Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 19. ÁGtíST 2000 - S FRÉTTIR Hvítt kjot á að lækkaíverði Heyskapur hefur gengið vel í sumar en magnið hefur minni áhrif en endranær, þar sem kjarnfóðurverð er í sögulegu lágmarki. Samkeppnis- staða sauðfjár- og nautakjötsframleiðenda veikist gagnvart kjúklingum og svínum. Sögulegt lágmark á verði kjamfóðurs inn- anlands. Raskar sam- keppnisstöðu milli framleiðeuda. Verð á kjarnfóðri er í sögulegu Iágmarki sem stendur vegna mikillar framleiðslu og hag- stæðra flutninga til landsins. Þessi staðreynd getur orðið til þcss að lækka verð á tilteknum Iandbúnaðarafurðum. Ekki síst er hugsanlegt að verð á kjúkling- um gæti snarlækkað innan tíðar, þar sem framboðsaukning verð- ur í þeim geira innan skamms. Ofan á það bætast svo hagstæð fóðurskilyrði. Ari Teitsson; formaður Bændasamtaka Islands, segir heyskap hafa gengið vel og víða séu mikil hey. Heyfengur skipti hins vegar minna máli nú en oft áður. „Það er vegna þess að kjarnfóðurverð er í sögulegu lág- marki, kornverð hér sker sig ekki úr eins og var. Þetta gefur mögu- leika á að lækka verð á þeim af- urðum sem byggja mest á korni, þ.e.a.s. fyrst og fremst hvíta kjöt- ið og það hefur reyndar neikvæð áhrif á þá sem eru í samkeppni við þá. Annars vegar erum við að tala um svín og hænur og hins vegar nauta- og kindakjöt," segir Ari. Þótt heyskapur hefur almennt gengið afar vel á landsvísu urðu hlýindin og úrkomuleysið norð- anlands og austan í sumar til þess að uppskera varð rýr á nokkrum búum vegna þurrka. Ari segir að sums staðar hafi tún brunnið og sprottið hægt og illa en það séu undantekningar frá mjög góðu framleiðslusumri. Bruni verður einkum þegar tún standa í hrauni eins og í Mý- vatnssveit eða á sandlendi, t.d. austanlands. Regnið vel þegið Guðmundur Steindórsson, ráðu- nautur í Evjafirði, segir veður- blíðuna norðanlands búna að vera einstaka en að magni til sé ekki um neinar sögulegar stærð- ir að ræða. Líkt og Ari nefnir hann dæmi um að þurrkur hafi í nokkrum tilvikum háð uppskeru en rigningarnar að undanförnu verði til þess að tún nái sér aftur á strik. Athugun Dags á Suðurlandi og Vesturlandi bendir til að þar hafi heyskapur gengið mjög vel. Búlluheyskapur hefur aukist með ári hverju og hefur verið skotið á um 80% af öllu heyi séu nú verkuð í rúllur. — BÞ Þorsteinn Már Baldvinsson. Samherji í fiskeldid Samherji hf. hefur fest kaup á helmingi hlutaljár í Islandslaxi hf. í Grindavík og 85% hlutafjár í Vík- urlaxi ehf. í Eyjafirði. Samtals nemur fjárfesting Samherja í þessum félögum nemur um 215 milljónum króna. Fyrir er Sam- herji næststærsti hluthafinn í Fiskeldi Eyjafjarðar með um 11 % hlutaljár. „Það hefur verið mikill vöxtur í fiskeldi í heiminum síðustu miss- eri og við höfum trú á að sú þróun haldi áfram,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Aðstæður til fiskeldis hér eru góðar og öll skilyrði fýrir hendi til að atvinnugreinin eflist til muna í náinni framtíð." Hann segir að margt bendi til þess að á komandi árum muni æ stærri hlutur þess fisks sem fer á markað koma úr fiskeldisstöðvum. „Samherji hefur að undanförnu verið með umfangsmikla starf- semi í Grindavik og með kaupun- um á hlut í Islandslaxi eykur félag- ið þátttöku sína í atvinnurekstri á svæðinu enn frekar," segir Þor- steinn Már. Politilais á ann- arri hverri síðu íslenskir stjómmála- menn em fyrirferðar- miklir í umfjölliin fjölmiðla ekki síst Dags, þar sem stjóm- málamaður kemst á aðra hverja síðu. Alls voru 101 stjórnmálamaður - 30 konur og 71 karl - nefndir samtals 236 sinnum í dagblöð- unum þrem, vikuna frá 31. jan- úar til 6. febrúar í vctur. Sömu viku var 48 sinnum rætt við eða tjallað um 26 stjórnmálamenn (13 konur og 13 karla) í sjón- varpsfréttum og 84 sinnum um 44 stjórnmálmenn í útvarpsfrétt- um. Þessar tölur er að finna í skýrslunni: Islenskir stjórnmála- menn og fjölmiðlar: Ein vika í janúar-febrúar 2000, sem unn- in var fyrir Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Pólitik á annarri hverri síðu íDegi Hlutfallslega má segja að Dagur geri stjórnmálamönnum hæst undir höfði því á 180 síðum blaðsins þessa viku var 84 sinn- um rætt við/um stjórnmálmenn, eða að jafnaði á nær annarri hverri síðu. A 594 Morgun- blaðssíðum voru nefndir I 18 (á 5. hverri síðu) og á 280 síðum DV 34 (á 8. hverri síðu). Hlut- fall kvenna var líka ívið stærra í I/algerður Sverrisdóttir var fjöl- miðladrottningin, var 17 sinnum í fréttum i könnunarvikunni. Degi (38%) en hinum blöðunum (37% og 32%). Blöðin nefndu 5 konur og 4 karla sex sinnum eða oftar og myndir af konum voru merkjanlega tíðari. Konurnar voru líka almennt yngri, flestar 35-50 ára en flestir karlar 50-65 ára. Ráðherrar með fjórðung fréttanna Valgerður Sverrisdóttir var „fjöl- miðladrottning" vikunnar: var 9 sinnum í blöðunum, 5 sinnum í útvarpi og 3-svar í sjónvarpi eða alls 17 sinnum í fréttunum. lngibjörg Sólrún borgarstjóri og Arni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra voru 16 sinnum og tugur annarra 10 sinnum eða oftar. Ráðherrarnir fengu rúman fjórð- ung stjórnmálafréttanna en sveitarstjórnarmenn (756) tæp- an þriðjung. Þessa viku var mest var fjallað um sjávarútveg, en innlend stjórnmál, heilbrigðis- mál og sveitarstjórnarmál komu næst í röðinni. En 7 konur og 10 karlar voru nefnd oftar en einu sinni. Ekkert samhengi fannst milli kynferðis frétta- manns og kyns umfjöllunarefn- isins. Fleiri kannanir væntanlegar „Fjölmiðlar hafa gegnum tíðina fjallað í rfkari mæli um karla en konur og ég er því miður þeirrar skoðunar að sú sé raunin enn í dag," sagði Una María Óskars- dóttir verkefnisstjóri Nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórn- málum.“ Hún sagði hér sé um að ræða innihaldsgeiningu einnar viku. En til að gefa gleggri mynd af hlut stjórnmálaflokkanna þurfi fleiri kannanir og býst Una María við að nefndin muni gang- ast fyrir því. „Það sem ég hef líka vaxandi áhyggjur af er orðfærið sem not- að er, um útlit og persónuein- kenni sem er fléttað við í um- fjöllun um konur. 1 dag sá ég t.d. að kona þótti fýsileg í emb- ætti vegna kyns, aldurs og „áferðar". Una María sagðist þeirar skoðunar að fjölmiðlar gegni mikilvægu félagsmótunar- hlutverki og ég tcl það „skyldu þeirra að vanda orðfar sitt um kynin.“ - HEI Árétting Að gefnu tilelni vill Dagur ítreka að blaðið stendur að öllu leyti við frétt sína um að vinnutími flugmannsins, sem fórst í Skerjafirði nýverið, hafi veriö yfir mörkunum. Misskilningur virðist hafa orðið til þess að á ein- um ljósvakamiðlanna var haft eftir formanni Rannsóknarnefndar flug- slysa að efnisatriði í fréttinni væru röng. Þessu vísar Dagur á bug, enda var hclsti heimildarmaður fréttarinnar fyrrgreindur rannsóknarmaður. Konu er leitað Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að roskinni konu sem síðast sást til í Fossvogsdal í fyrrakviild. Tugir björgunarsveitarmanna hafa leitað kon- unnar en hún er með alzheimer sjúkdóm sem orsakar minnisleysi. Kon- an er um 1 50 cm á hæð og var klædd í ljósbrúna úlpu og brúnar buxur með pijónahúfu. Þeir scm kynnu að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Sveitarfélögin fá 140 milliónir Stjórn Eignarhaldsfeíagsins Brunabótafélag íslands hefur ákveðið að greiða aðildarsveitarfélögum sínum samtals 140 milljónir króna í ágóða- hlut í ár. Greiðslan rennur til þeirra 86 sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBI í réttuhlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. Greiðslur af þessu tagi hófust árið 1934 með samningi Brunabótafé- lags Islands við sveitarfélög um fjármögnun slökkvitækja. Því mælast stjórn og fulltrúaráð EBl til þessvið sveitarfélögin að þau verji framlag- inu meðal annars til forvarna, greiðslu iðgjalda af tryggingum sveitar- stjóma og bmnavarna í sveitarfélaginu. Að þessu sinni er það Akureyri sem fær hæstu greiðsluna, eða rúmar 15 milljónir króna. Til Kópavogs renna rúmar tólf milljónir, Reykjanes- bær fær tæpar tíu milljónir í sinn hlut, lsafjarðarbær tæpar sjö milljón- ir og Vestmannaeyjabær tæpar sex milljónir. — GJ Vilja fordæma stjömustríð Vinstrihreyfingin - grænt framboð krefst þess í sérstakri samþykkt sem gerð var á fundi þingmanna og varaþingmanna brevfingarinnar í gær, að íslensk stjórnvöld fordæmi stjörnustríðsáform Bandaríkjastjórnar og lýs- ir því yfir að ekki komi til grcina að aðstaða eða búnaöur hér á landi tengist áætluninni „Atburðir síðustu daga minna á mikilvægi þess að menn haldi vöku sinni gegn vígbúnaðaráformum og kjarnorkuvá," segir í samþykkt VG framboðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.