Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2000 FRÉTTIR Úfblásnir af próteinum íslendingar vírðast annað hvort innhyrða færri kalorí- ur en aðrir Vesturlandahúar eða henda minna af matn- um sínum en aðrir. Islendingar eru mestu próteinneytendur heimsins, með 1 13 grömm á mann á dag, ásamt með Grikkjum, Frökkum og Portú- gölum og Bandaríkjamenn bara 1 grammi neðar. A Norðurlöndunum er próteinskammturinn t.d. 5-10 grömmum minni. Meðaltalið í ríku löndunum er 105 grömm á mann en aðeins 65 grömm í þeim fátæku, þrátt fyrir 30% aukningu frá 1970, samkvæmt nýrri lífsgæða- skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem fæði er vitaskuld stór þáttur. Meðal- skammtur á mann er reiknaður út frá fæðuframboði í hverju landi (framleiðsla + innflutningur - útflutningur) þannig að sá matur er meðtalinn sem endar í sorp- inu eða kannski ofan í öðrum dýrum (m.a. brauðið handa öndunum á Tjörn- inni). Sparir á feitmetið íslendingar virðast aftur á móti minnstu fituætur allra rfku þjóðanna, með 121 gr. á mann á dag, svipað og árið 1970. Meðalskammturinn í ríku löndunum er 134 grömm, einna minnstur í Japan, rúm 80 gr. þrátt fyrir 50% aukningu frá 1970. Margir skáka Bandaríkjunum með sín 143 grömm. Athygli vekur að Frakkar virðast mestu fituhákarnir, með 164 fitugrömm á mann, um 30% meira en árið 1970. 1 35 fátækustu löndunum er fitan aðeins 55 grömm á mann þrátt fyr- ir 100% aukningu síðustu 3 áratugi. Á toppi kalorí ulistans Svo væntanlega er það sykurinn og önn- ur kolvetni sem ýta Bandaríkjamönnum á topp kaloríulistas, með 3.700 kíló- kaloríur. En Portúgalir, Grikkir og Belgar fylgja þeim fast eftir. Þar sem mörgum þykir landinn óðum vera að líkjast grönnunnum í vestri í holdafari kemur á óvart að kaloríur á mann eru hvergi færri í okkar heimshluta, eða 3.117 að meðai- tali á hvert mannsbarn, sem er að vísu heill hellingur. En meðalskammturinn í ríku löndunum er 3.410 kkal., í miðl- ungs þróuðum löndum 2.890 og í fátæk- ustu löndunum tæpar 2.600 kaloríur. Neðst á listanum eru: Eritrea 1.620 kkal., Kongo 1.750 kkal. (420 færri en 1970) og Mósambík, Ethíópía og Haíti með um 1.860 kkaloríur. Athygli vekur að matvæli eru víða mun stærra hlutfall vöruinnflutnings heldur en hér á landi (um 10%). Það er t.d. álíka og hærra í landbúnaðarlöndum eins og HoIIandi, Belgíu, Danmörku, Frakk- landi, Italíu, Spáni, Grikklandi og Portú- gal. Matiirinn milli 8% og 50% Samkvæmt skýrslunni fara 13% af heim- ilisútgjöldum Islendinga í mat eins og í Noregi. Þetta hlutfall er Iægst, 8% og 9% í Bandaríkjunum og Kanada, um 10% í Svíþjóð og Danmörku, 1 1% í Bretlandi, Hollandi og Japan og Þýskalandi, 12% í Frakklandi og á Nýja-Sjálandi, 14% á Ítalíu og írlandi, 15% í Belgíu og 1 7% á Spáni, en matur á veitingastöðum er hér fyrir utan. 1 miðlungs þróuðum löndum er algengt að 20-40% heimilisútgjald- anna fari í mat og allt að helmingurinn í fátækustu löndunum. Athygli vekur að í flestum löndum Austur-Evrópu hefur matvælaframleiðsla minnkað um fjórðung til helming á árun- um 1989/91. Það sama á við um Kúbu, Panama og Malasíu. Og hér er ekki átt við framleiðslu á mann, heldur beinan samdrátt. En mörg lönd hafa líka aukið matvælaframleiðslu um 25-50%. - HEI Hefði ekki verið gott að svala þorstanum með bjór á Þingvöllum? í pottinum söknuðu menn þess í umræðuimi um Kristnihátíðina að enginn myndi lengur eftir því að lengi vel var áætlun in að selja léttvin og bjór á hátíð- inni. Efuð- ust pottveij- ar ekki í sek- úndu um að aðsóknin hefði verið miklu hetri hefði áfeng- ió verið á boðstólum, þvi ekki hefði verið amalegt að sötra ískaldan bjór í hátíðarhitanum. Menn hefðu í raun getað drukkið endalaust án þess að nokkur fyndi á sér. Víman hefði gufað upp í sólinni og allir unað glaðir við sitt! í framhjáhlaupi í um ræðu pottverja um „flopp aldanna", stungu meim þvi að, að tillaga Gísla Marteins í Kast- Ijósumræðu á mánudagskvöldið hefði verið frá- bær og eitt það besta sem sá ágæti piltur hefði Iátið frá sér fara. Haim spurði Júhus Hafstein hvort ekki liefði verið gáfulegra að kalla hátíð- ina t.d. Þúsaldarhátíð. Aðrar þjóðir eru jú að halda „iniliemum" hátiðir úti um allar trissur og laða til sín þegnana í stríðum straumum. Kannski er besta skýringin á lélegri aðsókn fólg- iníþessu... Yfir í allt annað og gleði- legra. Þau tíðindi bárust pottverjum til eyma imian úr Sjónvarpi að þar stæði til að kosta veðurfregnim- ar, líkt og Stöð 2 liefur gert í samvinnu við Tal. Mun þetta vera ætlunin þegar Sjónvarpið flytur aðsetur sitt í Útvarpshúsið og verða ein nýjunga í dag- skrárgerðinni. Svo er bara spurningin hvaða góða, íslenska fyrirtæki ætiar að borga fyrir veð- urfréttimar hjá Magnúsi Jónssyni veðurstofu- Veðrið í boði... FR É T TA VIÐTALID Ámi Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri Skjás 1. Norðurljós, eigandi Stöðvar 2, eru komin í dyragættina hjá Skjá 1 með kaupunum á Fínttm miðli. Sjónvarpsstjóri Skjás 1 erhvergi hanginn. Fréttastofan send ífrí íjúlí. Hagnaður sjáanlegur í haust. Kraftaverk í íslensku sjónvarpi - Hver eru ykluir viðbrögð við kmipunum « Fínum miðli, skömmu eftir að þið gerðuð sam- starjssamning við jýrirtækið? „Forráðamenn Norðurljósa hafa lýst því yfir að samstarfssamningurinn við okkur standi. Við fórum út í þetta samstarf við Fínan miðil til að kynna betur það sem við erum að gera og senda t.d. út fréttimar á einni útvarpsrásinni, Létt 96.7. Þetta eru sterkir miðlar fyrir ákveðna aldurshópa. Eg sé ekkert því til fýrir- stöðu að halda þessu samstarfi áfram þrátt fyr- ir eigendaskipti hjá Fínum miðli. Við höldum okkar striki þar til að eigendur Norðurljósa ákveða að slíta samstarfinu, finnist þeim það óþægilegt.11 Ykkur líður semsagt ekhert illa yjir þvt að hafa eigendur Stöðvar 2 t dyragættinni? „Nei, alls ekki. Við einbeitum okkur að því sem við erum að gera; að búa til frábæran mið- il. Við emm að bæta okkur á hveijum degi. Hvað sem gerist á öðmm vígstöðvum kemur okkur lítt við.“ - Eigendur Stöðvar 2 hafa ekki gert ykkur tilboð? „Nei, ég held að við séum orðnir of stór ljár- festing. Þeir geta ekki endalaust keypt önnur fyrirtæki. Okkur gengur líka ótrúlega vel. Við erum að ná Iitlu kraftaverki, jafnvel í haust, þegar við náum fyrsta mánuðinum sem kemur út í hagnað. Eg held að það sé kraftaverk í sögu íslensks sjónvarps að komast í hagnað á innan við ári. Þetta er á undan öllum áætlun- um. Við höfum verið að útvíkka starfsemina og jukum nýlega hlutaféð hjá okkur. Það er ýmis- legt í bígerð sem Iandsmenn munu sjá á næst- unni. Við ætlum einnig að dreifa okkur um landið.“ - Talandi um útbreiðsluna, er btíið að ákveða timasetningar t þvt sambandi? „Við stefnum að því í haust að koma upp fleiri sendum úti um landið. Við munum ein- beita okkur að stóru byggðakjörnunum á Norður- og Austurlandi. Ymsar Ieiðir eru til að dreifa sér. Þannig eru sumar rásir vannýttar. Það sést í haust hversu mikið við höfum náð að dreifa okkur. Eitt er alveg öruggt. Við verð- um komnir út á land, spumingin er bara á hveisu mörg heimili. Við stöndum því mjög sterkt að vígi þegar við hefjum annað starfsár- ið.“ - Fréttastofan, sem eflaust er ykkar kostn- aðarsamasti liður t rekstrinum, er komin i sumarfrí ijúlí. Hvemig stendur á þvi? „Við vildum gefa okkar fólki smáfrí um Ieið og við erum að þróa og undirbúa öflugri frétta- stofu. Við höfum frá byrjun einbeitt okkur að því að vera nieð öðruvísi fréttir en Stöð 2 og Sjónvarpið. Tökum öðruvísi á málum og reyn- um að hafa skemmtanagildið í fyrirrúmi um leið og við flytjum alvarlegri fréttir. Þetta hef- ur gengið vel, en að sjálfsögðu tekur meiri tíma að byggja upp áhorf á fréttir en einstaka þætti. Fólk þarf að venjast okkar fréttum. Það gengur vel því í síðustu könnun voru 15-20 þúsund manns á Faxaflóasvæðinu að horfa á fréttirnar á hverju kvöldi." - Er þá þorandi að fella fréttimar niður i heilan mánuð? „Já, við teljum það. I júlí er fólk mikið úti í góða veðrinu og við teljum þetta ekki skaða okkur. Við ætlum að nota fríið til að þróa okk- ur betur og koma enn sterkari til Ieiks í ágúst.“ - Eruð þið að feta í fótspor Sjónvarpsins í gamla daga og fella kannski niður dag- skrána á fimmtudagskvöldum? „Nei, það er heldur betur ekki á dagskrá. Við erum eina sjónvarpsstöðin á markaðnum sem er að frumsýna íslenskan þátt á hveiju einasta kvöldi í sumar. Núna eru þættirnir orðnir átta, þannig að á einu kvöldi eru þættimir tveir.“ - BJB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.