Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDA GUK S. JÚLÍ 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL Hvers vegna kom fólkið ekkí? Ættu ríki og kirkja ekki að reyna að skilja hvað þjóðin var að segja með fjarveru sinni? Við sem sögðum fyrir nokkrum árum að hin stórbrotnu áform um kristnitökuhátíð væru vit- leysa gætum sagt í dag: „Hvað sagði ég ekki?“ Þess í stað er maður ör- lítið undrandi. Þegar ríki og kirkja leggja saman allt sitt atgervi til að smala saman fólki í blíð- skaparveðri um helgi á Þingvöllum ætti auðvitað múgur og margmenni að fagna. Það þýðir hvorki fyrir forsætisráðherra né biskup að þræta: Þetta er áfall fyrir þá sem heimt- uðu hátfðina. Hugmyndin var einfaldlega vitlaus. Engu hægt að kenna um Það furðulega er að engu er um að kenna. Skipulag, framkvæmdastjórn, dagskrá, veður, samgöngur: Allt eins og um var beðið. Jafnvel betra. Allir sam- mála um að vel hafi tekist til hjá þeim sem unnu verkin og fyrir þá sem mættu; hátíðlegt og mikill sómi að. Það vantaði bara eitt. Fólkið. I almannatengsla- auglýsinga- og mark- aðsfræðum eru algild sannindi: Það er ekki hægt að selja hvað sem er. Einhvers staðar verður að vera innistæða svo fólk- ið taki við sér. Hún var greinilega engin í þessu tilfelli. Auðvitað er nett pínlegt að sjá fjölmiðla og fyrirmenn skrapa saman í einhverja tölu sem allir vita að er röng, þrjátíu þúsund „báða dagana"; óhlut- drægir segja að talan sé nær 20 þúsund og það er með öllu, kór og hljómsveit og þeim sem þurftu að keyra listamenn á staðinn. En það skiptir bara engu máli. Engin réttlæting er fyrir því að halda há- tíð fyrir 300 milljónir nema hún heiti þjóðhátíð. Og það sem vantaði á þjóðhá- tíðina var þjóðin. Hún gat að vísu ekki sagt „við borgum ekki, við borgum ekki,“ en á móti sagði hún einfaldlega: Við mætum ekki. Hvers vegna? Hvers vegna neitaði þjóðin að mæta? Stutta svarið er einfalt. Hún er ekki kirkjukær. Islendingum finnst sjálfstæði þjóðarinnar mikilvægt. Hátíðlegt að fagna búsetu í landinu með táknrænum hætti. Fyrir slík æðri gildi fer hún á Þingvöll með hæfilegu millibili. 1944. 1974. 1994. En ekki aftur. Ekki fyrir eitthvert ártal sem þó var svo blessunarlega einfalt að það var eitt af fáum sem flestir höfðu á hreinu á söguprófinu í barnaskóla. Kirkjan á ekki þann stað í þjóðarhjartanu sem fær það til að slá örar. Fyrir fjöldann er ekkert beint samband milli kirkju og trúar. Trú hvers og eins er einkamál og þar að auki skjöldótt skepna. Ekkert sem maður flíkar í margmenni. Samkennd ís- Iendinga er ekki byggð á trúarbrögðum og þetta er kjarni málsins. Langa svarið Langa svarið er ekki jafn gott, en má ræða. Akvörðun um þessa söguhátíð var tekin í skugga vaxandi óvinsælda þjóð- kirkjunnar vegna umdeildra mála sem óvéfengjanlega vörpuðu rýrð á hana. Rík- ið hefur mokað fé til kirkjunnar á liðnum áratug eða svo, en hún sjálf logað stafna í milli útaf stóru og smáu. Þegar verst gekk mátti hún sitja undir áburði um ljóta hegðan. Hneykslismálum. I skásta falli var hún leiksoppur hjá svartstakka- gengi, sem er alltof flott orð yfir karlfaus- ka. Var ekki biskup að senda sínum eigin mönnum áminningarbréf á dögunum? Kristnir söfnuðir utan ríkiskirkjunnar eru vægast sagt undarlegur fénaður í mis- munandi ofstæki sínu. Hafa laðað til sín fjölda fólks sem finnur engan samhljóm í ríkiskirkjunni, en skapa réttmæta tor- tryggni hjá frjálslyndu fólki sem á enga samleið með þessari brennisteinskristni. Auðvitað gátu þessir sundurleitu sauðir ekki farið með friði í undanfara hátíðar. ímyndarplott Þessi 300 milljóna króna hátíð, sem nálgast milljarð þegar allt er talið, er til- raun kirkjunnar til að kaupa sér fegurri ásjónu en hún í raun hefur. Til þess nýt- ur hún kjarklausra stjórnmálamanna sem þora einfaldlega ekki að segja stopp þeg- ar út í öfgar er farið. Það skiptir engu máli hver átti þessa hugmynd. Nógu margir menn í æðstu embættum sátu í stjórn til að segja hingað og ekki lengra. í staðinn réðu þeir mannskap uppúr og niðurúr og sögðu þeim að gera ráð fyrir hundrað þúsund statistum í þessari epísku stórmynd sem þeir ætluðu sjálfum sér aðalhlutverkin í. Getur verlð? Hátíðarhöldin cru dæmi um hvernig ríkiskirkja spillir bæði sjálfri sér og rík- inu. Getur verið að þjóðin hafi séð í gegnum þetta ímyndarplott? Séð að 300 milljónir og 600 í viðbót af þessu tilefni eru hræsni á sama tíma og kirkjan safnar 30 milljónum til að kaupa laus þræla- börn? Getur verið að þjóðin hafi haft eitthvað við framferði kirkjunnar manna og „kristinna" að athuga hin síðari ár, og kosið að halda sig fjarri útblásinni messu þeim til heiðurs? Getur verið að þeir sem heima sátu um helgina hafi lesið grein í Morgunblaðinu um þau hundruð fatl- aðra einstaklinga og íjölskyldur þeirra sem enga úrlausn fá sinna mála og fund- ist hátíðin ósmekkleg í ljósi þeirrar neyð- ar sem kirkjan sjálf lýsir yfir á hverri jóla- föstu? Getur ekki verið að við sem heima sátum höfum fengið staðfestingu efa okkar þegar upplýst var í hátíðarræðu að kristni væri öðrum trúarbrögðum fremri til að skapa „framfarir"? Það þarf ekki djúpstæða söguþekkingu eða mikil kynni af öðrum þjóðum til að hugsa á aðra lund. Hæst bylur í tómri tunnu! Bumbu- slátturinn varð manni um megn og af- neitunin í kjölfarið sannar bara að hug- myndin var röng. Kirkjan á að hlusta á hvað fólk segir með Ijarveru sinni. Við þurfum ekki að leita annarra skýringa en þeirrar sem blasir við: Að þjóðin hafi séð í gegnum þetta allt. Hún útfærði ekki ljarveru sína með mörgum orðum. En nokkurn veginn svona. I hjarta sér. Frams óknarfLokkuriim og Evrópusambandið ARNI GUNN- ARSSON VARAÞINGMAÐUR OG UNGUR FRAMSÓKNAR- MAÐUR SKR/FAR A nýafstöðnu sambandsþingi á Hólum í Hjaltadal þinguðum við ungir framsóknarmenn og mót- uðum okkar stefnu til næstu tveggja ára. Þingið samþykkti margar ályktanir en því miður beindist ekki kastljósið nema að einni þeirra, þ.e. ályktun um ut- anríkismál. A Hólum skiptust ungir fram- sóknarmenn í þrjár fylkingar eftir afstöðu til Evrópusam- bandsins. Þeir sem lengst gengu vildu hefja viðræður um aðild. Fjöldi manns hafði ekki tekið endanlega afstöðu. Þriðji hópur- inn vorum við sem teljum hags- munum íslands best borgið utan Evrópusambandsins. Ungir framsóknarmenn vildu ekki ganga ósáttir og klofnir í fylking- ar frá þinginu vegna þessa máls. Niðurstaðan varð því málamiðl- un, upphaflegri tillögu um inn- göngu var breytt á þann veg að næstu ár skyldu nýtt til þess að kanna málið þannig að unnt væri að taka málefnalega afstöðu með rökum. Þessi tillaga var ekki skilaboð til forystu flokksins um að halda áfram að þrýsta á leynt og ljóst um inngöngu íslands í Evrópusambandið. Það er hins vegar afar óskynsamlegt að tala í kjölfar þessarar ályktimar niöur til þeirra sem ekki vilja gauga lengra í Evr- ópnsamrunannm og saka þá uni fortíðar- hyggju. Ungir framsóknarmenn stóðu skynsamlega að málum á Hól- um. Það er hins vegar afar óskynsamlegt að tala í kjölfar þessarar ályktunar niður til þeir- ra sem ekki vilja ganga lengra í Evrópusamrunanum og saka þá um fortíðarhyggju. Við erum ein- faldlega ekki sammála Evrópu- sambandssinnum og þá afstöðu ber að virða eins og aðrar skoð- anir. Vilji menn láta sverfa til stáls í þessu viðkvæma máli hér og nú og vilji forysta Framsókn- arflokksins gera Evrópusam- bandsaðild að kosningamáli fyrir næstu kosningar, þá klofnar flokkurinn. Hann má ekki við því. Bráðlega kemur miðstjórn Framsóknarflokksins saman til fundar. Vonandi ber miðstjórnin gæfu til þess að ræða þau mál sem hvíla þyngra á herðum kjós- enda flokksins en aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þar má nefna, ríkisfjármál og viðvarandi viðskiptahalla, sjávarútvegsmál - og nauðsyn þess að skapa sátt um skynsamlega nýtingu fiski- stofna - menntamáí, þróun bú- setu, uppstokkun velferðarkerf- isins og hvernig búið er að barnafólki og öldruðum á Islandi svo eitthvað sé nefnt. Það sem hvílir þó e.t.v. þyngst á okkur óbreyttum fótgönguliðunum eru sjálf flokksmálin, starf og skipu- lag Framsóknarflokksins eftir umdeilda kjördæmabreytingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.