Dagur - 29.07.2000, Qupperneq 9

Dagur - 29.07.2000, Qupperneq 9
 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 - 9 íútfor? - sem afer árinu hafa 15 látið lífið í um- þeir 475 og í ár er talan 788. Ekki glæsilegt en hjá lögreglunni telja menn að skýringuna sé að hluta til að finna í auknu eftirliti. Þá leiðir athugun á gögnum lögreglu ekki í ljós breytt mynstur í eðli ölvun- arakstursbrota. Líkt og áður koma flest brotin upp um helgar og um Ragnheiður Davíðsdóttir, fon/arna- fuiitrúi hjá VÍS: „Stundum fer lífið aldrei aftur í samt horf en þetta fólk má samt þakka fyrir að vera á lífi 40% af málunum koma upp í grennd við miðbæinn. I yfirlýsingu frá lögreglunni í Reykjavík frá í gær segir að framundan sé mikil ferðahelgi og reynslan sé sú að þessa helgi verði oft alvarleg slys sem mörg hver megi rekja til ölv- unaraksturs. Vegagerðin gengur í lögguna Nýlega kynnti dómsmálaráðherra nýja herferð lögreglunnar gegn hraðakstri. Þar var um að ræða tvo nýja bíla í vegaeftirlit og er þetta átak í samvinnu við vegagerðina. Það er að segja að bílamir em mannaðir með einum manni frá lögreglunni sem sér um að hraða- mæla og sekta Og einum manni frá vegagerðinni sem á að vera til vitn- is um rétt vinnubrögð lögreglunn- ar. Þetta samstarf vegagerðar og lögreglu mun ekki vera nýtt af nál- inni en undanfarin ár hafa þessar tvær stofnanir snúið bökum sam- an þegar kemur að því að athuga öxulþunga svo og ökurita lang- ferðabílstjóra. Þessi nýju vinnu- brögð hafa nú verið gagnrýnd og eru menn að tála um að ekki sé löglegt að hafa mann frá vegagerð- inni í sæti Iögréglumanns. Það er, verði sektun áfrýjað stæðist hún ekki fyrir lögum. Hjá lögreglunni fást þær upplýsingar að þetta sé ekki rétt því lögreglumaðurinn einn og sér hafi vald til þess að sekta menn. En fari málið fyrir dóm standi það með því að vega- gerðamaðurinn sé vitni, það sé því ekki aðeins orð gegn orði. Lögreglan og vegagerðin eru að vonast til þesS að þessar nýju að- gerðir verði til þess að menn hafi varan á sér og dragi í framhaldi af því úr ökuhraða. Með því eigi að vera hægt að draga verulega úr slysatíðni. Sár sem aldrei gróa En hverjar eru afleiðingar þessara slysa? Við heyrum og lesum í Ijöl- miðlum um slys og hugsum með okkur „en hræðilegt", síðan heldur líf okkar áfram að mestu óbreytt. Nema hvað að næstu tvo daga keyrum við alveg eftir lögum og reglum. Hvað verður um þá sem lenda £ slysunum og aðstandendur þeirra? Það sem meira er, hvað verður um þá sem slysunum valda? Hvernig líður þeim. Eg átti eitt sinn viðtal við unga stúlku sem Ienti í hörðum árekstri. Stúlk- an keyrði yfir á öfugan vegarhelm- ing, lenti framan á jeppa með þeim afleiðingum að ökumaður jeppans, sem ekki var í belti, lét Iífið. Unga stúlkan sem telur að hún hafi sofnað, segist að öllu jöfnu vera öruggur bílstjóri og aldrei hafði hún lent í neinu. Sjálf slasaðist hún alvarlega £ slysinu og er óvfst að hún muni nokkurn tfma bfða þess bætur. Þrátt fyrir að sjónarvottar segi að hún hafi ekki verið á mikilli ferð og að börn hins Iátna hafí heimsótt hana á sjúkra- húsið var hún dæmd fyrir mann- dráp af gáleysi. „Það var gífurlega erfitt að vakna eftir slysið öll í ldessu en heimurinn hrundi þegar ég vissi að maðurinn hafði látið líf- ið. Ég á aldrei eftir að jafna mig á þessu en sárast þykir mér að hafa verið dæmd fyrir manndráp af gá- leysi. Ég fór út að keyra með vini mínum og allt í einu var ég glæpa- maður og öryrki. Þetta sýnir að aldrei er of varlega farið,“ sagði þessi unga stúlka sem nú hefur náð ótrúlegum líkamlegum bata. Sárin á sálinni gróa hins vegar seint. Ríkisendurskoðun hefur gagrýnt hvernig staðið var að samningum um reynslusveitarfélagsverkefni milli Akureyrarbæjar og heilbriðis- og félagsmálaráðuneyta. Munu taka mið af skýrsluimi Forstöðiunaður Fé- lagssviðs hjá Akureyr- arbæ segir eðlilegar skýriugar á kostnað- arhækkun vegna reynslusveiarfélags- verkefna sem Rikis- endurskoðun dregur fram. „Við munum að sjálfsögðu taka tillit til þess sem þarna kemur framvið útfærslu á þeim ákvæð- um um árangursmælingar sem settar voru inn í nýju samning- ana,“ segir Karl Guðmundson forstöðumaður Félagssviðs hjá Akureyrarbæ um skýrslu Ríkis- endurskoðunar um reynslusveit- arfélagsverkefni hjá bænum. Eins og greint var frá í Degi í gær kemur fram hörð gagnrýni í skýrslunni á samningsgerðina sjálfa og undirbúning hennar og að þar hafi ekki verið gert nægj- anlegt ráð fyrir árangursmæling- um og eftirliti. Karl segir að í samningunum sem gerðir voru við félags- og heilbrigðisráðu- neytin í vetur hafi verið ákvæði um samninga um árangursmæl- ingar fyrir 1. júní, sem menn hafi ákveðið að bíða með út- færslu á fram á sumar, eða þar til niðurstaða skýrslu Ríkisend- urskoðunar Iægi fýrir. „Það má því segja að við höfum nánast verið að bíða eftir þessari skýrslu," segir Karl. Það vekur athygli í skýrslu Ríkisendurskoðunar að saman- lagður kostnaður ríkis og sveitar- félag hækkar vegna verkefnisins, bæði varðandi málefni fatlaðra og í öldrunar- og heilsugæslu- þjónustuni. I skýrslunni er bent á að tilfærsla á verkefnum frá ríki til Akureyrar hafí átt að hafa í för með sér meiri og betri þjón- ustu fyrir sömu íj'ármuni. Nið- urstaðan sé hins vegar sú að samanlagður kostnaður vegna málefna fatlaðra hafi hækkað um 60 milljónir á þriggja ára tímabili frá 1995 -1998, eða hækkum upp á liðlega 25%. Karl Guðmundsson bendir á að fyrir þessum kostnaðarhækk- unum séu ýmsar ástæður og þrjár nefnir hann sérstaldega. I fyrsta lagi hafi beinlínis verið gert ráð fyrir kostnaðarauka í samningnum um málefni fatl- aðra sem verið sé að fjalla um. I öðru lagi hafi verið tekið í notk- un nýtt sambýli á tímabilinu og í þriðja lagi hafi orðið almennar kostnaðar hækkanir enda viti hann ekki til að þróunin á Norð- urlandi eystra hafi að því leyti verið öðru vísi en hjá sambæri- legum stofnunum annars staðar á landinu. Heilsugæslan Varðandi öldrunar- og heilsu- gæsluþjónustuna er það sama uppi á teningnum í skýrslunni því samanlagður kostnaður þar hækkar um 10,1% á tímabilinu frá 1996-1998. í krónum talið er þessi hækkun 49 milljónir króna, 13 milljónir króna vegna öldrunarþjónustunnar en 36 milljónir króna vegna heilsu- gæslustöðvarinnar. Ástæður þessar miklu hækkunar hjá heilsugæslunni liggja m.a. f breyttu launakerfi lækna f kjöl- far úrskurðar kjaranefndar. Laun þeirra greiðast nú af heilsugæslustöðinni en Trygg- ingastofnun greiddi þau áður. Heimilisþjónusta Þá er því haldið fram að þjón- ustustigið hjá bænum hafi í raun lækkað milli áranna 1997 og 1998, því samningurinn um reynslusveitarfélagsverkefnin gerði ráð fyrir að dvalarheimilis- rýmum fækkaði, en á móti kæmi aukin heimilisþjónusta. Dvalar- rýmum fækkaði en hins vegar var tiltölulega lítil aukning í hefðbundinni heimilisþjónustu. Karl bendir á að á þessum tíma hafi verið verulegur halli á öldr- unarþjónustunni og til marks um það hafí menn loks viður- kennt að daggjöld í hjúkrunar- rými hafi verið of Iág og þau hafí þá loks hækkað um 20% milli ár- anna 1999 og 2000. Það aukna svigrúm sem skapast hafi við fækkun rýma á sfnum tíma hafi einfaldlega horfið beint í halla- reksturinn. Hins vegar leggur Karl áherslu á að þrátt fyrir þetta hafi ekki verið biðlisti eftir heimaþjónustu á Akureyri og með ákveðnum hagræðingu og enduskipulagningu hafi tekist að sinna vel allri eftirspurn á því sviði. Mega ekki sigla saman Samkeppnisstofnun hefur hafn- að beiðni Samskipa og Eim- skipafélagsins um að fá að halda áfram samstarfi og samráði í sjó- flutningum milli lslands og Norður-Ameríku eftir 1. ágúst, í stað þess að stunda samkeppni. Þetta þýðir að Samskip getur ekki lengur flutt vörur á skipum Eimskipafélagsins með sérstöku samkomulagi, sem Samkeppnis- stofnun heimilaði tímabundið eða til 1. ágúst. Urskurðurinn er mikið áfall fyrir hin einokunar- og fákeppn- isinnuðu skipafélög. Frá því að Samkeppnisstofnun heimilaði samstarfið tímabundið árið 1997 hefur skipafélagið Atlants- skip komið til sögunnar með samkeppni og er höfnun Sam- keppnisstofnunar ákveðin með hliðsjón af því. Málinu er þó ekki lokið, því Eimskip og Sam- skip ætla að leggja málið fyrir Samkeppnisráð til að fá banninu við samráðinu hnekkt eða fá framlengingu á undanþágunni. - FÞG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.