Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Al Gore hreif flokksfélaga sína í fyrrakvöld, en repúblíkanar tæta í sig ræöuna hans. Næst verða það sj ónvarpsemvígm Eftir ræðn Als Gore á landsþingi demókrata er beðið eftir næstu sko ð aiiíiköiimmum, og síðan taka við sj ónvarpseinvígin. Bæði demókratar og repúblikan- ar í Bandaríkjunum bíða nú spenntir eftir áreiðanlegum skoðanakönnunum á fylgi for- setaframbjóðandanna. Fyrstu skoðanakannanir eftir að báðir frambjóðendur, þeir George W. Bush og A1 Gore, hafa flutt stefnuræður sínar á landsþing- um flokkanna, teljast ekki gefa mjög áreiðanlega mynd af stöð- unni. Þó virðast flestir vera á því að nokkuð hafi dregið saman með þeim í fylgi. I gær sagðist George W. Bush vilja mæta A1 Gore í þremur sjónvarpseinvígum áður en for- setakosningarnar verða haldnar þann 7. nóvember næstkom- andi. Gore hefur fallist á það. Sömuleiðis er von á því að vara- forsetaefni þeirra, þeir Dick Cheney og Joseph Lieberman, hittist tvisvar í sjónvarpi til þess að ræða málin. Gore flutti stefnuræðu sína á landsfundi Demókrataflokksins á fimmtudagskvöld, og sló svo sannarlega í gegn meðal flokks- bræðra sinna. Honum þótti takast vel upp við að gefa kjós- endum dálítið aðra mynd af sjálfum sér, þar sem hann verður í aðalhlutverki í stað þess að vera maður númer tvö á eftir Bill Clinton forseta. Hann byrjaði á því að þakka íjölskyldu sinni og vinum, og Iof- aði störf Clintons forseta en bætti því síðan við að nú væri nýr kafli að hefjast. „Þessar kosningar eru ekki verðlaun fyrir fyrri frammistöðu," sagði hann og hann vildi ekki láta kjósa sig vegna þess hve efnahagsástandið væri gott.“ Gore minntist heldur aldrei á mótframbjóðanda sinn, Bush, en gat þó ekki stillt sig um að skjóta aðeins á flokkinn. Repúblikanar voru hins vegar snöggir upp á lagið að tæta ræðu Gores í sig. Frá kosningaskrif- stofu Bush bárust þau boð að í ræðunni væri „meira af klisjum en sannfæringu'*. Aberandi er hve mikill munur er á stíl forsetaframbjóðendanna tveggja. Bush fór mikinn í ræðu sinni, og lagði m.a. áherslu á að koma persónutöfrum sínum til skila að hætti flestra þeirra sem setið hafa á forsetastóli í Banda- ríkjunum undanfarið. Gore hef- ur hins vegar þótt þumbaralegur og með frekar lítinn skammt af persónutöfrum, en reyndi í engu að draga úr því. Þvert á móti við- urkenndi hann galla sína, en forðaðist annars að leggja of mikla áherslu á sjálfan sig og einbeitti sér þess í stað að því að tala um þau málefni sem hann ætlar að leggja áherslu á í for- setastarfinu, nái hann kjöri. Þeir Gore og Bush höfðu líka ólíkan hátt á því að semja ræður sínar. Bush lét sérstaka ræðu- skrifara að mestu unt verkið, en snurfusaði síðan ræðu þeirra til og bætti inn í persónulegum at- hugasemdum. Gore skrifaði hins vegar sjálfur niður allt það sem hann vildi hafa í ræðunni, en lét síðan ræðuskrifarana um að laga textann til, stytta og bæta. Var aldrei mikil von MURMANSK - Vladimir Putin forseti Rússlands sagði slegnum almenningi í Rússlandi í gær að það hafi frá upphafi ver- ið afar lítil von um að hægt væri bjarga mönnunumll8 sem sukku til botns á Barentshafi með kafbátnum Kursk. Putin sagði í gær þar sem hann var staddur f sumarhúsinu við Yalta að hann hefði spurt varnarmálaráðherrann Igor Sergeyev að því hverjar líkurnar væru á björgun mannanna strax og hann frétti af því að báturinn hefði sokkið. „Svarið var: „Það eru sáralitlar lík- ur á björgun, en þó ekki alveg útilokað,““ sagði Putin. Hins vegar sagði forsetinn klárt að engin hætta væri á því að geilsavirk efni Iækju út úr bátnum. Putin varði líka þá ákvörðun sína að halda áfram í sumarfríi þrátt fyrir að þetta neyðarástand hafi brostið á. „Auðvitað var það mér ofarlega í huga að fljúga á staðinn og vera þarna til staðar," sagði hann sorgmæddur á svip. En hann fór hins vegar ekki, eins og pressan hefur verið dugleg að benda á. Ross reynir enn JERUSALEM - Dennis Ross, sérlegur full- trúi Bandaríkjaforseta í austurlöndum nær sagði í gær að enn væri of snemmt að gefa út yfirlýsingar um hvort flötur væri á að koma friðarviðræðum í gang á ný eftir að viðræður Ieiðtoganna sigldu í strand í Camp David á dögunum. Ross var varkár í yfirlýsingum í gær og sagði einungis að enn væru erfiðleikar sem menn yrðu að yfir- stíga. Hann hitti Moshe Katzav forseta Israels í Jerúsalem í gær á öðrum degi ferð- ar sinnar sem farin er til að reyna að snúa í gang friðarviðræðurnar. Herþota ferst á flugsýningu LONDON - Tveggja sæta tékkneskherþota hrapaði í sjóinn suðaust- ur af Englandi í gær J>egar hún var að sýna listir sínar á flugsýning- unni í Eastbourne. I gær hafði lík sem talið er vera af flugmannin- um fundist. Hér var um að ræða L39 herþotu tékkneska flughersins og fór hún í sjóinn rétt utan við þar sem heitir Austur Sussex. Flug- maðurin hvar einn um borð. Talsmaður lögreglunnar sagði að lík hefði fundist en Rugvélin hefði sokkið. „Þúsundir voru að horfa á sýninguna en enginn áhorfenda meiddist við þetta slys,“ sagði tals- maðurinn ennfremur. Hætt var við flugsýninguna eftir að slysið varð. MiMll viðskiptahalli WASHINGTON - Viðskiptahallinn er víðar vandamál en á íslandi en í gær voru birtar tölur um viðskiptahallann í Bandaríkjunum. Nýtt met var slegið í júní en hallinn nemur 30.62 milljörðum Bandaríkja- dala. Þetta gerist á sama tíma og hækkandi olíuverð vegur upp á móti hagnaði Bandaríkjamanna af auknum viðskiptum við Kína og Kanada, sem nú munu hafa orðið meiri en nokkru sinni fyrr. FRÁ DEGI TIL DAGS LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 232. dagur ársins, 134 dagar eftir. Sólris kl. 5.32, sólarlag ld. 21.29. Þau fæddust 19. ágúst • 1826 Helgi Hálfdánarson sálmaskáld. • 1871 Orville Wright, annar Wright- bræðra sem bjuggu til fyrstu flugvélina sem virkaði nokkurn veginn sem skyldi. • 1914 Baldur Möller ráðuneytisstjóri. • 1940 Ginger Baker, trommuleikari. • 1943 Þór Whitehead sagnfræðingur. • 1947 William Jefferson Clinton, forseti Bandarfkjanna. Þetta gerðist 19. ágúst • 1561 tók Marfa við krúnu Skotlands. • 1871 stofnuöu alþingismenn Hið ís- lenska þjóðvinafélag. • 1934 var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu í Þýskalandi að Adolf Hitler lengi öll framkvæmdavöld í hendur. • 1960 dæmdi dómstóll í Moskvu banda- rískan flugmann, Francis Gary Powers, sekan um njósnir. • 1964 var Bítlamyndin A Hard Days Night frumsýnd í Tónabíói í Reykjavík, en hún sló öll sýningarmet. • 1993 kom Shimon Peres utanríkisráð- herra ísraels í opinbera heimsókn til Is- lands. Vísa dagsins Fyrst vér sjáurn sannletkann, er sárt vér þráum, þegar losna líkamsböndin, lyftir sér til himins öndin. Valilimar Ásmundsson og Guðmundur Guðmundsson (úr Alþingisrímum) Afmælisbam dagsins Tipper Gorc gæti orðið næsta rorsetafrú Bandaríkjanna, eftir að hafa verið vara- forsetafrú í átta ár. Frú Gore er 52 ára f dag, og fær því að vera afmælisbarn dagsins. Hún ólst upp í bænum Arl- ington í Virginíuríki, og hét upphaflega Mary Elizabeth Aitcheson. Það var móðir hennar, sem gaf henni gælunafn- ið Tipper. Hún er með M.A.-próf í sál- fræði, en starfaði sem ljósmyndari á dagblaði þangað til eiginmaður hennar, A1 Gore, var kosinn á bandaríska þingið árið 1976. Þegar við minnumst þess að við erum öll vitskert, þá hverfa allar ráðgátur og lífið blasir við okkur útskýrt að fullu. Mark Tvvain Heflabrot I venjulegum spilastokk eru gosarnir þan- nig að á tveimur þeirra sjást bæði augun. en aðeins annað augað sést á hinum gos- unum tveimur. Hve mörg augu sjást þá samtals á gosaspilunum fjórum? Lausn á síðustu gátu: Hann Þórður get- ur hyrjað á því að kveikja á einum rofanum, beðið síðan í góða stund, slökkt svo á þeim rofa en kveikt á öðrum í staðinn. Sfðan þarf hann að drífa sig niður f kjallaraherbergið. Ef kveikt er á perunni þegar hann kemur niður, þá er rétti rofinn fundinn. Ef peran er heit, þá er rétti rofinn sá sem hann kveikti á fyrst. En ef hvorki er kveikt á per- unni né hún heit, þá er þriðji rofinn sá rétti. Veffang dagsins Ágæta ensk-pýska og þvsk-enska orðabók er að linna á http://dict.leo.org/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.