Dagur - 29.07.2000, Side 7
LAUGARDAGVR 29. JÚLÍ 2000 - 7
RITSTJÓRNARSPJALL
Pétur og puöið
BIRGIR
GUÐMUNDS-
SON
Pétur Blöndal á Alþingi. „Tilgangslaust puð," sagði hann um nefndarstörfin i viðskipta- og efnahagsnefnd.
Trúlega kom Pétur Blöndal með
eftirtektarverðasta pólitíska út-
spil sitt á stjórnmálaferlinum
þegar hann gaf skít í þennan
sama feril. Hann nánast lýsti því
yfir að það tæki því ekki að vera
alþingismaður á Islandi vegna
þess að þeir réðu engu. Það gaf
þessum leik Péturs vigt að hann
var þá búinn að segja sig úr efna-
hags- og viðskiptanefnd þingsins
og tilkynna þingflokki sínum að
þetta væri „tilgangslaust puð“. I
kjölfarið hafa spunnist íjörugar
umræður um stöðu Alþingis, sér-
staklega stöðu þess j>agnvart
framkvæmdavaldinu. I þessari
umræðu hafa mörg orð fallið og
greinilegt að flestir eru á því að
þingið eigi að vera sjálfstætt og
sterkt þannig að það geti bæði
unnið upp með sjálfstæðum
hætti löggjöf og veitt fram-
kvæmdavaldinu aðhald. Þetta er
ekki ný umræða, hún teygir sig
allt aftur til þess tíma að menn
voru að móta hin ýmsu lýðræðis-
kerfi, en engu að síður er hún
alltaf fersk vegna þess að hún á
alltaf erindi.
Jafnvægisdans
Að mögru Ieyti má segja að jafn-
vægisdans lýðræðislegra stjórn-
arhátta birtist á ási eða öxli, þar
sem lýðræði er á öðrum endan-
um en skilvirkni á hinum. Því
Iýðræðislegri sem stjórnarhætt-
irnir eru, því fleiri sem koma að
ákvarðanatökunni og því fleiri
sjónarmiða sem tillit er tekið til,
því lengur er kerfið að komast að
niðurstöðu. Því færri hins vegar
sem ráða, því skilvirkara er kerf-
ið, þvf fljótlegra er að ákveða
hlutina og koma þeim í kring. I
okkar kerfi hefur þessi togstreita
verið leyst með þingræðiskerfinu
þar sem farin er Ieið valdablönd-
unar milli þings og ríkisstjónar.
Þar sem ríkisstjórnin situr í um-
boði þingsins og þó fram-
kvæmdavaldið sé hjá ríkisstjórn-
inni liggja þó ákveðnir angar
þess eða forsendur í rauninni
líka hjá þinginu, t.d. Ijárlaga-
gerðin. I öðrum löndum hafa
verið farnar aðrar leiðir til að
Ieysa þessi mál, t.d. forsetaræðis-
leiðin. Þar er aðskilnaður lög-
gjafarvaldsins og framkvæmda-
valdsins (forseti) enn greinilegri
en í þingræðinu og bæði forseti
og þing sækja vald sitt og umboð
beint til þjóðarinnar. Sjálfsagt er
ekki raunhæft að tala um að
önnur leiðin sé betri en hin, því
f sumum tilfellum getur forseta-
leiðin verið geðþekkari en í öðr-
um hefur þingræðisleiðin aug-
Ijósa yfirburði. Utfærslan á þess-
um leiðum er líka mismunandi.
Okkar „skandinavíska" þingræð-
iskerfi er t.d. ólíkt því breska, og
franska forsetakerfið er ólíkt því
bandaríska. I öllum tilfellum
hins vegar er samnefnarinn sá að
menn eru að bregðast við spurn-
ingunni um aðgreiningu valds-
ins, hvernig þetta pólitíska jafn-
vægi eigi að vera milli löggjafar-
valds og framkvæmdavalds? Um-
ræðan er með öðrum orðum
bæði gömul og ný.
„Gamli maöurinn“
Einn þeirra sem skrifað hefur
mikið um þetta og haft víðtæk
áhrif á umræðuna sl. 50 ár eða
meira, er franski stjórnmála-
fræðingurinn Maurice Duverger,
sem skólafélagar mínir í háskóla
vísuðu gjarnan til sem „gamla
mannsins11 fyrir það hversu þrá-
lát áhrif hans voru í stjórnmála-
fræði - hann væri alltaf að skjóta
upp kollinum í umræðunni.
Sannast það enn hér á því að ég
dusta rykið af honum nú!
Duverger var maður stjórnmála-
flokka og flokkakerfa og hann
benti t.d. á það f áhrifamikilli
bók sinni um stjórnmálaflokka,
sem hann skrifaði fyrir um hálfri
öld, að þegar kæmi að spurning-
unni um aðgreiningu valdsins
mættu menn ekki vanmeta þátt
flokkanna sjálfra og flokkakerf-
anna. Hann vildi meina að það
væri ekki síður mikilvægt að
skoða stjórnmálaflokkana, en
hvaða formlega stjórnkerfi væri í
viðkomandi landi, hvort þar væri
t.d. þingræði eða forsetaræði.
Þannig gæti verið þingræði í ein-
hveijum tilteknum löndum, en
raunveruleg aðgreining valds
(Iögjafar- og framkvæmdavalds)
væri gjörólík í þeim eftir því
hvort þar væri einsflokks kerfi,
tveggja flokka kerfi eða fjöl-
flokkakerfi. Og hann gerði líka
talsvert úr þvf að innra skipulag
og starf flokka geti skipt miklu
máli hvað þetta varðar.
Valtlaflokkar
Þannig væri t.d. augljóst að í
eins flokks ríki, sem byggi við
formlega þrískiptingu valds, væri
til staðar valdaflokkur sem hefði
öll tögl og hagldir, jafnt á „þingi“
sem í ríkisstjórn (og dómsstól-
um). í gegnum tíðina ætti sér
stað ákveðin samþætting ólíkra
þátta valdakerfisins sem augljós-
lega yrði allt á forsendum valda-
flokksins. I tveggja flokka kerfi
þar sem sami flokkur fer með
meirihluta á þingi og í ríkisstjórn
(eða er með þingið og forsetann)
er hætta á þessu lfka sérstaklega
ef sami flokkur er við völd í
meira en eitt kjörtímabil. Þó er
sá grundvallarmunur auðvitað á
að nú væri alvöru stjórnarand-
staða komin til sögunnar. I fjöl-
flokkakerfum ætti þessi sam-
þætting ekki að vera eins greið,
nema auðvitað menn hafi í raun
einhvern flokk (eða flokka) sem í
raun geta kallast valdaflokkar
vegna langvarandi yfirburða
sinna eða sérstakrar stöðu.
Hér er ekki ætlunin að rekja í
löngu máli gömul skrif Duverger
heldur aðeins að nota þau til að
beina athyglinni að hlutverki
flokkanna í þessari umræðu. Það
er nokkuð ljóst að þrátt fyrir að
hinar formlegu leikreglur þing-
ræðinsins beinlínis miði að því
að blanda saman valdastoðum,
ættu þær engu að síður í öllum
meginatriðum að duga til að
tryggja þokkalega aðgreiningu
þeirra líka. Hins vegar er ekki
víst að flokkakerfið eða einstakir
flokkar séu eins líklegir til að ýta
undir sjálfstæði þingsins gang-
vart framkvæmdavaldinu.
Flokksræði
Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur
verið yfirburðaflokkur í íslensk-
um stjórnmálum og með
nokkrum sanni má vísa til hans
sem valdaflokks sem er nánast
orðinn að hluta valdakerfisins.
Þess utan er þetta flokkur sem
kemur í öllum aðalatriðum fram
sem ein heild út á við - hefur
heilmikinn flokksaga og strang-
an og sterkan foringja. Ágrein-
ingsmál um pólitíska stefnu-
mörkun eru innanflokksmál
frekar en t.d. mál sem menn
leysa í þingnefndum með fulltrú-
um annarra stjórnmálaflokka.
Það sem við gjarnan vísum til
sem ráðherraræði er því í raun
frekar flokksræði því það sem
verið er að keyra í gegn er stefna
og vilji flokksins. Miðað við allt
og allt þá væri það því í raun enn
meiri frétt ef Pétur Blöndal fengi
ánægður að njóta frumkvæðis
síns og sjálfstæðis í þingflokkn-
um og á þingi, en að hann fái
það ekki! Sama má segja um
Framsóknarflokkinn sem í
minna mæli þó er í þessu hlut-
verki. Eðli málsins samkvæmt
gildir dálítið annað um hina
flokkana sem hafa verið í mikilli
uppstokkun, sérstaklega á með-
an þeir eru í stjórnarandstöðu og
þar á bæ eru menn líklegir til
láta ráðherraræði - sem í raunni
er það sama og stefna stjórnar-
flokkanna - fara í taugarnar á sér.
Umræðan um völd og áhrif Al-
þingis er þvf þegar öllu er á botn-
inn hvolft ekki endilega spurning
um völd og áhrif Alþingis, heldur
spurning um flokksaga og flokks-
hollustu.
Skriðdýrsháttur
Margir hafa einmitt orðið til að
benda á þennan hlut eftir útspil
Péturs Blöndal. Fáir hafa þó orð-
að það með jafn eftirminnilegum
hætti og Sverrir Hermannsson
hér í Degi í vikunni þegar hann
sagði: „ Helftin af þeim (stjórn-
arliðum) réttir aldrei úr hnjálið-
unum af skriðdýrshætti fyrir
framkvæmdavaldinu. Þeir ganga
íbognir með höfuðið út úr bring-
unni af virðingarskyni, lotningu
og skriðdýrshætti, þegar þeir
ganga framhjá ráðherrum sín-
um.“ Vera kann að eitthvað sé til
í þessu hjá Sverri og sé þetta
svona er enn meiri ástæða til að
ræða málið í flokkssamhengi
frekar en sem einhverja sérstaka
þróun Alþingis sem stofnunar.
Vissulega mun öflugur flokksagi
sem jafnvel birtist í „skriðdýrs-
hætti“ koma niður á virðingu,
sjálfstæði og getu Alþingis gagn-
vart framkvæmdavaldinu. En
slík ógn við þingið er af öðrum
toga en það sem bæði Sverrir og
ýmsir aðrir tala þó gjarnan um í
sama orðinu, en það er hættan
sem löggjafanum stafar af „yfir-
gangi" sérfræðinga, embættis-
manna og hagsmunaaðila.
Á sama báti
Þjóðfélagið verður sífellt flókn-
ara og erfiðara halda yfirsýninni
og hagsmunaaðilar hafa mikil
völd. Það vilja allir fá sfnu fram-
gengt, hvort sem það er sérfræð-
ingur eða embættismaður sem
telur sig vita betur, eða hags-
munaaðili sem trúir því að lífs-
nauðsynlegt sé fyrir samfélagið
að taka mark á því sem hann seg-
ir. En framkvæmdavaldið er ná-
kvæmlega á sama báti og löggjaf-
arvaldið hvað þetta varðar - sér-
fræðingarnir vilja ráða ferðinni
hjá framkvæmdavaldinu líka
þegar kemur að þeirra sviði. Hér
snýst spurningin um völd stjórn-
málamanna yfirleitt gagnvart
sérfræðingum og embættis-
mönnum, en ekki um átökin
milli hins pólitíska framkvæmda-
valds og löggjafarvalds. Eina
leiðin til að tryggja að löggjafinn
hafi eðlilegt tækifæri til sjálf-
stæðrar skoðunar er að hann
hafi sína eigin sérfræðinga og
hafi möguleika til að kalla eftir
athugasemdum og eftirliti á sín-
um eign forsendum. Hvað þetta
varðar eru stofnanir eins og rík-
isendurskoðun og umboðsmaður
Alþingis augljóslega mjög mikil-
vægar.
Pólitiska hliðin
Spurningin um aðgreiningu
valdsins, um þingræði versus
ráðherraræði, snýst því ekki
nema að litlum hluta um hina
tæknilegu eða faglegu hlið mála
þó enn sem komið er hafi fram-
kvæmdavaldið mikla yfirburði
varðandi aðgang að sérfræði-
þekkingu og embættismönnum.
Það er pólitíska hliðin sem er í
brennidepli og hún snýst að
verulegu leyti um flokkana sjálfa
og hvernig þeir skipa sínum mál-
um. Útspil Péturs Blöndal og yf-
irlýsing um áhrifaleysi á Alþingi
eiga þegar allt kemur til alls ekki
nema að litlu leyti við um Alþingi
sjálft. I raun er hann að gefa út
yfirlýsingu um áhrifaleysi sitt í
þingflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum yfirleitt. Það er þar
sem puðið er tilgangslaust. En
treysti menn sér til að breyta
valdakerfi Sjálfstæðisflokksins
og annarra flokka væri það fagn-
aðarefni. „Skilvirknin" í stjórn-
kerfinu er oft of mikil - sérstak-
lega þegar nkisstjómir telja mik-
ið liggja við - og það mætti því að
ósekju færa jafnvægisdans
stjórnkerfisins nær lýðræðisend-
anum á öxlinum.