Dagur - 12.08.2000, Side 16

Dagur - 12.08.2000, Side 16
32 - LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 FLUGUR Stelán Jón Halstein skrifar Maður á það til að íyllast fordóm- um í garð veiði- staða. Finnast þeir fáfengilegir þótt öðrum þyki þeir eftirsóttir. Eg skal alveg viður- kenna að mér finnst ekki spennandi að standa undir þjóðvegarbrú og kasta á hyl. Enda veitti ég fólkinu á hinni stönginni sem veiddi með mér svæðið, fús- lega leyfí til að veiða „laxastaðinn" meðan ég færi bara í almenning- inn niður í ós og kastaði íyrir blcikju. Þau komu eftir tvo tíma niður eftir og voru alveg gáttuð: Við stóðum í hávaðaroki við ósinn og höfðum ekki orðið vör, en upp- frá var hvílík blíða í kvöldsólinni að það væri tóm vitleysa að kasta ekki þar frekar en héma niður frá. Jafn- vel þótt maður yrði að standa und- ir brú og bílaflotinn á leið í versl- unarmannahelgarfrí í Iangri Iest yfír. Gleymt Eg heyrði ekki hávaðann í bílun- um þegar fyrsti laxinn sýndi sig. Ég fór út þar sem hægt er að kasta og þrátt fyrir steinstöplana og brúar- gólfið yfír mér og þungann frá bílaumferðinni fyrir ofan heyrði ég ekki neitt. Þögnin ríkti og fegurð- in: norðlensk kvöldsól var komin í kjörstöðu til að varpa gylltum roða á hylinn. Og lax stökk. Og svo kom hann og kafaði eins og hnísa. Eg fann strax að þessi hylur var „heit- ur“. Heitur þýðir að ég var í sam- handi og þaé var samband við mig. Var þó ekki einu sinni búinn að kasta. Það var eins og veiðigufa Iiði upp frá hylnum, veiðitíbrá réttara sagt. Og ég sá hana. Hvað heitir nú flugan? Ég veit að á þessum stað nota allir veiðimenn sem kunna á ána flugu sem ég átti í boxinu. Daginn áður hitti ég gamlan vin minn úr lík- amsræktinni og hann sagðist vera Fluguveiðar að sumri (179) Lax á klofbragði á leið í aðra norðlenska á sama dag. „Gleymdu ekki Undertaker' sagði ég við hann, því hún er einmitt flugan sem ég vissi að góð- ir veiðimenn sem kunna á ána mæla með. A leið norður Iágu leið- ir okkar saman á þjóðvegabcnsín- stöð og ég spurði auðvitað hvort hann hefði náð í réttu fluguna. „Hvað heldurðu maður" sagði hann hróðugur, vég fór og náði í Motherfucker!" Ég hló með sjálf- um mér og ákvað að setja ekki Und- ertaker undir. Hann væri búinn að sjá nóg af Utfar- armeistaranum. Frances ekki heldur Ég ákvað að Frances væri ekki heldur málið, ekki í hefðbundinni út- gáfu þótt mér fínndist freistandi að setja hana út, svarta með gylltum rríkrók. Þetta var rannig kvöld. En nú kom vindgára á hylinn og hann varð hamraður svo ég ákvað að láta undir Frances gárutúbu sem Dr. Jónas hefur hannað og mér fínnst fara einkar vel í svona vatni. Tók lax á hana í Elliðaánum, sem hjálpar alltaf til við svona val. Túban er smá, lokuð að framan og skautar mjög fallega á yfírborðinu ef maður heldur stönginni vel upp og vindur stjakar blíðlega við línunni svo flugan fer hvorki of hratt né hægt. Nú kom hún yfír til mín og gerði hárfínt strik í yfirborð hyljarins. Það getur vel verið að heil útihátíð á leið á Skagaströnd til að fara í Kántrí hafi streymt yfír brúna. Ég var al- gjörlega heillaður af flugunni sem kom yfir til mín. Nokkrar tilraunir Ég gerði nokkrar tilraunir svona. Flugan fór beint yfir og á ská, ég vissi að það gæti verið óvitlaust að láta hana skára flötinn undan straumi eins og skáhallt með hefð- Fjöldinn fór til Hallbjörns, laxinn kom til mín. bundnu sniði. Ég lagði meginá- herslu á að láta hana fara fallega yfír þar sem ég sá laxinn kafa eins og hnísu. Ekki kom hann. Ég þok- aði mér aðeins niður og lét fíug- una bara fara yfír aðeins neðar. Orðrómur var um að fleiri laxar en þessi eini væru í hylnum. Og þá kom það. Þegar flugan kom svif- andi yfir og var nærri komin alla leið kom skvetta. Skvetta. Bara skvetta og svo hringur á eftir, en það var einmitt þar sem flugan var. Hann hafði komið upp! Ég vissi nú að til- fínning mín fyrir veiðitíbrá yfír hylnum var ekki röng. Þvert á móti. Ég reyndi aftur sömu aðferð en hann kom ekki. Örtúba Frances örtúba er eiginlega bara brandari. Hún er með nokkur hár úr skotti Frances flugu, sett á Iítinn plast- staut og vopnuð örsmáum þríkrók. Þessi fór undir. Nú mundi ég orð Kolbeins Grímssonar sem sagði mér rétt áður en ég fór að hann hefði séð mann „strippa" lax upp þarna með því að gera það nógu hratt. Þetta þýðir að maður dregur fluguna eins hratt og hægt er und- ir yfirborðinu þvert á hylinn. Ég fann að ég var í stuði. Klofbragð Ég kastaði alla Ieið yfír og byrjaði að draga hratt yfír um leið og flug- an lenti. Hún var undir yfírborð- inu en kom á eins miklum hraða og ég gat dregið hana yfír til mín. Einu sinni. Tvisvar. Nú kastaði ég í þriðja skipti. Ég sá að hún færi beint yfír staðinn þar sem skvettan kom. Hratt, hratt, hratt, hrað- ar...þetta er bölvað púl og það er freistandi að rífa fluguna upp þeg- ar maður sér ekki boðaföllin koma á eftir en ég dró og dró og nú var flugulínan kominn inn og ég dró og lyfti stönginni til að rífa fluguna upp. Þá tók hann. Nánast milli fóta minna. Ég ýki aðeins. En það var ekki mikið úti. Þegar ég reisti stangaroddinn fór hann að titra og svo fann ég fyrirstöðu og ég var nógu fljótur að hugsa til að gefa slaka. Línan í hönd mér þaut út um lykkjurnar og flæktist sem bet- ur fer ekki, og þá kom hann upp í gegnum gylltan spegilinn: Fínn fískur! Og svo kom hann aftur upp. Það getur vel verið að um- ferðardynurinn lyrir ofan mig hafí verið mikill. En ég heyrði ekkert nema dynkinn sem kom þegar lax- inn lenti á spegilsléttum hylnum. Mig undraði að hafa ekki séð vott af straumgáru þegar laxinn tók við- bragð. Engin hoðaföll þegar hann elti fluguna sem kom hratt yfír hylinn. Engin skvetta eða smeílur þegar hann tók. Þetta var hljóð- íaust og ósýnilegt. Ef ég hefði verið aðeins fljótari á mér hefði mig aldrei grunað að Iax hefði verið á eftir. En þessi átti önnur örlög en vera mér síðri í viðbragði. Ég bakkaði rólega til lands en fann þá að ég var með litlu sil- ungastöngina í hönd mér, þessa sem gerð er fyrir línu sex, og hjólið án bremsu, gert íyrir fjöruga bleikjuslagi. Þessi fískur var þyngri en maður gæti Ieyft sér kæruleysi. Þess vegna var slagurinn spenn- andi og ég varð að hafa mig allan við, hélt við hjólið með fingrunum til að bremsa af, hélt stönginni vel uppréttri til að nýta krafta hennar sem best án þess að fá verk í hand- leggina. Var heppinn því ég komst niður fyrir Iaxinn og þvert á hann, það auðveldaði slaginn. Og svo kom hann. Sjö pund. Inga frænka fékk hann f nesti heim af því að hún varð að fara alltof snemma úr veiðitúrnum og það var hún sem sagði mér að fara undir brúna. Meðan Kántríhátíðin streymdi yfír. Ég heyrði ekki í henni eitt andar- tak. -TOa^tmir Cortland 444 flugulinurnar fást í 10 geröum sem hæfa sérhverjum aöstæöum. Framþungu fluguiinurnar fást í 2 gerðum af flotlfnum, 3 geröum af sökk-odds linum, Intermediate ásamt 4 geröum af sökklínum. Þvi ekki aö byrja meö Cortland, þú endar þar hvort eö er! Fæst f næstu veiölverslun. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlið 41, Rvik, simi 562-8383 CORTLAND FLUGU LÍNURNAR .. HÆFA OLLUM AÐSTÆDUM '-r\J ** Þ/ALf- A ST * Dfiy/CK-’ uA V Atf A- i ÞdLtlK 1- AKÖF ■f ÖSL- >$T T/iöuK ESPA' V otul' k } *> l’HKLAR ftOTu'k HubO fldkti mmm Iprf ÍpÉ Hi 111 ifffl u '-y> IrnM® V mvzM iíípg- ÍZMiíi SÉ ispf mill B * ■ —7 |ll|§ brtRToR HljbQA HÆf) 'OHRBrírí fih i K'AMIR TALA EiÍKAfii voóu^r i f FlFUB s 5V£tó- uk SKKiPf EiRl 10 FLAS W im ■fpyp- 5K£!6 #1 KVÆM7 $ 5'fEfríS ’smf uR m % R/EríA STÚLKA, SKunaR TOfcA p? mm FhA w* 6£i7u SAR&A KOMA 'SVMI 1 5'lEititJ ILM- FFHI DULfirí REIQ unmn & KARLr t) YR W£- ’OTT HÚfiR FLAS6 KEYRA VA FA 11® húu FALL- £&U LMiB 5 DEILA ÓLM rítirí SLETtu CtRMly ihA S> lllli U'A SEKT SÖGrí PAT TRuTla %Arí6- TR' £ caiN 5 VIK áöfíe NáW- LAuS —T MA5I6 HRb 4 Dimm llÍtll ÖiFi HÖC-fc Ki río- Heyta TRÉ H£W0A jz : ísstlíii: WMA KRAP tjlTA UM- 5 TAHQ /iÓLMI tlOrí- AST £tiA5L SKEL P'tLk wl RkHG,- A(? 4 fiiiFu KOWA S Hfiw- AH ht-o- vino- tiA b 'AHAU) UMmwr Krossgáta nr. 199 Lausn ................. Nafn................... Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 199 I krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta 199) Strandgötu 31, 600 Akureyri - eða með faxi í síma 4606171. Lausnarorð krossgátu nr. 198 var Útihátíð og vinningshafi er Borgþór Kærensted Skólabraut 16 Seltjarnanesi. Hann fær senda bókina Myndir úr lífi Péturs Egger/. fyrrverandi sendiherra. Skuggsjá gaf út. Myndir úr lífi Péturs Eggerz fyrrverandi sendiherra.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.