til að minnast tveggja lát- inna stuðningsmanna Leeds, sem voru drepnir fyrir Evrópuleik Leeds gegn Galatasaray í Istan- bul f Tyrklandi á miðvikudaginn. Hutchmson tryggði Everton jafntefli Gerry Taggert kom Leicester í 1 - 0 strax á 8. mínútu, þegar hann skoraði í 1-1 jafntefli gegn Ev- erton á Filbert Streret á laugar- daginn. Hann fékk sendingu frá Mussy Izzes og boltinn söng í netmöskvunum eftir dúndur- skalla. Don Hutchinson, sem er kominn á söluslista hjá Everton og í fyrsta skipti í byrjunarliðinu í síðustu átta leikjum skoraði jöfn- unarmarkið á 35. mínútu. Pahars skoraði eftir 25 sekúndur Marian Pahars tryggði South- ampton 1-2 sigur á Bradford, þegar liðin mættust á heimavelli Bradford á laugardaginn og skor- aði Pahars markið aðeins 25 sek- úndum eftir að honum var skipt inná fyrir Matt Le Tissier. Chris Marsden skoraði fyrra mark Dýrðlinganna á 56. mínútu, en Robbie Blake lagaði stöðuna fyr- ir Bradforn á 78. mfnútu. Þetta var fimmti ósigur Bradford í röð. Þriðji sigur Sunderland í röð Sunderland vann 2-1 sigur á Hermanni Hreiðarssyni og félög- um í Wimbledon þegar liðin mættust á heimavelli Sunderland á laugardaginn. Mörk frá þeim Niall Quinn á 54. mfnútu og Kevin Kilbane tryggðu Sunder- land sigurinn en mark Kilbane var hans fyrsta fyrir Sunderland síðan hann var keyptur frá West Bromwich Albion. Þetta var þriðji sigurleikur Sunderland í röð f deildinni, en um leið og Ieikurinn var fjórða tap Wilmledon í röð. Það var Mich- ael Hughes sem skoraði jöfnun- armark Wimbledon á 73. mín- útu, en lök vörn Donana gat ekki komið í veg fyrir að Kilbane skor- aði sigurmark „Svörtu kattana". Sdrnoor klúðraði viti Stefan Schnoor, leikmaður Der- by, lét Alex Chamberlain, mark- vörð Watford, verja frá sér víta- spyrnu þegar liðin gerðu marka- laust jafntefli á heimavelli Watford. Vítaspyrnan var mjög vafasöm og augljóst í endursýn- ingu sjónvarps að brotið, þar sem Robert Page braut á Darryl Powell, átti sér stað utan víta- teigs. Heiðar Helguson var ekki í byrjunarliði Watford, en kom inná í lok leiksins og átti þá strax stangarskot í fyrstu snertingu. Sóknarleikur Watford hresstist til muna með innkomu Heiðars. Úrslit leikja um helgina: Aston Villa - Leeds 1-0 Liverpool - Tottenham 2-0 Bradford - Southampt. 1-2 Leicester - Everton 1-1 Sunderland - Wimbled. 2 - 1 Watford - Derby 0-0 Næstu leildr á morgun: Chelsea - Coventry West Ham - Newcastle Wimbledon - Sheff. Wednesday Poyet hetja Chelsea Tvö mörk frá Gustavo Poyet trggðu Chelsea í úrslitiu á Wembley. Gustavo Poyet, framherjinn snjalli frá Urúgvæ, batt um helg- ina enda á bikardrauma Newcastle United, þegar hann skoraði bæði mörk Chelsea í 2-1 sigrinum gegn Newcastle, í und- anúrslitum enska bikarsins á Wembley-leikvanginum í London á sunnudaginn. Poyet sem kom inn í lið Chelsea eftir tveggja leikja fjarveru skoraði fyrra mark- ið á 17. mínútu leiksins og það seinna átján mínútum fyrir leiks- lok, eftir að Robert Lee hafði jafnað leikinn fyrir Newcastle um miðjan seinni hálfleik, með skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Alan Shearer. Seinna mark Poyets var líka með skalla og eftir fyrirgjöf frá Jon Harley. Sex hreytingar hjá Chelsea Gianluca Vialli, stjóri Chelsea var að vonum ánægður með Poyet eftir leikinn og sagði að hann væri frábær leikmaður. „Eflaust hefur hann verið óánægður með að fá ekki tækifæri í tveimur síð- ustu leikjunt og viljað sanna sig þegar hann fékk tækifæri. Þetta er líka aðferðin til þess, þegar leikmenn þurfa að minna á sig,“ sagði Vialli. Vialli hafði gert sex breytingar á byrjunarliðinu sínu frá sigurleiknum gegn Barcelona í meistaradeild Evrópuí síðustu viku og voru þeir Chris Sutton og Líberíumaðurinn George Weah nú aftur komnir f byrjunarliðið fyrir þá Gianfranco Zola og Tore Andre FIo sem skoruðu gegn Barcelona. Einnig voru þeir Jon Harley, Frank Leboeuf, Roberto Di Matteo og Poyet aftur mættir í slaginn. Einnig breytingar hjá Newcastle Bobby Robson, stjóri Newcastle hafði einnig gert breytingar á sínu liði og stillti þeim Steve Ilowey og Nikos Dabizas upp í vörnina í stað Frakkans Alain Goma og Portúgalans Cristovao Helder. Shay Given var líka aftur kominn í markið eftir að hafa hvílt í Ieiknum gegn Bradford um helgina, þar sem Steve Harper leysti hann af. Einnig var Per- úmaðurinn Nolberto Solano aft- ur í liðinu eftir landsleikjafrí og leysti af Frakkann Didier Domi. Leikurinn byrjaði með miklum látum og sköpuðu bæði lið sér góð marktækifæri. Gary Speed komst einn innfyrir vörn Chelse strax á fimmtu mínútu eftir að hafa platað Frakkann Didier Deschamps, en Ed de Goey bjargaði með góðri markvörslu. Þremur mínútum síðar tókst Ge- orge Weah að skora mark, þegar hann renndi boltanum í gegnum klofið á Shay Given, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Nolberto Solano olli miklum usla í vörninni hjá Chelsea með leikni sinni og hraða og átti bakvörður- inn Harley í mesta basli með Per- úmanninn. Þriðja tap Newcastle í röð á Wembley Sókn Newcastle þyngdist til muna eftir því leið á Ieikinn og þurfti De Goey oft að taka á hon- um stóra sínum. Þeir reyndu allt til að jafna metin, en án árangurs og öruggur sigur Chelsea í höfn. Newcastle var þar með slegið út úr bikarnum á Wembley-leik- vanginum í þriðja skipti á jafn- mörgum árum, en í fyrra komust þeir alla leið í úrslitin og töpuðu þar gegn Manchester United eins og þeir gerðu einnig gegn Arsenal árið áður. íris Sæmundsdóttir í baráttu um boitann við Miahan, leikmann USA. Þóra lokar markinu. Aðeins þremur dögum eftir 8-0 ósigurinn gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna í kvennaknatt- spyrnu, gerði íslenska kvenna- landsliðið sér lítið fyrir og náði markalausu jafntefli þegar Iiðin mættust aftur á Ericsson-leik- vanginum í Charlotte á laugar- daginn. Fyrri leikurinn, sem fram fór á Ieikvelli Davidson há- skólans í Charlotte, var gegn hálfgerðu varaliði Bandaríkjanna og því kom þessi frammistaða ís- lensku stelpnanna í seinni leikn- um, gegn svo að segja fullskip- uðu liði heimsmeistaranna, verulega á óvart. Samkvæmt fréttum banda- rískra fréttastofa, var það heist fyrir frábæra frammistöðu fs- lenska markvarðarins, Þóru Helgadóttur, að íslenska liðinu tókst að halda jöfnu. Þar segir að Þóra hafi hreinlega haldið ís- lenska liðinu á Iloti, þegar hún varði hvert skotið af öðru frá sóknarmönnum heimsmeistar- anna og tilgreina sérstaklega sex skipti í fyrri hálfleik. Þóra lokaði mark- inu Þóra hélt svo uppteknum hætti í seinni hálfleik og var þá í nógu að snúast þar sem bandaríska lið- ið sótti stíft. Tiffeny Milbrett, skæðasti sóknarmaður banda- ríska liðsins átti ijölda skota á markið, sem öll lentu í öruggum höndum Þóru, en á 77. mínútu þurfti hún heldur betur að hafa fyrir hlutunum og varði þá á ótrú- legan hátt skalla frá Milbrett, með því að henda sér eins og köttur á boltann, eins og segir í einni fréttinni. Tveimur mínútum síðar varði hún dúndurskot af 20 metra færi, frá Mia Hamm, þekktasta Ieik- manni bandaríska liðsins og í lok- in erfitt skot frá Brandi Chastain 15 sekúndum íyrir leikslok. Rúmlega tíu þúsund áhorfend- ur mættu á seinni leik liðanna á Ericsson-Ieikvanginn á laugar- daginn, en leikirnir voru liður í undirhúningi bandaríska liðsins fyrir Olympíuleikana í Sydney.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.