Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 1
 H A F Ð U G Æ I N M E Ð M V IM a-áöai Geislagötu 14 • Sími 462 1300 Verðhækkun talin Banaslys vlð Dettifoss Israelsk ferðakona á sjötugsaldri hrapaði í Jökulsárgljúlur austan við Dettifoss og lést urn miðjan dag í gær. Lögreglunni á Húsavík barst tilkynning um slysið um ld. 14.45 og komu björgunarsveitir og lögreglumenn á staðinn rúm- um klukkutíma síðar. Þá var þyrla Landbelgisgæslunnar ræst út enda vissi enginn í hvaða ástandi konan var. Hún var í hópi ferða- manna á svæðinu en ekld Iá Ijóst fyrir hvort vitni höfðu orðið að at- vikinu. Erfiðar aðstæður voru á slysstað í gær, sleipt og varasamt að síga niður í gljúfrið. Þegar björgunar- rnenn komust að konunni, var hún úrskurðuð látin. Talið er að hún hafi hrapað 50-60 metra nið- ur í urð. Slysið vekur upp enn frekari spurningar um öryggi ferðamanna hérlendis. Eins og frant kom í Degi í gær hefur samgönguráð- herra kallað á úttekt vegna slysan- na undanfarið. - BÞ Fimm útlendingar hafa á skömmum tíma látist af slysförum og fjöldi Islendinga. Margir hafa að auki verið hætt komnir en ver- ið bjargað við ólrúlegar aðstæður. bþ Endurbyggingu pakkhússins sem stendur við hliðina á Hafnarhúsinu í Reykjavík er lokið og hefur því verið gefið nafnið Grófarhús. Þangað eru nú flutt þrjú söfn I eigu Reykjavíkurborgar, aðalsafn Borgarbókasafns, Borgarskjala- safn og Ljósmyndasafn. Sjá bls. 4 Fábreytni og metnaðarleysi nýju miðlanna „Sjálfur var ég eindreginn tals- maður aukins frjálsræðis í út- varpsmálum. En hinir nýju miðl- ar hafa flestir valdið mér von- brigðum sakir fábreytni og metn- aðarleysis. Eg verð þess ekki var í almennri umræðu að meirihluti þjóðarinnar telji ástæðu til mik- illa grundvallarbreytinga," segir Markús Orn Antonsson, útvarps- stjóri, í helgarviðtali Dags. Þar ræðir hann meðal annars um framtíð ríkisútvarpsins og segir að ef hafnar verði útsendingar á nýrri rás þá muni hún einkum sinna fræðslumálum og fjar- kennslu. Götuóeirðir, skotbardagar, og skriðdrekar voru hluti af daglegu lífi Jóns Kr. Valdimarsson lög- regluvarðstjóra sem var við störf í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðarnna í Kosovo. Hann segir lesendum helgarblaðsins frá þessari eftirminnilegu reynslu. Hvar og hvenær kviknaði ástin og hvernig á að láta hana endast? Þjóðþekktir Islendingar segja Iesendum helg- arblaðsins frá ástinni sinni, en þau eru Karl Sig- urbjörnsson og Kristín Guðjóns- Karl biskup og dóttir, Óssur Katrín: hvar Skarphéðinsson kviknaði ástin? og Arný Erla — Sveinbjörnsdótt- ir, Guðjón Pedersen og Katrín Hall, og Helgi Björnsson og Vil- borg Halldórsdóttir. Náttúrulegar snyrtivörur Astu Sýrusdóttur og Andre Raes hafa slegið rækilega í gegn hér heirna og nú eru eru þau á Ieiðinni til Belgíu.Nánar um þau hjónin í helgarblaðinu. Ragna Björgvinsdóttir á bæn- um Kálfsá í Olafsfirði framleiðir hunang úr túnfíflum og sitthvað fleira hnossgæti, eins og gerist oft á íslenskum sveitaheimilum. Nánar um það í Matargati helg- arblaðsins. Margt fleira - góða helgi! RáDIOrMOST rýra sætanýtingu Akvörðim Flugfélags íslands um verðhækk- un sætir ámæli. Neyð- arráðstöfun að sögn markaðsstjóra félags- ins. 10% hækkun Flugfélags Islands á fargjöldum mætir harðri and- stöðu og vonbrigðum. Forseti bæjarstjórnar á Egilsstöðum seg- ir Austfirðinga grama og sára og framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna segir að skoða þurfi starfshætti flugfélagsins betur. Markaðsstjóri Fí segir á hinn bóginn að ef félagið bregðist ekki við taprekstri og auknum kostn- aði, fari það sömu leið og Is- landsflug, þ.e.a.s. neyðist til að hætta flugi innanlands. Ný verðskrá FI sýnir svo dæmi sé tekið að 18.600 kr. kostar að fljúga frá Reykjavík til Egilsstaða fram og til baka og 16.400 til Ak- ureyrar. Með ákveðnum kvöðum er hægt að lækka þetta verð tölu- vert. Þannig kostar Reykjavík- Akureyri tæpar 10.000 krónur fram og til baka ef greitt er við bókun og gist er tvær nætur. Barnafar- gjöld eru að meðaltali 5.000 til 6.000 krón- ur eftir áfangastöð- um. Engin samkeppni er lengur á innanlands- flugsmark- aði sem heit- ið getur. Þetta er önnur far- gjaldahækkunin hjá Fí á skömm- um tíma og segir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, að fyrir- tæki með einokunarmarkaðs- stöðu þurfi lítt að velta vöngum yfir afleiðingum verðhækkana. „Staða Flugfélagsins gerir það að verkum að eftirlitsaðilar líkt og Samkeppnisstofnun hafa auknu hlutverki að gegna gagnvart neytendum við að skoða starf- semi þess,“ segir Jóhannes. Soffía Lárusdóttir, formaður bæjarráðs á Egilsstöð- um, segir verðhækk- unina koma sérlega illa við Austfirð- inga, þar sem þeir eigi lengst að sækja til Reykjavíkur. “ÖIl hækkun leiðir til skerðingar á lífsafkomu fólks þannig að þetta eru mikil von- brigði." Soffía telur að nú sé svo komið að Austfirðingar eigi raunhæft val milli þess að aka til Reykjavíkur fremur en að fljúga. „Þannig að ég spái því að verð- hækkunin muni draga úr nýting- unni í fluginu," segir Soffía. Neyðarráðstöfun Arni Gunnarsson, markaðsstjóri Flugfélags Islands, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg til að bregðast við auknum kostnaði, einkum eldsneytisverði og nýjum álögum, þ.e.a.s. 40 milljóna króna flugleiðsögu- gjaldi. Spurður hvort aðrar leiðir en verðhækkun hafi ekki komið til greina, t.d. að breyta áætlun, segir hann svo hafa verið. M.a. standi til að bjóða út flugið frá Akureyri. Arni hafnar því að einráð markaðsstaða valdi hækkunum núna. Staða rekstrarins sé ein- faldlega alvarleg. „Við getum ekki frekar en önnur fyrirtæki verið með fasta verðstefnu óháða afkomu. Við ætluðum að ná okk- ar markmiðum með því að fjölga farþegum frekar en að hækka fargjöldin en það hefur sýnt sig að afkoman er ekki viðunandi. Þetta er neyðarráðstöfun. Ef við myndum ekki grípa til hennar, færi einfaldlega eins lyrir okkur og Islandsflugi,“ segir markaðs- stjórinn. - BÞ Hörð andstaða er gegn hækkun Flugfélagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.