Dagur - 26.09.2000, Síða 5

Dagur - 26.09.2000, Síða 5
ÞRIÐJVD AGV R 26. SEPTEMBER 2000 - S FRÉTTIR Miima druldáð, dópað og reykt Reykingar og áfengis- og vímuefnaneysla eru á niðurleið hjá nemendum í grunn- skólum Reykjavíkur. Miinur milli skóla- hverfa er mjög mikill. Olvunardrykkja hefur dregist saman í öllum hverfum borgar- innar; það á við um hvort tvegg- ja ölvun síðustu 30 daga og ölv- un um ævina. Hæst er hlutfall þeirra nemenda sem hafa orðið drukknir síðustu 30 daga í Hlíð- unum (40%) en lægst í Voga- hverfi (18%)“, segir í helstu nið- urstöðum nýrra rannsókna á vímuefnaneyslu nemenda í 8. til 10. bekk í grunnskólum Reykja- víkur, skipt eftir hverfum. Flest- ir drekka heima hjá öðrum eða úti við. Skýrsluhöfundar (Rann- sóknir og greining ehf.) segja Reykjavík koma vel út í saman- burði við landsmeðaltalið varð- andi ölvunardrykkju. Hass í HHðiuiiun Þeim sem prófað hafa hafa ólög- leg vímuefni á borð við hass hef- ur líka fækkað milli ára í öllum hverfum Reykjavíkur. IVlunur milli hverfa er hins vegar mikill, þar sem 21% nemenda í Hlíðunum segist ein- hvern tíma hafa prófað hass en 7% nemenda í Arbæ. Hins vegar fari hassneysla og e-pilluát augljós- lega ekld alltaf saman, sem sjá megi af því að enginn unglingur í Hlíðunum segist hafa prófað e- pillu en 3% í Árbæ og 2-3% í öðr- um hverfum. Daglegar reykingar hafa líka dregist saman annað árið í röð í nær öllum hverfum borgarinnar. En mikill munur er milli hverfa. Daglegar reykingar eru langal- gengastar meðal 10. bekkinga í Breiðholti (23%) en fæstir reyk- ja í Vogunum (10%) en ekki miklu fleiri íÁrbænum (12%) og Bústaða- hverfi og Vesturbæ (14%). I' öðrum hverfum reykja 18- 20% tíundu bekkinga daglega. Borið sam- an við for- eldrakyn- slóðina er árangurinn gffurlegur, því árið 1974 reyktu 43% tí- undubekkinga daglega. Á réttri leið... „Auðvitað erum við ánægð með það, að þarna kemur í ljós vímu- efnaneysla unglinga í Grunn- skólum Reykjavíkur hefur verið að minnka á nær öllum sviðum, þannig að þessar forvarnir eru að skila sér í bættum árangri", svar- aði Snjólaug G. Stefánsdóttir verkefnisstjóri Samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar um alhrota- og fíkniefnavarnir. „Við erum þannig á réttri leið, þó auðvitað sé hér ennþá of mikil neysla á börnum". ...frá hámarkinu 1998 Niðurstöður rannsókna yfir allt landið sýna að dregið hefur úr áfengisneyslu, reykingum, hass- neyslu og sniffi meðal 10. bekk- inga, annað árið í röð. Neysla hafði þá aukist frá 1990 og náð hámarki 1998. Hlutfall þeirra sem einhvern tíma hafa bragðað áfengi hefur lengi verið um 80%. En þeim sem hafa orðið drukkn- ir síðustu 30 daga hefur fækkað úr 46% árið 1995 í 43% árið 1998 og síðan niður í 32% nú í ár. Þótt hassnotkun 10. bekk- inga hafi minnkað verulega síð- ustu tvö árin (úr 17% í 12%) er hún enn nokkru meiri en 1995 (10%). Svipað er að segja um amfetamín (4% í ár) og E-töflu- notkun hefur aukist síðan í lyTra, í 2%, sem er álíka og 1995-97. - HEl Daglegar reykingar eru langalgengastar meðal 10. bekkinga í Breiðholti. Steingrímur Hermannsson. Fjallariun skógrækt í kvöld kl. 20.30 halda skóg- ræktarfélögin á höfuðborgar- svæðinu opinn fræðslufund í sal Ferðafélags Islands, Mörkinni 6. Þetta er fyrsti fræðslufundur haustsins í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnað- arbanka Islands. Fjölbreytt dag- skrá verður í boði. Aðalerindi kvöldsins flytur Steingrímur Hermannsson fyrrv. forsætisráðherra. Fjallar hann um skógræktina að Kletti í Reykholtsdal í Borgarfirði. Þar hóf faðir hans, Hermann heit- inn Jónasson forsætisráðherra, umfangmikla skógrækt fyrir nokkrum áratugum. Því starfi hefur Steingrímur og fjölskylda haldið áfram við erfið ræktunar- skilyrði. Vinnubrööd sætaámaell Jökulá á Dal og Hér- aðsflói. Virkjim sögð hafa lítil áhrif á ströiidiiia. Kemur á óvart. Aróður. Fyrir opnum tjöldum. Hjörleifur Guttormsson náttúru- fræðingur og fyrrum þingmaður tclur það merkilegt hjá Lands- virkjun ef ætlunin sé að „pikka út einhverjar rúsínur" sem taldar séu kræsilegar lyrir almennings- álitið vegna Kárahnjúkavirkjun- ar. Slík vinnubrögð séu umhugs- unarefni áður en öll gögn og matsskyTsla liggur fyrir. Hann segir að þetta sé því augljóslega hluti af áróðri og viðieitni til þess að stýra umræðunni. Þess- ari gagnrýni vísar Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar á bug. Halla Ei- ríksdóttir formaður Náttúru- verndarsamtaka Austurlands, NAUST, segir að fyrstu niður- stöður vegna áhrifa virkjunar- innar á Héraðsflóa komi á óvart og áfram verði fylgst með þess- um rannsóknum. Hvorki hratt né stórt Frumniðurstöður rannsókna benda til að breytingar á strönd- inni við Héraðsflóa verði hvorki hraðar né stón'ægilegar við að virkja Jökulsá á Dal vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Þetta kemur m.a. fram í rannsóknum sem Hjörleifur Guttormsson: Rúsínur pikkaðar út. breskur vfsindamaður, sem er doktor í eðlifræði og vinnur að mastersritgerð í strandverkfræði, hefur unnið fyrir Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar 'Fhoroddsen og greint er frá á heimasíðu Kára- hnjúkavirkjunar. Búist er við heildarniðurstöður þessara rannsókna liggi fyrir í vetur. Hins vegar hafa athuganir leitt í Ijós að Jökulsá á Dal ber með sér um 10 milljónir tonna af aur til sjávar á ári hverju. Með því að virkja ánna mundi aðeins um 10-1 5% af þessu aurhurði berast til sjávar mcð Lagarfljóti. Mestur hluti framburðarins mundi hins vegar setjast smám saman að í lónsstæði Hálsalóns og fylla það á 400 árum, en lónið yrði langstærsta miðlunarlón Kára- hnj ú ka vi rkj u n ar. Ósennilegt Hjörleifur Guttormsson segir að þegar skrúfað sé fyrir 7 milljón tonna aurburð til sjávar með virkjun Jökulsár á Dal á ári, þá sé viðbúið að það muni ganga á landið við Héraðsflóa af völdum sjávar. Af þeim sökum sé ósenni- legt að virkjunin muni hafa litlar breytingar í för með sér á strand- lengjuna vegna þess að hún end- urnýjar sig ekki eins og áður. Hversu mildð og hratt það muni gerast sé hins vegar reiknings- dæmi þar sem útkoman fer eftir þeim forsendum sem lagðar séu þar til grundvallar. Fyrir opnum tjöldum Þorsteinn Hilmarsson ujiply's- ingafulltrúi Landsvirkjunar segir að áhersla sé lögð á að vinna þessar rannsóknir lýrir opnum tjöldum og birta niðurstöðurnar jafnóðum og þær liggja fyrir. Hann segir að þegar aðrar frum- niðurstööur liggja fyrir verða þær einnig birtar, óháð því hvort þær séu hagstæðar eða ekki fyrir virkjunaráform Landsvirkjunar við Kárahnjúka. I samræmi við það á hann von á því að fólk geti fylgst með á netinu hvernig skýrslan um umhverfismatið vetður til þegar hún fer að taka á sig mynd. - GRII Sælgætisbruni og flatbökuraunir Samkvæmt dagbók lögreglunnar í Reykjavík var helgin fremur róleg. Alls var 530 verkefnum sinnt. Bílvelta varð á Grafarholtsvegi um hádegisbil á föstudag og var öku- maður fluttur á slysadeild vegna hálsmeiðsla. Lögreglan hafði afskipti af ökumanni vegna hraðaksturs aðfararnótt sunnudags. Við skoðun komu einnig í ljós áhöld til fíkniefnaneyslu voru tekin til eyðingar. Rúmlega 40 ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og 9 vegna ölvunaraksturs en auk þess voru 100 aðrar kærur vegna umferðar- lagabrota. Ráðist var á pizzasendil sem var í bifreið sinni bakvið versl- anamiðstöð í Austurborginni aðfararnótt laugardags. Árás- armaður, karlmaður, hafði á brott með sér mittistösku send- ilsins og þá fjármuni sem í henni voru. Árásarþoli var fluttur á slysadeild með nokkra áverka í andliti. Ráðist var á konu á veitinga- stað í miðbænum aðfararnótt laugardags og henni veittir áverkar á andliti. Hún var flutt á slysadeild. Minniháttar bruni varð í sælgætisverksmíðju á Tunguhálsi síðdegis á laugardag. Starfsmönnum tókst að slökkva eldinn. Brotist var inn í húsnæði í Ármúla og unnar þar miklar skemmdir. Veggir voru útkrot- aðir og málningu dreift um húsnæðið auk þess sem reynt var að kveikja eld. Fer 370 mifljónir jnfir bandspítalinn-Háskólasjúkra- hús fer rúmlega 370 milljónir framyfir heimildir þessa árs vegna nokkurra þátta. Þar ber hæst slysaöldu, aukinn lyfja- kostnað og almennar breyting- ar, Hjúkrunarforstjóri segir að nokkrar deildir séu enn lokað- ar eftir sumarið. Eltki vegna sparnaðar heldur manneldu. 140 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á spítalann og 80 sjúkraliða skv. fréttum RÚV.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.