Dagur - 28.10.2000, Qupperneq 2
26 —LAUGARDAGUR 2 8. OKTÓBER 2000
FRÉTTIR
Rafmagniðí
hesthúsiun í mst
Frágangur rafmagns í íslenskum hesthúsum er ekki í nægjanlega góðu
lagi samkvæmt úttekt Löggildingarstofu.
Raflögniun virðist
verulega ábótavant í
flestum hesthúsum
landsins sem hefur
mikla brunahættu í
för með sér að mati
Löggildingarstofu.
„Athygli vekur að athugasemdir
eru gerðar við töfluskáp (98%),
merkingu töflubúnaðar (97%) og
spennujöfnun (92%) í nær öllum
skoðunum. Því má leiða sterkar
líkur að því að þessa ágalla sé að
finna í flestum hesthúsum
landsins," segir í niðurstöðu
Löggildingarstofu, sem skoðað
hefur raflagnir í 107 hesthúsum,
á mismunandi aldri og í öllum
landshlutum, þar af 58 á höfuð-
borgarsvæðinu, á síðustu þrem
árum. „Hið slæma ástand töflu-
skápa, sem niðurstöðurnar gefa
til kynna að sé mjög almennt, er
mikið áhyggjuefni þar sem það
getur haft í för með sér mikla
brunahættu."
Hættulegir lampar og tengl-
ar
Annar rafbúnaður reyndist líka í
miklu ólagi, svo sem lampar
(74%) og tenglar (70%). Bent er
á að rekja megi marga bruna af
völdum rafmagns til þeirra hluta.
Veruleg þörf sé líka á úrbótum
varðandi spennujöfnun og merk-
ingar í rafmagnstöflum. Að-
gæsluleysi ásamt gömlum biluð-
um rafbúnaði sé helsta ástæða
rafmagnsbruna svo afar mikil-
vægt sé að sá rafbúnaður sem
notaður sé í hesthúsum sé ávallt
valinn með tilliti til staðsetning-
ar og notkunar. Úr sumum
ágöllum megi bæta með betri
umgengni en flestar athuga-
semdir kalli á fagþekkingu.
Ómerkt, rangmerkt, brotið
og laust
Hundruðum athugasemda sem
gerðar voru um töfluskápa og
innihald þeirra: Margir voru
óþéttir gagnvart vatni og ryki, að-
gengi að töflum óviðunandi og
mikið um óhreinindi og ryk.
Mjög mikið var um ómerktan
eða ranglega merktan búnað í
rafmagnstöflum, eða að spennu-
kefli vatnaði. Raftaugar voru
lausar, skemmdar af bruna eða
ranglega Iitamerktar. Hlífar í
töflum voru götóttar, illa festar,
lausar eða vantaði alveg.
Varðandi lagnirnar voru gífur-
legir annmarkar á spennujöfn-
unartengingum. Mikið um brot-
na, lausa og/eða loklausa tengla.
Lampar voru margir með engu
eða brotnu hlífðargleri og óvirk-
um jarðtengingum. Strengir
voru mjög oft lausir, hh'fðarkápa
hafði dregist úr úr tengidósum
og endar voru óvarðir.
Flest í 2. áliættuílokki
Skoðanirnar voru gerðar af
óháðum löggiltum skoðunar-
stofum. Athugasemdir þeirra
skiptast í þrjá áhættuflokka:
Fáar voru í 1. flokki en langsam-
lega flestar athugasemdirnar
falla undir 2. flokk: „Frávik frá
öryggisákvæðum sem talið er
geta valdið snerti- eða bruna-
hættu.“ Fremur fáar lentu í 3.
flokki, sem spannar alvarleg frá-
vik frá öryggisákvæðum sem geta
valdið bráðri hættu. Þó lentu
um 20 ábendingar um greinivör
og 10 um töflutaugar í þennan
flokk. -HEI
Sturla Böðvarsson,
samgönguráðherra.
Samið við
Samskip
Ekkert hefur komið fram um að
framkvæmd útboðs á rekstri
Vestmannaeyjaferju 2001-2003
hafi verið háð annmörkum eða
val útboðs hafi verið ólögmætt.
Þetta er mat kærunefndar út-
boðsmála og með hliðsjón af
þessu undirritaði Vegagerðin í
gær samning við Samskip hf. um
rekstur feijunnar.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra kynnti á ríkisstjórnar-
fundi í gær málalyktir í útboði á
rekstri Vestmannaeyjaferjunnar
Herjólfs. Rekstur Herjólfs var
boðinn út í júlí sl. og bárust tvö
tilboð, annað frá Herjólfi hf. og
hitt frá Samskipum. Mismunur
tilboðanna var verulegur eða 133
m.kr. en kostnaðarmat Vegagerð-
arinnar hljóðaði upp á 222 millj-
ónir og var það 10 milljónum
hærra á ári en tilboð Samskipa
hf. Miklar og harkalegar athuga-
semdir bárust frá stjórn Herjólfs
hf. en kærunefnd telur sem fyrr
segir að ekkert hafi verið athuga-
vert við boðið. -BÞ
S veitarstj ómar-
menn til vamar
Guðmundur Ami Stef-
ánsson segir sveitar-
stjómarmenn æfa
vegna boðaðrar út-
svarshækkunar án
þess að skattar lækki
á móti.
Alþingismenn hafa verið á kjör-
dæmaferðalögum í nýliðinni viku
og þeir hafa flestir orðið varir við
að sveitarstjórnarmenn eru allt
annað en ánægðir með þær til-
Iögur nefndar um íjármál sveitar-
félaganna að láta sveitarfélögin
hækka útsvarið 2002 án þess að
ríkið lækki skatta á móti.
„Það var aiveg sama hvar mað-
ur kom, það mætti manni alls
staðar andstaða við þessar hug-
myndir. Sveitarstjórnarmenn
segja að ríkið sé í raun með
þessu að hækka skatta en iáta
aðra framkvæma það. Eg veit að
ttestir ef ekki allir alþingismenn
hafa heyrt þessar raddir á ferðum
Guðmundur Árni Stéfánsson:
Alls staðar andstaða við
hugmyndirnar.
sínum um kjördæmin í vikunni,"
segir Guðmundur Arni Stefáns-
son alþingismaður. Hann átti
sæti í nefndinni um fjármál
sveitarfélaga og greiddi þar at-
kvæði gegn tillögum nefndarinn-
ar.
Snúist til vamar
Hann segir að þarna liggi líka
annað undir. Það þurfi ekki mik-
inn speking til að átta sig á því
þarna sé verið að veifa gulrót fyr-
ir framan Reykjavíkurlistann,
vonast til að hann gleypi við
henni. Síðan eigi að kenna R-
listanum um að standa að skatta-
hækkunum.
„Það er ljóst að sveitarstjórnar-
menn gera harða kröfu til þess
að útsvarshækkuninni 2002
verði mætt með sambærilegri
lækkun skatta hjá ríkinu. Þetta
er krafa sem sveitarstjórnarmenn
munu ekki kvika frá. Eg hef lýst
því yfir að Samfylkingin mun fly-
tja breytingartillögur við þetta
þegar málið kemur til kasta Al-
þingis í næsta mánuði. Eg trúi
ekki örðu en að þessi kúrs sem
þarna hefur verið tekin verði
Íeiðréttur þegar Alþingi fjallar
um máliö. Ríkissjóður er aflögu-
fær og hann á að lækka skatta
jafnmikið og sveitarfélögin fá að
hækka útsvarið," sagði Guð-
mundurArni. -S.DÓR
Sjávarútvegsráðherra tíl Kína
Ami M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, fer til Kína í
lok októbermánaðar þar sem hann verður einn þriggja
aðalíyrirlesara á þriðju alheimsráðstefnu sjávarútvegs-
ins sem haldin verður í Peldng. Þátttakendur eru um
600 frá 50 löndum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur
sjávarútvegsráðherra fer í opinbera heimsókn til Kína.
Sjávarútvegsráðherra flytur einnig flytja ávarp við
opnun alþjóðlegrar, árlegrar sjávarútvegssýningar sem
haldin er í Peking sömu daga og ráðstefnan stendur yfir.
Sex íslensk fyrirtæki munu ásamt Útflutningsráði Islands taka þátt í sýn-
ingunni en það eru Sæplast, Marel, SH, íslenska útflutningsmiðstöðin,
E. Ólafsson og Sameinaðir útflytjendur. í kjölfarið mun sjávarútvegsráð-
herra svo þiggja opinbert heimboð kínverskra stjórnvalda. -GG
Skjár einn á Vestíjöröuin
Vestfirðingar munu ná útsendingum Skjás Eins innan tíðar með milli-
göngu Snerpu og Skjávarpsins. Snerpa verður umboös- og þjónustuaðili
SkjáVarps á ísafirði og mun sjá um rekstur á tækjabúnaði SkjáVarps og
móttöku sjónvarpsefnis á stafrænu formi um ATM-samband. Snerpa
mun einnig annast markaðs- og sölustörf fyrir Skjávarp á Isafirði. Aform-
að er að útsendingar Skjás Eins muni hefjist í nóvember á Vestíjörðum.
Skjávarpið hefur nú lokið uppsetningu á tuttugu og tveimur sjónvarps-
sendum í öllum landsljórðungum og er uppsetningu á Faxaflóasvæðinu
brátt lokið. Veruleg aukning hefur orðið á starfseminni í kjölfar kaupa
Skjás Eins á helmingshlut í fyrirtækinu. Dagskrá Skjás Eins er nú send
út á um þriðjungi drcifikerfis Skjávarps og er unnið að frekari útbreiðslu
Skjás Eins um landið.
Landshyggöarflótti rénar
Landsbyggðin tapaði helmingi
færra fólki á tímabilinu janúar-til
september 2000 heldur en í
fyrra, eða tæplega 670 í ár sam-
anborðið við rúmlega 1.320 í
fyrra. Þjóðhagsstofnun bendir á
að búferlaflutningar fyrstu níu
mánuði ársins staðfesti að þær
brcytingar sem fyrst hafi orðið
vart á 2. ársfjórðungi ársins hafi
fest sig í sessi, a.m.k. um sinn.
Enn dragi úr búfcrlaflutningum
af landsbyggðinni til höfuðborg-
arsvæðisins og flulningar þaðan
út á land aukist. A Suðurnesj-
um og Vesturlandi séu aðfluttir
nú fleiri en brottfluttir og mun-
urinn sé IítiII á Suðurlandi.
Fyrstu níu mánuði ársins fluttu
um 2.460 af höfuðborgarsvæð-
inu og út á land en um 3.130
þaðan, svo landsbyggðin tapaði
um 670 íbúum í þessum flutn-
ingum, sem fyrr segir. A sama
tíma í fyrra fluttu um 390 fleiri
suður til höfuðborgarsvæðisins
og nær færri 270 þaðan út á
land, svo „tap“ landsbyggðarinn-
ar var þá tvöfalt meira en í ár.
-HEI
Tölvuhaupastyrkir tíl rfldsforstíóra
Tölvukaupastyrkir til yfirmanna ríkisstofnana og sjóða skylai þó ekki vera
leið til að verða sér úti um „duldar" kjarabætur. Við endurskoðun hjá rík-
isfyrirtækjum og sjóðum segir Ríkisendurskoðun hafa komið fram dæmi
um að ríkisstarfsmcnn, einkum yfirmenn, fái styrki til kaupa á tölvum á
þeirri forsendu að þeir þurfi starfs síns vegna að vinna heima eftir venju-
Íegan vinnutíma og þurfi þá að gcta tengst tölvukerfum fyrirtækja sinna.
í einhverjum tilvikum séu starfsmenn líka með tölvur í eigu fyrirtækja
sinna. Og uppsetning búnaðar heima hjá viðkomandi er jafnframt á
kostnað fyrirtækjanna.
Rikisendurskoðun segist hafa gert athugasemdir við þessi atriði og tel-
ur nauðsyn þess að fjármálaráðuneytið setji almcnnar reglur um kaup á
tölvum sem ætlaðar séu til notkunar á heimilum starfsmanna. -HF.l