Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 7
XWmt'. LAVGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 - 7 RITSTJÓRNARSPJALL Stj ómar samstarf með nýjumstíl Eitt af því sem talsmenn þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr og rík- isstjórnar sömu llokka sem sat síðasta kjörtfmabil hafa gjarnan talið stjórninni til tekna, er að þar bera menn ekki ágreinings- mál sín á torg. Þvert á móti ræða menn þau sín á milli og Ieysa úr þeim í einrúmi, en koma síðan fram sem eitt einhuga stjórnvald út á við. Þetta telja menn þetta auka á trúverðugleika stjórnar- innar út á við og trúnað inn á við og auðveldi mönnum þar með samstarfið. Davíð Oddsson hefur t.a.m. nefnt það oftar en einu sinni að fyrirkomulagið í Viðeyj- arstjórninni hafi á síðari stigum vcrið orðið meingallað að þessu leyti. Eflaust átti það sinn þátt í því að það samstarf var ekki end- urnýjað. Fylgst meö reyknum I sjálfu sér er það rétt að sá stíll sem núverandi ríkisstjórn hefur valið virkar ágætlega og „kalkúnalappaupphlaup" hafa ekki þekkst í þessu samstarfi. Hins vegar telja menn sig vita að flokkarnir og forustumenn þeirra í ríkisstjórn séu ekki alltaf sam- mála, og því hlustum við öll því betur eftir blæbrigðamun í mál- flutningi til að lesa í það hvort og hvar meiningarmunurinn ligg- ur. Það sem virðist vera lítilfjör- Iegur og jafnvel vart merkjanleg- ur áherslumunur í málflutningi getur því vel verið merkileg póli- tísk vísbending um ágreining, sem menn eru að reyna að leysa bak við Iokaðar dyr fundarher- bergis ríkisstjórnarinnar. Þessi stíll krefst þess semsé að ráðherr- ar og stjórnarliðar séu varkárir í yfirlýsingum, sem síðan kallar á vangaveltur og talsverða „kremlólógíu" frá þeim sem hafa áhuga á að ráða í merkin og hvernig stjórnmálaátökin eru að þróast í raun og veru. Þeir sem ekki eru vakandi fyrir merkjun- um gætu hæglega misst af því þegar þessir ágætu stjórnmála- menn í „góðsemi vega hver ann- an“. Því fylgjast margir með því hvort reykurinn úr Páfagarði pólitíkurinnar skiptir um lit, það er aldrei að vita hvenær nýir páfar eru valdir. Fleiri merki Lengi vel hefur hins vegar ekki mikið verið að gerast á þessu sviði og reykurinn sem stígur upp frá Páfagarði ríkisstjórnarinnar hefur alla jafna ekki mikið skipt um lit. Að undanföru hefur það þó orðið æ algengara og merkja- sendingar eru nú tíðari, þótt enginn kannist svona formlega séð við neitt. 1 vikunni afneitaði Davíð Oddsson til dæmis póli- tfskum ágreiningi milli stjórnar- Ookkanna í Landsímamálinu í sjónvarpsviðtali, en talaði um leið þvert á yfirlýsta stefnu fram- sóknarmanna í málinu! Skattamálin Þá hafa mjög óvenjulegar skeyta- sendingar átt sér stað milli Hall- dórs Ásgrímssonar og Geirs Haarde að undanförnu, vegna skattamála. Augljóslega er veru- legur pirringur í gangi vegna þess hve slaklega framsóknarmönnum hefur gengið að koma fram einu af sínum helstu kosningamálum, sem eru barnakortin. Þegar Geir Haarde spilar því síðan út að hann telji að afnema ætti há- tekjuskatt, er Halldóri Asgrfms- syni greinilega nóg boðið - enda Iiggur fyrir að ef svigrúm skapast hjá ríkissjóði hefur framsókn meiri áhuga á að nota það í barnabætur eða til tekjujöfnunar en til að lækka hátekjuskatt. Það merkilega við þessa umræðu er ekki það að hún sé til staðar. Síð- ur en svo. Hér er um hugmynda- fræðilegan mun að ræða hjá flokkunum og ekki nema eðlilegt að þá greini á um hvort nota eigi skattkerfið til tekjujöfnunar með þessum hætti eða ekki. „Þetta er alvörupólitík", voru orðin sem góður og gegn framsóknarmaður notaði um þennan ágreining í samtali sem ég átti við hann í vik- unni. Umræðan sem slfk er þvf ekki svo fréttnæm, heldur það að hún skuli fara fram á opinber- um vettvangi. Það sýnir að hlut- irnir eru mikið að breytast. Og jafnvel þótt ráðherrar haldi áfram að gera lítið úr ágreiningi séu þeir spurðir, þá berast mislit reykmerki frá stjórnarflokkunum sitt á hvað með enn meiri krafti en áður. Leifshátíðarræðan Gott dæmi um þetta er merkileg ræða sem Halldór Asgrímsson flutti á Leifshátíð að Eiríksstöð- um í Dölum um síðustu helgi. Þessi ræða var birt í heild sinni hér í Degi á þriðjudag, en hún hefur annars fengið furðu litla athygli í fjölmiðlum. Það er fyrst og fremst tvennt sem vekur at- hygli í ræðunni. Annars vegar er þar að finna viðbrögð við inn- setningarræðu Ólafs Ragnars Grímssonar og hins vegar er þar að finna afdráttarlausar og afar beinskeittar yfirlýsingar um Evr- ópumálin, sem fýrst og fremst hljóta að hitta samstarfsflokkinn og formann hans fyrir. Af þessu tvennu er mun meira púðri eitt í það síðara og það er í raun aðeins á einum stað í ræðunni sem Halldór er aug- ljóslega beint að svara forsetan- um. Halldór segir: „Við eigum að halda fast á okk- ar málstað á sviði auðlinda-, við- skipta-, og umhverfismála. Með því erum við ekki að biðja um sérréttindi, heldur að sinna þörf- um þjóðarinnar og rækta skyld- urnar við framtíðarkynslóðir. Að- eins með slíkum hætti getum við staðist það reynslupróf sem okk- ar kynslóð er sett.“ Þó þetta kunni að hljóma sak- leysislega og kurteislega er það einungis það síðara, því hér er verið að endursenda með nokkrum þjósti sendingu forset- ans frá í innsetningarræðunni, þar sem forsetinn gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar varð- andi Kyotobókunina með því að tala um „sífellda leit að undan- tekningum og fráviksleiðum" í umhverfismálum sem myndi skaða orðstír okkar. Umbúðalaus ögrun En ræðan er að öðru leyti nánast umbúðalaus ögrun við Evrópu- stefnu Davíðs Oddssonar og sjálfstæðismanna annars vegar og svo yfirlýsing til cfascmdar- manna innan Framsóknarflokks- ins hins vegar um að formaður- inn væri hvergi að hopa (jafnvel að bæta í) frá fyrri yfirlýsingum sínum um tengsl Islands og Evr- ópu. Það er ekki hægt að ímyn- da sér annað en forsætisráðherra hafi tekið margt af því sem Hall- dór sagði í þessari ræðu beint til sín. Lítum á nokkur dæmi: „Við erum norræn þjóð, við eru Evrópuþjóð. Við höfum átt mesta og besta samvinnu við þessar þjóðir á sviði menningar og við- skipta. Við hljótum því að leitast við að tryggja stöðu okkar í sí- breytilegri Evrópu og takast á við krefjandi spurningar, takast á við framtíðina. I þessum nýja heimi á nýtti öld eru lykilorðin tvö: samvinna og þátttaka." Þátttaka! Spyrja má hverjar séu þessar krefjandi spurningar sem llall- dór er að tala unt og aðeins eitt svar kemur til greina. Þetta eru spurningarnar sem Davíð Odds- son telur ekki tímabært að spyrja! Spurningarnar um stöðu íslands gagnvart Evrópubandalaginu. Og af hverju segir Halldór að lyk- ilorðin séu tvö en ekki t.d. bara eitt. „Samvinna" er hugtak sem skýrir sig sjálft í þessu samhengi en hvað með orðið „þátttaka"? Af hverju er orðið þátttaka lykilorð í hinum nýja heirni með öðrum hætti en þátttaka var lykilorð í gamla heiminum. Spurningin um Evrópusambandið snýst jú ekki hvað síst um aðild að ákvörðunarferlinu, um möguleik- ann á að hafa áhrif á ákvarðanir sem þar eru teknar og Halldór telur að EES - samningur gær- dagsins - tryggi það ekki. Hrökkva eða stökkva Það er greinilegt að Halldór er talsmaður þess að stökkva út í þessa umræðu á meðan sam- starfsflokkur hans vill hrökkva. Og ræðan er stútfull af bersögl- um skilaboðum til þeirra sem ekki vilja stökkva með Halldóri: „Við getum ekki lifað í neins konar einangrun; slíkt væri til- ræði við sjálfstæði og frelsi þjóð- arinnar." Heimalningar Á öðrum stað í ræðunni gæti hann nánast verið að tala beint til Davíðs (og kannski Iíka ein- hverra sinna manna s.s.Guðna Ágústssonar!!) og rétt er að vekja athygli á að enn skýtur hugtakið „þátttaka" hér upp kollinum, eins og raunar víðar í ræðunni: „Við Islendingar eigum að sækja fram. Við getum ekki stað- ið í stað og okkur ber að hafna kyrrstöðu og heimalningshætti. Framsóknin, samvinnan og þátt- takan á að vera svar okkar við kalli tímans, í sama anda, metn- aði og bjartsýni sem víðförulir forfeður okkar og formæður ólu með sér.“ Heimalningshætti!!! Hér fer ekkert á milli mála. Reykurinn úr páfagarði Halldórs er að skipta um Iit og merkjasendingin greini- leg, hvað svo sem mönnum kann að finnast um pólitíska afstöðu hans að öðru leyti. Og þegar þetta er skoðað í samhengi við Landsímamálið, skattamálin, barnabæturnar, o.fl. o.fl. þá kæmi ekki á óvart þótt yfirbragð og stíllinn á stjórnarheimilinu fari að breytast verulega. Póli- tískt gæti haustið því orðið heitt í stjórnarráðinu - og sá hiti yrði þá ekki Iokaður innan fjögurra veggja stjórnarhcimilisins lengur, heldur brytist út í opinberri um- ræðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.