Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 1
1 Alvarleg dgnirn við stöðugleikaim Þimgbúið siunar í ís- lensku efnaliagslííi. Þjóðhagsstofnun lýsir yfir vonhrigðum með verðhækkanir að und- anförnu. Upplausnar- ástand framundan að mati ASÍ. Heldur fer minna fyrir sólskininu sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði framundan í ræðu sinni á þjóðhátíðardaginn. Innan við þremur vikum sfðar segir Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASI, að verðhækkanir undanfar- íð bendi til þess að forsendur kjarasamninga séu brostnar. Þjóðhagsstofnun segir slíka spá ekki tímabæra en viðurkennir óveðursský. Verðbólga vex miðað við síðustu spá. „Eg hef verulegar áhyggjur af því að forsendur kjarasamninga muni bresta. Við gerðum kjara- samninga í vetur og féllum frá launahækkunum, þar sem meg- inforsendan var sú að verðlag hreinlega lækkaði. Síðan rekum við okkur á það að enginn hefur áhuga á því að verðlag lækki. Þar hlýtur ábyrgðin að vera að stóru leyti hjá stjórnvöldum en auð- vitað líka hjá atvinnu- rekendum. Við erum að gera samning við Samtök atvinnulífsins og fyrirtæki eins og Sjóvá- Almennar er náttúrlega aðili að þeim samtökum. Þeim virðist bara nákvæm- lega sama,“ segir Ari. sama tíma og enginn virðist vilja taka ábyrgð á því að halda stöð- ugleikanum. Menn eru að velta upp einhverjum siðferðilegum spurningum hvað varðar íhlutun á gengi krónunnar. Það liggur beint við að grunnur- inn að þessu öllu sam- an eru gróðah'kur og þær eru ekki slæmar eins og ástandið er núna,“ segir Ari. Arí Skúlason lýsir eftir þreföldu kraftaverki til að kjarasamningar haldi. liggur vel við höggi Ari telur þjóðfélagið þurfa tvöfalt eða þrefalt kraftaverk til að for- sendurnar haldi og hann furðar sig ekki á að gengi íslensku krón- unnar hafi legið vel við höggi undanfarið. „Menn segjast hissa á að atlaga sé gerð að krónunni á Vonbrigði Dagur bar dökka mynd ASI af ástand- inu undir Þórð Frið- jónsson hjá Þjóðhags- stofnun. Honum finnst Ari Skúlason óþarflega svartsýnn og telur um- ræðuna um uppsögn kjarasamn- inga ekki tímabæra. Astandið sé hins vegar ekkert til að hrópa húrra yfir. „Verðbólga hefur verið óhagstæðari en reiknað var með frá því að kjarasamningar losn- uðu og t.d. hafa bæði Þjóðhags- stofnun og Seðlabankinn endur- skoðað spár sínar til hækkunar. Þannig reiknuðum við með að verðbólga yrði 4,5% í nýlegri spá okkar sem er nokkur lækkun frá í fyrra en það eru blikur á lofti. Venjulega hefur verið tíðindalítið af verðbólgu á miðju sumri en nú bregður svo við að horfur eru á að vísitalan hækki töluvert mikið núna í júlí. Þar má nefna hælck- un bifreiðatrygginga, bensín, raf- magn og flugfargjöld. Þetta veld- ur auðvitað vonbrigðum,“ segir Þórður. Enn segir Þórður erfitt að segja fyrir um áhrif þessa á kjarasamn- inga og hann segist ekki geta metið hve mikilli verðbólguaukn- ingu fyrrnefndir liðir valdi. Spurður hvort hann telji rétt að ríkið bregðist sérstaklega við, t.d. með lækkun hlutdeildar í elds- neytisverði, segir Þórður að slík- ar aðgerðir geti haft þveröfug áhrif til Iengri tíma. „Það er tví- eggjað sverð að fara í aðgerðir sem miðast að því að ríkið greiði niður verðbólguna." - BÞ Hópreið Landsmót hestamanna, sem þessa dagana fer fram á félags- svæði Hestamannafélagsins Fáks í Víðidal, var formlega sett í gærdag. Fyrir setninguna var efnt til 1000 manna hópreiðar, þar sem forseti íslands, Herra Olafur Ragnar Grímsson og Haraldur Haraldsson, stjórnar- formaður landsmóts 2000, riðu í broddi fylkingar, auk sjö ráð- herra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra. Hópreiðin mun vera sú fjöl- mennasta sem efnt hefur verið til hér á landi, en safnast var saman á skeiðvelli Fáks í Víðidal og þaðan riðið umhverfis Rauðavatn og til baka á skeið- völlinn, þar sem formleg setn- ingarathöfn fór fram. Við setn- ingu mótsins héldu forseti Is- lands, landbúnaðarráðherra og borgarstjóri ávörp, auk þess sem séra Valgeir Astráðsson, sóknar- prestur í Seljasókn og félagi í Fák, stjórnaði helgistund. Haraldur Haraldsson, stjórnarformaðurLandsmóts 2000, fór ásamt Úlafi Ragnari Grimssyni, forseta íslands, fyrir þúsund manna hópreið. Jón Kristjánsson, formaður fjár- laganefndar. Forsendur skoðaðar Menn hafa fyllst óróa og ótta vegna þeirra verðhækkana sem átt hafa sér stað að undanförnu. Bensínið komið yfir 100 kr. lítr- inn, Flugleiðir og Flugfélag Is- lands hafa hækkað fargjöld, Landsvirkjun hækkað rafmagns- verð og nú hækka tryggingafé- lögin, með Sjóvá-Almennar í far- arbroddi, iðgjöld af bifreiðatrygg- ingum um allt að 30%. Ljóst þyk- ir að verðbólgan muni hækka. Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagðist bera ákveðinn ugg í brjósti vegna alls þessa. Hann sagði að þessar hækkanir muni hafa áhrif á verð- bólgumarkmiðin við gerð fjárlaga fyrir næsta ár en hún er þegar hafin. „Eg hefði talið ástæðu til þess að spyrjast fyrir um forsendur þessara hækkana hjá trygginga- félögunum. Eg sé ekki betur en þau séu aftur að skírskota til skaðabótalaganna. Þau báru það líka fyrir sig í fyrra þegar þau hækkuðu bifreiðatryggingaið- gjöldin. Þess vegna tel ég að stjórnvöld ættu að kanna ræki- lega hvað liggur hér að baki,“ sagði Jón, aðspurður hvað stjórn- völd gætu gert. Inngrip erfið Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði að stjórnvöld gætu ekki gripið inni í. Það hefði oft verið reynt en með engum ár- angri. „Eg veit ekki hvort ég ótt- ast það svo mjög að verðbólgan sé að fara úr böndunum en mér finnst hún hins vegar of mikil. Það er óásættanlegt að verðbólg- an fari yfir 3%.“ Aðspurður hvort hann óttaðist að forsendur kjarasamninga væru brostnar sagði Vilhjálmur að aðilar vinnumarkaðarins yrðu að svara því hvort svara ætti verðbólgu með verðbólgu. „Þá værum við aftur komin inn í gamla vítahringinn," sagði Vil- hjálmur. - s.DÓR IIHHHHHHfiBHHHHHHHHHHRBHHHHflHHÍHi www.ormsson.is RöDIOM«UST Glerárgötu 32 • Síml 462 3626 SjÓÓVél AR-A220 •- • 5/30 vöruflokkar • Allt að 500 PLU númer • 4 afgreiðslumenn • Sjálfvirk dagsetning og tími • Hljóðlaus hitaprentun ER-A150 verð 23.900 stgr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.