Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 4
4 — LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 FRÉTTIR Oþekktur höfundur fær verðlaun Tómasar Hjörtur Marteinsson tók við Bókmenntaverðiaunum Tómasar Guðmundssonar í gær fyrir skáldsöguna AM 00. - mynd: einar j. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmimdssonar voru afhent Hirti Mart- einssyni í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhús- inu í gær á afmælisdegi Reykjavikurhorgar. Þá voru einnig afhent starfs- laun Hstamanna og Gróf- arhúsið, sem hýsir Borg- arbókasafn, Borgarskjala- safn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur, var vígt. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar voru veitt í fjórða sinn í gær á afmælisdegi Reykjavíkurborgar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Fimmtíu handrit bárust í keppni um verðlaunin sem eru tvisvar sinnum hærri í ár en áður af tilefni menningar- borgarársins, eða 600.000 krónur. Verðiaun Tómasar komu í hlut óþekkts höfundar, Hjartar Marteinssonar, fyrir skáldsöguna AM 00. Soffía Auður Birgisdóttir, formaður dómnefndar til- kynnti um verðlaunin, sem borgarstjóri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir afhenti. Soffía Auður gerði einnig grein fyrir þeirri ákvörðun dómnefndar að veita fimm höfundum, sem sent höfðu inn handrit að ljóðabókum, sérstaka viður- kenningu. Garðar Bragason hlaut við- urkenningu fyrir Sjóntaugar, Gerður Kristný fyrir Launkofa, Kristrún Guð- mundsdóttir fyrir Fingurkoss, Sigur- björg Þrastardóttir fyrir Hnattflug og Þóra Jónsdóttir fyrir Far eftir hugsun. Verðlaunahöfundurinn Hjörtur Mart- einsson er fæddur árið 1957 og hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Ljós- orð og Myrkurbyl. Listamenn á laununi Þá var komið að Guðrúnu Jónsdóttur, formanni menningarmálanefndar, að tilkynna hverjir hlutu starfslaun lista- manna Rcykjavíkurborgar, sem auglýst voru til umsóknar fyrr í sumar. Starfs- laun hvers listamanns nema nú tæpum 120 þúsundum krónum á mánuði. í ár voru til úthlutunar 52 mánuðir. Eftirtaldir listamenn fengu starfs- laun í tvo til átta mánuði: myndlistar- mennirnir Dóra Isleifsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sig- rún Inga Hrólfsdóttir meðlimir Gjörn- ingaklúbbsins, Kristinn G. Harðarson, Halldór Asgeirsson, Hannes Lárusson, Jóhann L. Torfason og Magdalena Margrét Kjartansdóttir, tónlistarmenn- irnir Kolbeinn Bjarnason, Sigurður Halldórsson og Pétur Grétarsson, Didda Jónssdóttir rithöfundur, Karl Agúst Úlfsson leikskáld, Hjalti Rögn- valdsson leikari og Inga Bjarnason leikstjóri. Tónlistarhópurinn Guitar Islancio, sem skipaður er Jóni Rafns- syni, Gunnari Þórðarsyni og Birni Thorddsen, fékk sérstök starfslaun sem veitt eru tónlistarhópi í eitt ár með möguleika á framlengingu. Snfnin í Grófarhúsi Að afhendingu verðlauna og lista- mannalauna lokinni sagði Guðrún Jónsdóttir formaður byggingamála- nefndar Reykjavíkurborgar frá endur- byggingu pakkhúsins sem stendur við hliðina á Hafnarhúsinu og ákveðið hefur verið að gefa nafnið Grófarhús. Þangað eru nú flutt þrjú söfn í eigu Reykjavíkurborgar, aðalsafn Borgar- bókasafns, Borgarskjalasafn og Ljós- myndasafn. Þegar Anna Torfadóttir borgarbóka- vörður, María Karen Sigurðardóttir forstöðumaður Ljósmyndasafns og Svanhildur Bogadóttir forstöðumaður Borgarskjalasafns Reykjavíkur höfðu tekið við lyklum að Grófarhúsi frá borgarstjóra var gengið þangað úr Hafnarhúsinu. Hægt er að opna dyr á hátíðarsal Hafnarhússins og ganga yfir sundið í Grófarhús, en söfnin í þessum tveimur húsum munu koma til með að nýta sameiginlega þennan sal sem og sameiginlegt rými í Grófarhúsinu. Al- menningi gest kostur á að skoða Gróf- arhúsið á Menningarnótt í dag frá kl. 15 til 22. — MEÓ ry^tr Fargjaldahækkun Flugfé- lags íslands mætir lílilli hrifnúigu eins og lesa má um hér á öðrum staó í blað- inu. Landmönnum þykir hugmyndaflug þeirra flugfélagsmanna vera heldur rýrt, aö detta aldrei neitt aimað í hug cn að stór- hækka fargjöld þegar taprekstur verður á starfsem- inni. Ef allir hugsuöu eins, yrði vart lífvænt á land- inu. Skipulag söludcildar FÍ var sérstaklega til um- ræðu í heita potthimn. Akureyrhigur nokkur hafði nefnilega hrhigt og spurt hvort búið væri að hækka flugfargjöldin. Haim fékk þau svör hjá starfsmaimi að rcyndar hefði nú hækkunin fyrst átt aö taka gildi nk. mánudag „en það er nú samt búið að hækka verðið á sumum leiðum," sagði starfsmaðurinn í gær. Pottveijar spyrja sig hvort þessi vhmubrögð séu lögleg. Og ef svo þá séu þau a.in.k. siðlaus... Pottveijar tóku eftir því að uiigir framsóknarmenn senda Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra og ríkislögreglustj óra kaldar kveðj- ur á vefsíðu shmi. „Sjálfstæðis- flokkurinn liefur haft dómsmála- ráöuneytið í rúmlcga 9 ár. Á þess- um árum hefur áherslan verið lögð á aukna miðstýringu og ljölgum starfa í yfhstjóm lögrcglumiar. Bcsta dæmið er stofnun embættis ríkislögreglustjóra, en það embætti hefur þanist út á örfáum árum. Ríkislögrcglustjórinn flutti nýlega inn í glæsileg húsakynni á Skúlagötu í Reykjavík. Þar getur borðalagður ríkislögreglustjóriim vart hreyft sig án þess að stíga á tæmar á yfirlögreglu- þjónum, aðstoðaiyfhlögreglujijónum og lögreglu- fulltrúum,“ segja ungliðamir og furða sig á þessu háttarlagi samstarfsflokkshis í ríkisstjóm... Sólveig Pétursdóttir. Fyrir rúmri viku sendu íslensk erfðagreining og Læknafélag íslands frá sér sameighilega yflrlýsingu mn að slitnaó hefði upp úr viðræðmn um ágrein- ingsefni varðandi iniðlæga gagnagrunninn. í enskri þýðingu á þessari yflrlýshigu, sem ættuð er há íslcnskri crfðagreinhigu, mun vera drcgið all nokkuð úr því hversu mikið ber enn á inilli og gef- ið í skyn að Iítið vanti upp á að sameiginleg niður- staða náist. Hjá Læknafélaginu munu menn vera hálf fúlh út af þessu, og pottverjmn hcfur borist til eyma að íslensk erfðagreining liafl beðið Læknafé- lagiö afsökunar... FRÉTTA VIÐTALIÐ Finnbogi Hermannsson í undirbúningshópi Sólar nýrra daga Atvinnuvegasýningin Sól nýrra daga á ísafirði 22. og 23. september. Góðþátttaka og Ijósi brugðið á fjölbreytt atvinnulífvestra. VestfiiMngar sjá til sólarí atvinnumálum. Sýning með sterkan boðskap - Nafn sýningarinnar, Sól nýrra daga, hljómar nokkuð sliáldlega. Það hlýtur að hafa einhverja skýrskotun? „Já, vissulega og hér fyrir vestan eru marg- ar tilvísanir til sólarinnar. I skjaldarmerki Isa- fjarðarbæjar er sólin mjög áberandi tákn, ein af götum bæjarins heitir Sólgata og um miðj- an janúar ár hvert, þegar við förum að sjá sól- ina að nýju, er hér efnt til hátíðar með sólar- kaffi og sólarpönnukökum. Er það mitt mat að sýningin hafi sterkan boðskap, enda er brýnt að við Vestfirðingar Iftum til sólar eftir mikil straumhvörf sem hér hafa orðið í at- vinnumálum síðustu árin. Með sama hætti og áður er fiskvinnslan og útgerðin ekki sá hryggur í atvinnulífinu sem var og sama má segja um landbúnað. Við þær kringumstæð- ur verðum við að skapa eitthvað nýtt; líta upp eftir hálfrar aldar vinnutörn í þessum grein- um sem ég nefndi og hafa lengi skipt okkur miklu. Við þurfum að taka okkur sjálf upp á hnakkadrambinu.“ - Fyrirtæki á hvaða sviði hefur þú í liuga þegar þú talar um straumhvörf í atvinnu- lífi á Veslfjörðum? „Þar nefni ég fyrst sprotafyrirtæki til dæm- is í tölvugeiranum og eins iðnaðarfyrirtæki cinsog 3X-stál og Póls sem framleiða ýmsan búnað fyrir fiskvinnsluna, ekki síst erlenda inarkaði. Vandamál þessara lýrirtæld hefur ekki verið verkefnafæð, heklur að halda í starfsfólkið - að það fari ekki annað. Þá eru fyrirtæki í ferðaþjónustu hér vestra að vaxa og dafna og þau munu taka þátt í sýningunni og þeir fjölmörgu Vestfirðingar sem starfa að handverksiðnaði og eru þeir í því sem næst hverjum dal og firði.“ - Munu margir taka þátt í sýningunni Sól nýrra daga? „Nú þegar höfum við fengið jákvæð svör frá um fimmtíu aðilum og fleiri eru með hugsanlega þáttöku í skoðun. En þeir sem munr taka þátt í sýningunni, sem Atvinnu- þróunarfélag Vestfjarða heldur, eru á því sem næst öllum sviðum atvinnulífsins - en einnig munu þátt taka þjónustustofnanir eins og til dæmis Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði. Starfsemi slíkrar stofnunar skiptir miklu máli fyrir byggð og mannlíf hér.“ - Hvemig metur þú stöðu mála á Vest- fjörðum um þessar mundir. Er allt að fara til fjandans? „Fyrir einu ári eða svo var ég ákaflega svartsýnn á stöðu mála; jiá var Básafell að hætta starfsemi og fyrirtæki Rauða hersins riðuðu til falls. En furðanlega hefur þó ræst úr málum og ný starfsemi hefur komið í stað- inn. Hér sýnir það sig hvað mannskepnan hefur mikla aðlögunuarhæfni. Bættar sam- gönguleiðir, til dæmis þetta stórkostlega Net, opnar okkur nýja möguleika og þeir hafa svo sannarlega verið nýttir. I streitusamfélagi nú- tfmans hlýtur straumurinn að fara að Iiggja út á land og til vitnis um það nefni ég góð viðbrögð við átaki því sem Svæðisvinnumiðl- un Vestljarða setti á Iaggirnar og nefnist Börnin heim. Það miðar að |iví að fá ungt fólk hér að vestan, sem hefur llust suður, til að koma aftur í heimabyggðina - og hafa undirtektirnar verið góðar; fólk vill koma ef vinnu er að hafa.“ — SBS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.