Dagur - 26.09.2000, Síða 9

Dagur - 26.09.2000, Síða 9
ÞRIDJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 - 9 Tkypr'. ÍÞRÓTTIR Vala vann bronsið Vala F/osadóttir fagnar frábærum árangri í Sydney. Vala Flosadóttir, stang- axstökkvari úr ÍR, náði þeiin frábæra árangri í gær að vinna brons- verðlaun í úrslita- keppni stangarstökks- ins á ólympíuleikuniun í Sydney, eftir hörku- spennandi keppni. Vala setti nýtt glæsilegt ís- lands- og Norðurlanda- met, þegar hún stökk 4,50 in og hætti þar með eigið met um fjórt- án sentimetra. Guðrún Amardóttir komst í úr- slit 400 ni grinda- hlaupsins. Vala Flosadóttir vann í gærmorgun bronsverðlaun á ólympíuleikunum í Sydney, eftir að hafa stokkiö 4,50 m í æsispennandi úrslitakeppni stangarstökksins og er þessi glæsi- legi árangur hennar nýtt Islands- og Norðurlandamet. Vala fór létt í gegnum byrjunarhæðirnar með bros á vör og hafði notað langfæst- ar tilraunir þegar kom að 4,55 m. Byrjunarhæðin í keppninni var 4,00 m og síðan var hækkað 4,14, 4,25, 4,35, 4,40, 4,45, 4,50 og síð- an 4,55. Vala hafði þá stokkið allar hæðirnar í fyrstu tilraun og var til alls líkleg. Þegar kom að 4,55 voru fimm keppendur eftir, sem voru auk Völu þær Stacy Dragila frá Bandaríkjunum, Tatjana Grigori- eva frá Astralíu, Daniela Bartova frá Tékklandi og Nicole Humbert frá Þýskalandi. Þrjár fyrst nefndu höfðu náð 4,45 m í fyrstu tilraun, en þær Bartova og Humbert í þriðju tilraun. Þær Vala og Bartova voru síðan þær einu sem náðu 4,50 m í fyrstu tilraun, en Grigori- eva í annari. Það var því mikil spenna hjá þeim Dragilu og Hum- bert fýrir síðustu tilraunina, en Dragila fór vel yfir hæðina á með- an Humbert felldi og þar með voru fjórar eftir í keppninni þegar kom að næstu hæð sem var 4,55 m. Grigorieva fór yfir hana í fyrstu til- raun og Dragila í annari, en þær Vala og Bartova felldu í öllum til- raunum. Þar sem Vala hafði notað færri tilraunir en Bartova í fýrri umferðum, hlaut hún bronsið og var vel að því komin eltir frábæra keppni. Þær Dragila og Grigorieva voru nú aðeins tvær eftir í keppn- inni um gullið og fór svo að Dragila fór yfir 4,60 m í fyrstu til- raun á meðan Grigorieva felldi. Þjálfari Grigorievu tók því þá ákvörðun að hækka strax í 4,65 og þá hæð felldu báðar þannig að Dragila hlaut gullið eftirsótta og Grigorieva silfrið. Fyrsta íslcnska konan sem kemst á pall Þrettán keppendur hófu keppni í úrslitum stangarstökksins í gær og kont nokkuð á óvart að þær El- marie Gerryts frá Suður-Afríku og Anzhela Balakhonova frá Ukraínu skildu báðar fella byrjunarhæðir. Gerryts 4,00 m og Balakhonova 4,25 m, en Balakhonova á best 4,56 m. Einnig bar búist við betri árangri Kellie Suttle frá Bandaríkj- unum, en hún á best 4,53 m, en náði aðeins að stökkva 4,00 m í gær. Vala sannaði það nú enn einu sinni að hún nýtur sín best þegar spennan er mest og það kom skemmtilega í Ijós í gær, þegar hún fór brosandi og yfirveguð í gegnum alla keppnina fýrir framan meira en 100 þúsund áhorfendur. Hún virtist eiga þó nokkuð inni í lokin, þegar aðeins vantaði herslumun- inn á að henni tækist að að stökk- va yfir 4,55 m og Ijóst að hún á eft- ir að gera enn betur í framtíðinni. Arangur hennar í gær er ekki síður glæsilegur fyrir það að hún bætti sig um heila fjórtán senti- metra frá því hún setti gamla Is- landsmetið sitt, 4,36 m, í Sopot í Póllandi sumarið 1998, en í ár hafði hún stokkið best 4,30 m, þannig að bætingin á árinu er heil- ir tuttugu sentímetrar. Vala er fýrsta íslenska konan sem kemst á verðlaunapall á ólympíulcikum, en áður hafa tveir karlar, þeir Vilhjálmur Einarsson, þrístökkvari og Bjarni Friðriksson, júdómaður, náð þeim árangri. Vil- hjálmur vann silfrið í Melbourne árið 1956 og Bjarni bronsið í Los Angeles árið 1984. Heillaóskir streymdu til Völu Þegar eftir keppnina í gær streymdu heillaóskirnar til Völu og sendi forseti Islands, Olafur Ragn- ar Grímsson, henni eftirfarandi skeyti: „Þjóðin fagnar stolt og glöð glæsilegum árangri þínum. Enn á ný hefur þú skráð nýjan kafla í íþróttasögu Islendinga. Við óskum þér öll til hamingju og biðjum fyr- ir bestu kveðjur til félaga þinna í íslensku sveitinni." Þá hafa þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Halldór As- grímsson, utanríkisráðherra og Gísli Halldórsson, heiðursforseti ISI, einnig sent Völu heillaóska- skeyti. Úrslit í staugarstökkiuu I. Stacy Dragila, Bandar. 4.60 2. Tatiana Grigorieva, Astralíu 4.55 3. Vala Flosadóttir, íslandi 4.50 4. Daniela Bartova, Tékklandi 4.50 5. Nicole Humbert, Þýskal. 4.45 6. Yvonne Buschbaum, Þýskal. 4.40 7. Monika Pyrek, Póllandi 4.40 8. Marie B. Rasmussen, Danm. N 4.35 9. Doris Auer, Austurríki 4.25 10. Shuying Gao, Kína 4.15 11. Kellie Suttle, Bandar. 4.00 Anzhela Balakhonova, Ukraínu 0 Elmarie Gerryts, S.-Afríku 0 (Árangur Grigorieva var hennar besti, eins og Völu. Pyrek setti pól- skt met og Rasmussen danskt. Balakhonova og Gerryts, náðu ekki að stökkva byrjunarhæð. Dragila á heimsmetið í greininni og er það 4,63 m.) Guðrún í úrslitin Guðrún Arnardóttir náði þeim frá- bæra árangri í undanúrslitum 400 m grindahlaupsins í gærmorgun, á 29 ára afmælisdegi sínum, að tryggja sér sæti í úrslitum hlaups- ins, sem fram fara á miðvikudags- mogun. Guðrún náði fimmta sæt- inu í seinni undanúrslitariðlinum á 54,82 sek. og það dugði hcnni til að tryggja áttunda og síðasta sætið inn í úrslitin. Þrjár fyrstu í hvorum riðli komust beint í úrslitin og síð- an tveir bestu tímar þar fyrir utan. Sem dæmi um árangur Guðrúnar má geta þess að sjálfur heims- metahafinn í greininni, Kim Batt- en, sem hljóp í fýrri riðlinum komst ekki áfram og heldur ckki bandaríska stúlkan Sandra Glover, sem á best 53,33 sek, en hún hljóp í sama riðli og Guðrún. Islandsmet Guðrúnar er 54,37 sek., sett í London í ágúst sl. Þær komust í úrslitin: Deon Hemmings, Jamaíka 54.00 Irina Privalova, Rússlandi 54.02 Nouzha Bidouane, Marokkó 54.19 Tetyana Antipova, Úkraínu 54.25 lonela l irlea, Rúmeníu 54.70 Guðrún Arnardóttir, Islandi 54.82 Daimi Pernia, Kúbu 54.92 Natasha Danvers, Bretlandi 54.95 (Þær Daimi Pernia og Natasha Danvers sem báðar eru með lakari tíma en Guðrún í undanúrslitun- um urðu í 2. og 3. sæti fyrri riðils- ins.) Aroní 21. sæti Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr HSK, lenti í 21. sæti af 41 í undankeppni kringlu- kastsins á ólympíuleikunum í Sydney í fyrrinótt. Hann kastaði Iengst 60,95 m og hafnaði þar með í 9.sæti af 23 keppendum í sínum keppnishópi, en eins og áður sagði 21. sæti í heildina. Magnús náði lengsta kastinu strax í fyrstu til- raun og átti síðan 58,79 m í annar- ri tilraun og 60,03 m í þriðju. Hann er þar með úr keppni og vantaði 2,70 m til að komast upp fýrir þann sem var síðastur inn í úrslitahópinn. Þessi árangur Magnúsar, sem er 24 ára gamall, er besti árangur íslendings í kringlukastkeppni ólympíuleika til þessa, cn þetta var fyrsta stórmót scm hann tekur þátt í, þannig að framhaldið lofar góðu. Martlia hætti keppni Martha Ernstdóttir, sem hóf keppni í maraþonhlaupinu í Sydn- ey í fyrrakvöld, þurfti að hætta keppni vegna meiðsla í læri, eftir að hafa lagt um 30 km að baki. Hlaupaleiðin var nokkuð erfið og mun Martha hafi fundið fyrir eymslum í læri strax eftir 16-17 km. Naoko Takahashi frá Japan sigr- aði í hlaupinu á glæsilegu ólymp- íumeti, 2:23,14 klst. og varð þar með fyrst japanskra kvenna til að vinna ólympíugull í frjálsum íþróttum, en áður hafa japanskar stúlkur unnið þrjú gull í sundi og tvö í blaki og tvö í judo á ólympíu- leikum, en aldrei í frjálsum íþrótt- um. Gamla ólympíumetið, sem var orðið 16 ára, átti Joan Benoit frá Bandaríkjunum. Aftureldingu spád sigri Samkvæmt árlegri spá þjálfara og forráðamanna félaganna í efstu deild karla í handknattleik er Aft- ureldingu spáð sigri á íslandsmót- inu í vetur. Samkvæmt spánni hafna bikarmeistarar Fram í öðru sæti og Islandsmeistarar Hauka í þriðja sæti. HK og nýliðum Breiðabliks er síðan spáð fallinu. Spáin: Stig 1. Afturelding 284 2. Fram 279 3. Haukar 256 4. FH 246 5. KA 231 6. Valur 202 7. Stjarnan 201 8. Grótta/KR 151 9. ÍBV 142 10. ÍR 133 11. HK 99 12. Breiðablik 38 Keppnin í efstu deild karla hefst á morgun, miðvikudag, og þá fara fram eftirtaldir leikir: Kl. 20.00 ÍR - HK Kl. 20.00 Stjarnan - UMFA Kl. 20.00 FH - Fram Kl. 20.00 Breiðablik - Haukar Kl. 20.00 Valur - Grótta KR Kl. 20.00 ÍBV - KA Haukiun spá sigri í kvennaflokM í kvennaflokki er Haukum spáð sigri, en skammt á eftir koma Framarar á undan Víkingi og Stjörnunni. KA og IR er spáð botnsætunum. Spáin: 1. Haukar 157 2. Fram 149 3.-4. Víkingur 147 3.-4. Stjarnan 147 5. ÍBV 141 6. Grótta/KR 134 7. Valur 132 8. FH 119 9. KA 99 10. ÍR 93 Keppnin í efstu deild kvenna hefst í kvöld og fara þá fram eftir- taldir leikir: KJ. 20.00 Fram - FH Kl. 18.30 KA - Haukar Kl. 20.00 Valur - Grótta KR Kl. 20.00 ÍBV - ÍR Kl. 20.00 Víkingur - Stjarnan Skagamenn bikanneistararar Skagamenn urðu um helgina bikar- meistarar í knattspyrnu karla þegar þeir sigruðu Eyjamenn 1 - 2 í úrslitaleik á Laugardals- velli. Eftir markalausan fyrri hállleik skoraði Bald- ur Aðalsteins- son fyrra mark Skaga- manna á 55. mín. áður en Bjarna Geir Viðarssyni tókst að jafna fyrir Eyja- menn á 60. mínútu. Það var síðan Kári Steinn Reynisson sem skoraði sigurmark Skagamanna á 87. mínútu. Sjá nánari umfjöllun í blaðinu á morgun.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.