Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 05.07.2000, Blaðsíða 14
 1 Sigrún Arna Am- grímsdóttir mezzosopran erað læra að verða söng- kona. Hún stundar nám við Welsh Col- lege ofMusic and Drama í hinni miklu tónlistarhorg Cardijf. Um þessar mundir syngur hún aðalhlut- verkið íglæsilegrí óp- eru skólans. Sigrún hefur verið syngjandi síðan hún var barn og á ekki Iangt að sækja söngáhuga sinn. Faðir hennar, Arngrímur Jó- hannsson flugmaður, var í barnakór Akureyrar og söng víða einsöng. „Pabbi var sópran og þótti hafa góða rödd. Þá söng mamma, Matthildur Sigurlaug- ardóttir, með kvennakórnum Gígjunni heima á Akureyri og hún er enn syngjandi. Sem krakki fór ég með henni á æf- ingar. Þegar ég var 14 ára byrj- aði ég svo í kór hjá Jakobi Tryggvasyni," segir Sigrún sem aldrei ætlaði að verða söngkona, enda menntaður garðyrkjufræð- ingur. „Þetta bara gerðist," segir hún og hlær. Sigrún er mezzosópran og lauk í fyrra 8. stigi frá Tónlistar- skóla Akureyrar. „Eg tel mig heppna að hafa haft tvo af- „Pressan kemur á frumsýninguna sem er mikilvægt fyrir mig því mér er sagt að tóniistarheimurinn sé ekki jafn stór og ég hélt að hann væri, “ segir söng- konan Sigrún Arna Arngrímsdóttir. bragðsgóða menn mér við hlið síðustu tvö árin heima, þá Michael Clarke söngkennara og Richard Simm píanóleikara. Það kom að því að Michael sagði að ég væri búin að læra allt sem hann gæti kennt mér. Asamt Jóhanni Smára ýtti hann mér svo út í þetta og þannig varð draumurinn um söngnám úti í heimi að veruleika síðast- liðið haust.“ Svolítið gamaldags Sigrún hefur fengið styrki frá KEA, Sparisjóði Norðlendinga og úr svokölluðum Þorgerðar- sjóði á Akureyri og hún er þakk- Iát þeim sem stutt hafa við bak- ið á henni. Það er dýrt að fara út í nám og ekki síst þar sem fjölskyldan fylgir. Því er eins gott að hugsa sig vel um áður en skólinn er valinn. „Ég hafði fengið inni í Royal College of Music í London, en var þá bent á þennan skóla. Ég skoðaði báða valkostina og valdi Cardiff, scm er mun rólegri en London. Það kcmur sér vel fyrir dóttur mína, Matthildi sem er átta ára. Hún settist með mér á welskan skólabekk síðastliðið haust og gengur alveg ljómandi vel. Skólakerfið hér er reyndar svo- lítið gamaldags en á móti kemur að þau eru ári á undan hérna, þannig að viðbrigðin urðu tölu- verð. Eg held að hún eigi eftir að græða heilmikið á þessu.“ Óþægi krakkinii Söngnámið í Welsh College of Music and Drama tekur tvö ár og Sigrún er því liðlega hálfnuð. Henni hefur gengið allt í hag- inn hingað til og það kom Sig- rúnu þægilega á óvart þegar henni var boðið aðalhlutverkið í lokaverkefni skólaársins, óperu sem verður frumsýnd í kvöld. Verkið heitir L’enfant et Ies sortileges (Rarnið og töfrarnir) og er eftir Ravel, sem sennilega er almenningi kunnastur fyrir hinn seiðmagnaða Bolero." Þetta er ópera eða ævintýri sem fjallar um sex ára óþægan strák. Hann er Iíka vondur við dýrin og þar kemur að allir í umhverf- inu taka sig saman um að refsa drengnum. Ég leik og syng þetta óþæga barn en svo eru þarna íkornar, húsgögn, klukkur og bækur áberandi." Sýningin er Iíka verkefni fyrir búninga- og sviðshönnunar- deild skólans og þykir leikgerðin afar skrautleg. Sigrún segir undirbúninginn hafa verið strangan en sérlega skemmti- legan. „Það eina sem skyggir á er að maðurinn minn og dóttir eru bæði farin heim í sumarfrí og komast því ekki á frumsýn- inguna.“ Foreldrar Sigrúnar hyggjast hins vegar sjá 2. sýn- ingu hjá dótturinni í Cardiff. Var komin með kútinn Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigrún tekur þátt í óperu, því í fyrravetur tók hún þátt í upp- færslu Tónlistarskólans á Akur- eyri á Brúðkaupi Figaros. „Jó- hann Smári setti verkið upp með aðstoð Helgu Völu Helga- dóttur leikkonu og þessi reynsla á eftir að nýtast mér vel. Ég var því komin með kút og kork áður en mér var varpað út í djúpu laugina." Sigrún hefur einnig sungið í tvígang á sviði með Leikfélagi Akureyrar. I síðara skiptið í Söngvaseið, þar sem hún söng og lék hlutverk systur Margrétar við góðan orðstír. Hvað tekur svo við eftir að námi lýkur? „Það verður eiginlega bara að ráðast. Islenskir söngvarar hafa náð að skapa sér gott orð, svo það kemur til með að hjálpa mér. Þá er aldrei að vita hvað gerist eftir þessa sýningu hérna í Cardiff." Pressan kemur á frumsýninguna sem er mikil- vægt fyrir mig því mér er sagt að tónlistarheimurinn sé ekki jafn stór og ég hélt að hann væri,“ segir söngkonan. Þeir sem hafa áhuga á að heyra Sigrúnu syngja geta hlustað á hana á geisladisknum Dýrð, vald, virðing, sem kirkjukór Akureyrarkirkju gaf út. Þá verður hún með tónleika í Deiglunni í ágúst. - GJ Marea Weekend ELX estiva Ótrúlega vel útbúinn á kr: 1.495.000.- Fjórir loftpúöar Loftkœling með hitastýringu (AC Stillanlegur hitablástur afturí) Þrjú þriggja punkta belti í aftursœti Fimm hnakkapúöar Lúxuslnnrétting Samlitir stuðarar Samlitir speglar og hurðarhandföng Flalogen linsuaðalljós Rafstýrðir og upphitaöir útispeglar Rafstýrðir bílbeltastrekkjarar Vökvastýri Fjarstýrðar samlœsingar Geislaspilari 4x40 wött Fjórlr hátalarar Rafdrlfnar rúður að framan Snúningshraðamœlir Útihitamœlir 103 hestafla 1.6 lítra 16 ventla vél Tölvustýrð fjölinnsprautun ABS hemlalœsivörn EBD hemlajöfnunarbúnaður Flœðarstilling á ökumannssœti Rafstýrð mjóbaksstilling Armpúðl í aftursœti Vasi á miðjustokk Vasar aftan á framsœtisbökum Hœðarstilling á stýri Lesljós í aftursceti Litaöar rúður Þakbogar Rceslvörn í lykll þriðja bremsuljósið Hiti, þurrka og rúðusprauta á afturrúðu 14" felgur Stillanleg hœð aðalljósa Tvískipt aftursœti Hellklœtt farangursrými Geymsluhólf í farangursrými Tvískiptur afturhleri Mottusett Galvanhúðaður 8 ára ábyrgð á gegnumtceringu Eyðsla skv. meginlandsstaðli 8,3 1/100 km Holdur ehf. 461-3000 Istraktor B I L A R IÐSBÚÐ2 - GARÐABÆ - 20

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.