Dagur - 11.10.2000, Síða 1

Dagur - 11.10.2000, Síða 1
Óvissa mn Landsbréf og VIS við samruna banka og Búnaðarbanka. Málið er enn á borði stjórnarflokkanna. Samkvæmt heimildum eru taldar mestar líkur á að bankastjórar hins nýja banka verði tveir, Hall- dór J. Kristjánsson, núverandi bankastjóri Landsbanka, og Bún- aðarbankastjórinn Sólon Sig- urðsson. En einnig hefur verið rætt um þann möguleika að bankastjórarnir verði þrír. Um þetta hefur ekki enn verið tekin ákvörðun. Þá mun litið til Geirs Magnússonar, forstjóra ESSO, sem formanns bankaráðs hins nýja banka. Það sem hefur helst staðið í ýmsum vegna sameiningar ríkis- bankanna er hversu margir munu missa vinnuna og þá ekki síst út á landi þar sem bankarnir eru báðir með útibú á minni stöðum. Þetta þykir ekki koma heim og saman við þá stefnu að flytja starfsemi út á land og skapa þar atvinnu. Landsbankinn greiðir félags- gjöld til Sambands íslenskra bankamanna íyrir 1144 starfs- menn en Búnaðarbankinn fyrir 917 starfsmenn. - S.DÓR Búist við að Sam- keppnisstofnim kuiuii að vilji imdanskilja Landsbréf og Vátryggingafélag íslands við samein- ingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Rætt um að bindra slíkt með sérstökum lögum um nýja bankaun. Samkvæmt heimildum Dags hafa forystumenn stjórnarflokk- anna ákveðið að sameina Lands- bankann og Búnaðarbankann. Heimildarmenn Dags fullyrða að ákvörðun um sameininguna verði jafnvel teldn fyrir helgina, en að formleg sameining bank- anna taki gildi um áramótin. Þeir sem að sameiningunni vinna af hálfu ríkisins telja hættu á að Samkeppnisstofnun geri at- hugasemd við sameiningu þess- ara tveggja ríkisbanka vegna fá- keppni sem myndast á markaðn- um við sameininguna. Mun einkum talið hugsanlegt að stofnunin geri það að skilyrði fyr- ir samruna bankanna að VíS og Landsbréf verði seld öðr- iim. Þess vegna er verið að ræða tvær leiðir. Annars vegar að sam- eina bankana og láta slag standa um hverjar athuga- semdir Sam- keppnisstofn- unar verði. Hins vegar að setja lög um hinn nýja banka sem kæmu í veg fyrir að Samkeppnisstofnun geti gert slíkar kröfur. Tími til að fóta sig I herbúðum stjórnarliða er talað um að hinum nýja sameinaða banka verði gefinn tími til að fóta sig fyrst eftir sameininguna en síðan verði farið í að selja hluti úr honum, en að bankinn verði ekki einkavæddur með hraði. Fram til þessa hafa framsókn- armenn verið því heldur andvígir að sameina ríkisbankana, og ekki langt síðan Halldór Ás- grímsson, lor- maður Fram- sóknarflokks- ins lýsti þeim \iðhorfum op- inberlega. Heimildir Dags segja að eftir samein- ingu Islands- banka og FBA sé kominn slíkur risi á markaðinn að ekki þyki annað fært en að sam- eina ríkisbankana til mótvægis við hann. Sameinaðir ríkisbankar verða að óbreyttu stærri banki en Íslandsbanki/FBA. Bankastjórar tveir eða þrír? Sameining bankanna hefur enn ekki komið formlega inn á borð núverandi bankaráða Lands- Sáttatónn í mjólkurdeilu Sátt hefur náðst hjá Mjólkursam- lagi MSKEA á milli stjórnar fé- lagsins og mjólk- urfræðinga og er verið að leysa málið innanhúss og menn á eitt sáttir um að vinna að framtíðarhagsmunum félagsins að sögn Ágústs Þor- björnssonar, framkvæmdastjóra. Ákvarðanir um uppsagnir nokk- urra starfsmanna, mjólkurfræð- inga og verkamanna vegna hag- ræðingar, sem voru orsök óánægjunnar standa þó enn. Hins vegar virðast „innan- hússviðræðurnar" þó komnar í þann sáttafarveg að þeir mjólk- urfræðingar sem sögðu upp í mótmælaskyni í vor hafa verið endurráðnir til MSKEA, en ekki fæst uppgefið að svo stöddu í hverju þessi sátt felst. - GG Fjölmargir gengu með bréfpoka á höfðinu í Reykjavík i gær í tilefni afalþjóðlega geðheilbrigðisdeginum og end- uðu á samkomu sem haldin var í Ráðhúsinu. Pokana - tákn um fáfræði og fordóma - tóku göngumenn afsér og brenndu á opnum eldi utan við Ráðhúsið. Sjá einnig bls. 5 Mál Sigurbjörns Einarssonar talið hvati að umræðum um endur- skoðaðar siðareglur hjá prestum. Siðareglur til enour- skoðunar Líkur eru á að siðareglur presta verði endurskoðaðar og er hvati þeirrar vinnu ckki síst kærumál á hendur Sigurbirni Einarssyni, fyrrverandi biskupi íslands, í sumar samkvæmt heimildum Dags. Meðal annars hefur verið tekist á um hverja siðareglurnar nái yfir. Fundur mun fara fram á vegum Prestafélags Islands í dag þar sem rætt verður um siðferði. Ulfar Guðmundsson er for- maður siðanefndar presta. Hann segir að engin ákvörðun hafi ver- ið tekin urn breytingar enda sé það ekki á færi annarrar sam- kundu en næsta aðalfundar, þ.e.a.s næsta sumar. „Þetta er bara svona umræða," segir Ulfar. Ýmsir kosíir til skoðunar Aðspurður um persónulcgt mat á því hvort breyta vcrði reglunum, segir Ulfar að hann telji ekkert athugavert við að siðareglur séu sífellt í endurskoðun. Það hafi síðast verið gert árið 1997 og þá gerðar breytingar. „Menn hafa velt ýrnsu fyrir sér, eiga siðaregl- urnar að ná yfir fólk á eftirlaun- um eða t.d. Hjálmar Jónsson cða aðra prestlærða þingmenn. Þetta hefur að verulegu leyti verið bundið við vígsluna en fólk er að skoða þetta fram og aftur. 1 og með er það vegna þessa opinbera úrskurðar þarna í sumar og heil- mikillar umræðu í kjölfarið á því,‘‘ segir Ulfar. Formaður siðanefndar prestar segir að prestar sjálfir og al- menningur hafi alltaf gert þá kröfu að ekki væri hægt að „þvo prestinn af sér“ cins og hann orðar það. „Við getum eldd sagt eins og Ellert B. Schram að hann tali allt öðruvísi þegar hann er forseti ISl en þegar hann hugsar upphátt. Við gerum aðrar kröfur til okkar en hann,“ segir Ulfar á léttu nótunum. - BÞ BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormjsijn.is auglýsingu ^ er ætlað að hitta á markhópinn, ungt fólk sem er að byrja að búa, ungt fólk sem veröur að átta sig á því að það er ekkert elsku mamma lengur þegar kemur að því að fá þvegið af sér. 0 inDesn Töff hönnun frá Ítalíu Þvottavél og þurrkari tvö tæki á aðeins 59.800 kr. stgr. Ýmsir greiðslumöguleikar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.