Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 16.12.2000, Blaðsíða 2
26 - LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 FRÉTTIR á síðustu öld ing verði hjá öll- um nefndum borgarinnar. Harðorð mót- mæli Töluverð óá- nægja er með þessa ákvörðun meirihluta sam- göngunefndar meðal starfs- manna SVR en þeir hafa misst sinn áheyrnar- fulltrúa sem þeir hafa haft í nokk- ur ár. A fundi nefndarinnar fyrir skömmu létu fulltrúar sjálfstæðis- manna í nefnd- inni bóka harð- orð mótmæli við þessu. Þeir telja að þarna sé verið að ganga á rétt starfsmanna til Helgi Pétursson formaður samgöngunefndar segir ad áheyrnarfulltrúar séu lelfar frá síðustu öld. Samgöngimefnd Reykjavíkur. Ekki pláss fyrir áheyrnar- fulltrúa. Óánægja hjá vagnstjóram. Allt á netið Starfsmenn þeirra borgarstofn- ana sem heyra undir samgöngu- nefnd fá ekki að hafa þar áheyrn- arfulltrúa eins og er víðast hvar í öðrum nefndum og ráðum borg- arinnar. Helgi Pétursson f’or- maður samgöngunefndar segir að áheyrnarfulltrúar séu leifar frá síðustu öld. AHt á netið Hann segir að þess í stað verði nefndin fullkomlega rafræn á netinu. Þar verða allar upplýs- ingar um afgreiðslu mála og dag- skrá auk þess sem horgarbúar geta komið sjónarmiðum sínum og ábendingum á framfæri við nefndina. Búist er við að þessi nvjung geti orðið að veruleika eftir um það bil tvo mánuði. Stefnt er að því að þessi netvæð- að geta fylgst með því sem sé að gerast í þeirra fyrirtæki. Kjartan Magnússon fulltrúi sjálfstæðismanna í nefndinni segir að þetta skjóti líka skökku við vegna þess að margar aðrar starfsstéttir séu með áheyrnar- fulltrúa í ráðum og nefndum borgarinnar. Meðal annars séu kennarar með tvo fulltrúa og skólastjórar einn í fræðsluráði, starfsmenn Orkuveitunnar hafa áheyrnarfulltrúa í stjórn veitu- stofnana og leikskólakennarar séu með sinn áheyrnarfulltrúa í Leikskólaráði svo nokkuð sé nefnt. Ekki pláss Helgi Pétursson segir að fyrir utan það að búið sé að lcggja niður stjórn SVR með tilkomu samgöngunefndar heyra það mörg fyrirtæki og stofnanir horg- arinnar undir nefndina að það séu engin tök á því að hafa þar áheyrnarfulltrúa til viðbótar við þá nefndar- og emhættismenn sem sitja fundi hennar. Hann bendir á að á fundum nefndar- innar séu um 15-18 fulltrúar og embættismenn. Með áheyrn- arfulltrúum mundu 8 manns bætast við. Það sé því ekki pláss fyrir þá, enda sé ekki ætlunin að halda vikulegar og tímafrekar ráðstefnur um samgöngumál í hvert skipti sem samgöngunefnd fundar. - GRH Samtökin Heimili og skóli segja nemudur og foreldar í gíslingu íkenn- araverkfaiii. Neraarí gíslingu „Verkfallið lýsir óforsvaranlegu tómlæti og virðingarleysi gagn- vart menntun, nemendum og námi þcirra. Sjálfsmynd nem- enda hefur beðið tjón sem seint verður bætt. „ Þetta segir m.a. í ályktun frá Samtökunum Heim- ili og skóli sem samþykkt var á aðalfundi í gær. 1 áíyktuninni er bent á að bæta verði launa- kjör kennara þannig að þeir verði samkeppnisfæriri um hæft vinnuafl. Jafnframt eru hins vegar sagt að það sé forseda aukinnar virðingar og viður- kenningar á starfi kennarans að vinnutími þeirra sé sýnileur og launakerfið gegnsætt. „Aðalfundur Heimilis og skóla skorar á aðila að ganga tafar- laust til samninga og aflétta því umsátursástandi, sem ríkt hef- ur undanfarnar vikur og leysa nemendur og fjölskyldur þeirra úr gíslingu," segir að lokum í ályktuninni. Skikk komið á flugeldasölu Þörfá öflugra eftiriiti með flugeldasölu. Óvenju mikið var um slys á fullorðnum karl- niöniium á gamlárs- kvöld í fyrra.Reglu- gerð uni vöruflokkun og eftirlit með skoteld- um lítur dagsins ljós innan skamms. Ný reglugerð um skotelda verður sett eftir áramót í dómsmálaráðu- neytinu. Reglugerðin flokkast undir vopnalög og er ætlunin að koma skikk á þessi mál í eitt skip- ti f’yrir öll. Slysavarnafélagið Landsbjörg er helsti innflytjandi skotelda á landsvísu en Kristbjörn Oli Guð- mundsson framkvæmdastjóri seg- ir að ekki sé búið að kvnna reglu- gerðina fyrir þeim með formleg- um hætti. Þeir hafi hins vegar nálgast drögin sjálfir í dómsmála- ráðuneytinu og „veitt“ út upplýs- ingar um málið. Kristbjörn Öli segir að í raun sé þetta fyrsta lagasetningin sem taki faglega á skoteldum. „Þarna er búið að samræma það sem þarf til for- varna og tekið á vinnulagi um flugeldamál. Ég sé ekkert í þessu sem ögrar því sem við höfum ver- íð að gera." Um tvöfalt meira af skoteldum var sclt í fyrra cn árið á undan og urðu fjölmörg slys. Að sögn Her- dísar Storgaard slysavarnafulltrúa var slysamynstrið óvanalegt og lýsir hún áhyggjum af þróuninni. „Þetta voru elsJsi bara börn og unglingar sem slösuðust heldur töluvert um fullorðna karlmenn." Herdís segir að innflutningur hafi breyst mildð síðari ár. Mikið sé núorðið unt öfluga og stóra skotelda en það sé ekki ætlan for- varnafulltrúa að banna almenn- ingi Rugcldakaup. „Nei, það er ekki það sem vakir fyrir okkur - við gætum allt eins bannað bíla á þeim forsendum að þeir geti verið hættulegir. Hins vegar þarf að halda betur utan um hlutina en gert hcfur verið. Reglugerðin mun taka á vöruflokkun og eftir- liti meðal annars. Steypa í Steingrími Svo kann að fara að skilningur ráðuneytisins á því sem heppilegt sé að selja almenningi verði ann- ar en innflytjenda. Kristbjörn Oli vísar því hins vegar á bug að al- menningi hafi verið boðið upp á varasaman varning að undan- förnu. Mjög skýr skil séu á sölu flugelda til sýningarhalds annars vegar eða til almennings hins veg- ar. Ýmsir hafa gagnrýnt flugelda- gleðina og nánast líkt gamlárs- kvöldi við lífshættu utan dyra. Framkvæmdastjóri Landsbjargar gerir hins vegar lítið úr því að Is- lendingar hafi notið meira frelsis en nokkur önnur vestræn þjóð í þessum efnum. „Nei, þetta er ckki þannig en það er alltaf fullt af bulli í gangi. Sem dæmi tek ég Steingrím Hermannsson sem haldið hefur fram að stranglcga bannað sé að selja rakettur í Am- eríku. Það er algjör steypa," segir Kristbjörn OJi og getur þess að sums staðar sé mun frjálslegar farið mcð þennan litríka og skammlífa varning en á Lslandi. - BÞ Fáar lögreglukonitr í oktober mánuði síðast liðinn var hlutfall kvenna í lögreglunni á ís- landi aðeins 8%. Hefur það hækkað frá 1996 en þá var það 4,3%. Að- eins 2,3% þcssara lögreglukvenna eru í stjórnunarstöðum. Stjórnun- arstöður innan lögreglunnar eru yfirlögregluþjónn, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, aðalvarðstjóri, lögreglufulltrúi og aðstoðarvarðstjóri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi frá Stefaníu Oskarsdóttur. Það kemur einnig fram í svarinu að kon- um sem sækja lögregluskólann fari fjölgandi ár frá ári. - s.DÓR Fá lán fram að verkfalli Stjórn Lánasjóðs fslenskra námsmanna hefur samþykkt nýjar reglur um lán til útborgunar í verkfalli framhaldskennara. I frétt frá sjóðn- um segir að um 240 framhaldsskólanemar, sem sótt hafa um náms- lán, eigi ekki kost á að staðfesta námsárangur í samræmi við almenn- ar kröfur sjóðsins vegna verkfallsins. Að óbreyttu hefðu þeir því ekki átt kost á útborgun námsláns í janúar nk. eins og gert hefði verið ráð fyrir. í frétt LÍN segir'að samþykkt stjórnar sjóðsins þýði að þeir nem- cndur sem hér um ræði eigi þess nú kost að fá lán til útborgunar vegna náms fram að þeim degi þegar verkfall framhaldsskólakennara hófst, en það var hinn 7. nóvember sl. Skilyrði sé að þeir óski skrif- lega eftir því að fyrir 1. febrúar næstkomandi og að einstakir skólar staðfesti námsástundun fram að verkfalli. Segir ennfremur að LIN munu hafa samband nemendur og senda þeim nauðsynlegar upplýsingar á næstu dögum. LIN mun jafnframt sjá um staðfestingu heint frá skólum um námsástund fram að vcrk- falli. Blönduós og Engihlíðarhreppur í eina sæng Bæjarstjórn Blönduósbæjar og sveitarstjórn Engihlíðarhrepps í Aust- ur-HúnavatnssýsIu hafa komist að samkomulagi um að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna láugardaginn 7. apríl 2001, vilui lyrir páskadag. Skúli Þórðarson, hæjarstjóri Blönduósbæjar, segir að aðdragandinn hafi ekki verið langur. Beiðni hafi borist frá sveitar- stjórn Engihlíðarhrepps í septembermánuði sl. þar sem óskað var eft- ir viðræðum um sameiningu. Frá því um miðjan október hafi verið unnið að málinu og síðan staðfest á fundum sveitarstjórnanna 12. desember sl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.