Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 11
i T^wr MIÐVIKUDAGUR 5- JÚLÍ 2 00 0 - 11 on og Haraldur Harlandsson, stjórnarformaður landsmóts 2000, riðu í broddi fylkingar, auk sjö ráðherra og Ingibjargar Sól- ra, kemur aftur inn á skeiðvöllinn í Víðidal eftir hringferð að Rauðavatni. félagar bara úr Fáki hafi verið um 300-400 hundruð, þannig að við- tökur félagsmanna eru mjög góð- ar. Þetta var í alla staði mjög ánægjuleg og hátíðleg athöfn í Víðidalnum, þar sem þeir Harald- ur Haraldsson, stjórnarformaður Landsmóts 2000, Herra Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri fluttu ávörp, auk þess sem séra Valgeir Astráðs- son, sóknarprestur í Seljasókn og félagi í Fák, stjórnaði helgistund," sagði Bragi. Keppendur aldrei fleiri Keppnisdagskráin hélt áfram strax á eftir setningunni, enda veitir víst ekki af að halda vel á spöðun- um þar sem keppendur hafa aldrei verið fleiri á Landsmóti. „Ef við tökum kynbótahrossin, þá er um helmings fjölgun kcppnis- hrossa frá síðasta móti, sem var haldið á Melgerðismelum. Um 250 kynbótahross unnu sér rétt til að keppa á mótinu í ár, en voru 110 á síðasta móti. Allur þessi starfsstúlkurnar þær Ingibjörg Magnús- Iga B. Helgadóttir, gátu varla litið upp. fjöldi setur töluverða pressu á mótshaldið, þannig að við verðum að keyra þetta mjög vel áfram al- veg frá morgni til kvölds,“ sagði Bragi. Erlendir gestir aldrei fleiri Um væntanlegan gestafjölda á landsmótið, sagði Bragi að mjög erfitt væri að gera sér grein fyrir því. „Við værum mjög ánægðir með og treystum okkur vel til að taka á móti fimmtán þúsund manns á einum og sama deginum ef allt gengur upp. Hápunkturinn á þessum mótum er yfirleitt á sunnudögunum og þá væri ánægjulegt að sjá fólk fjölmenna t Víðidalinn." Eins og áður segir vekur mikill fjöldi útlendinga á mótinu athygli og að sögn Braga þá hefur hann aldrei séð þá eins marga á fýrsta degi landsmóts. „Það er reyndar mjög eðlilegt þar sem hróður ís- lenska hestsins hefur borist víða á síðustu árum. Sem dæmi, þá eru starfandi 24 íslandshestafélög í heiminum í jafnmörgum löndum, sem sýnir að áhuginn er sífellt að aukast. Þetta fólk kemur víða að, en þó mest frá Evrópulöndunum. Líklega flestir frá Þýskalandi og Norðurlöndum. Svo er hér líka fólk sem kemur lengra að, eins og frá Bandaríkjunum og Austur- Evrópu. Svo eru hér einnig er- lendir dómarar sem taka þátt í að dæma töltið, en þar eru starfandi fimm dómarapör, frá Austurríki, Þýskalandi og Noregi og tvö ís- lensk, þannig að segja má að þetta sé í leiðinni alþjóðlega samvinna í dómaramálum." Frá Lómagnúpi til Hvalfjarðarbotns Að sögn Braga eru það 16 hesta- mannafélög á svæðinu frá Ló- magnúpi að Hvalfjarðarbotni sem stofnuðu með sér hlutafélag um rekstur landsmótsins, en Fáks- menn leggja til svæðið, sem hefur verið í stöðugri uppbyggingu síð- ustu þrjú árin, með góðri aðstoð Reykjavíkurborgar. „Takmarkið er að halda gott landsmót, vonandi það besta hingað til, íslenska hest- inum og okkur öllum til góða,“ sagði Bragi að lokum. — EK Grímur í íspan segist aldrei láta sig vanta á landsmót og var mættur manna fyrstur i gærmorgun. Dagskrá landsmótsins Miðvikudagur til sunnudags: Miðvikudagur. 5. júlí Brekkuvöllur: 09:00 - 11:30 B-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 1 - 30 12:30 - 15:00 B-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 31 - 60 15:30 - 18:00 B-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 61 - 89 Brekkubraut: 08:00 - 12:00 Hæfileikadómar kynbótahrossa: 5 vetra hryssur 13:00 - 17:00 Hæfileiltadómar kynbótahrossa: 6 vetra hryssur 17:00 - 19:00 Hæfileikadómar kynhótahrossa: 7 vetra og eldri hiyssur, fyrri hl. Skeiðvöllur: 20:00 - 21:00 Kappreiðar - 300 m stökk og 800 m stökk, undankeppni Hvammsvöllur: 10:00 - 12:30 Ungmennaflokkur - forkeppni, nr. 1 - 30 13:30 - 16:00 Ungmennaflokkur - forkeppni, nr. 31 - 61 Fimmtudagur. 6. júlí Brekkuvöllur: 09:00 - 1 1:30 A-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 1 - 30 12:30 - 15:00 A-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 31 - 60 15:30 - 18:00 A-flokkur gæðinga - forkeppni, nr. 61 - 90 20:00 - 20:40 Tölt, B úrslit Brekkubraut: 08:00 - 12:00 Hæfileikadóm. kynbótahrossa: 7 vetra og eldri hryssur, seinni hl. 13:00 - 15:00 Hæfileikadómar kynbótahrossa: 4 vetra stóðhestar 15:00 - 17:00 Hæfileíkadómar kynbótahrossa: 5 vetra stóðhestar 17:00 - 19:30 Hæfileikadómar kynbótahrossa: 6 vetra og cldri stóðhestar Skeiðvöllur: 21:00 - 22:00 Kappreiðar - 150 m og 250 m skeið tveir sprettir, undankeppnir Hvammsvöllur: 09:00 - 12:30 Unglingaflokkur - forkeppni, nr. 1 - 36 13:30 - 16:00 Unglingaflokkur - forkeppni, nr. 37 - 65 16:30 - 17:10 Ungmennaflokkur - B úrslit Föstudagur. 7. iúlí Brekkuvöllur: 08.00 - 12:30 Yfirlitssýning kynbótahrossa: 7 vetra og eldri og 6 vetra hryssur 13:15 - 16:00 Yfirlitssýning kynbótahrossa: 5 og 4 vetra hryssur 16:00 - 17:00 Bæktunarbússýningar 17:30 - 18:30 Ræktunarbússýningar 19:00 - 19:40 B-flokkur - B úrslit 20:00 - 20:40 A-flokkur - B úrslit Skeiðvöllur: 21:00 - 22:00 Kappreiðar - 150 m og 250 m skeið tveir sprettir, milliriðlar. Hvammsvöllur: 13:00 - 15:00 Kynning: börn, unglingar, ungmenni 15:00 - 15:40 Unglingaflokkur - B úrslit 17:00 - 17:30 Barnaflokkur - B úrslit 23:00 - 03:00 Reiðhöll, hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Laugardagur. 8. júlí Brekkuvöllur: 11:00 - 12:00 Yfírlitssýning kvnbótahrossa: 4 vetra stóðhestar 13:00 - 14:00 Yfirlitssýning kynbótahrossa: 5 vetra stóðhestar 14:00 - 15:15 Yfirlitssýning kynbótahrossa: 6 vetra og eldri stóðhestar 15:30- 17:00 Afkvæmasýnd hross Hryssur með afkvæmum, heiðursverðlaun Stóðhestar með afkvæmum, 1. verðlaun Stóðhestar með afkvæmum, hciðursvcrðlaun 18:30 - 19:10 Unglingallokkur - A úrslit 19:30 - 20.10 Ungmennaflokkur - A úrslit 20:30 - 21:10 Tölt-Aúrslit Skeiðvöllur: 21:30 - 22:15 Kappreiðaúrslit - 300 m stökk, 800 m stökk, 150 m skeið og 250 m skeið 23:00 - 03:00 Reiðhöll, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Sunnudagur. 9. júlí Brekkuvöllur: 12:00 - 12:40 B flokkur gæðinga - A úrslit 13:00 - 13:40 Barnaflokkur - A úrslit 14:00 - 17:00 Kynbótahross, verðlaunaafhending : 4, 5, 6, 7 vetra og eldri hryssur - 4, 5, 6 vctra og eldri stóðhestar 17:15 - 18:00 A flokkur gæðingá - A úrslit 18:00 Mótsslit

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.