Dagur


Dagur - 22.08.2000, Qupperneq 7

Dagur - 22.08.2000, Qupperneq 7
 ÞRIDJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 - 7 ÞJÓÐMÁL Framsókn, hvert? „Stefna Framsóknarflokksins er að þjóna fólkinu í landinu og skapa því möguleika og góð lífsskilyrði. Það hlýtur ávallt að vera höfuðmarkmiðid," segir greinarhöfundur. Wk jón krist- I JANSSON PINGMAÐUR FRAM- , JM SÓKNARFLOKKSINS J* jlf skrifar Það hefur komið fram í fréttum undanfarið að umræður eru í Framsóknarflokknum um stefnu flokksins og skipulag. Það á vissu- lega ekki að teljast til tíðinda að slík vinna fari fram í stjórnmála- flokkunum. Þótt stefna þeirra sé byggð á ákveðnum grundvallarat- riðum og hugsjónum hlýtur það ætíð að vera í skoðun hvernig þeim verður best komið í framkvæmd. Stefna Framsóknarflokksins er að þjóna fólkinu í landinu og skapa því möguleika og góð lífsskilyrði. Það hlýtur ávallt að vera höfuð- markmiðið. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að nú gildi sömu aðferð- ir um það, eða takmark fólks sé það sama nú eins og var fyrir ára- tugum. Stórfelldari breytingar hafa orðið síðustu áratugina en að nokkurn gat órað fyrir. Þótt grund- vallarmarkmiðin séu þau sömu eru aðstæður gerólíkar því sem áður var. Þjóðemishyggja á undanhaldi Hinar gífurlegu breytingar sem hafa orðið varða alla þætti samfé- lagsins. Fyrst má nefna samskiptin við aðrar þjóðir sem hafa breyst á þann veg að okkar efnahagskerfi er hluti af efnahagskerfi vestrænna ríka, og í rauninni hluti af þeirri al- þjóðavæðingu sem rutt hefur sér til rúms á svo mörgum sviðum. Þetta felur í sér tækifæri fyrir þjóð- ina ef vel er á haldið. I öðru lagi hefur orðið bylting í upplýsinga og samskiptatækni sem einnig færir þjóðina nær umheiminum. Þetta hefur valdið mikilli hugarfars- breytingu. Mér býður í grun að með vaxandi ferðalögum, og aukn- um samskiptum við aðrar þjóðir á öllum sviðum sé þjóðerninshyggj- an á undanhaldi. Sem dæmi má nefna að afstaða fólks til erlendrar fjárfestingar er allt önnur en áður var, þótt þjóðin sé ekki tilbúin að selja Þingvelli eða fasteignir þar í hendur erlendra auðkýfinga til þess að koma sér upp sumarhús- um. Islendingar vilja hafa greiðan aðgang að umheiminum til hvers konar samskipta, hvort sem um er að ræða á sviði efnahags og at- vinnumála, markaðsstarfsemi menntunar eða frístunda. ísland og iiiulieiinurinn Þetta gerir það að verkum að miklu máli skiptir fyrir okkur að taka þátt í alþjóðasamstarfi. Það er skylda hvers stjórnmálaflokks að skilgreina stöðu okkar gagnvart umheiminum sem best. Ekki síst ber þeim skylda til þess sem fara með utanríkismálin og samskipti okkar við önnur ríki. Núverandi utanríkisráðherra hefur meðal annars gegnt þessari skyldu sinni með því að láta taka saman ítarlega skýrslu um stöðu okkar gagnvart Evrópusambandinu. Þetta er sjálf- sagt mál. Staða okkar í alþjóðlegu samhengi hefur verið sterk vegna þess að við erum hluti af Evrópu með aðgang að mörkuðum þar ásamt greiðu aðgengi að hvers konar samskiptum öðrum. Jafn- framt hefur samband okkar við Norður Ameríku verið náið, og unnið er að því að styrkja þau bönd enn frekar með auknum samskipt- um við Kanada sem er löngu tíma- bært, enda eru íslenskar rætur sterkar þar í Iandi. Samskipti við Bandaríkin hafa ávallt verið mikil og haft gífurlega þýðingur fyrir okkur. Jafnframt höfum við mikil- væg viðskipti við Asíuþjóðir svo sem stórríkin Kína og Japan. I starfi Framsóknarflokksins hafa utanríkismál haft mjög vax- andi vægi, þótt flokkurinn hafi far- ið með utanríkismál á miklum ör- lagatímum fyrr, til dæmis þegar baráttan fyrir útfærslu landhelg- innar stóð sem hæst. Stefna flokksins í þessum málum hlýtur að vera sú að tryggja stöðu íslands sem best gagnvart umheiminum, með því að taka þátt í alþjóðasam- starfi og hafa þar áhrif. Það er eng- in leið til önnur. Alþjódavædingin og maxkaðurmn Markaðshagkerfið er hluti af þeirri „Mín skoðun er að ríkisvaldið hlýtur að hafa hlutverk áfram í því að tryggja velferð- arþjónustu í heil- hrigðiskerfinu og í fé- lagslegakerfmu. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það að skilgrema þessa þjón- ustu í einhverjum mæli og semja við aðra aðila um að sjá um hana á þeim for- sendum.“ alþjóðavæðingu sem orðið hefur. Því fylgir að samkeppnin er hreyfi- aflið í efnahagslífinu. Það sldptir höfuðmáli að hún lúti ákveðnum reglum og fyrirtæki sem eru í sam- keppni séu á sama grunni, lúti sömu reglum. Þess vegna hefur ríkisvaldið verið dregið í vaxandi mæli út úr rekstri þar sem sam- keppni á að ríkja. Rekstur ríkisfyr- irtækja lýtur öðrum lögmálum, annars konar stjórn en rekstur einkafyrirtækja. Reyndar er hlut- verk ríkisvaldsins og fyrirferð þess í samfélaginu eitt helst pólitíska ágreiningsmál síðari tíma. Umræð- an um slík mál hefur verið fyrir- ferðarmikil innan Framsóknar- flokksins og svo verður áfram. Mín skoðun er að ríkisvaldið hlýtur að hafa hlutverk áfram í því að tryggja velferðarþjónustu í heilbrigðiskerf- inu og í félagslegakerfinu. Það er hins vegar ekkert óeðlilegt við það að skilgreina þessa þjónustu í ein- hverjum mæli og semja við aðra aðila um að sjá um hana á þeim forsendum. Eitt af heitu málunum í stjórn- málaumræðunni er framtíð Land- símans. Fyrirtækið hefur nú verið gert að hlutafélagi í eigu ríkisins. Nú er rætt um sölu þess. Tæknin hefur gjörbylt umhverfinu sem slík fyrirtæki vinna í og opnað mögu- leikana fyrir samkeppni og fyrir ný fýrirtæki að hasla sér völl. Lands- síminn hefur haft samfélagslegt hlutverk að þjóna öllumlands- mönnum og það hefur náðst að hafa eina gjaldskrá fyrir símtöl um lándið allt. Þvf þarf einnig að ná hvað varðar gagnaflutninga. Sala Landssímans getur ekki farið fram án þess að þessi markmið séu tryggð Velferðarkerfid Veigamestu þættir velferðarkerfis- ins eru menntun, heilbrigðisþjón- usta og félagsleg þjónusta. I raun er rangt að aðskilja þessa þætti frá atvinnu og efnahagsmálum með þeim hætti sem oft er gert í stjórn- málaumræðunni. Það er öflugu at- vinnulífi í landinu í hag að vel sé séð fyrir þessum þáttum. Mennt- un er forsenda fyrir samkeppnis- hæfni atvinnulífsins, ekki síst í þeirra sérhæfingu og alþjóðavæð- ingu sem orðin er. Það er mikil nauðsyn að efla menntastofnanir í landinu og gera fólki það jafnframt mögulegt að sækja reynslu og menntun til annarra þjóða. Gott heilbrigðis og félagskerfi er óað- skiljanlegur hluti af framtíðarsýn okkar. Brýna auðsyn ber til þess að nýta þá fjármuni sem best sem fara til allra þessara mála. Atviimiilíf og velferð Oflugt atvinnulíf er forsendan fyr- ir því að hægt sé að halda velferð í landinu. Þetta verður að fara sam- an og verður ckki aðskilið. At- vinnulífið byggist á auðlindum okkar. Hinar veigamestu eru fiski- miðin, landið og náttúran, orku- lindirnar og hugvitið sem býr í þjóðinni. Atök um nýtingu auð- Iindanna, hve langt má ganga, hafa verið áberandi í umræðunni, og svo mun verða áfram. I raun- inni hafa þau átök verið harðvítug. Þau hafa snúist um hvernig og hvað langt á að ganga í því að nýta auðlindir hafsins og þau hafa snú- ist um að leggja áform um orku- nýtingu í stærri stíl til hliðar og leggja því meiri áherslu á náttúru- fegurðina sem auðlind og hugvit og mannauð sem býr í fólkinu sjálfu. Stefna Framsóknarflokksins er að þetta verði allt að fara saman, og því fleiri stoðir sem eru undir efnahagslífinu því farsælli verði framtíðin. Réttindi samboxgaranna Mannréttindi, persónuvernd, jafn- ræði og jafnrétti, upplýsinga- skylda, allt eru þetta mál sem verða æ fyrirferðarmeiri í samfé- lagsumræðunni eftir því sem árin líða. Það er skylda stjórnmála- flokkanna að móta skýra stefnu í þessum málum og haga starfi sínu í þeim anda. Þarna eru mörg álita- mál. Gagnagrunnsmálið er dæmi- gert um mál þar sem deilt er um hve langt persónuverndin á að ganga. Allir þekkja umræðuna um hvaða munur er á mannréttindum og félagslegum og borgaralegum réttindum í lýðræðissamfélagi. Jafnréttismál og jafnræðismál skjóta upp kollinum æ oftar við úr- lausn ýmissa málefna í samfélag- inu. Eitt fyrirferðamesta úrlausnar- efni stjórnmála og atvinnumála er byggðaþróunin í landinu. Það verður ætíð að vera til umræðu innan stjórnmálaflokkanna með hverjum hætti er hægt að tryggja farsæla þróun í þessum efnum til frambúðar. Hér er um atvinnumál, jafnréttis ogjafriræðismál að ræða. Ekki skoxtux viðfangsefna Það skortir ekki viðfangsefni þegar stjórnmálaflokkur fer yfir stefnu sína með tilliti til þeirra þjóðfélags- breytinga sem orðið hafa. Auðvitað er það takmark fyrir hvern stjórn- málaflokk að hafa áhrif á þjóðfé- lagsþróunina með stefnu sinni og gera hugsjónir um framsækið þjóðfélag í samfélagi þjóðanna þar sem Iýðræði og félagslegt jafnræði ríkir að veruleika. STJÓRNMÁL Á NETINU Alfred og ríMsstjómin Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, Ijallar á vefsíðu sinni um yf- irlýsingar Alfreðs Þorsteinssonar um framhald R-Iistasamstarfs og æskilega vinstristjóm í landinu að loknum næstu kosningum og segir þar meðal annars: „Oftar en einu sinni hefur þeirri skoðun verið lýst hér á þessum síð- um, að Alfreð Þorsteinsson sé valdamesti maðurinn innan R-list- ans, því að hann geti í raun sett Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur stólinn fyrir dyrnar, hvenær sem honum sýnist. Þetta eigi ekki að- eins rætur í því, að hann sé einn af átta borgarfulltrúum, sem mynda meirihluta R-listans og geti í krafti þess ögrað samstarfsfólki sínu heldur ekki síður vegna liins að hann hefur skapað sér mikla \aldaaðstöðu i Orkuveitu Reykja- víkur, Línu.Neti og Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar. Sér- staklega er það Orkuveita Reykja- víkur, sem þarna skiptir miklu, því að við veika fjármálastjórn R-list- ans á borginni hefur borgarstjóri orðið að reiða sig æ meira á tekjur og ríkidæmi hinna gífurlega öflugu orkufyrirtækja, rafinagnsveitunnar og hitaveitunnar. Osk Alfreðs Þorsteinssonar um vinstristjórn annars staðar en í Rcykjavík verður að skoða í öðru samhengi en því, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sé feig, enda ræður Alfreð líklega litlu um það. Um er að ræöa átök innan Framsóknar- llokksins, sem eru ekki ný á nál- inni en taka sífellt á sig skýrari ínynd." Og ennfremur segir mennta- málaráðherra: „Allreö er fyrst og síðast að ýta undir ágreining innan Framsókn- arflokksins og draga athygli að mjög viðkvæmri stöðu flokksins, sem byggist á því, að hann hefur veriö í samstarfi innan R-listans, þar sem flokkurinn hefur ekki not- ið sín, þótt Alfrcö hafi gert það og vilji engan spón missa úr eigin aski."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.