Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGU R S. JÚLÍ 2000 - 9 IÞROTTIR Það besta og versta Hollendingurinn Frank de Boer hlýtur titilinn „versta vítaskyttan" eftir aö hafa klúðrað tveimur vitum gegn ítölum. Frakkar áttu án efa besta liðið í keppninni og hér fagnar Didier Deschamps fyrirliði þeirra Evrópumeistaratitlinum. Eftir að keppni laiik á EURO-2000 hafa knattspymuspekmgar víða um Evrópu keppst við að meta árangur liða og leikmanna á mótinu og sýnist þar sitt hveijum. Þessi samantekt hér á eftir sýnir hvað simium þyk- ir hafa farið hest og verst í því helsta sem þykir skipta máli í slíkum keppnum. Mest speiuiandi leikuriim Leikur Spánverja gegn Júgóslöv- um í riðlakeppninni, þar sem Spánveijar unnu 4-3 sigur á Júgg- um, eftir að hafa verið 3-2 undir mínútu fyrir leikslok hlýtur að telj- ast sá mest spennandi í keppninni. Leikurinn réði úrslitum um það hvort Iiðið kæmist áfrarn í 8-liða úrslitin og eftir að hafa orðið þris- var sinnum undir í leiknum tókst Spánveijum á undraverðan hátt að tryggja sér sigurinn með tveimur mörkum á síðustu mínútum við- bótartíma. Leiðinlegasti leikurmn Leiðinlegasti leikur keppninnar var eflaust markalaus leikur Svía og Tyrkja, þar sem ekkert var að gerast í heilar 90 mínútur. Hreint út sagt hundleiðinlegur leikur sem allir vilja gleyma. Glæsilegasta innkoman Júgóslavar eiga án efa heiðurinn að bestu innkomunni á mótinu, þegar þeir náðu að jafna leikinn gegn Slóvenum eftir að Sinisa Mihajlovic hafði verið rekinn af leikvelli í stöðunni 0-3. Þrátt fyrir það tókst Júgóslövum að skora þijú mörk á sjö mínútna leikkafla og jafha í 3-3. Mestu vonbrigðin 0-2 tap Belga gegn Tyrkjum eru ef- laust mest svekkjandi úrslitin í riðlakeppninni. Belgar þurftu að- eins jafntefli til að komast í 8-liða úrslitin, en Tyrkir sem aldrei áður höfðu unnið leik í úrslitum Evr- ópukeppni náðu að sigra og kom- ast áffam. Besta ntarkið Besta mark keppninnar er án efa mark Portúgalans Luis Figo sem hann gerði í 3-2 sigrinum gegn Englandi, þegar hann náði hörku- skoti í gegnum klofið á Tony Ad- ams beint í vinkilinn, óverjandi fyrir enska markvörðinn. Aðdrag- andinn var heldur ekki til að skemma fyrir, auk þess sem mark- ið skipti sköpum í leiknum, því Englendingar höfðu þá náð 2-0 forystu. Undarlegasta niarkið Fyrsta mark Rúmena í 3-2 sigur- leiknum gegn Englendingum, sem Christian Chivu skoraði verður að teljast undarlegasta mark keppn- innar. Fyrirgjöf Chivus lenti í stönginni fjær og rúllaði þaðan yfir marklínuna. Besta iiuiáskiptingin Besta innáskiptingin í keppninni hlýtur að vera ákvörðun Roger Lemerre, þjálfara Frakka, að senda þá Sylvain Wiltord, David Trezeguet og Robert Pires inn í úr- slitaleiknum gegn Itölum í stöð- unni 0-1 fyrir ítala. Wiltord skor- aði jöfnunarmarkið í viðbótartíma, en Pires átti sendinguna á Trezeguet þegar hann skoraði sig- urmarkið í framlengingunni. Ljótasta brotið Flestir ef ekki allir hljóta að vera sammála um það að fólskubrot Rúmenans Gheorghe Hagis á ítal- anum Antonio Conte í 8-liða úrslit- unum, hljóti að vera það ljótasta í keppninni. Hagi fékk þó aðeins að Ifta gula spjaldið, en fékk síðan sem betur fer að h'ta það rauða nokkru seinna. Conte lá óvígur eft- ir með alvarleg meiðsl, sem von- andi batna með tímanum. Besta vítaskyttan Vítaspyma Zidanes, þegar hann skoraði sigurmarkið, gullmarkið, gegn Portúgölum í undanúrslitun- um var óaðfinnanleg. Þrátt fyrir fimm mínútna þref Portúgala við línuvörð og dómara leiksins áður en Zidane gafst tækifæri til að taka spymuna, mætti hann yfirvegaður á punktinn og skaut hnitmiðuðu skoti efst í vinstra hornið. Full- komin vítaspyrna. Besta vítið Þrátt fyrir þessa fullkomnu víta- spyrnu Zidanes, verður ítalinn Francesco Totti að fá prik fyrir vít- ið sem hann skoraði úr gegn Hol- lendingum í vítaspyrnukeppni undanúrslitaleiksins fræga sem Hollendingar klúðruðu. Totti skaut beint á markið í gegnum Ed- win van der Sar, sem átti ekki von á þessu kuldalega víti frá Italan- um. Versta vítaskyttan Hollendingurinn Frank de Boer hlýtur titilinn „versta vítaskyttan“ eftir að hafa klúðrað tveimur vít- um í undanúrslitunum gegn Itöl- um. Fyrst í venjulegum leiktíma og síðan í vítaspyrnukeppninni, en Francesco Toldo, markvörður ítala varði frá honum í bæði skiptin. Lélegasta vitð Lélegasta víti keppninnar flokkast á Hollendinginn Jaap Stam, sem skaut himinhátt yfir markið í víta- spymukeppninni gegn Itölum. Besti vítabaniim Vítabani keppninnar hlýtur að vera Italinn Francesco Toldo, sem varði þijú víti í margnefndum und- anúrslitaleik gegn Hollendingum. Tvö áðurnefnd frá Frank de Boer og það þriðja frá Paul Bosvelt. Besti leikniaðurinn fyrir utan Zidane Þar sem Zidane leikur á annari plánetu veljum við Portúgalann Luis Figo, sem leikmann mótsins, svo Zidane vinni ekki allt., sem væri ósanngjarnt. Figo sannaði sig með Portúgölum sem firamúrskar- andi leikstjórnanda, vinnuhest og mikla skyttu. Lélegasta frammistaðan Þegar kemur að þessum titli er erfitt að velja, en að athuguðu máli, kemur Júgóslavinn Sinisa Mihajlovic vel til greina. Þessi sterki varnarmaður, sem Ieikur með Italska liðinu Lazio lék langt undir getu og þá þijá leiki sem hann lék í vöminni hjá Júgóslöv- um láku þrettán mörk í gegnum mígleka vörnina. Aðeins í leiknum gegn Norðmönnum tókst Júgóslövum að halda hreinu, en þá var Mihajlovi í fríi, þar sem hann fékk að líta rauða spjaldið gegn Slóveníu. Mesta glappaskotið Belgíski markvörðurinn, Filip de Wilde, hlýtur heiðurinn af því að hafa gert mesta glappaskotið í leik, þegar hann steig á boltann og datt í leiknum gegn Svíum. Johan Mjallby náði þá af honurn boltan- um og skoraði eitt auðveldasta mark keppninnar. De Wilde, á Iíka næst mesta glappaskotið, þegar hann braut klaufalega af sér gegn Tyrkjum og var rekinn útaf lyrir vikið. Neyðarlegasta markvarslan Heiðurinn að henni á Þjóðverjinn Oliver Kahn sem mistókst að grípa knöttinn eftir skot Portúgalans Sergio Conceicao í Ieik sem Portú- galar unnu 3-0. Besta fxanunistaða varaliðs Þegar Portúgalir stilltu upp hálf- gerðu varaliði gegn Þjóðverjum og unnu þá 3-0, þar sem Conceicao skoraði þrennu fyrir Portúgal. Mesta ævintýraliðið Hollendingar eiga skilinn heiður- inn af því að eiga mesta ævintýra- liðið í keppninni. Unnu fyrst Dani 3-0 og síðan Frakka með sama mun, áður en þeir unnu Júgóslava 6-0. Minnsta ævintýraliðið Þann titil hljóta Norðmenn, sem skoruðu aðeins einu sinni í keppn- inni í þremur leikjum og var lítil eftirsjá af þeim heim eftir riðla- keppnina. Mestu aulamir Englendingar hljóta þann titil fyrir að missa niður 2-0 forystu gegn Portúgölum og síðan 2-1 forystu gegn Rúmenum. Þeir töpuðu báð- um leikjunum 3-2. Mesta samúðarliðið Slóvenar fá mesta samúð allra liða í keppninni og eignuðust marga aðdáendur eftir sína fyrstu stór- keppni eftir góða, óvænta frami- stöðu og jafnteflin gegn Norð- mönnum og Júgóslövum. Óheppnasta liðið Oheppnasta liðið í keppninni var án efa lið Tékka, sem komust alla lcið í úrslitaleik síðustu keppni á undan. Þeir voru með eitt af fimm bestu liðunum í keppninni, en drógust í afar sterkan riðil með Frökkunt og Hollendingum og tókst ekki að komast áfram. Ekki má heldur gleyma Dönum sem léku í sama riðli og Tékkar. Mesta stjömuhrapið Þjóðverjinn Lothar Matthaeus varð fyrir valinu að þessu sinni, en hann lék fyrst í úrslitum Evrópu- keppninnar árið 1980. Á 39. ald- ursári var hann greinlega of svifa- seinn og skilaði því engu fyrir liðið eða sjálfan sig ef frá er talið að hann lék sinn 150. Iandsleik í keppninni og setti þar með heims- met. Versta hegðun áhangenda Þennan titil vinna Englendingar með stæl í öllum sínum leiðind- um, þegar þeir gerðu allt vitlaust fyrir, í og eftir leikinn gegn Þjóð- veijum. Versta hegðun liðs Þann titil vinna Portúgalir eftir mótmælin í undanúrslitaleiknum gegn Frökkum, þar sem þeir veitt- ust að öðrum línuverði leiksins, sem hafði flaggað umdeilda víta- spyrnu á Abel Xavier fyrir að handleika knöttinn. Þeir Abel Xa- vier og Nuno Gomes, sem fengu að líta rauða spjaldið eftir leik, fá báðir þunga refsingu hjá aganefnd UEFA, auk Paul Bento sem einnig hafði sig mikið í fr-ammi. Iiðið sem erfiðast var að finna Tyrkir hljóta þann titil, en þeir voru alla keppnina í fjölmiðla- banni og í felum fyrir pressunni og breyttu sífellt boðuðum tíma á blaðamannafundum, sem gerði mörgum lífið leitt. Draniatiskasta uppsögnin Uppsögn Frank Rijkaard, þjálfara Hollendinga er án efa dramatís- kasta uppsögn nokkurs þjálfara eftir keppnina. Hann tók þá ákvörðun og tilkynnti hana án þess að tala við leikmenn Iiðsins, þegar það sleikti sárin eftir tapið gegn Itölum í undanúrslitunum. Mestu fjöliniðlainistökin Hollenska sjónvarpið gerði mestu fjölmiðlamistökin þegar þeir gleymdu að spyrja Rijkaard hvað hann hyggðist gera eftir tapið geg/ ítölum. Rijkaard fór beint úr við talinu hjá sjónvarpinu í útvarpsvið- tal, þar scm hann tilkynnti um uppsögn sína. Ákveðnasti dómarinn Þann titil hlýtur sköllótti Italinn Pierluigi Collina með útstæðu augun, sem aldrei hlustar á neitt kjaftæði. Hann er ein af stjömum keppninnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.