Dagur - 29.07.2000, Qupperneq 8

Dagur - 29.07.2000, Qupperneq 8
II 8- LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 FRÉTTASKÝRING Ofsaakstur boðskort GUÐNÝ JÓHANNES- DÓTTIR SKRIFAR Fimmtán hafa látið liiió í umferðarslysimi það sem af er árimi. Fyrstu fjóra mánuði ársius slösuðust 230 mairns í umferðiuui. Um síðustu verslunar- mauuáhelgi voru 95 teknir íyrir ölvuu við akstur. Á hverju ári slasast að meðaltali 400 maims alvarlega í umferðinni. Hvað er hægt að gera? Tölurnar eru ekki fallegar og vit- að mál að þær snerta líf fjölda manns. I ekki stærra þjóðfélagi er nokkuð víst að hver Iandsmaður þekkir eða er náinn aðstandandi einhvers sem Iætur lífið í um- ferðaslysi. Slysin gera ekki mannamun og enginn veit hver verður næstur. Hjá Umferðarráði standa menn ráðþrota gagnvart þessari þróun og kennir OIi H. Þórðarson agaleysi þjóðarinnar um. „Það er svo mikið agaleysi í þjóðfélaginu. Menn eru að keyra hraðar en lög gera ráð fyrir, menn eru að keyra undir áhrifum áfengis þrátt fyrir að það sé ólög- legt og síðast en ekki síst eru menn síblaðrandi í síma á meðan á akstri stendur. Allt eru þetta slysavaidar." „Menn eru að keyra alltof, alltof hratt. Tölurnar sýna að það er samhengi á milli þeirra sem slasast alvarlega og þeirra sem keyra alltof hratt. Þrátt fyrir að við séum alltaf að hamra á þess- um staðreyndum gerist ekki neitt,“ segir Ragnheiður Davíðs- dóttir forvarnafulltrúi hjá VIS. Góðar tölor og slæmar Umferðarráð tekur árlega saman tölur þeirra sem lenda í umferða- slysum. Nú þegar liggja fyrir tölur þeirra sem lent hafa í slysum fyrstu Ijóra mánuði þessa árs. Berum þær tölur saman við næstu tveggja ára á undan. Sjá töflu 1 Miðað við þessar tölur hefur heldur dregið úr slysatíðni en þrátt fyrir það eru fleiri Iátnir en áður. Tölurnar sjálfar segja ekki allt. „Það er nánast vonlaust að ætla að vera með nákvæmar tölur á slysum hér á Iandi. Tölur þær sem Umferðaráð hefur miðast við tölur sem þeir fá uppgefnar hjá lögreglunni. Þeim tölum ber ekki saman við þær tölur sem við höf- um né þær tölur sem sjúkrahúsin hafa. Ekki eru öll umferðarslys tilkynnt til Iögreglu. Sérstaklega ekki ef eitthvað er ekki eins og það á að vera,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir sem daglega er í sambandi við fórnarlömb um- ferðarslysa. „Fjölmiðlar fjalla ekki um slys nema um „alvarleg slys“ sé að ræða. Afleiðingar slysa eru svo margar. Eg er að horfa á ungt fólk sem þarf að breyta öllu sínu lífi vegna þess að það eða ein- hverjir aðrir fóru ógætilega í um- ferðinni. Þetta fólk og þeirra nán- ustu þurfa að setja allt sitt á bið á meðan barist er við afleiðingar slyssins. Stundum fer lífið aldrei aftur í samt horf. Þetta fólk má samt þakka fyrir að vera á lífi.“ Blönduósslögreglan til fyrirmyndar En hvað er hægt að gera? „Auka Iöggæslu. Löggæsla í Iandinu er ekki nándar nærri því nógu góð og fólk er farið að reikna með því að komast upp með að brjóta af sér. Nema í Húnavatnssýslum. Maður heyrir um fólk sem er að gorta sig af því hvað það gat keyrt hratt úti á þjóðvegum nema í Húnaþingi, þar slá allir af. Enda man ég ekki eftir neinu alvarlegu umferðaslysi í umdæmi Blöndu- ósslögreglunnar síðustu ár. Þessir menn eru til fyrirmyndar og ef fleiri væru eins og þeir væri vand- inn minni," segir Ragnheiður. „Það þarf að fylgja þessu mun betur eftir. Bæði með aukinni löggæslu og áróðri,“ segir Óli H. Þórðarson. - Ef við víkjum að þeim sem eru gerendur í þessu máli þ.e. þeim sem valda slysun- um kemur í ljós að þeir eru ekki svo margir. „Það eru kannski ekki nema 15% allra ökumanna sem eru að keyra á skakk og skjön við aðra í umferðinni en þessi 15% geta eins og dæmin sanna skapað milda hættu. Sjálfur segi ég alltaf að þetta fólk sé að misnota bílinn sinn. Það er ekki að keyra eftir aðstæðum og oftar en ekki á manndrápshraða. Flest slys eiga sér stað úti á þjóðvegum og oftar en ekki eru það hraðakstur eða framúrakstur sem slysinu valda. Við verðum að læra að slaka að- eins á og taka tillit til næsta manns í umferðinni. Fari menn að lögum á allt að geta gengið vel.“ TAFLA 1 (Hér er miðað við íyrstu 6 mán.) Ár Slasaðir mikið slasaðir látnir 1998 290 67 12 1999 301 53 10 2000 230 34 15 TAFLA2 Ár slasaðir, mikið sl. lítið sl. ölvaðir undir stýri látnir 1994 13 2 11 51 0 1995 21 5 16 73 2 1996 18 4 14 66 0 1997 21 3 18 62 0 1998 24 7 17 48 2 1999 14 2 12 98 0 Hraðakstur, ölvunarakstur, framúrakstur og mal í farsíma á meðan á akstri stendur eru aðal-orsakaþættir bílslysa. Það. ferðinni og framundan er mesta ferðahelgi ársins. 98 ölvaðir imdir stýri Framundan er verslunarmanna- helgin en hún er að öllu jöfnu mesta umferðahelgi ársins. Þrátt fyrir mikinn viðbúnað lögreglu þá helgi er alltaf eitthvað um slys. Lítum á síðastliðin sex ár. Sjá töflu 2 Þarna vekur mesta athygli fjöldi ölvaðra ökumanna. Hann virðist allaf fara hækkandi. Einnig vekur athygli að þrátt fyrir aukna löggæslu verður mikið um slys þessa helgi. Hefur þessi aukna löggæsla þá ekkert að segja? Eða hefðu slysin orðið enn fleiri hefði logreglan ekki verið svona vel á verði og þessir 98 sem teknir voru fyrir ölvun við akstur allir verið á ferðinni úti á þjóðveg- um Iandsins? „Eg er nú reyndar ekki alveg sammála þessu. Ef við Iítum á árið í fyrra og berum það saman við árið þar áður sjáum við að þar hefur brðið veruleg breyt- ing. Minna er um slys og þá sér- staldega þessi alvarlegu. Skýring- in á því er sú að í fyrra vorum við með herta Iöggæslu úti á þjóðveg- unum. Við vorum sýnileg sem gerði það að verkum að fólk dró úr hraða og í framhaldinu fækkaði slysum. Hvað þessa ölv- uðu varðar þá þýðir aukin lög- gæsla að fleiri eru teknir. Það þarf því ekki að vera að það hafi verið fleiri ölvaðir í fyrra en árin á undan,“ segir Hjálmar Björgvins- son aðalvarðstjóri hjá Ríkislög- Úli H. Þórðarson, hjá umferðarráði: „Það er svo mikið agaleysi í þjóð- félaginu. Menn eru að keyra hrað- ar en lög gera ráð fyrir, menn eru að keyra undir áhrifum áfengis þrátt fyrir að það sé ólöglegt" reglustjóra. Hann segir jafnframt að erfitt sé að kortleggja slys og því sé ekki hægt að segja til um hvort þessi aukna löggæsla hafi dregið út tíðni slysa eða hvort það var eitthvað annað. „Það er ekk- ert hægt að segja um hvað hefði gerst hefðu allir þessir 98 getað keyrt óáreittir heim. Hugsanlega hefðu þeir allir getað lent í slys- um og hugsanlega enginn þeirra, það er einfaldlega ekki hægt að setja þetta svona upp.“ Flestir flillir í miðbænum Neikvæða þróun ölvunaraksturs er ekki aðeins hægt að tengja við verslunarmannahelgina því sam- kvæmt nýrri samantekt Lögregl- unar í Reykjavík hefur verið mik- ill stígandi í ölvunarakstri og hafa menn þar á bæ miklar áhyggjur af þróun mála. Bara í þessari viku voru tvö slys sem rekja mátti til ölvunar undir stýri. Samantektin nær til fyrstu sjö mánaða ársins og sé hún borin saman við árin á undan kemur aukningin berlega í Ijós. Árið 1997 voru 472 teknir fyrir ölvun á þessu tfmabili. Árið 1998 voru þeir 633, í fyrra voru

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.