Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 10
10 — LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 ÞJÓÐMÁL Virk byggðastefna í krafti Netsins vegna bæði rekstrar eða upphaf- legra fjárfestinga í dreifikerfinu sé háður fjarlægðum. I reyncl þýðir þetta að aldrei verður hægt að jafna muninn milli landshvggðar og þéttbýlis varðandi kostnað við fjarskipti og gagnaflutninga. Þetta jafngildir því að Landssíminn hf taki að sér upp á eigin spýtur að dæma fandsbyggðina úr leik í hinu netvædda þekkingarsamfélagi framtíðarinnar. A það getur stjóm- málaflokkur eins og Samfylkingin, sem starfar eftir hugsjónum jafn- aðarstefnunnar, aldrei fallist. Skýi' stefna SanifylMngariim- ar Þessi viðhorf Landssímans hf eru raunar í mótsögn við þá stefnu sem fyrirtækið fylgir um verðlagn- ingu á hefðbundinni símaþjón- ustu, en verð á símtölum í dag er hið sama um allt land. Þau valda því líka að ég tel ekki hægt að fall- ast á að dreifikerfið verði hluti af fyrirtækinu þegar það verður einkavætt eins og fyrirhugað er. Heppilegast væri að grunnnetið, sem sjálf Ijarskiptin byggjast á, verði sameign þjóðarinnar með sama hætti og vegakerfið, sem all- ir hafa alltaf getað nýtt hvar sem þeir búa. Til að svo verði þarf því að skilja dreifikerfið frá samkeppn- isrekstri Landssímans hf. Best væri að mynda um það sérstakt hlutafélag, sem verður ekki selt þegar Landssíminn verður að Iok- um einkavæddur. Sú aðferð trygg- ir hið pólitíska marlcmið um að landsmenn greiði svipað verð fyrir notkun dreifikerfisins án tillits til þess hvar þeir húa á landinu. Ég átti eiitu siirni funm bom a lífi... Netið leiðir til þess að tjarlægðir skipta ekki sama máli og áður. I gegnum tölvuna getum við setið heima en samt selt vinnuafl okkar annars staðar á landinu, í öðrum löndum eða öðrum heimsálfum. Netið skapar okkur því nýtt frclsi, þar sem Ijarlægðir eru aukaatriði. Það blasir því við að Netið getur gjörbreytt samkeppnisstöðu lands- hyggðarinnar með því að gera mönnum kleift að njóta kosta hennar án þess að vera háðir henni um atvinnu. 1 þessu felst besti möguleiki landsbyggðarinnar inn í framtíð, þar sem framleiðsla og dreifing á þekkingu er að verða uppistaða í hagkerfum heimsins. Kostir landsbyggðarinnar Stjórnmálaflokkur sem ætlar að láta að sér kveða í byggðamálum kemst ekki hjá því að skilgreina hvernig hægt er að nola Netið til að hæta lífsgæði fólksins í landinu, meðal annars með því að gera fjöl- skyldum kleift að njóta ótvíræðra kosta landsbyggðarinnar varðandi húsetu án þess að vera henni háð- ar um framfæri. Kostirnir við hú- setu á Iandsbyggðinni eru augljós- ir. Húsnæði er miklu ódýrara en í þéttbýlinu, erillinn er minni, það er auðveldara og áhyggjuminna að ala upp börn, tengslin við náttúr- una eru sterkari og miklu auðveld- ara að stunda hvers konar útivist OSSUR SKARPHEÐ- INSSON FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR SKRIFAR sem í stressi og annríki samtímans er að verða nútímamanninum jafn rík nauðsyn og komast reglulega í hressilegt steypibað. Fyrirtæki geta jafnframt haft margvíslegt hagræði af því að reka hluta af starfsemi sinni á landsbyggðinni, fyrst og fremst þá sem hægt er að reka gegnum Netið. Stöðugleiki vinnu- kraftsins er Ifklega mesti kostur- inn, ekki síst á tímum mikillar þenslu þar sem gríðarleg velta er á vinnuafli. Þjálfun og reynsla starfsmanna felur í sér mikla fjár- festingu og nýting hennar verður því meiri sem vinnuaflið er stöð- ugra. Fátt mælir því gegn að fyrir- tæki reki á landsbyggðinni marg- víslega starfsemi sem byggist á tjarvinnslu og gagnallutningum um Ijarskiptakerfið. Verðlagning Landssimans hí Grundvallarforsenda þess að Net- ið geti tekið sess sinn sem helsti burðarásinn í byggðastefnu fram- tíðarinnar er að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgar- svæðið varðandi aðgang að Net- inu. Gagnaflutningakerfið þarf að vera jafn almennt þar og í þéttbýl- inu og það þarf að vera jafn hrað- virkt. Mestu skiptir þó að kostnað- urinn sé hinn sanii eða svipaður. Ef þessum forsendum er ekki full- nægt er líklegt að landsbyggðin verði endanlega dæmd til að tapa í samkeppninni um mannauðinn, og örlög hennar þarmeð ráðin. I nýlegri skýrslu sem Atvinnu- þróunarfélag Eyjafjarðar lét gera kemur hins vegar fram að Lands- síminn hf verðleggur svo ljósleið- araþjónustu, hinu eiginlega flutn- ingakerfi fyrir fjarskipti á sviði tal- og gagnaflutninga, að fyrirtæki á Iandsbyggðinni eiga sér ekki við- reisnar von í samkeppni við keppi- nauta á höfuðborgarsvæðinu. Landssíminn hf hefur líka sagt að óhjákvæmilegt sé að kostnaður „Heppilegast væri að grunnnetið, sem sjáif fjarskiptin byggjast á, verði sameign þjóðarinnar með sama hætti og vegakerfið, sem allir hafa alltaf getað nýtt hvar sem þeir búa, “ segir Össur Skarphéðinsson í grein sinni. ANNA RINGSTED EYJAFJARÐARSVEIT, ÞÁTTAKANDI i STANZ- HÓPNUM - BARÁTTUHÓP GEGN UMFERÐARSLYSUM SKRIFAR Ég átti einu sinni fimm börn á lífi, en á einu andartaki, einn fagran morgun í maí fyrir Ijórum árum fækkaði í hópnum mínum um einn, vegna þess að tæpiega 18 ára sonur minn fór ekki eftir settum reglum, hann notaði ekki belti, kannski ók hann ol hratt, kannski var hann að hækka í græjunum sínum, hann var ósofinn, en hann var á leiðinni HEIM, átti bara ófama nokkra metra, en þá... Ég ætla ekki að tíunda alla þá reiði, allan þann sársauka, öll þau tár, allar þær andvökunætur, allar þær martraðir, ailan þanri ótta, allt tilgangsleysið, alla þá uppgjöf og margt margt fleira sem tilfinn- ingaskalinn býður manni uppá, en ég ætla leyfa þér lesandi kær að nota ímyndunaraflið! Ekki þarf að hafa mörg orð um öll þau skelfilegu umferðarslys sem á okkur hafa dunið undan- fama daga, en ég bara spyr í reiði minni, hvað er eiginlega að gerast? Hvað eigum við að horfa upp á mörg ungmenni láta lífið í umferð- inni eða örkumlast?, eigum við að segja svona 20-30 á ári og friða okkur svo, með því að segja, að þetta sé nú bara náttúrulög- mál?!!!!!! Ég vil það ekki. Ég vil, nei, ég krefst þess að eitthvað sé gert. Ég horfi á dómsmálaráðherrann af- hjúpa bílflak, og ég spyr: hvaða hugmyndafræði er hér á bak við? Heldur hefði ég viljað sjá ungt fólk framkvæma þessa athöfn, því með allri virðingu fýrir dómsmálaráð- herra, þá efast ég um að hann(ráð- herrann) nái eyrum og augum þeirra sem virkilega þurfa á því að halda, þ.e. ungs fólks. Hér vantar góða og ölluga jalningafræðslu! Ég hef áður nefnt það í hug- renningum mínum að ég vilji sjá hækkaðan ökuleyfisaldur, lágmark 18 ára, ég hef líka átt mér þann draum að ökumenn séu hiklaust sviptir ökuskírteini á staðnum af En það sorglegasta við þetta góðæri og þetta ríMdæmi, að það nær ekki út á veg- ina okkar, þvi þetta eru jú vegimir iníiiir og ykkar og pening- amir minir og ykkar. minnsta tilefni, ég hefi einnig nefnt það að hér vanti sárlega staði undir æfíngaakstur og mér er lífs- ins ómögulegt að skilja af hverju ekkert gerist í þeim efnum, nema að svo litlu leyti að það tekur því ekki að nefna það. Erum við orðin svona fátæk á landssvæði eða er kannski ekki til fjámagn? En það samræmist ekki því sem ég heyri frá þeim herrum við AusturvöII, þar er sagt; aldrei árað betur, næg- ir peningar, bullandi góðærí!!!!!! En það sorglegasta við þetta góðæri og þetta ríkidæmi, að það nær ekki út á vegina okkar, því þetta eru jú vegirnir mínir og ykk- ar og peningarnir mínir og ykkar. Ég krefst þess að mínir umbjóð- endur, mínir alþingismenn, for- gangsraði peningunum mínum þannig að ég og aðrir, sem um ís- lenska vegi fara ,séum ekki í stöð- ugum ótta, vegna ökumanna sem keyra á ógnarhraða, sem taka framúr hvar sem er og hvernær sem er, sem keyra fullir o.s.f.v. Ég vil frekar strangari löggæslu en t.d. flutning einhverrar stofn- unar milli bæjarfélaga, mér er all- veg sama hver kaupir Valhöll en mér er ekki sama hvað verður um börnin mín og barnabörn. Ég vil miklu frekar fleiri lög- reglumenn í mína sveit og aðrar en t.d. lægra búvöruverð og ég vil að fólk taki ofan fyrir lögreglunni í Húnavatnssýslum og hætti að hafa í flimtingum þeirra gerðir, því þær hafa án efa bjargað mörgum mannslífum. Það er margsannað að þar sem góð löggæsla er þar ganga hlutirn- ir oftast nær vel. En og aftur mín- ir ágætu þingmenn, leggið nú nið- ur allt karp um góða ræðu forseta okkar og sýnið að ykkur er ekki sama um mig og aðra þá sem um íslenska vegi fara og Iátið í ykkur hreyra, þið hljótið að hafa ein- hverja skoðun á þessum málum, verið grimmir svo heimur heyri, það er mín einasta ósk. Til ykkar ungu ökumenn, látið ykkur annt um vini ykkar og fjöl- skyldu og látið í ykkur heyra, mót- mælið dauðsföllum og örkumlum í umferðinni, ekki taka þátt í dauð- ans hraða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.