Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUn AGU R S . JÚLÍ 2000 FRÉTTIR Bræðumir kæra til umhverflsráðherra Bræðurnir Hjörleifur og Gunnar Guttormssynir kynna kæruna á frétta- mana fundi í gær. - mynd teitur Bræðumir Hjörleifux og Gunnar Guttorms- synir hafa kært úr- skurð Skipulagsstjóra frá 27. maí sl. um 400 kV Fljótsdalslínur 3 og 4 úr FLjótsdal í Reyðar- fjörð. Peir vilja fljdja rafmagnið um sæ- streng eftir Lagarfljóti og síðan jarðstrengjum eftir heiðum og dölum til Reyðarfjarðar. Bræðumir Gunnar og Hjörleifur Guttormssynir hafa sent inn kæru til umhverfisráðherra vegna úr- skurðar Skipulagsstjóra ríkisins frá 27. maí sl. um 400 kV Fljóts- dalslínur 3 og 4 úr Fljótsdal í Reyðarfjörð. Þeir bræður boðuðu til fréttamannafundar í gær þar sem þeir skýrðu frá þessu og ýmsu öðru sem þeir gera athugasemdir við varðandi allan undirbúning að Kárahnjúkavirkjun og þá ekki síst þá miklu sjónmengun sem verður af fyrirhugaðri línulögn frá virkj- uninni til Reyðarfjarðar þvert yfir dali og heiðar. Gunnar hefur lagt fram tillögur til Skipulagsstofnunar um að skoðað verði hvort ekki sé sá kost- ur fyrir hendi að nota Lagarfljót sem „línustæði" með því að leggja þar um sæstreng og síðan verði rafstrengurinn lagður í jörð yfir Egilsstaðaháls, um Eyvindardal og Svínadal til Reyðaríjarðar. Gunnar bendir á í sinni greinargerð að þetta sé tæknilega vel framkvæm- anlegt enda hefðu menn allt frá 1975 talað um að flytja út raf- magn frá Island til Evrópu um sæ- streng. Lmur í jörð En kæra þeirra bræðra til um- hverfisráðherra byggir á mörgum þáttum. Aðal krafan er að úrskurði skipulagsstjóra verði breytt með því að umhverfisráðherra úrskurði að framkvæmdin skuli sett í frekara mat. Meðal þess sem áskilið er, er að gerð verði óháð út- tekt, að formi til fullnægjandi mati skipulagsstofnunar á þeim mögu- leika að leggja raflínur f heild eða að hluta til í jörð að teknu tilliti til mismunandi spennu. Og að sá kostur verði kannaður að leggja sæstrenginn niður Lagarfljót og yfir til Reyðarfjarðar. Þá vilja þeir að skýrsla um frekara mat komi fyrst til endan- legrar afgreiðslu þegar Iokið er mati á áformaðri álverksmiðju Reyðaráls hf. á Reyðarfirði þannig að ljóst sé hver yrði heimiluð stærð fyrirhugaðrar verksmiðju. Varakröfur Til vara leggja þeir bræður til að úrskurðað verði að báðar raflín- urnar verði Iagðar í jörð á köflum í Fljótsdal, í Skriðdal og fyrir botni Reyðarfjarðar svo og önnur línan á Hallormsstaðarhálsi. Og til þrautavara er gerð krafa um að að úrskurðar verði að Fljótsdalslínu 3 skuli lögð samsíða Fljótsdalslínu 4 á Hallormsstaðarhálsi og önnur línan þar tekin í jörð ef fram- kvæmdaraðili metur það nauðsyn- legt af öryggisástæðum. 1 raun þýðir þetta allt saman að framkvæmdin öll verði úrskurðuð í frekara mat. Þá hefur Hjörleifur Guttormsson senti Reyðaráli hf. athugasemdir við matsáætlun vegna 420 þúsund tonna álvers og Landsvirkjun hefur hann sent at- hugasemdir vegna Kárahnjúka- virkjuanr ásamt tengdum veitum. Loks gerir Hjörleifur alvarlegar athugasemdir við að umhverfis- ráðherra hefur ekki enn gefið út reglugerð vegna framkvæmdanna eins og lagt er fyrir í nýju um- hverfislögunum. Segir Hjörleifur að þegar sé farið að vinna eftir þeim án reglugerðar sem þýði að nú þegar hafi skapast réttaróvissa. - S.DÓR Blásið til sóknar Hreppsnefnd Vopnafjarðar- hrepps hefur ákveðið að fara nýjar leiðir við að efla atvinnulíf og samfélag í sveitarfélaginu og gera það hæft til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til nú- tímasamfélaga. Innri styrkur og mannauður er það sem fyrst og fremst mun skilja milli lífs og dauða í byggðum framtíðarinn- ar. Sveitarstjórnin hefur í anda þessarar vissu ákveðið að ráðast í að efla og virkja vopnfirskan mannauð. Nýlega var gengið frá ráðn- ingu fimm íbúa Vopnafjaröar, sem munu næstu vikurnar fara í ítarlega gagna- og upplýsingaöfl- un um nýsköpun og atvinnuþró- un og verður fyrst og fremst leit- að í hinn stóra gagnabanka Ver- aldavefsins. I haust er síðan gert ráð fyrir að hafist verði handa við að móta metnaðarfulla stefnu Vopnafjarðar í atvinnu- málum til næstu fimm ára. I því skyni verður aftur leitað til fjöl- margra heimamanna. Þróunar- stofa Austurlands hefur umsjón með verkefninu. - GG Ráðherrar og forráðamenn Landssímans undirrita samninginn. - mynd: gva Fargi 1 étt af Landssímanum I gær undirrituðu íjármálaráðherra og samgönguráðherra samning milli Póst- og fjarskiptastofnunar, fýrir hönd ríkisins, og Landssíma Islands um strandstöðvaþjónustu við skip við Islandsstrendur. Samn- ingurinn gildir til ársins 2003 og er áætlaður kostnaður ríkisins vegna hans um 440 milljónir króna. Til þessa hefur rekstur strandstöðvanna verið í höndum Pósts- og sfma hf, og nú síðast Landssíma Islands hf. Verulegt tap hefur alla tíð verið af starfseminni sem hefur gert það að verkum að Landssíminn hefur leitað leiða til hagræðingar. Vegna væntanlegrar sölu Lands- síma Islands og aukinnar áherslu á að fjarskiptaþjónusta lúti sjónar- miðum samkeppnisrekstrar er óhjákvæmilegt að aflétta þeirri kvöð af Landssímanum að hann starfræki strandstöðvar með umtalsverðu tapi. Við þetta tækifæri í gær afhenti forstjóri Landssímans sam- gönguráðherra yfirlýsingu um að fyrirtækið hygðist greiða til baka þá rúma 5,3 milljarða sem vanmetnir voru við sölumat fyrir væntanlega einkavæðingu. — s.DÓR Enn í lífshættu Konurnar tvær sem fluttar voru á Sjúkrahús Reykjavíkur eftir alvar- legt bílslys í Skagafirði 21. júní eru enn í lffshættu og er þeim haldið sofandi í öndunarvél. Mtnnka á bilið rnilli bænda og neytenda Þessar búsældarlegu kýr láta undibúnlng sýngarinnar BÚ2000 ekki raska ró sinni. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, segir að landbúnaðar- sýningin verði stór- glæsileg og sýni þann þrótt sem er í mörg- um greinum landbún- aðarins. Landbúnaðarsýningin BÚ-2000 hefst á föstudaginn í Laugardals- höll og stendur til sunnudags. Þátttakendur eru um 70 talsins og úr flestum greinum landbún- aðar og úrvinnslu. Sýningin er haldin í nánu sambandi við Landsmót hestamanna í Víðidal og Húsdýragarðinn í Reykjavík. Síðasta landbúnaðarsýning var haldin árið 1987. Sigurrós Ragn- arsdóttir, hjá Sýningum ehf., segir að gífurlegar framfarir hafi átt sér stað í landbúnaði á þess- um tíma en á sýningunni verður fyrst og fremst kynnt það nýjasta í greininni, s.s. nýjar afurðir og ný tækni. Sýningin er haldin í Reykjavík m.a. til þess að undirstrika að hún er alls ekki haldin eingöngu fyrir bændur, heldur til þess að minnka bilið milli bænda og neytenda, þ.e. frá grasrótinni á disk neytandans og munu sýn- ingargestir fá að smakka á nán- ast öllum þeim landbúnaðaraf- urðum sem falar eru á Islandi. A BÚ1-2000 mun Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri kynna nýjar námsbrautir í landnýtingu og umhverfisskipulagi auk fjarnáms í umhirðu og fóðrun hrossa. Þjóðin að vakna Guðni Agústsson, landbúnaðar- ráðherra, segir að landbúnaðar- sýningin verði stórglæsileg og sýni þann þrótt sem er f mörgum greinum landbúnaðarins. Þarna verði stofnanir og fyrirtæki land- búnaðarins, afurðastöðvarnar og allir aðrir sem komi að íslensk- um landbúnaði. „Auðvitað verður einnig skyggnst til fortíðarinnar og sag- an skoðuð. Það sjá það allir menn að þetta er ekki bara land- búnaðarsýning fyrir bændur heldur er verið að skapa dýrðar- daga í höfuðborg Iandsins, bæði með landsmóti hestamanna og BÚ-2000. Nú er íslenskur land- búnaður kominn á höfuðborgar- svæðið til þess að kynna starf- semi sína og leita eftir vinskap við borgarbúa og þjóðina alla með því að staðsetja sýninguna f Reykjavík. Landbúnaðurinn hef- ur á síðustu árum fengið harða umræðu og gagnrýni sem hefur haft sín áhrif á landbúnaðinn, en nú er þessi umræða að snúast við og þjóðin að vakna til vitund- ar um það að til þess að byggja ísland þarf þar að vera öflugur landbúnaður sem þarf að taka við dýrmætum, nýjum atvinnu- vegi í stórum stíl, ferðaþjónust- unni. Ef ekkert mannlíf er á landsbyggðinni er ekkert gaman að ferðast um landið. Eg finn fyrir miklum stuðningi við land- búnaðinn og vona að sem flestir sæki landsmót hestamanna og búnaðarsýninguna og taki þátt í þessum dýrðardögum," segir Guðni Agústsson, Iandbúnaðar- ráðherra. - gg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.