Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 10
10- MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 LANDSMÓT HESTAMANNA Msiuid maraií Atli Guðmundsson, Sörla, margfaldur íslandsmeistri, var mættur á Lands- mótið með hryssuna Reynd frá Efri-Þverá. Sigurður Sigmundsson, starfsmaður Eiðfaxa til margra ára, lætur sig ekki vanta á landsmót. Hann gluggar hér i dagskrána. Landsmót hesta- manna, sem þessa dag- ana fer fram á félags- svæði Hestamannafé- lagsins Fáks í Víðidal, var formlega sett í gærdag. Fyrir setning- una var efnt til 1000 maima hópreiðar um- hverfis Rauðavatn. Fyrir mótssetningu Landsmóts hestamanna, sem nú fer fram á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks í Víðidal, var efnt til hópreiðar, þar sem um 1000 hestamennn voru mættir á reið- skjótum sínum, sem mun vera ein stærsta hópreið sem efnt hef- ur verið til hér á landi og aldrei að vita nema hún fáist skráð í heimsmetabók Guinnes. Safnast var saman á skeiðvelli Fáks í Víði- dal og þaðan riðið umhverfis Rauðavatn og til baka á skeiðvöll- inn, þar sem formleg setningarat- höfn fór fram. Fyrir hópreiðinni fóru fánaberar og stjórn Lands- sambands hestamannafélaga, auk forseta Islands, borgarstjórans í Reykjavík og sjö ráðherra. Þar á eftir riðu fulltrúar allra hesta- mannafélaga í landinu, auk er- Iendra áhugamanna sem staddir eru hér á landi vegna mótsins. Keppnin hófst í gær Keppni á landsmótinu hófst strax í gærmorgun, en þá fór fram for- keppni í tölti. I dag hófst síðan keppni með hæfileikadómum kynbótahrossa og gæðinga- keppni, sem stendur fram á kvöldið, en þá taka við undanrás- ir í kappreiðum sem hefjast kl. 20:00. Að þessu sinni verður boð- ið upp á veðreiðar, sem hafa átt auknum vinsældum að fagna á undanförnum árum, en úrslita- keppni veðreiðanna fer fram á laugardaginn að undangengnum milliriðlum á fimmtudag og föstudag (sjá dagskrá hér til hlið- ar). 500 hestar í gæðingakeppni Það sem eflaust á eftir að vekja mesta athygli á mótinu, er gæð- ingakeppnin og sýningar kyn- bótahrossa og munu um 500 hestar taka þátt í gæðingakeppn- inni frá 48 félögum, um 250 kyn- bótahross og 25 ræktunarbú, auk 60 töltara og um 100 kappreiða- hrossa sem keppa á veðreiðun- Þúsund manna hópreiðin, þar sem forseti íslands, Herra Úlafur Ragnar Grimss, rúnar Gísladóttur, borgarstjó um. Það er því óhætt að segja að okkar glæsilegasti hestakostur verði staddur í Víðidalnum um helgina á þessu fjölmennasta landsmóti sem haldið hefur verið til þessa. Tveggja ára undirbúningur Undirbúningur að mótinu hófst fyrir tveimur árum og er auðséð þegar gengið er um mótssvæðið að það hefur fengið góða kynn- ingu erlendis, því mikill fjöldi er- lendra gesta eru á mótinu. Að- staða er öll hin besta, þar sem boðið er upp á allt mögulegt, eins og barnagæslu og hestaleigu, auk þess sem hægt verður að komast Víðidalsrúntinn í hestakerru. Ym- islegt annað verður í boði á mark- aðs- og þjónustutorgi svæðisins, en þar verða ýmsar uppákomur flesta mótsdagana. Sýning verður á sérstökum litaafbrigðum ís- lenska hestsins, en Páll Imsland, sem er mikill áhugamaður um þau mál hefur safnað saman um 70 hrossum sem verða til sýnis alla mótsdagana og eiga litir þeirra að sýna svo að segja allt lit- róf íslenska hestsins. Fyrir þá sem koma lengra að, verður boðið upp á aðstöðu fyrir hjólhýsi og tjaldvagna á Fylkis- vellinum í Arbæ, sem er í um 5 mínútna gönguleið frá mótssvæð- inu. Auk þess hefur verið opnað tjaldsvæði við Kríunes, neðan Elliðavatns, í um 20 mínútna gönguleið frá svæðinu og einnig er tjaldsvæði við Norðlingabraut, steinsnar austan mótssvæðisins. Keppt á þremur völlum Að sögn Rraga Asgeirssonar, for- manns Hestamannafélagsins Fáks, hefur það farið mjög vel af stað og öll aðstaða hin besta. „Keppnin byrjaði á þremur völl- um í morgun, þar sem fram fór forkeppni f tölti og hæfileikadóm- ar kynbótahrossa. Síðan var gert hlé á keppninni á meðan hópreið- in fór fram, en hún heppnaðist frábærlega, þó fjöldinn hafi ekki verið alveg það sem talað var um í upphafi. Þarna voru sennilega samankomnir um 1000 manns á um 800-1000 hestum, sem er enginn smá hópur. Eg býst við að Ástráður Gunnarsson, úr Bessastaðahreppi, er fastur gestur á hestamanna- mótum og fylgist vel með. Stelpurnar frá Hólum voru mættar á landsmótið. F.v.: Hrefna Hafsteinsdóttir, Edda Ævarsdóttir, Gro Grunde, Berta Kristiansen og Lulie Renée Hammar. Mikið var að gera í stjórnstöðinni og dóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir og He,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.