Dagur - 26.09.2000, Blaðsíða 17
ÞRIOJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2000 - 17
X>^MT
JML
LANPlWM
MENNINGAR
LIFID
Listileg samsuða
Það er ekki létt að
lýsa „óperuþykkn-
inu“ Bíbí og Blakan
sem Hugleikur
frumsýndi sl. fóstudagskvöld í
Kaffileikhúsinu. Söguþráður-
inn er þvílíkt spil að eiginlega
má ekkert um hann segja til
að eyðileggja ekki fyrir vænt-
anlegum sýningargestum. Þó
er óhætt að uppljóstra því að
ijallað er um ástir og örlög
þriggja persóna, ungrar stúlku
og tveggja vonbiðla hennar.
Þótt verið sé að leika á há-
dramatískum nótum er óbæri-
legur léttleiki yfir öllu saman
svo áhorfendur veltast um úr
hlátri. Lögin eru listileg sam-
suða úr einhverju sem oft hef-
ur heyrst áður. Textinn er
frumlegri en samsuða þó!
Söngvararnir fara ágætlega
með sín hlutverk og falla vel
inn í heildarmyndina - óperu-
grínið. Silja Björk Huldudóttir,
Einar Þór
Einarsson
og Þorgeir
Tryggvason
eru í aðal-
hlutverk-
um, sá síð-
asttaldi
lakastur
söngvari
en lang
fyndnast-
ur! Lög- —
reglukór
setti hressilegan svip á
„þykkniö" og í heild er Bibí og
Blakan frábært skemmtiefni -
en skilur Ktið eftir.
Þorgeir Tryggvason,
S//ja Björk Huldudótt-
ir og Einar Þór Ein-
arsson / h/utverkum
sínum
Ný þýðing á Heimsljósi
Heimsljós eftir Halldór Lax-
ness hefur verið gefið út í
nýrri þýðingu prófessors
Huberts Seelows. Steidl Verlag
gefur bókina út, samkvæmt
samningi við Vöku-IIelgafell
og er þetta tólfta bókin í flokki
innbundinna verka Halldórs
hjá forlaginu. Nýverið gerði
Vaka-Helgafell nýjan heildar-
samning við Steidl Verlag um
verk Halldórs Laxness til tíu
ára og er það umfangsmesti
samningur sem gerður hefur
verið um verk Nóbelskáldsins
á erlendum vettvangi.
Létt, g'áskafull
og SKrautlcg
Bandamenn í samvinnu
við Þjóðleikhúsið:
EDDA.RIS EÐA SKÍRNIS-
MÁL HIN NÝJU.
Leikstjóri og höfundur:
Sveinn Einarsson.
Tónlist: Guðni Franzson.
Búningar: Helga Björns-
son.
Leikmynd: Stelan Sturla
Sigurjónsson.
Lýsing: Björn Bergsteinn
Guðmundsson.
Hreyfingar: Lára Stefánsdóttir.
Sýnt á Smíðaverkstæðinu.
Bandamenn eru enn komnir af stað, nú
með sýningu unna upp úr Skírnismálum,
sem rétt er að vekja athygli á, en einungis
fáar sýningar verða á Smíðaverkstæðinu að
þessu sinni. Síðan fer sýningin væntanlega
á flakk, enda gerð til þess. Hér er ekki lagt
upp úr leikmynd, heldur búningum og því
auðvelt að setja sýninguna upp hvar sem
er.
Þetta er leikur um efni Skírnismála,
þannig að fyrst eru leikarar kallaðir á svið
og spurðir, eins og hverjir aðrir nútíma-
menn, hvað þeir viti um Eddu - sem er
auðvitað fátt. Síðan hefst leikurinn og hef-
ur Sveinn spilað vel úr þeim möguleikum
sem felast í Skírnismálum, en þau eru með
eftirminnilegustu Eddukvæðum og leik-
rænni en mörg önnur. Vísað er töluvert í
Eddufræði, enda sannast mála að nokkurr-
ar þekkingar er þörf til að átta sig á því
sem hér er brugðið upp. Það er spurning
hve vel þeir áhorfendur geta fylgst með
sýningunni sem ekki hafa forþekkingu á
efninu.
GyHiboð og hótanir
Skírnismál segja sem sagt frá því er Freyr
frjósemisguð sér í Hliðskjálf úr Ásgarði til
Gymisgarða og lýsir af handleggjum Gerð-
ar um loft og lög, svo hann verður frávita
af þrá til hennar. Nú er Skírnir, skósveinn
Freys, sendur til jötnanna í Gymisgörðum
að fá Gerðar. Verður hann að beita bæði
gylliboðum og hótunum, uns þar kemur að
Gerður lofast Frey.
Sveinn Einarsson hefur sem fræðimaður
fjallað um upphaf leiklistar, sem sjá má í
fyrsta bindi leiklistarsögu hans, og skoðað
samtalslist Eddukvæða í því samhengi sem
hinn elsta íslenska leikskáldskap. Sýning
þessi er að nokkru sprottin af þeim athug-
unum og tilraun til að raungera þessar
hugmyndir að nútímahæfi. Hún er létt,
gáskafull og skrautleg, ekki kannski bráð-
fyndin eða djúp en lúnkin. Sérstaklega ber
að lofa búninga jötnanna sem eru mikil-
fenglegir á að sjá. Raunar er þetta ekki
bara ástar- og frjósemisleikur, heldur er
dregið sérstaklega fram það sjónarhorn að
hér eigast við fulltrúar tveggja menningar-
heima. Er ekki illa til fundið að undirstrika
þann þátt á tímum nýbúa og fjölmenning-
arsamfélags.
Kjörin fyrir skólanemendur
í heilu lagi var þetta sem sagt skemmtileg
leiksýning þar sem mikið er lagt upp úr
hreyílngum, dansi og látbragðsleik, án þess
þó að textinn hverfi út í vindinn eins og
hætta er á í sýningum af þessu tagi. Ég
ætla að hún nái þeim tilgangi sínum að
færa heim Eddukvæðanna nær nútímaá-
horfendum og ætti að vera kjörin fyrir
skólanemendur. Úrslitum um það gaman
sem hafa má af sýningunni ræður áhuginn
sem einkennir leikhópinn og er ástæðu-
laust að taka hér einn fram yfir annan, all-
ir gera vel: það er heildarmyndin sem gild-
ir. Leikararnir eru hver um sig í tveimur
hlutverkum, í Ásgarði og Gymisgörðum,
nema sendiboðinn Skírnir sem Stefán
Sturla Sigurjónsson leikur. Aðrir eru Þór-
unn Magnea, Jakob Þór Einarsson, Felix
Bergsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
og Borgar Garðarsson. - Sýningin er leikin
í einni lotu, hæfilega löng og einkar vin-
samlega var henni tekið í Smíðaverkstæð-
inu á frumsýningu.
áhorfendur sem gengu út og grettu
sig; sennilega hefðu þeir fremur viljað
vera á rokktónleikum.
Baldm í HelsinM
Á dögunum var í þeirri dásam-
legu borg Helskinki. Þar
blómstrar menningin, eins og í
öllum góðum borgum. Ég sá
frumsýningu á Baldri í höfuð-
borg Finnlands en ég verð að
viðurkenna að ég sýndi því
verki lítinn áhuga þegar það
var frumsýnt hér á landi.
Stundum þarf maður að fara
að heiman til að kunna að
meta menningarstarfsemi í
landi sínu.
En smekkur manna er mis-
munandi eins og sást á viðbrögðum
okkar sem vorum í samfloti. Einn tók
sýningunni af hlutleysi, sagði hana
góða en sýndist samt ekki áberandi
hrifinn. Annar sat með töluverðum
þjáningarsvip undir sýningunni og
stundi að henni lokinni: „Þetta hefði
kannski verið þolanlegt ef tónlistin
hefði ekki verið svona skelfileg!" Sá
þriðji kaus að sitja meginhluta
sýningarinnar með lokuð augu
og gaf þessa skýringu: „Tónlist-
in er stórkostleg en ég gat ekki
horft á ballettinn, mér fínnst
alltaf eins og fólk sé að verða
sér til opinbers athlægis þegar
það spriklar svona á sviði.“
Ég er engin áhugamanneskja
um ballett, mér finnst nefnilega
líka vandræðalegt að horfa á
fólk sprikla á sviði. En þetta
kvöld fannst mér enginn sprikla
og tónlistin var svo voldug að
ég skil ekki hvernig hægt er að kom-
ast hjá að hrífast af henni. Sviðsmynd-
in var einföld en áhrifamikil og eldur
og ís léku stórt hlutverk og vegna inn-
lifunar á verkinu skiptist manni á að
vera heitt og kalt. Finnskir áhorfend-
ur virtust hinir ánægðustu því fagnað-
arlætin í sýningarlok voru mikil. Ég
gekk út í leiðslu og hafði fullan skiln-
MEIUIUiniGAR
VAKTIN
„Ég gekk út í
leiðslu og hafði
fullan skilning á
tilfinningum
þeirra sem séð
höfðu sýninguna
í Reykjavík og
rætt um hana í
hrifningarvímu
dagana á eftir."
ing á tilfinningum þeirra sem séð
höfðu sýninguna í Reykjavík og rætt
um hana í hrifningarvímu dagana á
eftir. Reyndar varð ég vör við nokkra