Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGVR 5. JÚLÍ 2000 - 5 Tkgur. FRETTIR Aðför að toppum úmanVMSI Bakvakt Formaður ASA í fótspor Bjöms Grétars. Ósk um af- sögn og starfsloka- sanming. Ekkert lát virðist vera á átökun- um innan VMSI vegna starfsloka Björns Grétars Sveinssonar. Sig- urður Jngvarsson, formaður AI- þýðusambands Austurlands, sem óskað hefur eftir starfslokasamn- ingi og lausn frá störfum, segir að upphafið að þeim „uppspuna og lygum“ sem haldið hefur ver- ið á lofti í gagnrýni á hendur sér og fleirum vegna starfsloka Björns Grétars megi rekja til Að- alsteins A. Baldurssonar, for- manns Alþýðusambands Norð- urlands. Sigurður segir að efnis- lega hafi Aðalsteinn sagt í fjöl- miðlum að hann og fleiri í fram- kvæmdastjórn VMSÍ hefðu „selt Björn Grétar til að tryggja stöðu sína í nýju sambandi." Sigurður segir að þetta hafi leitt til þess að hann hafi misst stuðning innan ASA og óskað eftir starfslokum í framhaldi af þvf. Sorglegt Aðalsteinn A. Baldursson, for- maður AN, segist vera undrandi á þessum ummælum Sigurðar og vfsar þeim til föðurhúsanna. Hann segir að það sé meira vald- ið sem hann hefur ef allt það sem hann segir hafi þær afleið- ingar að menn þurfi að segja af sér. Hinsvegar sé engin launung á því að hann hafi gagnrýnt vinnubrögðin við starfslok Björns Grétars á fundi fram- kvæmda- stjórnar VMSÍ. Hann telur að meira hljóti að liggja að bald þess- um hræring- um fyrir austan með störf Sig- urðar innan ASA og því sé þáttur hans í starfslokum Björns Grét- ars ekki nema hluti af þeim. Hann áréttar þá skoðun sína að vinnubrögðin vegna starfs- lokanna hafi verið verkalýðs- hreyfingunni til skammar og sorglegt ef þeir sem að þeim stóðu séu að reyna að draga aðra niður með sér. 200 þúsiuid í mánaðarlann Stjórn ASA hefur til skoðunar þá ósk Sigurðar að láta af störfum, en hann hefur verið formaður síðan 1988. Hann gerir ráð íyrir að nýta starfslokasamninginn til að endurmennta sig, en hann er húsasmiður að mennt eins og Björn Grét- ar. Hinsvegar er óvíst hversu starfsloka- samningurinn muni ná til langs tíma en Sigurður seg- ist hafa tæpar 200 þúsund krónur í heild- arlaun á mánuði og engin fríð- indi. Ef gengið verður að óskum Sigurðar má gera ráð fyrir að Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Vökuls á Höfn í Hornafirði og varaformaður ASA, taki við stjórnartaumunum þangað til nýr formaður verður kosinn á þingi þess í haust. Ekki gert neitt af sár Innan framkvæmdastjórnar VMSÍ hafa einkum þrír menn verið gagnrýndir fyrir þátt sinn í starfslokamáli Björns Grétars. Það eru þeir Sigurður Ingvars- son, Hervar Gunnarsson og Björn Snæbjörnsson. Nokkru áður en Sigurður tók ákvörðun sína hafði Hervari Gunnarssyni, ritara VMSÍ og formanni Verka- lýðsfélags Akranes, verið tilkynnt af félagsmönnum að ákveðið hafi verið að bjóða fram lista gegn honum við næsta stjórnarkjör. Astæðan var sögð uppsöfnuð óá- nægja og þáttur hans f starfslok- um Björns Grétars. Sigurður segir að þetta sé þetta hrein og ldár aðför að Hervari sem eigi það ekki skilið. Þriðji maðurinn, Björn Snæbjörnsson formaður Einingar - Iðju á Akureyri, virðist hinsvegar vera traustur í sessi. í það minnsta segist hann ekki hafa orðið var við annað, enda segist hann ekki hafa gert nokkurn skapan hlut af sér frek- ar en Hervar og Sigurður. I það minnsta segist hann ekki hafa neinar spurnir af því að það eigi að fara setja hann af. - GRH Vöktun á jarð- skjálftadeild Veðurstofunnar hefur verið breytt. Frá 17 júní sl. þegar fyrri risaskjálft- inn reið yfir, hefur verið samfelld sólar- hringsvakt jarð- skjálftasérfræð- inga á Veður- stofunni en nú er búið að taka upp bakvaktakerfi hjá þessum sérfræðingum. „Við erum í rauninni að auka eftirlitið hjá vaktfólkinu á veður- spádeildinni. Þau hafa fengið ákveðin gögn til að vinna úr og við sjáum ekki að þessi breyting þýði verri vöktun þótt við hætt- um að vera hérna allan sólar- hringinn," segir Ragnar Stefáns- son jarðskjálftafræðingur. Bakvaktakerfið er nýjung meðal skjálftafræðinganna. Ragnar segir að menn sem vaki alla nóttina séu oft ekki til mik- illar vinnu daginn eftir. Spurður hvort Ragnar hafi sjálfur yfirhöf- uð náð að sofa eitthvað dagana sem mest gekk á svarar hann: „Ja, það var ansi mikið upp og ofan. Maður tekur þessa hluti inn á sig og reynir að sinna þeim eins og hægt er. Alls konar vandamál komu upp, t.d. í mælakerfinu, þannig að maður hugsaði kannski meira um að leysa vandamálin heldur en sofa.“ - BÞ Sigurður Ingvarsson. Ragnar Stefáns- son jarðskjálfta- fræðingur. Átök á aðalfimdi „Látum ekki leiða okkur til slátrunar frekar en kýrin í Ön- undaríiröi“, segir Konráð Eggertsson. Senn líður að aðalfundi Vélbáta- ábyrgðarfélags Isfirðinga, sem svo mjög hefur verið í fréttum að undanförnu vegna ákvörðunar meirihluta stjórnar um að hætta starfsemi félagsins og flytja alla tryggingastarfsemi til Sjóvár - Al- mennra. Þeir sem tiyggja hjá Vélbátaábyrgðarfélaginu eru eig- endur þess og þeir hafa ekki ver- ið spurðir álits á þessu. Mjög ntargir þeirra eru sára óánægðir með þessa ákvörðun stjórnar og munu ætla að fjölmenna á aðal- fundinn. Smölun er hafin fyrir aðalfundinn og vinna hafin hjá báðum aðilum við að tryggja sér atkvæði á fundinum. Konráð Eggertsson, útgerðar- maður á ísafirði, er einn þeirra sem eru mjög óánægðir með að leggja starfsemi félagsins niður Konráð Eggertsson. og færa hana til Sjóvár-Al- mennra. Látum ekki leiða okkur til slátrunar „Fjölmargir hafa haft samband við mig vegna þessa máls. Síðast í morgun hringdi í mig maður og talaði við mig í um klukkutíma vegna þessa. Hann og allir aðrir sem hafa talað við mig eru á einu máli unt að það geti ekki gengið að leggja bara félagið niður og flytja starfsemina til annars tryggingafélags," sagði Konráð Eggertsson. Hann segir að menn samþykki ekki að láta „Ieiða sig svona til slátrunar," og muni því and- mæla. „Einar Oddur stjórnarformað- ur ætti nú manna best að muna eftir kúnni sem menn voru að leiða til slátrunar í Önundarfirð- inum forðum daga en hún sleit sig lausa og lét ekki leiða sig í sláturhúsið heldur synti yfir Ön- undarfjörð, sem frægt varð. Við í Vélbátaábyrgðarfélagi ísfirðinga ætlun líka að slíta okkur lausa og því munum við mæta á aðal- fundinn og láta í okkur heyra," sagði Konráð Eggertsson. Ekki hcfur enn verið ákveðið hvenær aðalfundurinn verður haldinn. Verið er að yfirfara reikninga félagsins, en upp komst um fjármálamisferli fram- kvæmdastjórans rétt fyrir aðal- fund sem halda átti í lok maí sl. Hann var þá látinn hætta störf- um en mun vera komin til starfa að einhverju leyti á ný. - S.DÓR Fyrirheitna landið Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, fær leiðsögn á sýningunni „Fyrirheitna landið" í Frændgarði, nýju húsi 1/esturfarasetursins á Hofsósi, frá David Ashby, fulltrúa íslenska samfélags- ins í Utah. Sýningin, var opnuð á Hofsósi sl. mánudag og fjallar um fyrstu kynni íslenskra mormóna af búsetu í Vestur- heimi. Við hlið Ólafs eru Valgeir Þorvalds- son, frumkvöðull framkvæmda á Hofsósi, og kona hans, Guðrún Þorvaldsdóttir. mynd: feykir/þóhallur ásmundsson. Truboðar léttir í lirnd Það var léttyfir fulltrúum trúfélaganna utan þjóðkirkjunnar þegar þeir gengu til messu sinnar á Lögbergi á Kristnihátíðinni á Þingvöllum. Fremst- ir í flokki meðal jafningja voru þeir Snorri Óskarsson í Betel og Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. Þeir mótmæltu harðlega þeim áformum að söfnuðir þeirra fengju aðstöðu i Hestagjá á hátíðinni og eftir sérstakt samkomulag fengu þeir að messa á besta stað. Eða eins og Gunnar i Krossinum orðaði það í viðtali í Degi í síðustu viku að þeir voru færðir „frá hommunum í Hestagjá yfir á þingpallinn hjá forsætisráðherra." mynd: gva. Miðborgargötum lokað Borgarráð hefur samþykkt erindi miðborgarstjórnar um að loka hluta miðborgarinnar fyrir bílaumferð á laugardögum. Þessi tilraun á að koma til framkvæmda í þessum mánuði og standa fram í næsta mán- uð, eða fram yfir menningarnóttina sem verður þann 19. ágúst n.k. Þarna er um að ræða Laugaveg frá Hlemmi, Bankastræti, Austur- stræti, hluta Skólavörðustígs, Aðalstræti og Pósthússtræti. Borgarráö hefur jafnframt beint þeim tilmælum til lögreglustjórans í Reykjavík að hann loki þessurn götum í sumar í samráði við framkvæmdastjóra miðborgarinnar og Þróunarfélagsins á meðan þcssari tilraun stendur. Með þessari tilraun á að minnka bílaumferð í miðborginni og draga úr rnengun. Fyrirmyndin að þessu er m.a. sótt til Bretlands þar sem í vaxandi mæli er farið að loka eða takmarka bílaumferð urn þarlendar miðhorgir. I viðræðum við hagsmunaaðila í miðborginni komu hins- vegar fram skiptar skoðanir á því hversu víðtækar þessar lokanir á bílaumferð ættu að vera. - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.