Dagur - 22.08.2000, Page 16

Dagur - 22.08.2000, Page 16
Baldur í Laugardalshöll Höfundur tónlistar: Jón Leifs Danshöfundur og búningahönnuður: Jorma Uotinen Hljómsveitarstjóri: Leif Segestam Leikmynd og lýsing: Kristin Bredal Kórstjóri : Hörður Askelsson Leiklistarráðunautur: Kjartan Ragnars- son Aðstoðarmaður danshöfundar: Jarri Heikkenen Dansarar: Sami Saikkonen (Baldur), Aapo Siikala (Loki), Nina Hyvarinen (Nanna) og dansarar Islenska dans- flokksins. Einsöngvari: Loftur Erlingsson Hljómsveit og kór: Sinfóníuhljómsveit Islands og Schola Cantorum. Það var varla að LaugardöllshöIIin vaeri þekkjanleg á föstudagskvöldið þegar prúð- búnir gestir lylltu anddyri íþróttahallar- innar og uppábúnir þjónar skenktu freyði- víni í glös. Það var þó fyrst þegar inn í sjálfan salinn var komið sem augljóst var að eitthvað annað en venjulegur íþrótta- Ieikur var í vændum. Heilt leiksvið með ís- drönglum íyrir endanun blasti við gestum sem flykktust spenntir í sæti til heyra og horfa á hið margumtaiaða verk Baldur eft- ir Jón Leifs og nú einnig Jorma Uotinen, danshöfund. GrisM guðrnn Fyrir framan sviðið breiddi Sinfóníuhljóm- sveit Islands úr sér ásamt Schola Cantorum og Lofti Erlingssyni einsöngvara, sem stóðu hægra megin við sviðið. Ekki veit ég hvort það var staðsetningu hljómsveitarinnar að kenna eða þakka að tónlistin var greinilega í aðalhlutverki þetta kvöld. Og allt tal um óbærilegan hávaða varð að enn einu fárinu þegar fyrstu tónarnir fylltu salinn og sann- færðu mann um að hér væri á ferðinni magnað tónverk. Leif Segestam hélt örugg- ur um tónsprotann og náði að teygja tóna eftirvæntingar og ástríðna að þeim mörkum sem gera spennuna nánast óbærilega. Dansararnir voru dáh'tið fjarlægir svona langt í burtu, aftan við hljómsveitina, auk þess sem dansverkið sjálft er mun hófstillt- ara í tilfinningahitanum en sjálf tónlistin. Jorma Uotinen hefur valið að draga fram fáa en skarpa drætti í samskiptum Loka og Baldurs, þar sem hann einblínir á afbrýði- semi Loka gagnvart ást hans og Nönnu. Ast Nönnu og Baldurs er hrein og tær eins Sami Saikkonen og Nina Hyvarinen sem túlka hlutverkin. Sami lítur út eins og guðir hafa gert í hugum okkar frá því Grikldr hjuggu sínar styttur og hæfir hlutverkinu vel þannig þó hann kalli fram í hugann svolítið óþægilega tengingu við ímyndaðan arískan hreinleika. En með því að hugsa um ster- eótýpískar persónur teiknimyndasagna, sem kóngulóarmannsleg innkoma LoI<a undir- strikar, verður þetta einföldunarbragð Jorma sldljanlegra. Vöðvastælt mýM Loka dansar hinn ótrúlegi Aapo Siikala. Það er sjaldgæft að sjá jafn stóran og vöðvastælt- an líkama hreyfa sig af jafnmikill mýkt og Aapo býr yfir. Hann er hið fullkomna ómót- stæðilega illmenni sem breytir öllum hrein- hjörtuðum góðmennum í fórnarlömb. Nanna var ekki annað en leikfang á milli þeirra Baldurs, en Nina Hyvarinen skilaði sínu óaðfinnanlega. Þá var hlutverk Is- lenska dansílokksins í sýningunni ekki síðra og hópatriðin með dönsurum hans sérlega vel heppnuð. Sviðsmynd Kristinu Bredal var einföld en sterk. Hvorld tilgerðarleg né yfirþyrmandi með eldi og ís, sem gengu ekki síst stóru hlutverki í lokin þegar allt hrundi, tónlistin náði hámarki sínu og heimurinn fórst. Kuldinn sem varð eftir á sviðinu hríslaðist út í salinn. Eyðingin ein var eftir og það tók áhorfendur dágóðan tíma að átta sig á að þetta voru endalokin. En þegar hann loks- Aapo Siikala dansar Loka. Dansverkiö sjálft er mun hófstilltara í tilfinningahitanum en mögnuð ins tók við sér brutust út fagnaðarlæti sem tónlistin. MYND: EINA óla. flytjendur allir áttu sannarlega skilið. MEÓ HHHHHHHHHHHH Vinsældum Alfa 156 á íslandi og í Evrópu má fyrst og fremst þakka glæsilegri hönnun og frábærum aksturseiginleikum. Nýjasta trompið frá Alfa er 156 Sportwagon, sem sameinar á einstakan hátt fágað útlit, sportlega akstureiginleika og notagildi 120 hestafla 1.6 lítra kr. 1.940 þús. 155 hestafla 2.0 lítra kr. 2.175 þús. l&Murefif. 461-3000 Ísitraktor ?o BÍLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ2 - GARÐABÆ - SlMI 5 400 800

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.