Dagur


Dagur - 22.08.2000, Qupperneq 1

Dagur - 22.08.2000, Qupperneq 1
Yfirvöld stuðla að ofþreytu bflstjóra Atvinjmbílstjórar á íslandi hvílast miklu miiuia en kollegar þeirra í Evrópu. Stjómvöld spenna bogann til hins ítrasta en samt er mikið um brot. „Ég get staðfest að við erum að reka okkur á ýmsa vankanta og höfum gert athugasemdir við ýmislegt sem varðar þennan akstur. Reglurnar eru reyndar ekki eins strangar hér og í Evr- ópu hvað varðar aksturs- og hvíldartíma. Stjórnvöld hér hafa dregið úr áhrifunum, lengt vinnutímann og stytt hvíldartím- ann. Bílstjórar eru einu aðilarnir sem þurfa ekki að skila nema átta tíma hvíld en almennir Iaun- þegar þurfa að hvílast 11 tíma að lágmarki," segir Sigurður Hauks- son hjá Vegagerðinni. Sigurður hefur eftirlit með að reglur um akstur og vinnutíma atvinnubílstjóra séu virtar, en eins og fyrr segir er víða pottur brot- inn. Vegna slysahrinu hjá atvinnu- bílstjórum undanfarið sagði vara- formaður Sleipnis Degi fyrir helgi að álag á bílstjóra væri óviðunandi og reglur þver- brotnar. Síðan hefur félagið ályk- tað og segir þar m.a. að yfirvöld- um hafi verið bent á meint brot en þeim ábendingum virðist varla sinnt. „Eftirlit er lítið sem ekkert með þessum málum og er umhugsunarvert hvort óeðlilegu álagi sé um að kenna í einhverj- um tilfellum,“ segja Sleipnis- menn m.a. í ályktun sinni. Átt við ökurita Skýrslur um ökurita hafa einnig verið falsaðar. Sigurður segir dæmi um að menn hafi fært vinnu til yfir á aðra aðila. Til- gangurinn virðist einkum sá að lýrirtæki geti flutt farþega þvers og kruss um landið með lág- marks mannafla. Athygli vekur að þótt stjórnvöld hafi hækkað hámark leyfilegs vinnutíma og lækkað Iágmark, eins og varafor- maður Sleipnis hefur bent á og Vegagerðin staðfestir, skuli samt vera mikið um brot þegar ferða- lög standa sem hæst. Telur Sigurður íslensk stjórn- völd hafa gert rétt með því að leyfa miklu meiri vinnutíma en annars staðar á EES-svæðinu? „Mín persónulega skoðun er að þetta sé ekki rétt. Aðstæður ættu að vera eins hér og annars staðar í Evrópu. Ég held að við verðum að fara að passa okkar ferða- manniðnað," segir Sigurður. Lögregla raimsaki Oli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs segir brýnt að bregðast við þessu ástandi eins og skot. „Það er ljóst að inn- an um þessa hópbifreiðarstjóra eru sumir hverjir óreyndir. Þess heldur verða þeir bílstjórar að vera óþreyttir við erfiðar aðstæð- ur. Menn hljóta að krefjast svara," segir Oli og vill að Iög- reglan rannsaki þessi mál. — Bt> MUdð verk framundan við Símann Óvíst að Einkavæðingarnefnd skili tillögum um einkavæðingu Landssímans fyrir þingbyrjun. Jón Sveinsson, einn nefndar- manna, sagði í samtali við Dag í gær ekki víst að nefndin gæti lokið þessu starfi áður en alþingi kemur saman 1. október. Hann sagði að hlé hefði verið á stöfum nefndarinnar í ágúst en að hún muni koma saman í næstu viku og þá yrði þráðurinn tekinn upp aftur bæði hvað varð- ar Landssímann og fleiri mál sem nefndin er með til skoðunar. Landssímamálið er langt viða- mesta verkefnið sem Einkavæð- ingarnefndin hefur haft til með- ferðar, að sögn Jóns Sveinssonar. Af öðrum stórum málum sem nefndin er með til skoðunar er einkavæðing bankanna en það mál hefur verið nokkuð lengi hjá nefndinni. — s.DÓR Það var glatt á hjalla hjá sjónvarpsmönnum i gærmorgun þegar Sjónvarpið flutti loks formlega úr húsakynnum sínum við Laugaveg upp í útvarpshúsið við Efstaleiti. Útvarpsstjórinn tók þátt í flutningnum með sínu fólki eins og sjá má. Sjá einnig svipmyndir á bls. 15. - mynd: e.ól. Krafa verður lögð fram hjá lög- reglunni í Reykjavík í dag um op- inbera rannsókn á flugslysinu í Skerjafirði. Flugslysið til logreglu Aðstandandi annars piltsins, sem liggur þungt haldinn eftir flugslysið í Skerjafirði, hefur ákveðið að biðja um opinbera lögreglurannsókn vegna slyssins. Krafa um það verður samkvæmt heimildum Dags lögð fram hjá Böðvari Bragasyni, lögreglu- stjóra í Reykjavík, í dag. Kærandi telur að rannsókn flugslysanefndar sé fyrst og fremst gerð til að kanna öryggi flugmála en tryggi á engan hátt réttarstöðu hinna slösuðu eða aðstandenda hinna látnu. Því sé rannsóknin á engan hátt ígildi lögreglurannsóknar. Vitnisburð- ur frammi fyrir flugslysanefnd sé þannig ekki tækur í hugsanlegu skaðabótamáli. Refsivert athæfi? Grunur leikur á refsiverðri hátt- semi í aðdraganda slyssins, þ.e.a.s. að lög hafi verið brotin. Formaður Rannsóknarnefndar flugslysa hefur þegar sagt opin- berlega í Degi að flugmaðurinn sem lést í slysinu hafi verið yfir hámarks vinnutímamörkum. Kærandi hyggst velta upp ýms- um spurningum um verklags- reglur í fluginu milli Vestmanna- eyja og lands. Hann telur að reglur um öryggisatriði eins og farþegaskrár og hleðsluskrár kunni að hafa verið brotnar. Samkeppnin um farþegana frá Eyjum hafi verið hörð og það kunni að hafa valdið því að ítrasta öryggis var ekki gætt. Athugun Rannsóknarnefndar fluglysa stendur enn yfir en þeg- ar hefur komið fram að ekkert bendi til bilunar í vélinni. Kær- andi segir engan dóm felst yfir störfum nefndarinnar í aðgerð- unum nú, en hins vegar bendi ýmislegt til að nauðsynlegum úr- bótum sem mælt hafi verið með eftir svokallað Bakkaflugslys, hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Sigurður Guðmundsson hdl er lögmaður kæranda. — BÞ Kœliskápur * Sjálfvirk * Frystir 63 Itr. afþýðing f kæli » Orkunýtni C • Mál hxbxd: 152x55x60 „39.900. stgr. rinDesiT Það voru hinir blóðheitu ítalir sem hönnuðu Indesit kæliskápana enda veitir þeim oft ekki af þvf að kæla sig aðeins niður. En Indesit er ekki fyrir alla, nei, nei blessaður vertu. Indesit er bara fyrir þá sem vilja töff hluti f eldhúsið og kjósa að borga sem minnst fyrir þá. BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.