Dagur - 29.07.2000, Side 6

Dagur - 29.07.2000, Side 6
6 LAUtiAUDAGVK 2 9. J V 1.1 2 000 ÞJÓÐMÁL U^ur Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG boo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargja/d m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasö/uverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-i6i5 Ámundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Afellisdómur í fyrsta lagi Forsætisráðherra hefur farið mikinn síðustu dagana í herför sinni gegn Kaupþingi. Þótt nokkuð hafi dregið úr þeim ofsa og flaumi stóryrða, sem einkenndi árásir hans á fyrirtækið í fyrra vegna viðskipta þess með hlutabréf í Fjárfestingarbankanum, FBA, hefur hann notað greinargerð Fjármálaeftirlitsins til að halda árásunum áfram. Væri þó mun eðlilegra að þessi æðsti stjórnmálamaður landsins liti til framtíðar og tæki til efnislegr- ar umræðu hvort niðurstaða Fjármálaeftirlitsins kalli ekki á breytingar á lögum eða reglum um starfsemi verðbréfafyrir- tækja. 1 öðru lagi Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, mætti vera forsætisráðherra til fyrirmyndar að þessu leyti. Flann vakti athygli á því í viðtali við Dag í gær, að úrskurður Fjármálaeftir- litsins sé fyrst og fremst alvarlegur áfellisdómur yfir gildandi lögum um hvernig fyrirtæki sem höndla með verðbréf skuli haga sér. Þessi opinbera stofnun sé í raun og veru að halda því fram að þau lög, sem nú gilda, séu svo gölluð að hægt sé að stunda óeðlilega og óheilbrigða viðskiptahætti án þess að bqóta lögin. Þetta er hárrétt túlkun á úrskurði Fjármálaeftirlitsins og niðurstaða sem forsætisráðherra ætti að hafa áhyggjur af, í stað þess að einblína á ímyndaða fjandmenn sína hjá Kaupþingi. Iþriðjalagi Því hefur margoft verið haldið fram á þessum stað að íslensk- ur fjármála- og verðbréfamarkaður sé enn á gelgjuskeiði og því margt varðandi vinnubrögð og eftirlit sem þurfi að endurskoða og herða tíl að tryggja hagsmuni almennings sem skiptir við þau fyrirtæki. Skýrsla Fjármálaeftirlitsins er aðeins enn ein staðfesting þess að þarna þarf að standa betur að verkí, þótt enginn hafi reyndar enn sýnt fram á að vinnubrögð Kaupþings hafi í þessu tilviki orðið til að skerða hag viðskiptavina fyrirtæk- isins. Það er því fyllsta ástæða fyrir alþingismenn að taka nú- gildandí Iöggjöf til rækilegrar endurskoðunar á haustþinginu. Elías Snæland Jónsson Augnablik! Eins og svo margir aðrir skrif- andi menn er Garri ekki mik- ill afreksmaður í síma. Hann svarar yfirleitt ekki í síma á sínu heimili og Ieggur þá á við fyrsta tækifæri. Og hann hringir helst ekki nema tölvan sé biluð og póstþjónustan í ólestri. Garri er ekki einu sinni í símaskránni, og geta menn flett upp í G því til stað- festingar. Og hann hefur þá bjargföstu trú að 99% af þeim samtölum sem fram fara í gegnum síma séu þarflaust þvaður um veður og meint framhjáhöld af ýmsum toga. Það gefur auga leið að mað- ur sem hefur slíkan ímugust á símanum, er hreinlega ekki í sambandi við þjóð sína, þjóð sem ör- ugglega notar síma oft- ar og lengur en aðrar í henni veröld. Enginn er maður með mönn- um nema hann tali helst í tvo tíma á dag í sfma. Leikskólabörnin eru far- in að sjást með farsíma. Sím- inn er tekinn við af bílnum og gítarnum sem manndóms- tákn. Síminn er sexí. Stóriöju- kjaftæði Tíminn við símann er sælu- tími í lífi þjóðar. Menn og konur fá einhverskonar rað- fullnægingar með tólin í höndunum. Bella símamær er orðin helsta kyntákn Islands- sögunnar. Dansinn kringum símann verður sífellt trylltari. Og nú ætla menn að fara að flytja út 5 milljón íslensk símanúmer og stórgræða á öllu saman. Landsmenn eru aldrei ham- ingjusamari en þegar þeir V lyfta tóli að eyra. Og hámark hamingjunnar hlýtur að vera það að fá borgað fyrir að tala. Vinna á skiptiborði. Það var því ekki kyn að hugmyndir kæmu fram um stóriðju- kjaftæði, eða öllu heldur kjaftæði í stóriðjuformi. A þeim grunni byggir fyrirtækið Islensk miðlun. Þar átti að virkja taumlausa símafíkn landsmanna. Borga fjölda manns fyrir að hringja í aðra og selja þeim ditten og datten. Eða svara í símann til að full- nægja talþörfum innhringj- enda. Á tali Að sjálfsögðu töldu allir, ekki síst ráða- menn þjóðarinnar, að hér væri verið að virkja áður óbeislaða auðlind þar sem eftir- spurn væri margföld á við framboð, líkt og gildir á fíknaefna- mörkuðum af öðrum toga. En eitthvað fór úrskeiðis og nú er verið að loka símasölufyrir- tækjunum einu af öðru. Og starfsfólkið sem eftir er situr dapurt með hendur í skauti og hefur engan til að hringja í og enginn hringir í það. Færustu sérfræðingar eru komnir í málið en standa ráð- þrota. Þetta átti sem sé að vera jafn pottþétt og lax- og Ioðdýraeldi. Símasölufyrir- tækin áttu nánast sjálfkrafa að vaxa og dafna og nærast á óslökkvandi þorsta lands- manna til að hringja, svara og tala og tala. En það náðist ekki í neinn. Kannski hefur bara allsstaðar verið á tali? GARRI Forsætisráðherra hefur lyft fjár- málaumræðunni á svo hátt plan, að ekki dugir minna en að fá Sig- urð Líndal og Jón Steinar til að leiða almúgann í allan sannleika um um hvað málin snúast. En eftir því sem næst verður komist eru þeir á öndverðum meiði um hvort þeir hjá Kaupþingi eru stór- glæpamenn eður snjallir fjársýslu- menn sem græða vel fyrir við- skiptavini sína. Er því erfitt að henda reiður á hver er að gera hverjum hvað f fjármálaheimin- um. Fjármálaeftirlitið er stofnun sem vafin er þokumekki og sendir frá sér loðna úrskurði um alls kyns fjármálaumsvif sem hinir mætustu menn túlka hver eftir sínum þörfum og hagsmunum og senda misvísandi skilaboð í gegn- um það upplýsingaflæði seni kallst fjölmiðlun. Hætt er við að rnargur maðurinn verði skilnings- vana þegar öll þau vísindi og boð- skapur eru á borð borin og geti Þokiunökkur fj ármálaumsvifairna tekið undir með Skugga-Sveini þegar hann lýsti áhrifum trúboðs- ins á sálarlíf sitt: „Biblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu.“ Orðaleppar peningamarkaðar- ins eru í ætt við úrskurði og athugasemdir fjár- málaeftirlitsins. Þannig er núna deilt um hvort að fjárvörsluaðilar eigi að græða á viðskiptavinum sínum eða viðskiptavin- irnir á fjárvörsluaðilun- um. Víkingar herja Svipað var uppi á teningnum þeg- ar nokkrir af æðstu mönnum Búnaðarbankans auðguðu sjálfa sig með peningabralli innan bank- ans og ágreiningur kom upp um hvort þeir hafi brotið einhverjar verklagsreglur. Svoleiðis reglur hafði cnginn utan bankanna heyrt um áður. En verklagsrcgla er eitt- hvað allt annað cn starfsregla og snýst um að trúnaður í starfi sé undanskilinn siðgæðiskröfum, ef gróðabrallið innan banka heyrir undir verklagsreglu. Eitthvað var þusað um þetta á sínum tíma, en féll síðan í gleymsku vegna þess að fæstir skildu hvað verklagsregla er og enn síður hvað fólst í úr- skuðum fjármáleftirlits- ins um innhetjagróðann. En manni skilst að inn- herji sé sá sem leggst í víking og herji út fé úr þeim fyrirtækjum sem honum er trúað fyrir. Siðgæðiskröfur for- sætisráðherra á fjármálasviðinu beinast einvörðungu að fyrir- tækinu, Kaupþingi. Honum þótti milliganga fyrirtækisins ámælis- verð þegar Framkvæmdabanki at- vinnulífsins var scldur. Hins vegar er ekkert við það að athuga þegar ríkisstjórnin selur banka og önnur stórfyrirtæki lýrir slikk og bæði milliliðir og kaupendur græða stórfé á þeim viðskipt; liáttum Hverjir mega græða? Það sem nú fer fyrir brjóstið á ráðherranum eru frjáls viðskipti með gjaldeyri og hvort það var fjárvörsluaðilinn sem græddi eða þeir sem féð var passað fyrir. Rík- isbankarnir ruku upp með fumi og fáti þegar hreyfing komst á gjaldeyrisviðskipti fyrir nokkru og sýndu og sönnuðu að lítið fer fyr- ir alvörufjármálaviti á þeim bæj- um. Kaupþingi var svo kennt um óróleikann og síðan hefur ekki Iinnt látunum og skýrslur og yfir- lýsingar og túlkanir eftir hentug- leikum eru gefnar á hverjir græddu á viðskiptunum, ef ein- hver voru, hverjir áttu að græða og hverjir áttu ekki að græða og hvort gróðinn er löglegur eða andstæður gildri fjármunaum- sýslu. Annars er almúganum hollast að fást ekki um það, en snúa sér að alvöru lífsins og fara að kveikja á grillinu. Siðgæðið birtist í talnarunum á skjá. -Ð^ur Er dóp að detta úr tísku? (Niðurstöður skoðanakönnunar meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla benda til að dregið hafí úr neyslu ungmenna á áfengi, tóbaki og ólöglegum vímefíium.) Ómar Smári Ármaimsson aðstyfirlögregluþjónn í Rvík. „Eg vona það. Ef tískan og afstaða fólks til fíkniefna er eitt og hið sama og fólk tek- ur afstöðu gegn neyslu fíkniefna þá er tískan á réttri leið. Unga fólkið eru hinir fullorðnu fram- tíðarinnar og ef dregur úr vímu- efnaneyslu þess og afstaða þess er klár, þá horfir vel fyrir framtíð- inni.“ Karl Pétur Jónsson sáfræðingur í almannatengslum. „Mér virðist al- mennt að heil- brigt líferni sé nú að vinna á. Fólk er að átta sig á að lífsgæðin aukast ef það borðar hollan mat, stundar líkamsrækt og Iætur eiturlyf vera. Eiturlyfja- neysla er niðurrifsstarfsemi og vonandi eru krakkar nógu klárir til að sjá það. Hinsvegar má ekki gleyma sér í fagnaðarlátum yfir því að neysla vímugjafa minnki hjá yngra fólki. Samfélag okkar býður ungu fólki upp á feiknar- lega möguleika til að ná árangri í lífi sínu, en því miður eru mögu- leikarnir til að klúðra sínum mál- um jafnframt fleiri og skilvirkari en nokkru sinni fýrr. Eiturlyfja- neysla er aðeins einn af þeim möguleikum.“ Davíö Bergmaim Daviðsson unglingaráðgjafi á Dalvík. „Vissulega hefur ástandið í þessum efnum batnað á síðustu árum. Hinsvegar er rétt að hafa í huga að könnun sú sem kynnt var í vikunni nær aðeins til grunskólaaldursins en ekki þeirra sem eldri eru. Og málefni þess hóps þurfum við að nálgast með öðru en því að horfa bara á pró- sentutölur, spá verður í fólkið sjálft og finna þannig út hverjir séu í áhættuhópum. Ég tel að það séu einkum unglingar sem hafa glímt við námserfiðleika, lent í fé- lagslegum árekstrum eða átt við geðsjúkdóma að stríða. Og þess- um unglingum þurfum við að koma á rétta braut. En hvað þessa könnun varðar þá er fagn- aðarefni ef forvarnir síðustu ára eru nú að skila sér, þó það þýði ekki að við megum neitt slá af.“ Björgvin G. Sigurðsson varaþingmaðurSamfylkingarinnar. „Nei, því miður er neysla eiturlyfja að aukast ár frá ári og sérstaklega á meðal þeirra sem yngri eru. Forvarnastefna stjórnvalda er í rúst og menn ráð- þrota. Þessi mál þarf að taka til endurskoðunar ef árgangur á að nást. Það scm brýnast cr að gera núna er stórefla forvarnir og fjölga meðferðarúrræðum fyrir unglinga.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.