Dagur - 26.09.2000, Síða 11

Dagur - 26.09.2000, Síða 11
 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L. J MiMð í húfi að lýðræðið sigri Þegar fyrstu tölur birtust adfararnótt mánudags hópuðust stjórnarand- stæðingar saman í bænum Nis og fögnuðu sigri. Þetta er dagrenning frelsis okk- ar, sagði frambjóðandi Lýðræðis- flokks Króatíu Vojislav Kostun- ica þegar tölur fóru að berast frá kjörstöðum, en kosið var til emb- ættis forseta landsins, þingsins og í sveitarstjórnir. En augu flestra beindust að forsetakosn- ingunum, sem skera úr um hvort Milosevic heldur völdum eða ekki. Ljóst þykir að kosninga- svikum hafi verið beitt í stórum stíl, því forsetinn, sem setið hef- ur i 13 ár á líf sitt og frelsi und- ir því að hann haldi völdunum. Þá munu margir af fylgismönn- um hans eiga sér dapra framtíð ef foretinn fellur og Sósíalista- flokkur hans Iendir í minnihluta á þingi. 1 öllum skoðanakönnunum hefur fylgi Kostunica verið mun meira en Milosevic og hefur þurft mikla hugarfarsbreytingu kjósenda eða stórfellt kosninga- svindl til að snúa þeim tölum einræðisherranum í hag. Kost- unica, sem er 56 ára að aldri og pófessor í Iögum, er boðinn fram af fleiri flokkum og samtökum sem eru í andstöðu við Milosevic og Sósíalistaflokk hans. Samkvæmt kosningalögum í Serbíu verður kosið á ný ef eng- inn frambjóðandi nær hreinum meirihluta. Verður kosið aftur á milli þeirra sem flest hafa at- kvæðin 8.október. Því hlýtur það að vera keppikefli fyrir Milosevic að koma í veg fyrir að Kostunica nái 50% atkvæða í fyrri umferð og svo má halda áfram að löðr- unga lýðræðið fram yfir síðari umferðina. Slobodan Milosevic er skilget- ið afkvæmi kommúnistaflokka Austur-Evrópu. Hann skilur ekki lýðræði og hefur aldrei Ieitt Júgóslavíu í átt til lýðræðishátta. Enda hafa fæðingarhríðir þeirra lýðvelda á Balkanskaga, sem áður tilheyrðu Júglóslavíu verið harðar og er hvergi séð fýrir end- ann á hvernig þeim lyktar. Fjöl- mennar friðargæslusveitir freista þess að vernda friðinn. Vestræn ríki reyna leynt og ljóst að styðja andstæðinga Milosevic til að freista þess að koma honum frá völdum. Evr- ópusambandið heitir Júgóslavíu ríflegum styrkjum og aðstoð til að byggja upp efnahag landsins ef lýðræðisöflin ná að hrósa sigri í kosningunum. NATO sendir öflugan flota að ströndum Júgóslavíku, sem eru greinileg skilaboð um að bolabrögð Milos- evic verið ekki liðin og hótun um að hervaldi verði beitt ef vald- niðslunni linnir ekki. Yfirmenn hers og lögreglu Serbfu hafa lýst yfir fylgi við Sós- íalistaflokkinn, en þegar þetta er skrifað er ekki komið í ljós hvort herinn er reiðubúinn að beita valdi til að tryggja valdarán Milosevic ef svo fer að bola- brögðin og kosningasvindlið takast ekki og andsstæðingar forsetans hrósa sigri. Nærvera flotans og æfingar hersveita á Iandi eru áminning til serbneska hersins um að ganga ekki of langt í fylgisspekt við forsetann ef í harðbakka slær milli fylgis- manna og andstæðinga. Evrópusamhandið og NATO láta sig miklu varða hvernig kosningarnar í Júgóslavíu fara og hver eftirköstin verða. I gær hrósuðu báðar fylkingar sigri, en telja má líklegt fylgismenn Milosevic stilli svo til að Kostun- ica nái ekki helmingi atkvæða og að kosið verði aftur að tveim vik- um liðnum. Hvaða bolabrögð verða höfð í frammi í millitíðinni verður tíminn að skera úr um. En erfitt verður fyrir vestræn ríki að sætta sig við að Milosevic sitji áfram á valdastóli og að Balkanskagi verði áfram sú púð- urtunna sem ógnar friði í Evr- ópu ogjafnvel vfðar um heim. NATO sýnir nú vígtennurnar og Evrópusambandið veifar stór- tækri efnahagsaðstoð og Banda- rfkin munu sömuleiðs vera fús að Ieggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja Iýðræðisþróun Júgóslavíu ef Milosevic og hyski hans verður hrakið frá völdum. Næstu dagar og vikur geta því orðið afdrifaríkar fyrir framtíð Evrópu. Það hefur margsýnt sig að aldrei er friðvænlegt í álfunni þegar óbilgjarnir einræðisseggir ráða ríkjum í einhverju Evrópu- landa. Hvort Milosevic mun játa sig sigraðan eða verður hrakinn frá völdum með vopnavaldi skiptir sköpum um friðarvonir á Balkanskaga og þar með í Evr- ópu. - OÓ ísmaöuriim þíddur BOLZANO, Ítalíu - Elsta múmfa í heimi, ítalski ísmaðurinn sem þekktur er undir nafninu Otzi var í gær þíddur upp að hluta svo vísindamenn gætu tekið úr honum sýni sem þeir vonast til að geti varpað meira ljósi á líf hans og lífsskilyrði þegar hann ráfaði um Alpana fyrir 5.300 árum. Ismaðurinn fannst þar sem hann stóð að hluta til út úr jökli þar sem tveir (jallgöngumenn áttu leið um í Otzaler í Olpunum við landamæri Ítalíu og Austur- ríkis. Þar hafði hann frostþomað um 10.000 fetum yfir sjávarmáli. Múmían, sem er brúnleit á hörund er geymd við skilyrði sem eru sem líkust þessu umhverfi sem hún hefur geymst svo vel í. Hér má sjá múmiu ís- mannsins Otzi sem í gær var að hluta þíddur upp til að hægt væri að taka úr honum sýni. Reyna til þrautar JERUSALEM - Enud Barak forsætisráðherra Israel og Yasser Arafat forseti Palestínumanna ætluðu í gær að reyna að brjótast út úr víta- hringnum sem friðarviðræður þeirra hafa verið í en þá hittust þeir í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því þeir voru í Camp David fyrir um 2 mánuðum. Ekkert hafði í gærkvöldi verið gefið upp um niðurstöðu fundarins en aðstoðarmenn leiðtoganna sögðu einsýnt að með fund- inum væri verið að draga úr spennu og róa aftur niður þær ófriðar- öldur sem ristið hafa upp á síðkastið. Almenn reiði á Möltu VALLETTA, Möltu — Almenn hneyksl- un og reiði hefur gripið um sig á Möltu vegna ákvörðunar bresks dómstóls um að aðskilja skuli síamstvíbura, gegn vilja for- eldranna. Eins og fram kom í Degi á laugardag ákvað breski dómstóllinn að tvíburarnir skildu aðskildir þrátt fyrir að ljóst væri að annar þeirra, sá veikari myndi deyja. Læknar höfðu hins vegar úrskurðað að ef þeir yrðu ekki aðskildir myndu þeir báðir deyja en þeir deila einu hjarta og einu pari af lungum. Foreldr- arnir eru rómversk kaþólskir og telja sig ekki mega taka ákvörðun sem þessa, það sé mikil synd. Foreldrarnir undirbúa sig nú undir að áfrýja málinu til Lávarðadeildar breska þingsins eða á til Mannrétt- indadómstólsins í Strasbourg til að fá aðra niðurstöðu í þessa óvenju- legu siðferðilegu spurningu. Blöð, stjórnmálamenn, dálkahöfundar og almenningu á Möltu, heimalandi foreldranna, eru nær undan- tekningarlaust á bandi foreldranna og telja að tvíburarnir, Mary og Jodie, eigi að vera áfram samvaxnar þar til náttúran grípur í taumana. Meðal þeirra sem lýst hefur þessari skoðun er forsætisráðherrann á Möltu, Eddie Fenech Adami. Tala látinna hækkar KALKUTTA, Indlandi - Opinberar tölur um fjölda látinna vegna flóða af völdum monsúnrigninga í Vestur Bengal á Indlandi voru í gær komnar upp í 355. Enn er um 217 manns saknað að því er fram kemur hjá talsmanni hjálparstarfsins. A sunnudag var tala Iátinna hins vegar 208 þannig að þeim fjölgar hratt sem taldir eru af á þessu hörmungasvæði. Lögreglan staðfestir enda að rétt sé að reikna með að tala látinna muni hækka ört næstu daga en enn eru mörg héruð fylkisins þar sem flóðin hafa gert mestan usla Iokuð af og Iítið hefur verið af fréttum þaðan. FRA DEGI TIL DAGS ÞRIÐJUDAGURINN 26. SEPTEMBER 270. dagur ársins, 96 dagar eftir. Sólris kl. 7.23, sólarlag kl. 19.14. Þau fæddust 26. sept- ember • 1838 Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi. • 1870 Kristján tíundi, konungur Dana (1912-47) og síðasti konungur íslendinga. • 1889 Martin Heidegger, þýskur heimspek- ingur. • 1897 Páll VI. páfi, sem ríkti 1963-78. • 1898 George Gershwin, bandarískt tón- skáld. • 1916 Halldór Pétursson listmálari. • 1918 Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfund- ur. • 1948 Olivia Newton-John, áströlsk dægur- lagasöngkona. Þetta gerðist 26. sept- ember • 1939 neyddist bresk Catalina-sjóflugvél til að lenda við Raufarhöfn vegna þoku. • 1942 var Bifreiðaeinkasala ríkisins Iögð niður. • 1950 náðu hersveitir Sameinuðu þjóðanna Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu aftur á sitt vald. • 1950 var mjög dimmt hér á Iandi fram eft- ir öllum degi og sólin var bláleit. Orsökin var talin vera loftmengun vegna eldgoss á Filippsseyjum eða skógarelda í Norður- Ameríku. • 1957 var söngleikurinn „West Side Story“ frumsýnd á Broadway í New York. • 1960 háðu bandarísku forsetaframbjóð- endurnir Richard M. Nixon og John F. Kennedy fyrsta einvígi sitt í sjónvarpi. • 1970 fórst Fokker Friendship frá Flugfé- lagi fslands í Færeyjum, og létust átta manns, þar af einn íslendingur. Vísa dagsins Það var eins og himnarnir hefðu fært sig nær. Iivaðan komu fuglamir, sem flugu hjá i gær? Davfð Stefánsson Afmælisbam dagsins Ólafur Jóhann Ólafsson ritnöfundur og forstjóri stórra fyrirtækja í útlönd- um er 38 ára í dag. Ólafur er raunar eðlisfræðingur að mennt, en hefur sent frá sér bæði skáldsögur, smásögur og leikrit. Síðasta skáldsaga hans, Slóð fiðrildanna, hlaut nánast einróma lof og virðist svo sannarlega hafa hitt ýmsa beint í hjartastað. Svo skemmti- iega vill til að faðir hans, rithöfundur- inn Ólafur Jóhann Sigurðsson, átti af- mæli sama dag, því hann var fæddur 26. september árið 1918. Leyndardómur hamingjunnar er frels- ið, og Ieyndardómur frelsisins er hug- rekki. Þúkídídes Heilabrot A.m.k. þrjú íslensk orð eru þannig gerð, að ef þrír stafir eru teknir burt þá verða eftir fimm. Hvaða orð eru þetta? Lausn á síðustu gátu: Frímerki. Veffang dagsins Bók danska stærðrræðingsins Björns Lomborgs um „hið sanna ástand heims- ins“ hefur verið umdeild. Um bókina má m.a. lesa á heimasíðu höfundar: www.ps.au.dk/vip/Iomborg/vst.html

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.