Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 19.08.2000, Blaðsíða 9
8-LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 - 9 FRÉTTASKÝRING L. ro^tr Ramisóknir í tímahraki? SIGURDÓR SIGURDÓRS SON SKRIFAR Tímaáætlim Lands- virkjiniar til umhverf- ismats vegna Kára- linj úkavirkj unar er harðlega gagnrýnd af náttúruvemdarsinn- um. Skipulagsstjóri hafnar því að meta saman álver í Reyðar- firði og Kárahnjúka- virkjun. Áhrifin á vistkerfi sjávar í Hér- aðsflóa ekkert skoðuð. Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landsvirkjunar um áætlun um mat á umhverfisáhrifum Kárahnj úkavirkjunar. Jafnframt gerir stofnunin grein fyrir ýmsum athugasemdum og fyrirvörum í bréfi til Landsvirkjunar. Fjöl- margir aðilar gerðu athugasemdir við tillöguna að matsáætlunina. Meðal þeirra var Náttúruvernd ríkisins sem taldi að meta ætti saman umhverfisáhrif Kára- hnjúkavirkjunar og álver í Reyð- arfirði. Skipulagsstjóri hafnar því með eftirfarandi rökum: „Þótt bygging Kárahnjúkavirkj- unar sé nátengd byggingu álvers í Reyðarfirði er að mati Skipulags- stofnunar ekki hægt að líta svo á að um framkvæmdir á sama svæði sé að ræða og því ekki rök fyrir því að með mat á umhverfis- áhrifum framkvæmdanna verði farið samkvæmt 2. mgr. 5. gr. Iaga um mat á umhvcrfisáhrifum. Skipulagsstofnun mun hins vegar beina þeim tilmælum til fram- kvæmdaraðila að mat á umhverf- isáhrifum framkvæmdanna, þ.e. virkjunar og álverksmiðju, verði auglýst um svipað leyti.“ Þjóðgaxðuriiui Þá segir í greinargerð Skipulags- stofnunar: „Komið hafa fram ábendingar um að í matsskýrslu þurfi að fjalla um þann kost að virkja ekki og í stað verði stofnaður þjóð- garður á svæðinu. Skipulags- stofnun telur að við mat á núll- kosti þurfi að gera grein fyrir samanburði umhverfisáhrifa við aðra kosti á þá umhverfisþætti sem helst hafa gildi í umræðu um þjóðgarð á svæðinu, s.s. á lands- lagsheildir, ósnortin svæði, ein- stök búsvæði og útivist og ferða- mennsku. Skipulagsstofnun telur hins vegar ekki eðlilegt að gera þá kröfu til framkvæmdaaðila að hann geri beinan samanburð á virkjun og þjóðgarði á svæðinu. Hins vegar þarf í matsskýrslu að gera grein fyrir hugmyndum um stofnun Snæfellsþjóðgarðs og stöðu þeirra nú. Fram hafa komið ábendingar um að fresta beri mati á umhverf- isáhrifum Kárahnjúkavirkjunar þar til fyrir liggur rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarð- varma sem unnið er að á vegum Tölvumynd af fyrirhugaðri virkjun við Kárahnjúka og af Hálslóni. ríkisstjórnar og áætlað að Ijúki árið 2002. Skipulagsstofnun tel- ur brýnt að á fyrirhuguðu fram- kvæmdasvæði Iiggi fyrir ítarlegur samanburður allra raunhæfra kosta áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdir. Markmið rammaáætlunar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti með til- liti til orkugetu, hagkvæmni, áhrif á náttúrufar, náttúru- og menningarminja, svo og hags- muna allra þeirra sem nýta þessi sömu gæði. Það myndi auðvelda mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar ef niðurstöður úr rammaáætlun lægju fyrir og stuðla að markvissari umræðu. Skipulagsstofnun telur það hins vegar ekki nægileg rök fyrir því að fresta mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar þar til nið- urstöður rammaáætlunar liggja fyrir...“ Fljótaskrift Kolbrún Halldórsdóttir alþingis- maður er ein af þeim sem sendi Skipulagsstofnun athugasemdir. Hún vill að umhverfismat á álveri við Reyðarfjörð og Kárahnjúka- virkjun fari fram samtímis. Hún segist líta á það sem áfangasigur að skipulagsstjóri metur þetta þannig að umhverfismatið þurfi að liggja fyrir á svipuðum tíma þótt hann hafni því að meta þetta samhliða. Hún segir líka að það sé ekkert vit í því að hefja ein- hverjar framkvæmdir fyrr en menn vita hvort af þessu öllu saman verður. „Eg gerði Iíka athugasemd við að ekki hefur verið sett reglugerð Kolbrún Halldórsdóttir: Fljótaskriftin á þessu máli öllu fyrir neðan allar hellur. um framkvæmd laganna á mat á umhverfisáhrifum. Ég hefði viljað að þessum matsáætlunum yrði frestað og að þær yrðu ekki af- greiddar frá skipulagsstjóra fyrr en reglugerðin liti dagsins ljós. Hún á að líta dagsins Ijós í okto- ber næst komandi, samkvæmt Iögunum. Mér finnst fljótaskrift- in á þessu máli öllu fyrir neðan allar hellur og ég er mjög ósátt við hana. Ég tel okkur hafa svigrúm til að bíða eftir reglugerðinni. Ég hefði viljað sjá skipulagsstjóra taka afstöðu í þeim málum. Það er alveg ljóst að Skipulagsstofnun hefur ekki haft bolmagn til að sinna öllu þessu írafári og þess- um yfirgrips miklu úrskurðum sem hún er búin að sinna í sum- ar,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Hún segist skilja það að ekki skuli mælt með að látið verði í hendur framkvæmdaaðila eins og Landsvirkjunar að láta fara fram mat á áhrifum þjóðgarðs á svæð- inu. Það sé í verkahring umhverf- isráðuneytisins. „Og ég kem til með að leggja áherslu á að það mat verði fram- kvæmt,“ sagði Kolbrún Halldórs- dóttir. Ómarktækt Þuríður Backman alþingismaður sendi skipulagsstjóra athuga- semdir um rammaáætlunina. Flún sagði þegar Dagur ræddi við hana í gær að hún hefði ekki les- ið úrskurð skipulagsstjóra. En hún hefði heyrt um þáttinn er varðar rammaáætlunina. Hún segir að ef verið er að vinna að þessum málum í alvöru þá verði Þuríður Backman: Vona bara að skipulagsstjóri styrkist í sínu starfi. að gera rammaáætlun um nýt- ingu jarðvarma og vatnsafls í landinu. „Ég tel að ef þessi mál eru ekki tekin fyrir í heild sinni sé þetta ómarktækt. Ég held að það megi þá leggja nefndina sem vinnur að rammaáætluninni niður fyrst skipulagsstjóri tekur ekki mark á þessari athugasemd. Ég vona bara að skipulagsstjóri styrkist í sínu starfi," sagði Þuríður Back- man. Veikleikar „Eitt af þeim megin atriðum sem við gerðum athugasemd við var hversu skamman tíma Lands- virkjun ætlaði sér til verksins. Við teljum einfaldlega að þær rann- sóknir sem gera þarf, til að mynda á vatnasviði ánna og ein- nig við árósana, taki lengri tíma en eitt sumar eða part úr sumari,'1 segir Arni Finnsson, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndar- samtaka Islands, sem gerðu mikl- ar athugasemdir við matsáætlun- ina. Flann nefnir einnig rannsókn- irnar á hreindýrunum. Þær taki mun lengri tíma en þann part úr sumri sem þeim er ætlað. Hann segir sig furða á því að Skipulags- stof'nun skuli ekki stinga niður fæti þarna. Þeir veikleikar sem þarna séu hljóti að koma fram í lokaskýrslunni sem skila á í mars á næsta ári. Tfminn til að afla gagna hafi ekki verið nægur. „Þeir segjast hafa verið að afla gagna í 20 ár en það er nákvæm- lega sama sagan og þeir sögðu með Eyjabakkana en í ljós kom að Árni Finnsson: Ekki sé hægt að segja að þarna hafi farið fram skipulagðar rannsóknir í einhver ár hvað þá áratugi. þeir höfðu eitt í þær parti úr tvcimur eða þremur sumrum. Ég held að ekki sé hægt að scgja að þarna hafi farið fram skipulagðar rannsóknir f einver ár hvað þá áratugi. Annað atriði sem við telj- um að þurfi að taka til bæna er að könnuð verði þjóðgarðs hug- myndin. En það er vissulega hæpið að framkvæmdaaðilinn sjálfur kanni hana og því höfum við beint því til stjórnvalda að þjóðgarður verði metin jafnhliða Kárahnjúkavirkjun," segir Arni Finnsson. Meta verður þjóðgarðinn Guðmundur P. Olafsson Iífræð- ingur segir að sér finnist það al- varleg niðurstaða hjá skipulags- stjóra að hal’na því að álverið og vikjunin verði metin saman. „Ég á erfitt með að skilja það hvernig hægt er að stíja þessu í sundur og þykir röksemdafærslan fyrir því vafasöm. Það virðist vera undankomuleið í þessu matsferli að búta niður verkefnin og kom- ast þannig hjá heildar sýn. Það er alllaf verið að reyna það,“ segir Guðmundur. Hann segir enn fremur að sér finnist fráleitt ef ekki á að meta þjóðgarðinn á móti virkjuninni. „Krafa um að þjóðgarðurinn verði metinn stendur óhögguð hvað sem líður úrskurði skipu- lagsstjóra. Það er ekkert hægt að komast hjá því að meta þann möguleika að skemma ekki land- ið til jafn við það að böðlast um það. Langtíma hugsunin er sú að við reynum að komast hjá sem mestum skemmdum á landinu. Guðmundur P. Úlafsson: Krafa um að þjóðgarðurinn verði metinn stendur óhögguð hvað sem líður úrskurði skipulagsstjóra. Þess vegna þurfum við að hafa þetta mat á þjóðgarði til þess að geta tekið skynsamlega ákvörðun," segir Guðmundur. Hann gagnrýnir harðlega þá fljótaskrift sem á að vera á um- hverfismatinu. „Á örfáum mánuðum á að svara grundvallar spurningum um vist- fræði og langtíma áhrif, sem er gjörsamlega vonlaust. Það er sýnd- armennska af versta tagi. Einn al- varlegasti hlekkurinn í þessu er sá að langtíma áhrifin munu senni- Iega koma mest fram í sjónum á lífríki sjávar. Og það er ekkert unn- ið að þeim rannsóknum. Að taka fallvötn úr sambandi og flytja þau í annan farveg er alvarlegur at- burður og af því er afar slæm reynsla víða um heim eins og til að mynda í Rússlandi. En ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að gagnrýna það fólk sem framkvæm- ir þessar rannsóknir. Þar er um gott rannsóknalið að ræða en það fær bara allt of nauman tfma til sinna verka," segir Guðmundur P. Ólafsson. Brotakeimt „Þarna er verið að fara með þetta mál sem frumraun samkvæmt nýj- um lögum um umhverfismat og með afskaplega naumum tíma sem er mjög óheppilegt þar sem svo stórt mál er undir og menn eru að móta þetta. Ég hef áður bent á að það er ekki einu sinni búið að gefa út reglugerðina á grundvelli nýju laganna. Þessi reglugerð á að draga upp og skera úr um ýmsa mikilvæga þætti. Þetta er auðvitað alveg skelfilegt," sagði Hjörleifur Hjörleifur Guttormsson: Menn eru þarna með mjög óraunsæja tímaáætlun í huga. Guttormsson, fyrrum alþingismað- ur og líffræðingur, um matsáætl- unina. Hann gagnrýnir fjölda margt í úrskurði Skipulagsstofnunar. Hann segir að þarna verði um mjög umfangsmikið mat að ræða en í lýsingu framkvæmdaaðilans sé tekið almennt á málunum. Þannig liggi ekki fyrir í ýmsum tilvikum hvernig staðið verði að matinu. Skipulagsstofnun fallist á matstil- löguna með fyrirvara um nánari skoðun einstakra þátta matsins. Annað hvort þegar framkvæmditi verður tilkynnt eða við framlag- ingu ítarlegri tillagna að áætlun fyrir framkvæmdina í heild. „Þetta segir okkur í rauninni að það skorti mikið á að í þessari matsáætlun séu dregin upp með sérgreindum hætti hvernig með skuli fara. Þetta eru upptalningar á verkefnum en nánari lýsing á því hvernig á skuli tekið er býsna brotakennt," segir Hjörleifur. Þröngur tíinaramini Hann bendir á að Landsvirkjun ætli að skila matsskýrslu í janúar eða febrúar. Hann segir afar ósennilegt að hægt sé að skila marktækri skýrslu um þetta mál á svo skömmum tíma. „Ég held að menn séu þarna með mjög óraunsæja tímaáætlun í huga og þá ekki síst í Ijósi þess að út- færsla einstakra þátta er mjög ófullkomin í matsáætluninni. Dæmi um þetta eru áhrifin á Hér- aðsflóa. Hafrannsóknastofnun tel- ur í sínu áliti að það þurfi heilt ár í rannsóknir á vistkerfi sjávar í Hér- aðsflóa. Þá tekur Skipulagsstofnun undir það í sínum fyrirvörum að það beri að skoða vel í þessu mati hinn svo kallaða núll kost. Það er að ekki verði virkjað við Kára- hnjúka, hugsanlega verði orku afl- að annars staðar frá og að jafn- hliða, sem hluti af núllkosti, stofn- aður þjóðgarður á svæðinu. Skipu- lagsstofnun telur samt ekki eðlilegt að gera þá kröfu til framkvæmda- aðila að hann geri beinan saman- burð á virkjun og þjóðgarði. Hins vegar þurfi í matsskýrslu að gera grein fyrir hugmyndum um stofnun Snæfellsþjóðgarðs og stöðu hans nú. Þctta segir það sem ég og fleiri hafa verið að segja að það þarf ann- ar aðili að taka fast á því verkefni nú þegar að skoða þennan landnýt- ingarkost að stofna þjóðgarð," segir Hjörleifur Guttormsson. Nektarstaðir dauða- dæmdir á Akureyri? Eigendum nektarstað- anna á Akureyri hefur verið synjað um lengri opnunartíma. Dauðadómur segja þeir og boða gjaldþrot geri bærinn ekkert í málinu. Eins og fram hefur komi í Degi hafnaði bæjarráð Akureyrarbæjar beiðni Einars Gunnlaugssonar, eiganda Venus, og Bernharðs Steingrímssonar, eiganda Seturs- ins, um Iengri opnunartíma fyrir staði þeirra. Einar og Bernharð segja í bréfi sínu til bæjarráðs að þeim sé kunnugt um áhyggjur forráðamanna skóla og bæjarfé- lags vegna drykkju ungmenna og að hún samræmist ekki ímynd bæjarins sem skólabæjar. En þar sem í þeirra húsum sé aldurstak- markið 22 ár sé orsaka ekki að leita í þeirra húsum. Jafnframt tala þeir um að hjá þeim vinni er- lendir skemmtikraftar sem nái ekki þem tekjum sem þarf sé þeim gert að loka kiukkan 01 í miðri viku og klukkan 04 um helgar. Að þessum sökum fara eigend- ur staðanna tveggja fram á við bæjarráð og bæjarstjórn að fá að hafa opið öll kvöld til 04 og til 07 um helgar. Á móti lofa þeir að hefja ekki sýningar fyrr en klukk- an 23:00. Þennan opnunartíma væri síðan hægt að rökstyðja með því að kalla staðina næturklúhba. I bréfinu segir jafnframt að verði bæjarráð ekki við ósk þeirra sé það dauðadómur yfir fyrirtækj- um þeirra. Sömu reglur inii nekt og tónlist „Vissulega er það á valdi bæjar- ráðs og bæjarstjórnar að ákveða hvaða staður skilgreinist sem veitingastaður og hvaða staöur er ílokkaður sem næturklúbbur. En hvers konar skilaboð erum við að senda ef sá staður sem bíður upp á naktar stúlkur er næturklúbbur en sá sem bíður upp á lifandi músík er það ekki," segir Ásgeir Magnússon bæjarráðsmaður á Akureyri. I bréfi sínu lofa þeir félagar að hleypa ekki inn á staði sína fólki yngra en 22 ára - fái þeir að hafa opið lengur. „Við höfum ekki neina heimild til að skipta okkur af því hvaða aldurstakmörk eru inn á staðina. Það væri því auð- velt mál að breyta því eftir að lengri opriunartími hefur verið heimilaður," segir Ásgeir. Ásgeir segir að lenging opnun- artíma hafi verið tilraun sem cin- faldlega hafi mistekist. Akureyri sér skólabær og gylliboð til ung- linga um ódýrt áfengi á fimmtu- dögum og sunnudögum samrým- ist einfaldlega ekki ímynd bæjar- ins. Því hafi verið tekin ákvörðun um að halda að einhverju leyti til baka og sú ákvörðun gangi yfir alla. - GJ Hreindýraveiði fer vel af stað 90.000 krónur þarf að greiða fyrir veiði- leyfi á tarfi á dýrasta svæði Austurlands. 404 dýr í boði en voru tæplega 300 í hitteð- fyrra. Búið er að skjóta 26 hreindýr á Austurlandi í sumar og er það óvenju góð byrjun á veiðitímabil- inu. Vertíðin hófst 1. ágúst og stendur til 15. septcmbcr. Veiði- tímabilið hefur alla jafna farið mjög rólega af stað en byrjunin nú gefur góð lýrirheit að sögn starfsmanns Hreindýraráðs. Skjóta má 404 dýr í ár sem er sama magn og í fyrra. Fyrir tveimur árum var kvóti dýra hins vegar aðeins 280 dýr. „Við reyn- um að halda stofninum í stöðugu ástandi," segir Karen Erlings- dóttir, starfsmaður hjá Hrein- dýraráði. Talið er að heildar- stolninn sé a.m.k. 3000 dýr og eru það mikið til sömu mennirn- ir sem leita á hreindýraslóðirnar ár eftir ár. Einstaka útlendingar sækja í veiðarnar að sögn Karen- ar en mikill meirihluti er þó Is- lendingar frá öllum landshorn- um. Helsta veiðisvæðið er Fljóts- dalsheiðin, þar sem skjóta má 88 kýr og sama magn af törfum. Alls eru veiðisvæðin níu og kostar veiðileyfið mismikið. Þannig þarf að greiða 90.000 krónur fyrir tarfinn á Fljótsdalsheiöi og 45.000 kr. fyrir kúna. Niður á fjörðum þar sem veiðilíkur eru minni, er aftur hægt að fá tarfinn á 55.000 kr. og kúna á 30.000. „Árangurinn hefur verið mjög góður það sem af er, en það er enn of snemmt að segja til um vertíðina í heild," segir Karen. Ráðinn hefur verið líffræðing- ur til starfa hjá Náttúrustofu Austurlands og mun hann fylgj- ast sérstaklega með hreindýra- stofninum. Þetta er í fyrsta skipti sem staðið er að slíku skipulögðu átaki. Karen segir öfgahópa á sviði dýraverndar alveg hafa látið veiðarnar á Austurlandi í friði. Áhugasamir skulu gæta þcss að ekki má notast við minni riffla en þá sem hafa a.m.k. 6 mm hlaupvídd og skal kúluþyngd ekki vera minni en 6,5 grömm. Það þarf því meira en baunabyss- ur til að fella íslensk hreindýr. - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.