Dagur - 11.10.2000, Page 13

Dagur - 11.10.2000, Page 13
 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 - 13 Sogu nasambandi íslands. sambandsins eigi eða gegna og m.a. hvort þangað verða ráðnir einhverjir sérfræðingar eins og t.d. á sviði hagfræði og lögfræði. Æðsta vald sambandsins verður á árlegum ársfundum þess þar sem þinga munu hátt í 100 fulltrúar frá aðildarfélögunum. Hins vegar er gert ráð fyrir því að kjörtímabil stjórnar verði 2 ár. Framkvæmda- stjórnin mun aftur á móti bera höfuðábyrgð á starfsemi sam- bandsins á milli ársfunda. Mark- miðið með þessu skipulagi er að gera alll starfið skilvirkara og öfl- ugra en það hefur verið hjá fyrir- rennurum þess. Auðveldara en búist var vlð Halldór Rjörnsson fyrrverandi for- maður Eflingar var í forsvari fyrir vinnuhópinn sem unnið hefur að saineiningu þessara þriggja lands- sambanda í eitt. Hann er því að mörgu leyti guðfaðir þessa nýja sambands. Hann segir að þessi vinna hafi gengið að mörgu leyti mun auðveldar tyrir sig en reiknað var með í vor þegar hafist var handa. Þá hefði ástandið innan VMSI ekki verið gæfulegt þar sem nánast hver höndin var upp á móti annarri. Hann segir að miðað við það hvað þctta hefur gengið ótrú- lega vel þá vonast hann til að fram- haldið verði eitthvað í líkingu við það. Halldór segir að í fundaher- ferðinni um landið hefði strax komið í ljós að hin mikla óeining sem talið var að væri innan hreyf- ingarinnar var ekki eins mikil og menn höfðu óttast. Hann vill þó ekki telja að óeiningin hefði því að- eins verið bundin við forystu- mennina, þótt það geti vissulega verið oft á tíðum. Halldór segir að þótt að kosningar geti alltaf verið viðkvæmar fyrir þá sem ekki ná takmarki sínu, þá telur hann þó ekki að einhverjir slíkir þröskuldar geti orðið hanabiti fyrir samstöð- una innan sambandsins. Það sé hins vegar áleitin spurning hvernig sambandið muni virka eftir að búið verður að kjósa stjórn þess á föstudaginn ef samstaðan sé ekki sem skyldi. Hann segist þó ekki búast við öðru en þetta muni allt saman ganga vel. I það minnsta sé ekkert sem bendir til annars eins og staðan sé um þessar mundir. Bjartsýni Aðalsteinn Á. Baldursson formað- ur Alþýðusambands Norðurlands segir að nýja sambandið þurfi ekki að verða neitt bákn. Það fer að vísu eftir því hvernig því verður stjórn- að. Ef fólki ber gæfu til að velja sambandinu góða forustu sem verður vakandi yfir starfsemi þess þá segist hann ekki hafa neinar áhyggjur af því að sambandið verði eitthvert fjárfrekt og þunglamalegt bákn sem verði fjarlægt hinum al- menna félagsmanni aðildarfélaga. 1 því skyni sé m.a. stefnt að því að auka allt upplýsingastreymi til verkafólks um það sem verið sé að vinna að innan sambandsins á hin- um ýmsum sviðum. Aðalsteinn segist vona að áfram vcrði hægt að byggja á þeirri sátt sem náðist á milli manna þegar ákveðið var að einhenda sér út í þessa sameining- arvinnu. I það minnsta segist hann vera bjartsýnn á að draugar fortíð- ar muni ekki elta hið nýja sam- hand. Enda séu það hagsmunir verkafólks að þeir séu kveðnir nið- ur og að allir taki þátt í því. Hins vegar sé engin launung á því að það á eftir að ganga frá tilnefning- um í nýju framkvæmdastjórnina. I þeim efnum skiptir máli að vel tak- ist til og breið samstaða náist í því. Ef það tekst hins vegar ekki þá seg- ist hann hafa verulegar áhyggjur af framtíðinni og m.a. vegna þess að verkefni nýrrar stjórnar sé að móta innra starf sambandsins. Af ein- stökum verkefnum sé t.d. áformað að efla félagslegar einingar sam- handsins með sameiningu félaga eða aukinni samvinnu þeirra í milli. Miklar vonir Austfirskt vcrkafólk fór ekki var- hluta af þeim hræringum sem urðu innan VMSÍ í framhaldi af starfslokasamningi Björns Grétars sl. vor. Þeirri hrinu lauk með því þegar Jón Ingi Kristjánsson for- maður Verkalýðsfélags Norðfjarðar var kjörinn forseti Alþýðusam- bands Austurlands á dögunum. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir for- maður Verkalýðsfélagsisn Vökuls á Höfn í Hornafirði segist binda miklar vonir við hið nýja samband almenns verkafólks og það verði því til hagsbóta í baráttu þess fyrir betri kjörum. Þá segist hún svo sannarlega vona að draugar fortfð- ar í hreyfingunni muni eldd verða til vandræða í allri þeirri vinnu sem framundan sé hjá samband- inu. Hins vegar telur hún það ckki sjálfgefið að formaður sambands- ins komi frá höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti skiptir höfuðmáli að þegar upp verður staðið frá kosn- ingum á stofnfundinum að sem llestir verði sáttir um nýju forust- una og einnig fólk á landsbyggð- inni. -GRH FRÉTTIR Ljósmyndarinn Ragnar Th. Sigurðsson, sem oft hefur komið í borgina á þessum tíma sólarhringsins, sagði ástandið s.l. sunnudagsmörgun þrátt fyrir allt mun betra en hann hefði oft séð áður. Borgin eins og ruslahaugur Borgarstjóri ásamt fleiri borgarfulltrú- iim og gatnamála- stjóra brugðu sér í miðborgina M. 5 á laugardagsmorgni og sáu þar allt í rusli og glerbrotum en rusla- tunnurnar næstum tómar. „Þetta kemur nú ekki til af engu og kemur ekki til af góðu að við erum að fara í svona átak um bætta umgengni í borginni. Heldur teljum við að það sé tímabært að vekja athygli borg- arbúa á því að umgengni um borgina þarf að bæta“, sagði borgarstjóri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. „Við sáum það s.l. vor, þegar borgin kom undan vetrinum, að það var ekki aöeins um að ræða miklar skemmdir vegna snjóa og snjóruðnings- tækja heldur kom í ljós allt rus- lið sem verið hafði undir snjón- um. Þegar snjóa leysti var borg- in einfaldlega eins og ruslahaug- ur. Við viljum nú reyna að koma 1 veg lýrir það að við upplifum borgina aftur með þeim hætti næsta vor og förum því f átak til þess að reyna að bæta umgengn- ina,“ sagði borgarstjóri. „Þar er eiginlega allt á floti í pappir, frauðplasti og öðrum umbúðum und- an mat. Og það sem verra er að ruslaföturnar voru allar hálf tómar" sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem ásamt fleiri forustumönnum borgarinnar og Ragnari Th Sigurðssyni Ijósmyndara fór á stúfana eldsnemma á laugar- dagsmorguninn. Borgin ein ræður ekki við þetta Atakið sagði hún fyrst og fremst beinast gegn glerbrotunum, um- búðunum, tyggigúmmi, sígar- ettustubbunum og veggjakrot- inu. „En það er enginn einn sem ræður við þetta. Borgin getur eldei leyst þetta mál, heldur þarf samstillt átak borgarinnar og borgarbúa, enda trúum við því Allt á götimum en rnslaföt- nmar tómar „Við höfum orðið þess áskynja að það er miðborgin sem fer kannski einna verst út úr þessu og hið fjöruga næturlíf um helg- ar á sinn þátt í því. Þess vegna ákváðum við að fara núna að- faranótt sunnudags, kl. hálf sex, niður í miðbæ og gengum um til að sjá hvernig bærinn væri útlít- Rusl, rusl, rusl. að þetta sé öllum jafnmikið til ama.“ Gatnamálastjóri upplýsti að hreinsunarkostnaður í borg- inni sé 80-90 milljónir á ári, og drjúgur hluti þess vegna mið- borgarinnar. Borgarbúar gætu þannig sparað sér milljónir með bættri umgengni. andi. Og það er skemmst frá því að segja að ástandið var víða ansi slærnt. Verst var það í kringum skyndibitastaðina. Þar er eigin- lega allt á floti í pappír, frauð- plasti og öðrum umbúðum und- an mat. Og það sem verra er að ruslaföturnar voru allar hálf tómar. Þetta var því ekki vegna þess að það vantaði ruslafötur - heldur voru þær einfaldlega ekki notaðar. Þarna þarf auðvitað að gera bragarbót. Annað sem við tókum eftir eru glerbrotin. Það virðist mjög mikið um það að fólk fari með glös út af skemmti- stöðunum og brjóti þau, eða að þau brotni þar sem þau eru skil- in eftir. Þetta er auðvitað bæði hættulegt og líka mildl lýti,“ seg- ir Ingibjörg Sólrún. -HEI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.