Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 6
6 ■LAUGARDAGVR 19. ÁGÚST 2000 ÞJÓDMÁL MM£ Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: ' í DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: boo 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVíK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (REYKJAVÍK) Harmleikur í hafinu í fyrsta lagi I dag er liðin heil vika frá því að öflug sprenging varð um borð í kjarnorkukafbátnum Kursk í Barentshafi. Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir benda til að kafbáturinn hafi sokkið á svip- stundu, en hann liggur á 108 metra dýpi. Því miður hafa rúss- nesk yfirvöld brugðist skyldum sínum hrapalega, gefið mis- vísandi og stundum beinlínis rangar upplýsingar um slysið og dregið dögum saman að taka boði um alþjóðlega aðstoð við að bjarga þeim skipverjum á Kursk sem sluppu lifandi úr spreng- ingunni. Þótt aðstandendur haldi enn í vonina, eru líkurnar á björgun hluta áhafnarinnar afar litlar. í öðru lagi Kursk er nýlegur kafbátur og átti að vera tákn um þá endur- reisn rússneska hersins sem Vladimír Pútín, forseti, hefur boðað. En hörmungarnar í Barentshafinu eru ekki aðeins harmleikur fyrir skipveijana og fjölskyldur þeirra, heldur sýna þær einnig í hnotskurn hvernig komið er fyrir hernaðarmætti þessa fyrrum risaveldis. Jafnvel nýjustu stríðstólin bregðast og má þá gera sér í hugarlund ömurlegt ástand hinna eldri. Talið er að um eitt hundrað rússneskir kafbátar ryðgi nú við Kola- skaga, og að í helmingi þeirra sé enn kjarnorkueldsneyti sem geti reynst umhverfinu hættulegt. Hafa Rússar þó þegar sökkt sautján kjarnakljúfum í Karahafið og nokkrir kjarnorkukafbát- ar þeirra liggja á hafsbotni hér og þar um heiminn. 1 þriðja lagi Margir leggja lítinn trúnað á fullyrðingar um að ekki stafi mik- il mengunarhætta af Kursk. Þannig hefur Bellonastofnunin norska þegar krafist þess að Kursk verði náð upp á yfirborðið aftur. Til langt tíma litið telja sérfræðingar stofnunarinnar verulega hættu á mengun í hafinu. Þannig gæti kjarnakljúfur kafbátsins hreinlega spurngið og valdið alvarlegu tjóni á lífríki Barenthafs, en þar eru sem kunnugt er mikilvæg fiskimið. Is- lendingar hafa mikilla hagsmuna að gæta á þessu svæði og þurfa því að þrýsta á um viðunandi lausn. Elias Snæland Jónsson Af Gustavsbergs haugsugum Garri stóð með Svíum! Og hann hefur hugrekki til að við- urkenna það, þó hann viti að þessi játning á eftir að koma honum í koll. Hundrað tal- frelsismenn munu snimmend- is iletta upp í G-hluta síma- skrárinnar og síðan hringja uppstyttulaust í Garra á öllum tímum sólarhringsins og ausa hann svívirðingu. Og ekki get- ur Garri farið huldu höfði á mannamótun, enda þekktur einstaklingur í þjóðfélaginu og eins vísl að á börum og pöhh- um verði Garri barinn í spað af þjóðhollum Is- lendingum fyrir meint landráð. En Garri stendur á sinni sannfæringu, rétt eins og Emile Zola á sínum tíma og að hluta til Galileo. Það er erfitt að vera Svíavin- ur á Islandi. Þá stendur maður einn og óstuddur þó hugsan- Iega sýni Hrafn Gunnlaugsson málstaðnum smáskilning og Njörður P. Njarðvík bjóði manni kannski far með lest- inni til Lundar. AbbaogBubbi En Garri styður Svía gegn ls- Iendingum á öllum sviðum og telur sig ekki verri íslending fyrir vikið. Garri metur sem sé mannfólkið ekki á mælikvarða þjóðernis, heldur gæða. Og Svíar eru bara mildu betri en við á öllum sviðum. Abba er til dæmis betri en Björk og Bubbi og Baldur og Konni. Bellmann var miklu öflugri drykkjumað- ur en Jónas Hallgrímsson. Kong Karl Gústaf er kannski ekki greindari en Ólafur Ragn- ar, en á ýmsan hátt mildu smartari maður. Ingmar Berg- V mann er miklu fyndnari filmumakari en Friðrik Þór. Ingrid Bermann var mun betri leikari en Brvnjólfur Jóhann- esson og sætari líka. Að minnsta kosti á yngri árum. Og Strindberg valtaði yfir Matthías Jochumson í sápu- óperugerð. Þess vegna er Garri Svíavin- ur. Svíar eru betri en við á öll- um sviðum. Og ekki síst, þið fyrirgefið að minnst er á það hér, í handbolta. Ekki Dani líka! Vissulega unnu Is- lendingar Svía í fót- bolta í vikunni eftir 49 ára bið og Rikki skoraði nú eins og þá. En hvað er langt síðann við höfum unnið þá í hand- bolta? Og söngvakeppni Evr- ópu? Og í golfi? Og tennis? Og borðtennis? En þetta vilja Islendingar auðvitað ekki rifja upp. Og af- leiðingar j)ess að Svíar álpuð- ust til þess að tapa fyrir Is- lendingum í þetta eina skipti á þessu eina sviði, fótboltanum, verða skelfilegar hér á íslandi. Þjóðremban á eftir að rísa upp á afturlappirnar og við mun- um telja okkur trú um að við séum Svíum fremri á öllum sviðum. Að Björk sé betri en Abba. Að heimasmíðaðar haugsugur séu vandaðri hrein- Iætistæki en það besta sem Gustavsberg hefur upp á að bjóða í vatnssalernum. Og svo framvegis. Guð forði okkur frá því að vinna Dani í fótbolta á næst- unni. Þá fyrst verður þjóðern- isfjandinn laus. GARRI 3 v JÓHANNES SIGURJÓNS \ ... SON skrifar Fyrir utan stjórnmálamenn verð- ur sennilega engin starfsstétt manna fyrir meira aðkasti en knattspyrnudómarar. Og raunar er hlutskipti dómara jafnvel sýnu verra en pólítíkusa. Þannig þurfa alþingismenn yfirleitt ekki að eiga það á hættu þegar þeir eru að taka sínar, oft fáránlegu ákvarðanir í þinginu, að fá yfir sig fúkyrðaflaum á borð við: Þú er staurhlindur, helvítis drullu- háleisturinn þinn! Og þingmenn eða ráðherrar eru yfirleitt ekki uppstyttulaust á sínum vinnu- stað vændir um mútuþægni eða efast um faðerni þeirra, eins og títt er á vinnustað dómaranna, knattspyrnuvellinum. Ahorfendur, leikmcnn, þjálfar- ar og fleiri ausa dómara auri, ekki bara á vcllinum og í hita leiksins, heldur frussa þeir for- inni yfir [>á í Ijölmiðlunum. Og nú jrykir knatttspyrnuforystunni „Þetta em asnar, Guðjón!“ nóg komið af svo góðu. Og korn- ið sem fyllti mælinn var sú fróma yfirlýsing fyrirliða Vals í DV að dómarar væru asnar. Óorð á leildim Sjálfsagt myndu allir dómarar landsins fagna því sérstaklega ef „asnar“ væri versta svívirðing sem yfir þá dynur inni á vellinum, en eins og allir vita þó öðl- ast orð ekki varan- legt gildi fyrr en það er komið á prent, þannig að asni f DV er miklu verra skammaryrði en staurblindur og vangefinn skít- buxi úr munni áhorfanda. En KSI forystan segir hingað og ekki lengra og hefur skipað nefnd til að stemma stigu við svívirðing- um í garð dómara í fjölmiðlum. Hér er að mörgu að hyggja og nauðsynlegt að fara varlega. I Englandi eru leikmenn sektaðír fyrir jafnvel rökstudda gagnrýni um félaga sina, þjálfara, eða dómara. Og það er líka hægt að sekta þá fyrir það sem Bretinn kallar: „Bringing the game into disrepu- te“, sem merkir að koma óorði á leik- inn sjálfan. Þessi breska leið hefur manni ætíð fund- ist vera skýlaust brot á mannrétt- indum og tjáningarfrelsi einstak- lingsins og hana þarf að varast hér. Asnavamarnefnd í annan stað mega menn ekki vanmeta skilning dómara og al- mennings á jna' að menn láta ýmis miður heppileg orð falla í hita leiksins. Þess vegna auðvit- að sitja fjölmiðlar um að ræða við leikmenn strax að leik lokn- um þegar enn brennur á þeim reiðin yfir óréttlæti heimsins og dómgæslunnar. Og þá geta dag- farsprúðustu menn notað orð á borð við asna, orð sem þeir myndu aldrei taka sér í munn 1- 2 tímum seinna þegar mesti berkserksgangurinn er runninn af þeim. Asnavarnarnefnd KSI verður því að hugsa vel sinn gang áður en hún fer að semja lög og regl- ur um málnotkun fólboltamanna í fjölmiðlum. Fótboltamenn verða, eins og aðrir landsmenn, að fá að segja sína meiningu til- tölulega umbúðalaust, hvursu vitlaus sem hún er. Og síðan standa sjálfir ábyrgir orða sinna. Það er skýlaus réttur þeirra. rD^ftr Hvaó ætlarþú að sjá á menningamótt? Tiiina Guimlaugsdóttir leikkotm “Eg hef nú ekki tekið neina ákvörð- un um hvað ég ætla nákvæm- lega að gera en ég fer örugg- lega eitthvað út á lífið. Menningarnótt er æjög skemmtilegt framtak sem lífgar upp á götulífið hérna hjá okkur. Mér finnst jákvætt að ýta undir að sýndir séu listviðburðir sem víðast um borgina og mitt fram- lag verður eins og vonandi sem flestra að fara af stað og sjá hvað í boði verður." Þórey Vilhjálmsdóttir anrnr eigenda Eskimo Models. „Eg ætla að byrja nóttina snemma og fara og sjá tískusýningu TopShop og Futurice sem haldin verður á Ingólfstorgi klukkan 17. Síðan ætla ég bara að Iáta nóttina sjálfa ráðast. Eg býst við að fara með son minn á röltið og við munum vafalaust þefa uppi skemmtilega viðburði. Eg hef hingað til verið nokkuð virk þessa nótt og ætla að vera það Iíka í ár. Sérstaklega bíðum við mæðgin spennt eftir flug- eldasýningunni." Þröstur Emilsson ritstjðri Reykjavtk.com „Eg er ákveðin í að fara í bæ- inn með fjöl- skylduna og sjá hvað í hoði verður. Ég hef ekki skoðað dagskrána nægjanlega vel til að vera búin að ákveða hvað ég ætla að sjá nema hvað ég er ákveðinn í að fara niður að Is- landsbanka um klukkan átta til að hlusta á Halldóru Geirharðs- dóttur lesa út bankabókum landsmanna. Síðan munum við að sjálfsögðu ekki missa af flug- eldasýningunni. Ætli maður skrölti síðan ekki bara snemma heim enda að verða gamall mað- ur rneð börn í eftirdragi." Jónína Benediktsdóttir eigandi Planet keðjunar. “Ætli ég j>vælist ekki eitthvað um borgina. Eg hef aldrei áður verið í bænum á menning- arnótt og er því mjög spennt. Það sem meira er þá eru börnin mín líka spennt og ]>að eru meðmæli með nóttinni. Ætli við föruni ekki á Borgina að sjá Helga Björns og Berg|>ór Páls syngja og svo er það flugeldasýn- ingin sem er víst sú stærsta og flottasta."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.