Dagur - 29.07.2000, Síða 10

Dagur - 29.07.2000, Síða 10
10 - LAUGARDAGVR 29. JÚLÍ 2000 FRÉTTIR HLutur unglinga í hesta- íþróttum fer vaxandi Um 400 keppendur eru skráðir til keppni á ís- laudsmótínu í hesta- íþróttum á Melgerðis- nielum í Eyjafirði. Hestamannafélögin á Norðurlandi standa fyrir Islandsmóti í hestaí- þróttum á Melgerðismelum í Eyja- firði um helgina. I mótaskrá segir m.a. að ekki sé auðvelt að halda ís- landsmót í kjölfar nýliðins Lands- móts en enginn beygur sé í Norð- lendingum. Nauðsynlegt sé að horfa til meiri leikgleði inn í hesta- mótin, en ekki sé hægt að leikgleð- in komi frá mótshöldurum eða öðrum, hún verði að koma frá þátttakendum sjálfum. Síðan segir mótstjórinn, Reynir Hjartarson á Brávöllum, m.a.: „Eg get ekki látið hjá líða að koma með áminningu til þeirra sem lögin skapa, þ.e. til þeirra sem hafa sótt landsþing undanfarin ár. Það er ófært þegar líður að Islandsmóti hvert ár að hringt sé ffam og aftur um allt land til þess að spyija sérfræðinga hvað hver Iagagrein þýði og hvern- ig eigi að túlka hana, og fá síðan misvísandi svör. Lögin og reglurn- ar eiga að vera það skiljanlegar að hver einstaklingur geti skilið án þess að leita sér aðstoðar. Þarna er verk að vinna“, segir Reynir Hjart- arson. Iþróttamennska í hestaíþróttum er ekki mjög gamalt fyrirbrigði. Að- almunurinn á þessu og gæðinga- keppni er sá að í hestaíþróttum gildir árangur parsins, þ.e. hest og knapa, svo í einhveijum tilfellum e það ekki endilega besti hesturinn sem sigrar ef knapinn stendur sig síður. Því reynir mun meira á Rut Skúladóttir, frá hestamannafélaginu Mána í Keflavík, í keppni í tölti á Kelk frá Laufási. - mynoir: gg knapann. í keppni í hestaíþróttum má knapinn aðeins ríða einum hesti í hverri grein, en í gæðinga- keppni getur hann notað 4 til 5 hesta. í hestaíþróttum reynir meira á knapa og hest í tækni- keppni. „Það eru um 400 keppendur skráðir til þessa móts sem er nokk- uð gott, en lakara þegar mótið fer fram á höfuðborgarsvæðinu. Keppt er í fimm flokkum barna og unglinga og í tveimur flokkum fullorðinna. Keppni barna og ungl- inga er að verða stöðugt stærri hluti þessa íslandsmóts í hestaí- þróttum," segir Reynir. „Hér á Melgerðismelum er keppt á tveim- ur völlum sitt hvoru meginn við hæðina og er mun meiri áhugi á keppni bama og unglinga sem sýn- Játvarður Ingvarsson frá hesta- mannafélaginu Herði úr Mosfells- bæ á jarpskjóttum Nagla frá Árbæ. ir okkur hver þróunin er en kring- um þá keppni virðist vera miklu meiri spenna. Það fylgir líka böm- unum „heilt úthald“, þ.e. foreldrar, systkini o.fl. sem síðan sitja í brekkunum og hvetja „sinn mann“. I gær var íjölskylda að keppa hér sem kom frá Þingvöll- um. Hestur stúlkunnar heltist, en þá lét sá fullorðni stúlkuna hafa sinn hest og dró sig út úr keppn- inni. Það er gaman að þessu og sýnir okkur hvaða sess bama- og unglingakeppnin er að öðlast. Það var ekki síður ánægjulegt við þetta að þarna fór einn fremsti reiðmað- ur landsins, Tómas Ragnarsson í Reykjavík," segir Reynir ennfrem- ur. Konurnar eru að verða ráðandi sem knapar, en annars staðar en á Islandi hefur reiðmennska fyrst og ffemst verið kvennasport. I yngstu flokkunum eru það stúlkurnar sem ráða og gefa karlmönnunum ekkert eftir í þessu fremur en öðru. Auk tölts er keppt í fjór- gangi, fimmgangi, fimi, hindrun- arstökki, gæðingaskeiði, 140 metra skeiði og 250 metra skeiði. - GG Tvo frímerkjasöfn þau bestu SIGUEÐUR H. ÞORSTEINS- SON SKRIFAR Dómnefndin á frímerkjasýning- unum á Kjarvalsstöðum störfum sínum í gær. Á sýningunni DÍEX-2000, þar sem aðeins voru íslensk söfn, voru veittar þrjár gullmedalíur ásamt heiðursverð- launum, átta stór, gyllt silfur og þar af tvö sem einnig fengu heið- ursverðlaun. Eitt gyllt silfur, eitt stórt silfur og tvö silfur. Önnur söfn í þessum hluta voru ekki dæmd. Á sýningunni NORDJU- NEX-2000 voru veitt sex gyllt silfur ásamt heiðursverðlaunum, fimm stór silfur, tólf silfur, níu silfruð brons og ellefu brons- medalíur. I flokknum silfur voru veitt ein uppörvunarverðlaun og með silfruðu bronsi voru veitt tvenn slík verðlaun. Hæðstu stigatölu hjá dóm- nefndinni á DÍEX-200, fengu þeir Heinrich Schiiling fyrir safn sitt „Erlendir komustimplar á ís- lenskum pósti" og Sigurður R. Pétursson fyrir safn sitt „íslensk bréfspjöld 1879-1920“. Þetta voru án alls vafa tvö bestu söfn- in á sýningunni, en auk þess fengu þau heiðursverðlaun. Stigafjöldi hvers um sig voru 88 af 100 mögulegum. Strax á eftir kemur svo Þór Þorsteins með 86 stig fyrir safn sitt „Islensk gjalda- og söfnunarmerki og stimplar". Einnig fékk hann gull og heið- ursverðlaun. Stóru gylltu silfurmedalíurnar fengu svo: Hjalti Jóhannesson með 83 stig og heiðursverðlaun. fyrir „Antika- og Lapidarstimpl- ar“. Roland Daebel með 82 stig fyrir „Póstflutningar með skip- um, frá/til og um Island". Wern- er Stöwahse með 82 stig og heiðursverðlaun fyrir „Island - Skildingar og auramerki, spor- öskjulaga mynd“. Wolfgang Holz með 82 stig fyrir „Island - núm- erastimplar" og 80 stig fyrir „Is- land, skipspóstur og komu- stimplar. Kurt Bliese með 81 stig fyrir „Póstbréfsefni Islands 1879-1903“. Gerhard Múller með 80 stig fyrir „Island í seinni heimstyrjöldinni“. Torben Jen- sen með 80 stig fyrir „Island, Kristján X. Frímerkjasýningin á Kjarvalsstöð- um hefur vakið nokkra athygli fyrir frímerki frá Búlgaríu þar sem á stóð „Ingibjörg 8 ára.“ í Ijós kom að um var að ræða teikningu eftir Ingibjörgu Davíðsdóttur frá 1982 eins og fram kom í blaðinu í gær. Hér má sjá Ingibjörgu við opnun sýningarinnar og frímerkið um- rædda er á innfelldu myndinni. einnig Jón Egilsson fyrir „Hafn- ar(jörður“ með 65 stig. Gyllt silfur hlaut Rúnar Þór Stefánsson með 77 stig og heið- ursverðlaun fyrir „Island á seinni stríðsárunum. Stórt silfur hlaut Werner Stöwahse með 72 stig- um fyrir „Tveggja konunga út- gáfan". Silfur hlaut Sveinn Ingi Sveinsson fyrir „Islenskir núm- erastimplar" með 68 stig og Unglingarnir stóðu sig vel Unglingarnir á NORDJUNEX- 2000m stóðu sig einnig með af- brigðum vel. Sex gyilt silfur og heiðursverðlaun fengu í næst elsta flokki 18-19 ára. Marie Strálfors, 83 stig fyrir „Notkun hesta“ og Lisbeth Frandsen með 80 stig fyrir „Friðrik konungur IX“. Einnig Tuukka Laakso, með 81 stig fyrir „Litlu hringstimpl- arnir finsku". I næsta flokki, 16- 17 ára fengu Sofia Karlson með 80 stig fyrir „Bókahilla æsku minnar" og Jessica Sellberg 80 stig fyrir „Sígild tónskáld". I yngsta hópnum, allt að 15 ára, hlaut svo Lena Paulsen 81 stig fyrir safn sitt frá Tékkóslóvakíu. Fimm fengu stórt silfur með 75 til 78 stig, þar af einn í yngsta flokki. Tólf fengu silfur með 70 til 74 stig og ein uppörvunar- verðlaun. Islandssafn Mikkel OI- sen frá Danmörku fékk 68 stig og silfrað brons ásamt uppörv- unarverðlaunum. I söfnum unglinganna er mikil breidd ótakmarkað hugmynda- flug, sem gerir frímerkjasöfnuna þess virði að sinna henni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.