Dagur - 12.08.2000, Page 18

Dagur - 12.08.2000, Page 18
 34 - LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 Stórsöngvari með bams- Kolbrún skrifar Fáir óperu- söngvarar hafa notið jafn mik- illar lýðhylli og Luciano Pavarotti. Hann er sagður barnslegur, tilfinningaríkur og hjátrúarfullur. Luciano Pavarotti er einn vinsælasti óperusöngvari heims. Hann er fædd- ur árið 1935 í Modena á Italíu. Faðir hans var bakari og móðirin vann í tó- haksverksmiðju. Lífsbaráttan var hörð og þegar yngri systir Pavarotti fæddist, svaf hann á járnbedda sem komið var fyrir bak við ofninn í eld- húsinu. Pavarotti, sem er enn fullur af barnslegu hugarflugi, minnist þessa tíma með hrifningu og hefur sagt að ef hann fyndi þetta járnrúm aftur myndi hann borga þyngd þess í gulli. Sem lítill drengur söng Pavarotti í kirkjukórnum í dómkirkjunni í Modena ásamt föður sínum. Faðirinn átti safn af hljómplötum með frægustu söngvurum Itala, Enrico Caruso og Beniamino Gigli sem Pavarotti hlustaði á tímunum saman. Þegar Pavarotti sá Gigli fyrir tilviljun tólf ára gamall ákvað hann að hann vildi verða söngvari. Fað- ir hans reyndi að draga úr honum kjarkinn. Hann taldi litlar líkur á að son- ur sinn myndi öðlast velgengni á söngsviðinu og vildi ekki að hann Iegði á sig mikla vinnu til að verða einungis fyrir vonbrigðum. Móðir Pavarottis hvatti hins vegar son sinn og hún fékk að ráða. Pavarotti hóf söngnám. Páfadauði skapar stjörnu Vatnaskil urðu á ferli hans þegar hann söng árið 196.3 í litlu óperuhúsi í Dublin. Sama dag og hann átti að syngja þar í Rigoletto lá Jóhannes páfi XXIII fyrir dauðanum. Það er siður á Irlandi að öll- um sýningum í leikhúsum og tónleika- húsum er aflýst þann dag sem páfi deyr. En ef sýning er hafinn þegar tilkynnt er um dauða páfa má ekki stöðva sýning- una. Óperustjóri sýningarinnar frétti af dauða páfa áður en sýningin hófst. Hann var ekki of vel stæður fjárhagslega og ef hann aflýsti sýningu yrði hann að endur- greiða sýningargestum en samt sem áður borga listamönnunum stórfé. Hann ákvað að halda dauða páfa leyndum og sýningin hófst. Meðal áhorfenda var kona sem var í áhrifastöðu í Covent Garden óperuhús- .íqu- Hún yar_aðJp.itæað yaxasögpyara fyr- ir hinn fræga tenór Giuseppe Di Stefano. Hún réð Pavarotti eftir sýninguna. Eftir að Di Stefano hafði sungið í La Boheme á tveimur sýningum í Covent Garden þótti Di Stefano hann hafa gert nóg og neitaði að syngja í fleiri sýningum. Pavarotti tók við af honum og áhorfendur kolféllu fyrir honum. Það gerði líka söng- konan Joan Suthertland sem bauð hon- um að syngja með sér á tónleikum í Sid- ney. Tveimur árum eftir að hafa stigið á svið í litlu óperuhúsi í Dublin hafði Pavarotti sungið á La Scala og öllum helstu óperuhúsum Evrópu. Framhaldið var samfelld sigurganga. Luciano Pavarotti. Hann segir sönginn vera hfsitt og yndi. Sviðsótti hefur hrjáð Pavarotti en þegar hann er kominn á svið er Sviðsotti helurn^ hann vlljl hvergi annars staðarver^ Barnslegur og hjátruarfullur Pavarotti er lýst sem hjartahlýjum, einlæg- um og barnslegum. Hann er afar hjátrúar- fuliur maður sem ber á sér verndargripi og er í öngum sínum ef þeir týnast og sendir þá fjölda aðstoðarmanna til að leita þeirra. Hann er haldinn ákafri dauðahræðslu sem á rætur að rekja til æskuára þegar hann sá á stríðsárunum þúsundir Itala liggja dauða á götum. En ekki síst stafar dauðahræðsla hans af atburði í æsku þegar hann tólf ára veiktist alvarlega, var rúm- fastur og heyrði lækni segja við móður hans að hann myndi deyja. Móðir hans sótti prest sem sagði við Pavarotti: „Litli, drengur nú skaltu undirbúa þig undir að fara til himna." Sjúkdómurinn hvarf jafn skyndilega og hann kom en Pavarotti hefur aldrei gleymt þeirri skelfilegu stund þegar presturinn sagði honum að kveðja lífið. Hann er haldinn áköfum svið- sótta, talar við sjálfan sig fyrir sýn- ingu og hefur lýst eintali sínu við sjálfan sig fyrir sýningu á eftirfar- andi hátt: „Þú hefur gert allt sem þú átt að gera en það eru ennþá — tuttugu mínútur þar til tjaldið er dregið upp. Nú gcturðu bara setið kyrr og velt því fyrir þér hvernig þú komst þér í þetta starf, þar sem þú, fullorðinn maðurinn, klæðist furðulegum búningum og gengur inn á svið fram fyrir þúsundir manna og átt á hættu að gera þig að fífli eða verða valdur að listrænu hneyksli." Stjömustundir og ósigrar Pavarotti er sá ópcrusöngvari seinni ára sem mestrar alþýðuhylli nýtur. Arið 1990 komst hann í fýrsta sæti popplista með flutningi sínum á Nesun Dorma, og bæði Madonna og Elton John urðu að þoka fýrir honum. Óperulag varð skyndilega vin- sælasta dægurlag heims. Lýðhylli Pavarott- is og sá siður hans að syngja á tónleikum með poppstjörnum hefur farið mjög í taug- arnar á gagnrýnendum og hreintrúarmönn- um í óperuheiminum. Þeir saka Pavarotti Með vinkonu sinni Díönu prinsessu. Þegar þessi tilfinningaríki söngvari frétti lát hennar sagði hann: „i hjarta mínu er nú einungis sársauki og sorg.“ og umboðsmann hans um að hafa breytt óperustjörnum í poppstjörnur og reynt að aðlaga sig að kröfum fjöldans. Umboðs- maður Pavarottis hefur svarað þessari gagnrýni með að benda á að óperan hafi í upphafi verið ætluð sem skemmtun fýrir fjöldann. Pavarotti hefur mistekist. Hann hefur verið kallaður konungur háu C-ana en þeg- ar hann náði ekki háa C-inu í Don Carlo á La Scala púuðu áhorfendur á hann og allir gagnrýnendur rifu hann í sig. Annar erfiður tími var eftir tónleika í Modena þegar upp- götvaðist að söngvarinn hafði hreyft varirn- ar en ekki sungið sjálfur. BBC scm hafði styrkt tónleikana hótaði málsókn. Pavarotti baðst afsökunar og sagði sér til málsbóta að tónleikarnir hefðu verið undirbúnir með svo litlum fyrirvara að hann hefði ekki haft tíma til að æfa sig. Þriðja hneykslið tengd- ist nýju áhugamáli hans, myndlist. Myndir hans voru sýndar í sýningarsölum vfða unt heim en svo uppgötvaðist að þær voru stælingar úr bókinni Hvernig á að teikna sem var eftir 87 ára gamla konu frá Colorado. Pavarotti sagðist aldrei hafa reynt að leyna því hvaðan hann hefði feng- ið hugmyndirnar að myndunum. Mestu mistök hans voru að taka að sér hlutverk í kvikmyndinni Yes, Giorgio þar sem hann fór með hlutverk óperusöngvara sem er átvagl. Myndin var rækilega auglýst en fékk skelfilega dóma. Verst féllu Pavarotti orð framkvæmdastjóra Metropolitan óperunnar sem hafði á orði þegar myndin var auglýst sem mest: „Ég verð að segja eins og er að það er farið að fara í taugarnar á mér að sjá þetta heimskulega, Ijóta andlit hvert sem ég fer.“ Pavarotti giftist árið 1967 eftir að hafa verið trúlofaður konuefni sínu í sjö ár. Hjónin eignuðust þrjár dætur. Eiginkona Pavarottis hélt því stöðugt fram við blaða- menn að Pavarotti yrði frekar ástfanginn af pastarétti en annarri konu. Þar Iaug hún hressilega því Pavarotti er mikill kvenna- maður. Eftir þrjátíu ára hjónaband yfirgaf hann eiginkonu sína til að fýlgja aðstoðar- stúlku sinni, Nicolettu. Nicoletta er ára- tugum yngri en söngvarinn og cr sögð ákveðin, dómhörð og hreinskilin. Nicoletta sér um sinn mann og hefur sett hann í stranga megrunarkúra en helsta áhyggju- efni Pavarottis síðustu árin hafa verið tugir aukakílóa. Það er enn heilntikið lff í Pavarotti gamla.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.